Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 247. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						FIMMTUDAGUR 26. OKTÓBER 2000
Fréttir
I>-V
íslendingurinn sem týndist í miðríkjum Bandaríkjanna og gaf sig fram 12 árum síðar:
Skildi bílinn eflir og
var horfinn eftir það
Yfirgeflnn bíll í miðríkjum Banda-
ríkjanna var eitt af fáu sem lögreglan
vestra gat farið eftir í mars árið 1988
þegar mikil leit var gerð að Halldóri
Heimi Isleifssyni. Hann var þá náms-
maður í framhaldsnámi í hagfræði
og hafði verið að fara á milli tveggja
staða en bíllinn hafði verið skilinn
eftir og eftir litlu að fara.
Samkvæmt upplýsingum DV lagði
fjölskylda Halldórs, sem þá var 26
ára, mikið á sig til að reyna að finna
út hvað af honum hefði orðið. Faðir
hans fór til Bandarlkjanna en sú för
bar engan árangur. Þegar árin liðu
vildi fólk ekki gefa upp vonina en
aldrei heyrðist neitt frá Halldóri. Eft-
ir þrjú ár var gengið í það með laga-
legum hætti að ganga frá dánarbúi
Halldórs og hann tekinn út af þjóð-
skrá.
Halldór varð stúdent frá Mennta-
skólanum í Kópavogi áður en hann
hélt í framhaldsnám ytra og stundaði
vinnu um skeið hér heima.
Eins og fram kom í DV í gær kom
Halldór til landsins á þriðjudag eftir
að systir hans hafði flogið vestur til
að fylgja honum heim. Halldór á
roskna foreldra sem búa í Garðabæ
og fjögur systkini, tvær systur og tvo
bræður. Annar þeirra býr erlendis
en er kominn heim til íslands. Fjöl-
skyldan hittist öll fyrst á þriðjudag,
ekki aöeins foreldrarnir og börnin
fimm heldur einnig systkinabörn
Halldórs sem hann hafði ekki séð
mörg hver vegna sinnar löngu og
óútskýrðu fjarveru - frá því í mars
1988, tólf og hálft ár.
Hinn „týndi" maður sem nú hefur
gefið sig fram er, samkvæmt upplýs-
ingum DV, við góða heilsu hér
heima.                   -Ótt
Laugavegur:
Táragas á
veitinga-
stað
Gestum, sem sátu að snæðingi á
veitingastað við Laugaveg á átt-
unda tímanum í gærkvöldi, brá
ónotalega þegar sterk lykt sem erti
vit fólksins gaus upp á staðnum.
Starfsfólk og gestir yfirgáfu húsið
og var lögregla kölluð til. Að sögn
lögreglunnar 1 Reykjavík var talið
líklegast að einhver hefði sprautað
táragasi inni á veitingastaðnum en
ekkert fékkst sannað í þeim efn-
um. Húsnæðið var loftræst og þeg-
ar efhið var horfið úr andrúmsloft-
inu sneru gestir aftur að borðum
slnum og héldu áfram snæðingi.
-SMK
Grafarvogur:
Sorp féll
af bíl
Hliðardyr á flutningabíl frá
Sorpu opnuðust þegar blllinn
keyrði eftir Borgarvegi í Grafar-
vogi í gær, með þeim afleiðingum
að nokkrir vlrbundnir sorpbaggar
duttu af bílnum. Bíllinn var á leið
með sorpið til urðunar. Þar sem
búið var að vírbinda sorpið gékk
greiðlega aö setja baggana upp á
bílinn aftur og gatan var' svo
hreinsuð. Bílstjórinn lokaði slðan
dyrunum og hélt áfram á urðunar-
staðinn.
-SMK
Bifhjól skall
aftan á bíl
Ungur piltur á léttu bifhjóli ók
hjólinu aftan á fólksbíl á mótum
Kringlumýrarbrautar og Háaleitis-
brautar um sexleytið í gær. Piltur-
inn var fluttur með sjúkrabíl á
slysadeild Landspítalans í Foss-
vogi þar sem grunur lék á að hann
hefði lærbrotnað en hann var ekki
talinn í lífshættu. Fólkið í bílnum
var ómeitt eftir atburðinn.
