Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.2000, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.2000, Blaðsíða 13
13 ÞRIÐJUDAGUR 3. OKTÓBER 2000 I>V Meistari Beethoven DV-MYND HILMAR ÞÓR Daníel Þorsteinsson og Siguröur Halldórsson Undirgefni þeirra gagnvart verkunum gerði þá svo sanna í túlkun sinni aö áheyrnin varð upplifun sem varla verður með orðum lýst, innileg og hvílandi. Tónlist Beethoven var hold- gervingur hins sanna, rómantíska listamanns: Maöurinn sem berst fyrir andlegu og list- rænu sjálfstæði sínu eins og aðrir berjast að- eins fyrir sjálfu lífinu. Maðurinn sem hefur sköpunarkraft hins blessaða þrátt fyrir ólýsanlegt mótlæti. Maðurinn sem gefur líf sitt til þjónustu við list- ina en þiggur að gjöf snilligáfu. Ekkert fær haggað stefnu þess ofur- krafts sem leiðir hann áfram, rekur hann og jafnvel dregur. Hann er þræll en líka konungur, hann er undirokaður en um leið frjáls. Hún er dálítið önnur myndin sem birtist af listamanninum róman- tíska þegar skjölin eru skoðuð. í ótölulegum fjölda bréfa þarf hann að þrátta um greiðslur og fyrirkomulag á útgáf- um verka sinna, auk þess sem hann virðist hafa verið mun betur metinn i samtíma sínum en hin rómantíska ímynd rúmar. En þrátt fyrir allar skjalarann- sóknir eru sögurnar af háifheymarlausa, fyrir- ferðarmikla manninum í gráa stóra frakkanum svo lifandi og sum bréfm hans svo hrífandi að engar frekari staðreyndir geta breytt stöðu hans í hugum manna. Þeir Daníel Þorsteinsson píanóleikari og Sig- urður Halldórsson sellóleikari buðu til sérlega forvitnilegrar Beethoven-veislu í Salnum í Kópa- vogi síðastliðinn laugardag. Þeir höfðu raðað öll- um fimm sónötum skáldsins fyrir þessi tvö hljóð- færi saman á eina tónleika. Sónötumar urðu til samhliða og i samhengi við önnur verk. Sem dæmi má nefna þá op.69 en Beethoven vann á sama tíma að ekki verri verkum en fiðlukonsert- inum fræga og fimmtu og sjöttu sinfóníu sinni. Tvær sónötur verða til fyrr og bera opusnúmerið op. 5, aðrar tvær hins vegar op.102. Af þessum tölum geta menn dregið ályktun um dreifmguna en siðustu opusnúmer skáldsins voru í kringum 130. Daníel og Sigurður höfðu raðað verkunum á grundvelli innri sannfær- ingar en ekki númerarað- ar og kom sú röðun vel út. í verkunum sveiflaðist áheyrandinn milli klass- ískra, tærra hátinda yfir í djúp óræðrar rómantíkur, milli vandunninna úr- vinnslukafia og aftur til glitrandi ljóðrænu. Hljóð- færaleikurinn var skýrt mótaður af djúpri virð- ingu fyrir viðfangsefhinu. Listamennirnir settu verk meistarans í fyrirrúm. Undirgefni þeirra gagn- vart verkunum gerði þá svo sanna í túlkun sinni að áheyrnin varð upplif- un sem varla verður með orðum lýst, innileg og hvílandi. Þeir voru ein- huga og nýttu rýmið og hljóminn á mjög áhrifa- ríkan hátt. Styrkleika- breytingar voru oft undra- vel útfærðar og gagn- virkni hljóðfæranna mjög lifandi. Hápunktur tón- leikanna var örugglega flutningur hins stórglæsi- lega fyrsta kafla sónötunnar op. 69. Þar er hægt að hálda því fram að þar sé fólginn tvöfaldur konsert og auðvelt reyndist að ímynda sér hljóm- sveitina í bakgnmni. Þeir voru ekki margir gestirnir þennan eftir- miðdag en það breytir ekki því að um listviðburð var að ræða í íslensku tónlistarlífi. Sólarupprás- in