Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 227. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						ÞRIDJUDAGUR 3. OKTOBER 2000
jy^r
Fréttir
Erlend fjárfesting í sjávarútvegi:
Frumvarp um beinar
fjárfestingar í fiskiðnaði
Svanfríður Jónasdóttir mun á Al-
þingi mæla fyrir frumvarpi um
breytingu á lögum um fjárfestingu
erlendra aðila í atvinnurekstri hér-
lendis. Meðflutningsmenn hennar
að frumvarpinu eru Sighvatur
Björgvinsson, Jóhann Ársælsson,
og Lúðvík Bergvinsson. Er þar sér-
staklega vikið að heimild til fjárfest-
inga í fiskiðnaði.
Frumvarp þetta var fiutt á síðasta
þingi en náði ekki fram að ganga og
verður því endurfiutt nú i haust. í
greinargerð með því er gert ráð fyr-
ir því að um fiskiðnað gildi almennt
sömu reglur og annan iðnað hvað
varðar fjárfestingar erlendra aðila.
Ekki er gert ráð fyrir breytingum á
gildandi lögum um útgerð.
Samkvæmt gildandi lögum um
fjárfestingar   er-
lendra  aðila  er
þeim  heimilt  að
eiga óbeinan hlut í
íslenskum  sjávar-
útvegi og ekki er
gerður    greinar-
munur á  veiðum
og vinnslu nema að
því er varðar til-
tekna vinnsluþætti.
Heimild til óbeinn-
ar   eignaraðildar
var lögfest til að laga lögin að veru-
leikanum en vitað var um óbeina
eignaraðild erlendra fyrirtækja í
sjávarútvegsfyrirtækjum  og  ekki
var talið ráðlegt að fylgja fortaks-
lausu banni eftir, eins og þágildandi
lög gerðu ráð fýrir. Með því að
Svanfríður
Jónasdóttir
alþingismaður.
heimila einungis óbeina eignaraðild
voru því engir nýir möguleikar opn-
aðir.
Flutningsmenn gera ráð fyrir að
með heimild til beinna fjárfestinga
erlendra aðila í íslenskum fiskiðn-
aði, eins og i öðrum matvælaiðnaði,
geta skapast ýmsir nýir möguleikar
og sóknarfæri fyrir fiskvinnsluna.
Jafnframt megi ætla að ný sóknar-
færi kynnu að skapast fyrir annan
matvælaiðnað þar sem mjög er nú
sóst eftir samstarfi við erlend fyrir-
tæki.
í núgildandi lögum eru eftirtaldar
vinnsluaðferðir þegar undanþegnar
sérstökum takmörkunum: reyking,
súrsun, niðursuða, niðurlagning og
umpökkun afurða í neytendaum-
búðir eða frekari vinnsla afurða til
Minjagripaverslun við Gullfoss:
Fingralangir skiptinemar
„Þetta var algjört áfall. Ég er orð-
laus," sagði Elva Björk Magnúsdótt-
ir, sem rekur kaffihús og minja-
gripaverslun við Gullfoss, eftir
heimsókn hóps svissneskra nem-
enda sem heimsóttu staðinn fyrr í
vikunni. Um er að ræða skiptinema
sem eru í heimsókn hjá Valhúsa-
skóla á Seltjarnarnesi.
Að sögn Elvu Bjarkar kom hópur-
inn til hennar ásamt kennurum og
fararstjóra á þriðjudag í síðustu
viku. Fararstjórinn spurði hvort
nemendurnir mættu snæða nesti
sitt inni í kaffihúsinu. Hún kvaðst
yfirleitt ekki leyfa slikt en ætla að
gera undantekningu í þetta sinn.
- létu greipar sópa
Nemendumir komu inn, borðuðu
nestið, gengu vel frá eftir sig og fóru
síðan út í rútuna sem flutti þá.
„Skömmu síðar kom fararstjór-
inn inn með platta sem einhver
hafði tekið ófrjálsri hendi," sagði
Elva Björk. „Bílstjórinn hafði séð að
þau voru eitthvað mikið að pukrast
og sá að ekki myndi allt vera með
felldu. Fararstjórinn fór að því
búnu en kom enn inn eftir drykk-
langa stund og nú með fuilt af varn-
ingi. Þar á meðal voru dýrir bolir,
einnota myndavélar, fihnur, minja-
gripir og fleira dót. Þetta var varn-
ingur fyrir tugi þúsunda króna.
Nokkrir krakkanna komu sjálfir og
skiluðu af sér. Afgreiðsluborðið hjá
mér var hlaðið þegar öllu hafði ver-
ið skilað," sagði Elva Björk, sem
hefur reynt að ná í skólastjóra Val-
húsaskóla út af málinu en ekki enn
tekist.
„Svissnesku umsjónarmennirnir
voru miður sin," sagði Sigfús Grét-
arsson við DV í morgun. „Þeir létu
nemendurna tæma allar töskur og
skila mununum. Það varð mikil
rekistefna út af þessu máli. Umsjón-
armennirnir ætla að grípa til viðeig-
endi ráðstafana hér og eftir að heim
kemur. Málinu er þar með lokið."
