Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 232. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						10
MÁNUDAGUR 9. OKTÓBER 2000
Utlönd
DV
Sækir á
George W. Bush, ríkisstjórí í Texas,
undirbýr sig nú fyrir næstu kappræð-
ur viö Al Gore á miövikudagskvöld.
George W. Bush
saxar enn á for-
skot Als Gores
George W. Bush, forsetaefhi
repúblikana í Bandaríkjunum, held-
ur áfram aö saxa á forskot Als Gor-
es, forsetaefnis demókrata, að því er
fram kom í nýrri skoðanakönnun í
gær. Gore nýtur fylgis 44 prósenta
kjósenda en Bush 42 prósenta.
Fyrir aðeins þremur dögum var
munurinn sex prósentustig, Gore í
vil.
Bush var önnum kafinn á búgarði
sínum nærri Waco í Texas að æfa
sig fyrir kappræðurnar milli þeirra
Gores á miðvikudagskvöld.
Gore var væntanlegur til Sara-
sota á Flórída í gærkvöld þar sem
hann mun einnig undirbúa sig fyrir
kappræðurnar.
B
V~naf
Cream
for legs and feet
Madeleine Albright, utanríkisráöherra Bandaríkjanna:
Arafats að binda
enda á ofbeldið
Madeleine Albright, utanrikisráð-
herra Bandaríkjanna, sagði í gær að
það væri Yassers Arafats, forseta
Palestínumanna, að stöðva átökin
milli Palestínumanna og ísraela
undanfarna ellefu daga sem hafa
orðið tugum manna að bana.
Ekki var annað að sjá en að Al-
bright tæki undir það sjónarmið
Ehuds Baraks, forsætisráðherra
ísraels, að Arafat hefði til þess vald
að stöðva grjótkast Palestínumanna
á Vesturbakkanum, Gaza og í sjálfu
Israelsríki. Hún sagði að ísraelum
fyndist sem þeir væru í herkví.
„Ég tel það augljóst að Yasser
Arafat sé leiðtogi palestínsku þjóð-
arinnar," sagði Albright í viðtals-
þætti bandarísku sjónvarpsstöðvar-
innar NBC.
Albright viðurkenndi að Arafat
væri í erfiðri stöðu þar sem grjót-
kastararnir væru ungt fólk.
Ehud Barak ítrekaði þá viðvörun
sína til Arafats í gær að friðarferlið
Fómarlambanna minnst
Palestínsk börn minntust í gær
þeirra sem hafa látist í átökum
Palestínumanna og ísraelskra her-
manna undanfama daga. Þeirra á
meöal var þrettán ára gamall piltur.
myndi renna út í sandinn ef ekki
yrði orðið við kröfum um að binda
enda á öll ofbeldisverk á mánudags-
kvöld, við lok Yom Kippur, eins
helgasta dags gyðinga.
Barak hét því á laugardag, þegar
hann veitti Arafat tveggja sólar-
hringa frest til verksins, að beita
öllum tiltækum ráðum til að koma
aftur á röð og reglu.
Leiðtogar Palestínumanna létu
hótanir ísraela sem vind um eyrun
þjóta og kenndu óhóflegri valdbeit-
ingu ísraelskra hermanna um mik-
inn fjólda látinna.
Þá fór spenna vaxandi milli Isra-
ela annars vegar og Sýrlendinga og
Líbana hins vegar eftir að skærulið-
ar Hizbollah í Libanon námu þrjá
ísraelska hermenn á brott á laugar-
dag. Líbanskar og ísraelskar her-
sveitir voru i viðbragðsstöðu í gær.
Barak sagðist gera sýrlensk stjórn-
völd ábyrg fyrir velferð hermann-
anna þriggja.
Skálaö fyrir nýjum forseta í Júgóslavíu
Margir Serbar gerbu sér dagamun ígær til aö fagna nýjum forseta landsins, Vojislav Kostunica. Hér má sjá tvo
ánægöa menn skála fyrir nýja forsetanum á meöan þeir bíöa eftir aö nautiö veröi tilbúið á grillinu. Kostunica var svar-
inn í embætti á laugardag eftir aö þjóöin hafði hrakið Slobodan Milosevic á brott eftir 13 ára harðstjórn.
Thai Express
Laugavegi126
105 Reykjavík
Sími 561-29-29 Fax 561-11-10
e-mail: tomasb@simnet.is
Góður taílenskur matur
Kostunica tekinn við í Júgóslavíu:
Refsiaðgerðum
ESB aflétt í dag
Sérverslun með rafhlöður
RAFSORC
Rauóarárstis 1    105 Reykjavlk
Slml: 562 2130    Slmbréf: 562 2151
netfans: rafbors@lslandta.is
Vojislav Kostunica, nýr forseti
Júgóslavíu, lét fara lítið fyrir sér í
gær, fyrsta daginn sinn í embætti.