er jafhfogur þó fáir njóti hennar. Sigfríður Bjömsdóttir Tónlist Djöfulleg tilþrif Finnski píanóleikarinn Folke Grásbeck kom fram á tónleikum Kammermús- íkklúbbsins síðastliðið sunnudagskvöld og með honum spiluðu þau Sigrún Eðvaldsdóttir fiðluleikari, Einar Jóhannesson klar- ínettuleikari og Richard Talkowsky sellóleikari. Var fyrst á efnisskránni sjaldheyrt tríó í einum kafla fyrir píanó, selló og fiðlu sem Shostakovich samdi þegar hann var sext- án ára og tekur um kortér í flutningi. í upphafi heyr- ist angurvær laglína sem í nýklassísku, nánast írónísku hljómferli magn- ast upp á svipaðan hátt og í hinum miklu sinfóníum tónskáldsins. En þegar menn em sextán ára og ný- trúlofaðir er ekkert hægt að halda sig við eitthvað svoleiðis og sykursæt róm- antík, sem myndi sóma sér ágætlega á veitingahúsi eða í Hollywood-ástarvellu frá fimmta áratugnum, tek- ur völdin snemma í tónlist- inni. Það ber samt vitni um snilligáfu Shostakovich - að þessi yfirgengilega sápa * Þmmur gagnólíkum er óskaplega aðlaðandi og furðu sannfærandi fram- hald af upphafshendingum verksins. Leikur þremenninganna var aðdáunarverð- ur, Grásbeck er einstaklega afslappaður og yf- irvegaður píanóleikari sem spiiar skýrt og fal- lega hin erfiðustu hlaup og var túlkun hans til- finningaþrungin en þó ávallt rökrétt. Sigrún Eðvaldsdóttir var í banastuði og lék óaðfinnan- lega allan timann og sama má segja um spila- mennsku Richards Talkowskys. Var samleikur þremenninganna lýtalaus, styrkleikajafnvægið hárnákvæmt og nánast eins og hér væri gamal- gróinn tónlistarhópur á ferðinni. „Gamalgróinn" tónlistarhópur æfir sig 20. aldar tónverkum héldu þau fullum sal áheyrenda stökum samleik og hrífandi einleiksköflum. Villimannsleg stemning í Sögu hermannsins eftir Stravinsky kom Ein- ar Jóhannesson i stað Talkowskys og sú útgáfa verksins sem hér var flutt er umritun tónskálds- ins á níu þátta svítu sem á að fLytja með leikrit- inu. Saga hermannsins var upphaflega leikrit sem Stravinsky samdi ásamt vini sínum og byggir á þjóðsögu um samskipti dáta nokkurs við Djöfulinn. Fyrsti kaflinn heitir Mars her- mannsins og er stemningin þar allt að þvi villi- mannsleg. í hinum þáttúnum er hvergi slakað á, enda er dátinn að berjast fyr- ir lífi sínu. Síðasti kaflinn ber nafhið Dans djöfulsins. Þar er sá vondi búinn að drekka vodka og er orðinn fullur. Dátanum tekst þá með klækjum sínum að koma djöfsa fyrir kattamef og end- ar tónlistin í miklum tryll- ingi. Einar, Sigrún og Grásbeck túlkuðu söguna með djöfullegum tilþrifum og var hljóðfæraleikurinn stór- fenglegur. Að sumu leyti er verkið eins og fiðlukonsert, fiðlan segir frá og var leikur Sigrúnar stórglæsilegur. Svipbrigði hennar bættu líka við skemmtilegum áherslum og var útkoman afar ánægju- leg. í síðasta verki efnisskrár- innar var Djöfullinn hvergi nærri. Þá var fluttur Kvar- tett um endalok tímans eftir franska tónskáldið Olivier Messiaen. Hann var mjög á háspekilegu nótimum og í kvartettinum leitast hann við að gefa hlustandanum innsýn í eilífðina, þ.e. enda- lok timans. Yrkisefnið er dv-mynd ingó heimur mannsins/tímans og ... . tilvist Krists/eilífðarinnar. hugfongnum með ein- j^aQar verksins eru átta og var flutningur fjórmenning- anna einstakur. Sérstaklega