Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 232. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						MÁNUDAGUR 9. OKTÓBER 2000
Fréttir
I>V
VIDEOHOL L
Á pfnxx haxrcii_
Aflakóngurinn á gulllaxveiðum á síðasta fiskveiðiári:
Fráleitt að gull-
laxinn sé búinn
- þrátt fyrir að heildarveiði hafi dregist saman um 2/3
„Ég held þaö sé af og frá að
guLllaxinn sé búinn, þótt það
hafi verið minna af honum á
síðasta fiskveiðiári," segir
Hilmar Helgason, skipstjóri á
gulllaxaflaskipinu Hrafni
Sveinbjarnarsyni GK 255,
sem er í eigu Þorbjarnar í
Grindavík. Gulllaxaflinn
varð alls rúm 4.870 tonn á
síðasta fiskveiðiári, veruleg-
ur samdráttur í afla frá
metárinu 1998, en þá veidd-
ust alls tæplega 15.600 tonn af
gulllaxi á íslandsmiðum sam-
kvæmt upplýsingum frá
Fiskistofu. Þrátt fyrir sam-
drátt í guUlaxaflanum hefur
hann aðeins verið meiri
metárið 1997-98. Rúm 800
tonn veiddust árið 1996 en á
árinu 1997 varð veruleg
aukning í aflanum en þá
veiddust 3.367 tonn. Gulllax-
inn er veiddur í venjulegt
botntroll með smærri
möskva í belgpoka háð leyf-
um. Aflahæsta skipið á gull-
laxveiðunum á nýliðnu fisk-
veiðiári var Hrafn Svein-
bjarnarson GK 255 með rúm
1.190 tonn. Þá kom Hrafn GK
með rúmlega 1.030 tonn og í
þriðja  sætinu  var  Vest-
Nóg eftir
Hilmar Helgason skipstjórí segir aö nóg sé eftir afgulllaxi,
sem sé góður matfiskur.
mannaey VE með tæp 847
tonn. Alls voru 36 íslensk
fiskiskip skráð með gull-
laxafia á fiskveiðiárinu. „Ég
hef enga skýringu á því
hvers vegna veiðarnar
minnka en þetta er alveg af-
bragðs matfiskur. Þetta er
kjörið hráefni. Gulllaxhakk
er bæði bragðlaust og lykt-
arlaust og svo er það mikið
gelatín bindiefni í þvi að
það er hægt að nota þetta í
allt og það tekur í sig það
bragð sem bætt er við það.
Ef þú setur aðeins ýsuhakk
saman við þá er þetta ýsu-
hakk, lúðan verður lúða og
humar verður humar. Við
erum mest að selja þetta til
Noregs og verðið er ekki
nógu gott miðað við vinn-
una sem við leggjum í þetta,
en þeir hafa aðeins verið að
nota þetta innanlands lika,"
sagði Hilmar, sem sagði að
þeir væru á þorskveiðum
núna fyrir austan land.
„Eitthvað hefur þetta verið
skárra siðustu tvo sólar-
hringa, en mjög lélegt und-
anfarið, þetta venjulega
haustástand sem kemur yf-
irleitt í september."  -DVÓ
Fólk og fé í Sléttuhlíðarrétt í Skagafirði.
DV-MYND ÖRN ÞÖRARINSSON
Þegar snjóaði til f jalla létti það smalamennskuna:
Féð leitaði til byggða
DV, SKAGAFIRÐI:
A ýmsu hefur gengið í smala-
mennsku yst á Tröllaskaganum í
haust en þar voru göngur tvær
helgar um miðjan september.
Þannig hrepptu Siglfirðingar
versta veður við fjárrekstur úr
Héðinsfirði yfir i Siglufjórð á
sunnudegi. Helgina áður höfðu
Austur-Fljótamenn smalað og
fengið foráttuvatnsveður fyrri dag-
inn. Þá snjóaði til fjalla þannig að
fé kom niður og létti það mikið
smölun seinni daginn. Hins vegar
fengu Slétthliðingar bærilegt
gangnaveður á laugardeginum.
„Við fórum fjórtán talsins, allt
þaulvanir gangnamenn á þessum
slóðum, út í Héðinsfjörð eftir há-
degi á fóstudag og fengum þá
ágætt veður til smölunar. Sömu-
leiðis var bærilegt á laugardegin-
um þar til við vorum að reka sam-
an, þá fór að hvessa og rigna. Við
lögðum af stað kl. 7 morguninn eft-
ir með fjárreksturinn yfir fjallið.
Þá var snjókoma og talsvert hvasst
uppi á fjallinu en þetta gekk vel
engu að síður. Safnið var komið í
rétt í Siglufirði um kl. 13. Þeir
fengu slæmt veður til að smala
Siglufjörðinn en það hjálpaði að
það snjóaði niður í miðjar fjalls-
hlíðar um nóttina þannig að féð
var neðar en ella og var þægara
við að eiga," sagði Egill Rögn-
valdsson, gangnastjóri þeirra sem
smöluðu Héðinsfjörðinn. Það eru
félagar í Skíðafélagi Siglufjarðar
sem hafa annast smölun i Héðins-
firðinum mörg undanfarin ár.
„Það er fastur kjarni sem fer í
þetta ár eftir ár. Sumpart er þetta
ævintýr út af fyrir sig en getur
verið ansi strembið og harðsótt ef
veður  er  vont,"  sagði  Egill.
-ÖÞ
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
16-17
16-17
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64