Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.2000, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.2000, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 26. OKTÓBER 2000 I>V Fréttir Skoðanakönnun DV um holdafar íslendinga: Sjötíu prósent ánægö með sig - meiri óánægja í hópi kvenna en karla í skoðanakönnun DV um holdafar íslendinga kemur fram að yfirgnæf- andi meirihluti er sáttur við ástand sitt í þeim efnum. Konur eru þó ekki eins ánægðar með sig og karl- amir. í könnuninni, sem framkvæmd var að kvöldi 23. október, var 600 manna úrtak, jafnt af báðum kynj- um og með jafnri skiptingu á milli höfuðborgarsvæðis og landsbyggðar spurt: Ertu sátt(ur) eða ósátt(ur) við holdafar þitt? Mjög góð svörun fékkst við þessari spurningu og 98% aðspurðra tóku afstöðu og einungis tvö prósent voru óákveðin eða svör- uðu ekki. Sáttir við skvapiö Af þeim sem afstöðu tóku var 70,1% sátt við holdafar sitt, en 29,9% voru ósátt við það. Miðað við um- ræðuna um að íslendingar séu að þyngjast og fitna, auk þess sem offita er talin vaxandi vandamál, þá er þessi niðurstaða í könnuninni nokkuð athyglisverð. Samkvæmt þess ætti offituvandinn að vera tals- verður í úrtaki DV en ekki verður annað séð en íslendingar séu þrátt fyrir allt bara bærilega sáttir við allt sitt skvap. Það er helst að kon- urnar hafi af þessu nokkrar áhyggj- ur en karlarnir eru eins og sperrtir hanar á priki og hafa litlar áhyggj- ur af einhverjum aukakílóum. 64% kvenna sátt Samkvæmt könnuninni eru 64,3% þeirra kvenna sem afstöðu tóku sátt við holdafar sitt. Hins veg- ar eru 35,7% kvenna ósátt við hvemig þessum málum er háttað. Karlarnir mjög ánægðir meö sig í hópi karlanna eru heil 75,9% þeirra sem afstöðu tóku sátt við holdafar sitt en aðeins 24,1% karl- anna er ósátt við ástand sitt að þessu leyti. Skipting á afstöðu fólks eftir búsetu er mjög svipuð og á þvi er ekki marktækur mun- ur. -HKr. Mismunandi sátt við holdafarið eftir flokkum: 80 prósent sjálfstæðismanna ánægð - framsóknarmenn telja sig líklega helst þurfa í megrun Stuðningsmenn hinna einstöku stjórnmálaflokka eru misánægðir með holdafar sitt. Þetta kemur ber- lega fram í skoðanakönnun DV um holdafar íslendinga sem fram- kvæmd var á mánudaginn. Sjálfstæöismenn mjög sáttir Samkvæmt niðurstöðum könnun- arinnar eru stuðningsmenn Sjálf- stæðisflokksins langánægðastir með holdafar sitt og lýsa heil 79,7% þeirri afstöðu sinni til spurningar- innar um hvort þau séu sátt eða ósátt við holdafar sitt. Einungis 20,3% sjálfstæðis- manna virðast hafa einhverjar áhyggjur af mál- inu og segjast ósátt við þennan þátt í fari sínu. Næstánægðast- ir með sig eru stuðningsmenn Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs. í þeim hópi eru 71,6% sátt við holdafarið en 28,4% eru ósátt með þessi mál. Samfylkingarfólk kemur þarna næst á eftir og í þeirra stuðnings- hópi lýsa 66,7% því yfir að þau séu sátt við holdafar sitt. Þá eru 33,3% úr hópi stuðningsmanna Samfylkingarinnar ósátt við holdafarið. Steingrímur J. Össur