-SMK
Árbær:
Brotist inn á
hársnyrtistofu
Brotist var inn á hársnyrtistofu
í Árbænum á sjötta tímanum í
morgun. Innbrotsþjófurinn braut
tvær rúður og rótaði til á stofunni
en að sögn lögreglunnar í Reykja-
vík virtist sem engu hefði verið
stolið. Sá sem tilkynnti um inn-
brotið sá pörupiltinn yfirgefa hár-
snyrtistofuna á reiðhjóli skömmu
áður en lögreglan mætti á svæðið.
Lögreglan er með málið í rann-
sókn.
-SMK
DV-MYND INQÓ
Slátrun á ný
Eftir tíu ára hlé á slátrun á laxi úr sjókvíum viö suðurströndina er hún hafin á ný. Myndin var tekin viö slátrun hjá Sil-
ungi hf. í Helguvík í gærmorgun.
Tímamót í laxeldi hjá Silungi hf. í Helguvík:
Stefna á 5000 tonna
framleiðslu á ári
DV. SUÐURNESJUM:
Á föstudag var fyrsta slátrun eft-
ir 10 ára hlé á laxi úr sjókvíum við
suðurströnd landsins. Fyrirtækið
Silungur ehf. slátraði 7 tonnum af
laxi í Helguvík en laxinn hefur ver-
ið alinn upp í sláturstærö í sjókví-
um.
Við athöfn sem haldin var af
þessu tilefhi sagði Jónatan Þórðar-
son, framkvæmdastjóri Silungs ehf,
að þessi dagur markaði timamót í
laxeldi hér á landi. Lax félagsins er
framleiddur með aðferð sem nefnist
skiptieldi. Á þann hátt næst mikill
vaxtarhraði og afföll í eldi eru lítil.
„Þessir fiskar voru um 700
grömm i maí í vor þegar þeim var
sleppt i sjókvíar til eldis," sagði Jón-
atan. Jónatan sýndi viðstöddum
glæsilega 4 og 6 kílóa þunga laxa til
að sanna sitt mál. Silungur ehf. er
rótgróið fyrirtæki i íslensku laxeldi.
Þórður Þórðarson, stjórnarformað-
ur Silungs hf. og bróðir Jónatans,
segir að fyrirtækið hafi verið byggt
upp á 10 árum, fjármagnað af ein-
staklingum og án fyrirgreiðslu frá
bönkum eða riki. Silungur ehf. mun
framleiða 1500 tonn af laxi í ár og er
stefnt að því að þrefalda magnið á
næstu þremur árum.
-DVÓ
Rúmlega 500 manns bíöa eftir félagslegum íbúðum:
Fjöldamet á biðlista
- hjálpum fólki að þrauka, segir félagsmálastjóri
Nú eru 501 á biðlista eftir félags-
legum íbúðum í Reykjavík. Það
mun vera mesti fjöldi umsókna sem
legið hafa fyrir hjá Félagsþjónust-
unni í Reykjavik, að sögn Láru
Björnsdóttur     félagsmálastjóra.
Flestir bíða eftir l-2ja herbergja
ibúðum, eða 331. Á biðlista eftir 3ja
herbergja íbúðum bíða 118 og 52 eft-
ir 4ra herbergja íbúðum.
„Þar er einstaka umsækjandi
með barn með sér, en öryrkjarnir
eru langsamlega flestir í þessum
hópi, svo og fólk sem er lúið eftir
langt ævistarf," sagði Lára. „Þarna
er einungis um að ræða lágtekju-
fólk. Flestir sem komast í forgangs-
röðina eru þeir sem eru með árs-
tekjur undir einni milljón."
Lára sagði að ástandið á leigu-
markaðinum hefði verið mjög erfitt
að undanfórnu, eins og alkunna
væri. Húsaleiga hefði hækkað og
leiguibúðum fækkað þar sem marg-
ir notuðu nú tækifæriö og seldu
íbúðir, sem hefðu verið í leigu, því
fasteignaverð væri hátt. Leigumark-
aðurinn væri því mjög óstöðugur
um þessar mundir.
