Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 235. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						12
FIMMTUDAGUR 12. OKTÓBER 2000
Skoðun
1>V
purning dagsins
Hvað fínnst þér helst vanta í
grunnskólum landsins?
Edda Arnaldsdóttir, 12 ára:
Fleiri sérkennslutíma.
Vigdís Sverrisdóttir, 12 ára:
Það vantar fleiri frímínútur.
Sjónvarpið:
Arnar Bjartmarsson, 12 ára:
Fleiri hópverkefni og námskeiö.
Inga Valgerður Stefánsdóttir, 12 ára:
Mér finnst vanta leiklist.
Ari Elísson, 12 ára:
Þaö vantar fleiri skemmtileg
hópverkefni.
Erla Björk Þorsteinsdóttir, 12 ára:
Það vantar lengrí frímínútur miðað
við langan skóladag.
Dagfari
Milli himins og jarðar
Sigriður Gunnarsdóttir
skrifar.
Sjónvarp allra landsmanna (meö
góðu eða illu) tók upp léttara hjal sl.
laugardag með þættinum Milli him-
ins og jarðar. Þeir sem á annað borð
horfa enn á Sjónvarpið settust fyrir
framan tækin og biðu með eftir-
væntingu. Sannleikurinn er þó sá að
laugardagskvöldin eru orðin þau
kvöld sem fæstir horfa á sjónvarp.
Unga fólkið er farið út á stjá ásamt
hinum sem sitja á matstöðum lands-
ins eða eru í boðum. Þeir sem heima
sitja, afgangurinn; kyrrsetufólk á
miðjum aldri og upp úr (fólkið sem
aldrei fer út hvort eð er) og aðrir
sem alltaf eru að bíða þess að fá eitt-
hvað fyrir sinn áskriftarsnúð sirja
og þrá að Sjónvarpið færi þeim krás-
ir hvert kvóld.
Laugardagarnir eru því kannski
eftir allt ekki besti timi til að senda
út nýja skemmtiþætti, heldur venju-
leg vikukvöld. Það sannaði t.d. áhorf-
ið á þáttinn Þetta helst, sem var á
fimmtudagskvóldum. En auðvitað
fylgist stofnun eins og Sjónvarp ekki
með þessu. Eða er það útvarpsráð
sem ræður ferðinni?
Leikkonan Steinunn Ólína Þor-
steinsdóttir var í forsvari fyrir þess-
um nýja þætti. Hún er kunn sjón-
varpsáhorfendum, einmitt úr þættin-
um Þetta helst, þar sem hún stóð sig
prýðilega og var einn burðarás þess
þáttar. - í þættinum Milli himins og
jarðar var Steinunn Ólína líka
burðarásinn. Hún kynnti efnið og
var á þönum frá skrifborðinu og að
því aftur. Það er ekki hlutverk stjórn-
andans.
Flest atriðin í þættinum komu
kunnuglega fyrir sjónir; glefsur úr
gömlum sjónvarpssenum í
svart/hvítu, og hefði svo sem mátt
staldra við einhverjar þeirra eins og
t.d. Lárus Ingólfsson leikara sem fór
frábærlega með allt sem hann flutti -
Steinunn Olína Þorsteinsdóttir leikkona í nýjum sjónvarpsþætti
Ræður útvarpsráð ferðinni?
„Ég treysti hins vegar hinni
ungu leikkonu til að stjórna
svona þœtti með prýði og óska
henni vélfarnaðar í verkefn-
inu. Einfalt tal manna í milli
(ekki tilbúnir fábjánar!) er af-
farasælast."
gamlalkunnugt viðtal gamlingja, eins
konar konar „Árnasafns"-sena, -
snögg innkoma Arnar Árnasonar
leikara - til einskis, Aðeins litla
stelpan sem forríkur kvótaeigandi
var hinn nýi neisti sem kveikti
áhuga minn. Textinn sem henni var
lagður í munn var frábær og vel flutt-
ur. - En þessi þáttur Milli himins og
jarðar var í raun áramótaskaup í
„mini"-útgáfu.
Mér datt sem snöggvast 1 hug að
þarna hefði útvarpsráð sjálft um
vélað með sínum „snjöllu" hugmynd-
um sinum. Ég treysti hins vegar
hinni ungu leikkonu til að stjórna
svona þætti með prýði, og óska henni
velfarnaðar í verkefninu. Einfalt tal
manna í milli (ekki tilbúnir fábján-
ar!) er affarasælast. - Rétt eins og í
Þetta helst-þættinum, eða þannig...