Sigfússon. Skarphéöinsson. Efasemdir um holdafariö Efasemdir virðast vera öllu meiri hjá framsóknarmönnum. Eru 61,4% stuðningsmanna Fram- sóknarflokksins sátt við holdafarið en 38,6% eru þar ósátt. Meðal stuðningsmanna Frjáls- lyndra virðist mest óánægja ríkja með holdafarið. Þeir eru hins vegar það fáir í könnuninni að samanburður þar er ekki marktækur. Forystumenn Halldór Sverrir Ásgrímsson. Hermannsson. flokksins eru hins vegar þungavigtarmenn i ýmsum skilningi. Það er því spurning hvort þingmenn flokksins, þeir Guðjón Arnar Kristjánsson og Sverrir Hermannsson, ættu ekki að skella sér saman út að skokka. Þeir geta þó skákað í skjóli meiri- hluta því að í stuðningshópi Frjáls- lynda flokksins eru heldur fleiri sáttir við holdafarið -HKr. Davíð Oddsson. rnmrn REYKJAVIK AKUREYRI W AV ^ V- ^ c-grp *v.‘ •■ < ii * Stormviövörun Búist er við stormi, meira en 20 m/s á öllu landinu í nótt og rigningu. Suðaustan 5-10 m/s og smáskúrir sunnanlands en skýjaö með köflum norðan til. Vaxandi austanátt síðdegis, 18-23 m/s og rigning sunnanlands T kvöld en 10-15 m/s og skýjað noröan til. Sólarlag í kvöld 17.30 17.07 Sólarupprás á morgun 08.56 08.48 Síðdegisflóö 17.48 22.21 Árdegisflóð á morgun 06.12 10.45 Skýrirsgar á M&bnriékssiTa (J^VINOÁTT -^-0°.— HIT! -10° N VINDSTYRKUR N. í motrum á sekóndu ^ 1 & HEIÐSKÍRT O LÉTTSKÝJAD HÁLF- SKÝJAD SKÝJAÐ ALSKÝJAÐ W: W © RIGNING SKÚRIR SLYDDA SNJÓK0MA 9 ===== ÉUAGANGUR ÞRUMU- VEÐUR SKAF- RENNINGUR ÞOKA Þjóövegir greiðfærir Allir helstu þjóðvegir landsins eru greiðfærir. aSNJóR ■bÞUNGFÆRT wm ÓFÆRT BVCCiT A UPPt YSlNGUM J RA VÍ.GACERP RIKISINS Suöaustan og skúrir Þaö snýst í suðaustan 13 til 18 m/s með skúrum á morgun, fýrst sunnanlands. Hitastigið verður á bilinu 4 til 9 stig. Laugar; Hiti 4° til 9“ 'WW' Vindur: 8-18 m/, ’ Sunnu Vindun 10-15.»/» '&JÍM eo Hiti 3° til 8° é A A Mniuisl táf’f Vindun /S~^ 10-15 m/s Hiti 2” til 7° Suðaustan 13 tll 18 m/s og rignlng með köflum suövestanlands en annars 8 tll 13 og skúrlr. Hitl 4 tll 9 stig. Austlæg átt, víða 10 til 15 m/s og dálítil rignlng en hvassari norðvestan til. Hltl 3 til 8 stlg. Norðaustan 10 tll 15 m/s og slydduél eða skúrir noröanlands en skýjað með köflum og þurrt fyrir sunnan. Hitl 2 tll 7 stlg. AKUREYRI skýjað 5 BERGSSTAÐIR alskýjað 5 B0LUNGARVÍK alskýjaö 4 EGILSSTAÐIR 4 KIRKJUBÆJARKL. alskýjað 4 KEFLAVÍK skýjað 4 RAUFARHÖFN alskýjað 6 REYKJAVÍK úrkoma 4 STÓRHÖFÐI léttskýjað 5 BERGEN rigning 7 HELSINKI rigning 8 KAUPMANNAHÖFN léttskýjaö 10 ÓSLÓ rigning 8 STOKKHÓLMUR súld 8 ÞÓRSHÖFN skúr 8 ÞRÁNDHEIMUR rigning 5 ALGARVE þokumóöa 14 AMSTERDAM skúrir 11 BARCELONA þokumóða 15 BERLÍN rigning 13 CHICAGO þokumóða 15 DUBLIN skýjað 7 HAUFAX heiðskírt 7 FRANKFURT skýjað 12 HAMBORG alskýjaö 10 JAN MAYEN léttskýjað -1 L0ND0N léttskýjaö 7 LÚXEMB0RG rigning 9 MALLORCA þokumóöa 15 MONTREAL alskýjaö 11 NARSSARSSUAQ skýjað 4 NEWYORK þokumóða 15 ORLANDO heiöskírt 19 PARÍS léttskýjaö 10 VÍN þokumóöa 7 WASHINGTON þokumóöa 13 WINNIPEG þoka 11

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.