„Félagsbústaðir ætluðu að kaupa
100 íbúðir i ár, en eru ekki búnir að
kaupa nema um 52 enn sem komið
er. Við erum því að vona að það
komi einhverjir tugir af ibúðum inn
í lok ársins. En við verðum að
reyna að hjálpa fólki til að þrauka
meðan það er að bíða," sagði Lára.
„Sumir eru inni á ættingjum eða
vinum. Þá er allt fullt hjá Félagi ein-
stæðra foreldra. I síðustu viku voru
30 á biðlista eftir að komast inn þar.
Þar er um að ræða fólk sem er í
mjög slæmri stöðu. Ég veit að verið
er að leggja drög að kaupum á
nokkrum 4ra herbergja ibúðum,
sem verður úthlutað til barnflestu
fjölskyldnanna."
-JSS
Stuttar fréttir
Ríflegur lífeyrir ráöherra
Skuldir ríkissjóðs vegna lífeyris-
sjóða ráðherra og þingmanna sam-
svara um tveimur
þriðju af öllum eign-
um Viðlagatrygging-
ar Islands. 1 lífeyris-
sjóð ráðherra greið-
ir vinnuveitandinn,
það er skattgreið-
endur, 80% á móti
4% framlagi ráð-
herra sem öðlast full
réttindi 14 sinnum hraðar en í sjóð-
um okkar venjulega fólksins, segir
Guðmundur Gunnarssonar á vefsíðu
Rafiðnaðarsambandsins.
Gerði konu ófrjóa
Héraðsdómur Norðurlands eystra
hefur dæmt Fjórðungssjúkrahúsið á
Akureyri til að greiða konu á fertugs-
aldri tæpar 3 milljónir króna í skaða-
bætur auk dráttarvaxta og máls-!
kostnaðar.
15 þúsund ný störf
Störfum fjðlgaði um 15.000 á Is- .
landi frá árinu 1996 til 2000 en á tima- "
bilinum var hagvöxtur um 4,5%, að
þvi er fram kemur í Hagvísum Þjóð-
hagsstofnunar. Mest fjölgun starfa
var í verslun eða um 2.800 en athygli
vekur að 1.900 ný störf sköpuðust í
hinu svokallaða nýja hagkerfi. - Mbl.
segir frá.
Símaútboð hugsanlegt
Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri
á Akureyri, segir að sér finnist vel at-
hugandi að skoða hvort rétt sé fyrir
bæinn að leita útboða í símaviðskipti
bæjarins. Bæjarstjórinn segir þó að
engin vinna sé hafin í þessum efnum.
- Dagur segir frá.
Félög bílstjóra deila
Athugun stendur yfir á vegum
samgönguráðuneytisins um hvernig
staðið var að skipun í umsjónarnefnd
fólksbifreiða á höfuðborgarsvæðinu.
Fulltrúi sveitarfélaganna í nefndinni
óskaði eftir þessu á sérstökum sam-
ráðsfundi nefndarinnar. - Mbl. grein-
ir frá.
Síld fundin á Breiöafirði
Fimm bátar eru nú við síldveiðar
um 30 mílur vestur af Öndverðamesi
og á Breiðafirði. Grindvíkingur GK
fékk um 30 tonn á þriðjudagskvöld i
blíðuveðri og var í dag að leita á
Breiðafirði ásamt Júpíter ÞH, Ant-
ares VE, Hákoni ÞH og Oddeyrinni
EA. Aðrir hafa verið að fá allt að 100
tonn í þremur köstum. - Dagur segir
frá.
Vilja lögfræðiaðstoð
Vélstjórafélag Islands hefur fengið
beiðni um lögfræðiaðstoð frá Rússum
í áhöfn togarans Vídalíns SF-80.
Hann hefur verið að veiðum í
Barentshafi en er nú í Reykjavikur-
höfn. - RÚV segir frá.
VIII setur á Þingvöllum
Kirkjuþing samþykkti í gær að
Þingvallanefnd geri ekki lengur til-
lögur um ráðningu
prests á Þingvöllum
þegar fallist var á
breytingu í frum-
varpi til laga um
stjórn og starfshætti
kirkjunnar. Lagt er
til að halda beri úti
prestakalli tengdu
Þingvöllum og að
prestur sitji það prestakall. -HKr.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
18-19
18-19
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40