Góðærið sem gleymdi öldruðum
Það var döpur
sjón að sjá hin
þöglu mótmæli
aldraðra og öryrkja
fyrir framan Al-
þingishúsið við
setningu þingsins á
dögunum. Það hlýt-
ur að teljast há-
mark lágkúrunnar
á íslandi á sama
tíma að birta þær fréttir að ríkissjóð-
ur hafi aldrei verið rekinn með jafn
miklum blóma og nú. En hvað er það
sem veldur þvl að margir eldri borg-
arar skuli þurfa að lifa á smánar-eft-
irlaunum ásamt öryrkjunum? Þetta
fólk hefur einfaldlega gleymst, fólk
sem ætla verður að ráðamenn vilji
Skarnrtéðinn
Einarsson
skrifar:
„Danir miða við 60 ára starfs-
lokamarkið en fólk heldur
sömu launum eins og það
vœri í vinnu. Norðmenn, Svi-
ar og Finnar gera betur við
ellilífeyrisfólk og öryrkja en
gert er hér á landi."
ekki vita af, nema þegar kosningar
eru í nánd.
Launamál hér eru komin í górótt-
an farveg. Ýmsir, t.d. forstjórar, eru
með allt að 1,5 til 2 milljónir króna í
mánaðarlaun og þingmenn ákvarða
sín laun sjálfir. En sé tekið dæmi frá
nágrannalóndum okkar, t.d. Bret-
landi, þá fá ellilífeyrisþegar þar, ör-
, yrkjar og fólk án vinnu, fri lyf, húsa-
leigubætur og svonefndan „kola-
styrk" sem nægir í dag fyrir gasi eða
rafmagni (sem leyst hefur kolin af
hólmi). Læknisþjónusta er öllum
Bretum ókeypis ásamt ýmissi
annarri þjónustu sem innt er af
hendi á heilsugæslustöðvum og
sjúkrahúsum.
Danir miða við 60 ára starfsloka-
markið en fólk heldur sömu launum
og það væri í vinnu. Norðmenn, Sví-
ar og Finnar gera betur við ellilífeyr-
isfólk og öryrkja en gert er hér á
landi. Gleymum heldur ekki hinu
geysiháa matarverði hér sem er hið
hæsta í allri Evrópu. Núverandi
ástand er okkur til skammar og illt
til afspurnar i nágrannalöndunum.
Debet og kredit
Pétur Blöndal er mikill spekingur. Þetta
hefur Dagfara alltaf fundist og aldrei farið í
grafgötur um það. Aðhaldssemi Péturs í fjár-
málum er til eftirbreytni.
Dagpeningamálið er Dagfara enn i fersku
minni. Pétur hafði svo stórar summur í vas-
anum þegar hann kom úr einhverri ferðinni
á vegum þingsins að hann gaf þær Hjálpar-
stofnun kirkjunnar. Það var þó ekki af
manngæsku heldur átti Pétur bara í vand-
ræðum með að finna fúlgunum stað í bók-
haldinu þar eð þær voru hvorki debet né
kredit. Þannig hugsar Pétur Blöndal. Hann
er ékki að láta mannlegar tilfinningar trufla
sig heldur samræmið milli debet og kredit i
heimilisbókhaldinu.
Fleira má læra af Pétri. Hann krefst þess
til dæmis af ungum syni sínum að hann
vinni fyrir hverri krónu sem hann lætur
honum í té. Þetta kom fram á hagsýnisíðum
DV fyrir tveimur árum þar sem Pétur var í
örvæntingu að reyna að gefa löndum sínum
góð ráð og sporna þannig við sukki þeirra í
fjármálum. Sonurinn fékk tíu krónurfyrir að
slökkva á vekjaraklukkunni sinni og tuttugu
krónur fyrir að klæða sig á innan við tíu
minútum. Þetta gerði þrjátlu krónur á dag og
Og þannig á maður að hugsa í samfélagi þar
sem markaðslögmálin ráða. Því miður hafa
öryrkjar og ellibelgir þessa lands ékki áttað sig
á þessu og eru því sífellt að bera sínar
búksorgir á torg með þurftarfrekju af alógeð-
félldustu sort.
á þeim lifði sonur Péturs góðu lífi. Menn eiga
nefnilega að vinna fyrir þeim krónum sem
þeir eyða.
Og þannig á maður að hugsa í samfélagi
þar sem markaðslögmálin ráða. Því miður
hafa öryrkjar og ellibelgir þessa lands ekki
áttað sig á þessu og eru því sífellt að bera
sínar búksorgir á torg með þurftarfrekju af
alógeðfelldustu sort.
„Óreglan er margs konar og hún er víða,"
segir fjármálaséniið Pétur í blóðunum og
ekki er furða þótt hann hneykslist. Gamalt
fólk hefur orðið uppvíst að því að kaupa sér
sérríflösku á tyllidógum, gefa barnabörnun-
um sínum gjafir og jafnvel gerst svo djarft að
treysta sínum nánustu og skrifa upp á víxla
fyrir þá! Það barasta gengur ekki í samfélagi
auðhyggjunnar og þetta veit Pétur.