Kostunica hitti yfirmann hersins að
máli en ekki hefur verið greint frá
hvað þeim fór í milli.
Nýja forsetans bíður mikið verk-
efni; að endurreisa efnahag
Júgóslavíu, sem er í kaldakoli
vegna refsiaðgerða þjóða heimsins
og áralangrar einangrunar landsins
á alþjóðavettvangi.
Evrópusambandið ætlar þegar i
dag að aflétta einhverjum refsiað-
gerðanna. Byrjað verður á að af-
nema viðskiptabann á olíu og tak-
markanir á flugi flutningaflugvéla
til landsins. Þá ætla Evrópulönd að
koma aftur á eðlilegum samskiptum
við Júgóslavíu.
Kostunica þarf jafnframt að
styrkja stöðu sina gagnvart
serbneska þinginu þar sem stuðn-
ingsmenn Slobodans Milosevics,
sem þjóðin steypti úr stóli fyrir
helgi, ráða enn lögum og lofum.
Milosevic er enn í Belgrad og ætl-
ar sér að verða foringi stjórnarand-
stæðinga.
Hubert Védrine, utanríkisráð-
herra Frakklands, talaði þó fyrir
munn allra Vesturlanda í gær þegar
hann sagði að koma þyrfti Milos-
evic í burtu. Samfylkingin, sem
stendur að baki nýja forsetanum,
ætlar að reyna að mynda nýja
stjórn sérfræðinga til að koma á
stóðugleika i landinu á meðan kosn-
ingar verða undirbúnar og hreinsað
verður til í stjórnkerfinu.
Stuttar fréttir
Kurteislegar kappræður
Hillary Rodham
Clinton, forsetafrú í
Bandaríkjunum og
frambjóðandi til
öldungadeildarinn-
ar, og keppinautur
hennar, Rick Lazio,
héldu annan kapp-
ræðufund sinn í
gær. Þótti fundurinn fremur bragð-
daufur og kurfteislegur, miðað við
fundinn fyrir nokkrum vikum.
Læti í Kristjaníu
Danskir lögregluþjónar og hund-
ar þeirra urðu fyrir flöskum og
grjóti þegar þeir eltu tvo menn sem
grunaðir voru um að selja þýfi inn í
fríríkið í Kaupmannahöfn.
Minnkandi atvinnuleysi
Atvinnuleysi í Færeyjum hefur
farið minnkandi að undanförnu og
er nú komið niður í tvö prósent, að
sögn blaðsihs Sosialurin. Fleiri kon-
ur en karlar eru án vinnu.
Félagarnir ráða ferðinni
Anders Fogh Rasmussen, leiðtogi
danska íhaldsfiokksins Venstre, seg-
ir að það verði flokksfélaganna að
ræða og ákveða hversu mikið flokk-
urinn eigi á komandi árum að
þrýsta á um aukinn samruna Dan-
merkur við Evrópusambandið.
Sonurinn til Kína
Marko, sonur Slobodans Milos-
evics, fyrrum Júgóslavíuforseta, er
á leið til Peking að sögn júgóslav-
neskrar fréttastofu. Marko fór til
Moskvu um helgina og var falskt
nafn á ferðaskjölum hans.
Evrópa á ýmsum hraða
Niels Helveg Pet-
ersen, utanríkisráð-
herra Danmerkur,
sagðist í gær eiga
von á að í desember
yrðu opnaðar dyrn-
ar fyrir því að þau
lönd ESB sem vilja
fara hraðar í sak-
irnar en önnur í samrunaferlinu
geti það án þess að þurfa að bíða eft-
ir hinum sem vilja fara hægar.
íhaldsmenn reykja hass
Sjö háttsettir menn í breska
íhaldsfiokknum hafa viðurkennt að
hafa fiktað við hassreykingar á
yngri árum. Játningarnar koma
flokknum í vandræði vegna tillagna
hans á dögunum um að herða mjög
refsingar fyrir dópfikt, meðal ann-
ars hassreykingar.
Kwasniewski kosinn á ný
Aleksander Kwa-
sniewski var endur-
kjörinn forseti Pól-
lands í gær. Sam-
kvæmt útgöngu-
spám fékk þessi
fyrrum kommúnisti
en núverandi jafn-
aðarmaður 56,1 pró-
sent atkvæða. Hann þurfti að fá
meira en 50 prósent til að ná kjöri í
fyrri umferð. Stuðningsmenn Kwa-
sniewskis lýstu yfir ánægju sinni
með niðurstöðuna.
Ovíst með geimskot
Hugsanlegt er að veður komi í
veg fyrir að hægt verði að skjóta
geimskutlunni Discovery á loft frá
Flórída í dag. Ferðin er sú 100. frá
því geimskutlurnar fóru fyrst í
loftið fyrir margt löngu.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
16-17
16-17
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64