-JSS
Opið hús á Slökkvistöðinni
Ungir sem aldnir kynntu sér starfsemi Slökkviliðsins í Reykjavík í opnu húsi í Slökkvistöðinni um helgina.
Héraðsdómur Norðurlands eystra:

Sekt fyrir falsað skírteini
DV, AKUREYRI:____________________________
Nítján ára gamall Dalvíkingur
sem gerði tilraun til að komast inn
á skemmtistaðinn Kaffi Amsterdam
í Reykjavík í október á sl. ári og
hafði undir höndum falsað ökuskír-
teini hefur verið dæmdur í Héraðs-
dómi Norðurlands eystra.
Dalvíkingurinn hafði látið falsa
ökuskírteinið fyrir sig nokkrum
árum áður en þarna komst upp um
hann og kæra fylgdi í kjölfarið. Pilt-
urinn mætti ekki fyrir dómi en brpt
hans taldist nægjanlega sannað og
var hann dæmdur í 45 þúsund króna
sekt og komi 8 daga fangelsi í stað
sektarinnar hafi hún ekki verið
greidd innan fjögurra vfkna.    -gk
að gera þær hæfari til dreifingar,
neyslu eða matreiðslu. Ef frumvarp
þetta yrði að lögum yrði jafnframt
heimilt að erlendir aðilar fjárfestu í
frystingu, söltun, herslu, bræðslu og
mjölvinnslu.
Flytjendur frumvarpsins segja að
íslendingar hafa undanfarin ár
afnumið sérstakar hömlur fyrir er-
lenda fjárfesta hérlendis á flestum
sviðum. Afnám sérstakra takmark-
ana í fiskvinnslu sé því eðlilegt
framhald þeirrar stefnu.    -HKr.
Opið virka
daga 10-19.
SUÐURNESJUM
SÍMI 421 4888-421 5488
Opió lau.
12-16.
Dodge Caravan '97, ekinn 45
þús., sjálfskiptur, brúnn, 7 manna.
Verð 1.890 þús. Höfum einnig
2 stk. '97 Caravan V6 3,3 til sölu.
MMC Pajeio 2,5 turbo dfsil,
nýskráöur 2/96, ekinn 96 þús.,
blár, 5 gíra, 32" ný nagladekk á
felgum fylgja. Verö 1.750 þús.
Höfum nokkra Toyota Corolla 1,4
wti, bílaleigubíla, nýskráöa
6/2000, ekna á bilinu 12-16 þús., 4
dyra, nokkrir litir. Verö 1.270 þús.
Nissan d/c dfsill turbo,
nýskráður 8/99, ekinn 17 þús.,
toppl., pallhús, grillgrind, cd, o.fl.
Verö 2.400 þús.
Toyota Land Cruiser VX 3,0 turbo
dfsil, nýskráöur 11/98, ekinn 54
þús., sjálfskiptur, silfurgrár, 38"
breyttur ( ný 38" dekk), varahjólshlíf,
krókur. Vero 3.800 þús.
VW Passat 1,8 st., nýskráour
1/99, ekinn 33 þús., sjáffskiptur,
silfurgrár, dráttarkrókur.
Vorö 1.890 þús.
Toyota Land Cruiser GX 3,0
turbo dfsil, nýskráður 2/99,
ekinn 45 þús., sjálfskiptur,
varahjólshlíf, toppgrindarbogar,
silfurgrár. Verö 3.250 þús.
Toyota Land Cruiser GX 3,0
turbo dfsil, nýskráður 11/97
(árg. '98), ekinn 75 þús., 33"
breyting, sjálfskiptur, drkrókur,
spoiler, varahjólshlíf, toppgrindar-
bogar. Verð 3.000 þús
Toyota Land Cruiser VX 3,0
turbo disil, nýskráöur 3/98,
ekinn 55 þús., sjálfskiptur, drátt-
arkrókur, grænn, 7 manna.
Verö 3.100 þús.
Toyota Rav4, nýskráður 11/99,
ekinn 12 þús., sjálfskiptur, silfur-
grár, dráttarkúla. Verð 2.100 þús.
Höfum nokkra 3ja dyra Toyota
Yaris Terra 1,0, nýskráða
6/2000, ekna 12-16 þús., nokkrir
litir. Verð 890 þús.
Toyota Land Cruiser VX 3,0 turbo
dísil, riýgJtf.fS/i^, ek. 57 þús., sjálf-
sk., bfarT'?Sárí^, leður, cruisecdn-
trol, krókur, varahjólshlíf.
Verð 3.250 þús.
Nissan Terran IISE turbo disil,
nýskráöur 2/98, ekínn 56 þús., gr.,
5 gíra, 7 manna. Verð 2.200 þús.
SP-FJARMOGNUN HF
_________Sigtúnl 42, simi 569 2000
Kláraðu dæmið
með SP-btlaláni
Skoðaðu vefinn okkar
www.sp.is
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
14-15
14-15
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40