Pétur veit lika að það er út i hött að aldr-
aðir séu með lágar ráðstöfunartekjur. Menn
eiga að hafa tekjur í samræmi við störf sín
en kveinandi gamalmennin og síkvartandi ör-
yrkjarnir eru ekki í neinum störfum. Krón-
urnar sem þau fá eru því - hvernig sem á
það er litið - alltaf of margar.
Nýmæli hjá lögreglunni
Lögga og leikarí við hvern staur?
Pappírslöggur
Sunna hringdi:
Maður stendur undrandi yfir þeirri
ákvörðun lögreglustjóra í nokkrum
embættum sínum hér á Reykjanesi að
ætla að vekja almenning til aukinnar
vitundar um umferðarhættu með
skiltum af lögreglumanni i fullri stærð
við aðalumferðaræðina á svæðinu.
Þetta er ekki illa meint auðvitað en af-
skaplega ódýr, ég vil segja „billeg"
lausn á því vandamáli að ekki sé til
nægur mannskapur hjá löggæslunni
til að vera á eftirliti í eigin persónu á
bíl eða mótorhjóli á þessari mestu um-
ferðaræð landsins. Ég vona samt að
þetta verði ekki til einskis, þótt ég telji
það ei til bóta í neinum mæli.
Risalán?
Einar Árnason skrifar:
Á minum vinnustað hefur nokkur
umræða spunnist um þá þróun í
bankamálum hér að starfsmenn og
einkum háttsettir stjórnendur bank-
anna hafa verið að kaupa hlutabréf i
þeim stofhunum sem þeir eru í for-
svari fyrir. Svo langt hefur þetta geng-
ið að viðkomandi ráöherra banka-
mála hefur neyðst til að gera athuga-
semdir þar um. Verra er ef einstakir
ráðamenn þessara peningastofnana
hafa lagt sig í líma við álíka uppkaup
hlutabréfa með risalánum, kannski á
betri kjörum en standa hinum al-
menna viðskiptavini til boða, til að
eignast hlutabréf í þeim stofnunum
sem þeir stýra. Likt og fréttir hafa
hermt að átt hafi sér stað í íslands-
banka-FBA. Allt eru þetta stofnanir
sem atmenningur sækir til varðandi
sínar fjárreiður og verður að geta
treyst því að innanhússkritur og sam-
keppni um eignaraðild spilli ekki
hinu trausta orðspori sem sérhver
bankastofhun þarf að hafa í heiðri.
Óeirðir á götum úti
Daniel skrifar:
Ég vil lýsa
megnustu
óbeit á því at-
hæfi sem hér
bryddar á, að
hafa í frammi
mótmæli - oft-
ast gegn stjórn-
völdum sem þó
oftar en ekki
eiga enga aðild
að viðkomandi
máli - með ofbeldi og heift. Að kveikja
í þjóðfánum erlendra ríkja (kannski
stutt í að aðför verði gerð að íslenska
fánanum) hér á götum úti er atburður
sem við Islendingar viljum ekki sjá
aftur. Það er engin ástæða til að taka
vettlingatökum á þeim sem þetta gera.
Erlendir menn sem hér dvetja tíma-
bundið eða hafa fengið hér rikisfang
eiga að virða íslenska friðhelgi og
semja sig að islenskum þankagangi.
Annað verður ekki liðið.
Evran - pólitískur
líkkistunagli
Vilhjálmur Alfreðsson skrifar:
Mótmælt með röng-
um hættl
Viljum ekki sjá
þetta þróast hér.
iW«
ATl.
Þegar Danir sögðu NEI við evrunni
var það fyrsti naglinn í pólitískri lík-
kistu Pouls Nyrups Rasmussens, for-
sætisráðherra Dana. Ekki bara einu
sinni hefur hann hótað sinni eigin þjóð
pólitísku ofbeldi heldur einnig að beita
og hóta pólitisku ofbeldi gegn Færeyj-
um og Grænlendingum. Að Danmörk
skuli enn fylgja nýlendustefhu á Norð-
ur-Atlantshafi er gjörsamlega út í hött.
Þurfum við sem Evrópuþjóð að segja
Dönum til, eða hvað?
dv! Lesendur
Lesendur geta hringt allan sólarhring-
inn í síma: 550 5035.
Eða sent tölvupóst á netfangiö:
gra@ff.is
Eða sent bréf til: Lesendasíða DV,
Þverhotti 11,105 Reykjavik.
Lesendur eru hvattir til að senda mynd
af sér til birtingar með bréfunum á
sama póstfang.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
14-15
14-15
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32