verður að nefna einleiksþátt- inn fyrir klarínettuna sem var svo magnaður að áheyrendur þorðu vart að anda. Lofsöngurinn um ódauðleika Jesú, sem fluttur var af þeim Sigrúnu og Grásbeck, var einnig sérlega sannfærandi. í endinum, þar sem leikið var ofurveikt á hljóðfærin tvö á efstu tón- unum, var eins og tónlistin rynni saman við óendanleikann. í þögninni sem á eftir kom má segja að engill hafi liðið um salinn og voru þetta einhverjir bestu tónleikar sem haldnir hafa ver- ið á vegum Kammermúsíkklúbbsins. Jónas Sen ___________Menning Umsjón: Silja A&alsteinsdóttir Sparikjólar frá því 1886 Rasspúðarnir eru enn úr hrosshári. Úr bókinni Tíska. Tískan um aldir Nakti apinn fór snemma að skýla líkama sínum með einhvers konar flíkum. Frá þvi á frumsteinöld eru til leifar af fólki í fatnaði, það er með lendaskýlur eða í pilsum úr dýra- feldi. En það var bara byrjunin... Háskólaútgáfan gaf út í haust handhæga og skemmtilega kilju sem heitir einfaldlega Tíska og rekur sögu fatatísku, lauslega frá frum- steinöld en allítarlega frá miðöldum í Evrópu og fram á okkar dag. Hver opna er prýdd upplýsandi myndum af fatnaði og stíl timabilsins, hlaupatitlar gefa til kynna hvert efn- ið er á síðunni svo bæði er hægt að lesa bókina frá orði til orðs og nota hana sem uppflettirit. Vísanir eru í bókmenntir, tíðaranda og samfélags- þróun þannig að textinn verður auð- ugur og grípandi. Orðskýringar eru í bókinni, ritaskrá, nafnaskrá og skrá yfir merk tískusöfn og tískuskóla. Höfundur Tisku er Gertrud Lehnert, háskóla- kennari í bók- menntum og sér- fræðingur í tísku; hún hefur m.a. rannsakað sérstak- lega konur sem klæddu sig eins og karlmenn. Þýðandi er Fríður Ólafs- dóttir. íslandsdagar í Galisíu íslandsdagar standa yfir alla þessa viku í borginni E1 Ferrol í Galisíu á Norður-Spáni. Heimastjórn Galisíu á frumkvæði að og kostar viðamikla dagskrá sem haldin er í ýmsum borgum héraðsins þar sem öllum menningarborgum Evrópu er boðið að kynna sína menningu. Hafnar- borgin E1 Ferrol varð fyrir valinu sem vettvangur fyrir kynningu á Reykjavík og sér Reykjavík menn- ingarborg um skipulagningu og und- irbúning íslandsdaganna. Reykjavík er líka hafnarborg og meðal atriða á kynningimni verður sýning um Reykjavíkurhöfn undir heitinu „Og höfnin tekur þeim opn- um örmum“. Gítartríóið Guitar Islancio leikur íslensk þjóðlög á tvennum tónleikum. Matreiðslu- meistari Bláa lónsins stendur fyrir íslenskri matarviku og reiðir fram ýmsa rétti úr íslensku hráefni. Þá verða sýndar tvær íslenskar kvik- myndir með spönskum texta: Börn náttúrunnar eftir Frið- rik Þór Friðriksson og Svo á jörðu sem á himni eftir Kristínu Jóhannesdóttur. Haldin verður ráð- stefna um ísland und- ir heitinu ísland: Svipmynd af eyju í Atlantshafi. íslands- dögunum lýkur með sýningum leik- hússins Tíu fingur á brúðuleikritinu Leifur heppni. Það verður einnig flutt í menningarborginni Santiago de Compostela sem er miðstöð stjórnsýslu í Galisíuhéraði. Reykjavík og Santiago de Compostela hafa átt gjöfult samstarf á árinu um verkefni eins og Raddir Evrópu og Codex Calixtinus og sjáv- arútvegssýningin Lífið við sjóinn, eitt helsta samstarfsverkefni þeirra, var opnuð í Santiago á sunnudaginn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.