Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.2000, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.2000, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 26. OKTÓBER 2000 r>v Fréttir Rannsóknir á þyngd íslendinga: Þjóðin er að þyngjast - aukið hlutfall of feitra bæði hjá börnum og fullorðnum Byggt á gögnum frá Manneldisráöi sem tekin eru úr rannsókn Hólmfríöar Þorgeirsdóttur 1999, Changes in the prevaience of overweight and obesity in men ánd women aged 45 to 64 in Reykjavík 1975 to 1994, sem unnin var viö Háskóla ísiands. 50 M #6.9 40 / 30 20 10 £ Hlutfall of þungra og of feitra karla og kvenna 40 30 324 Konur 45-64 ára 39,4 % > 1975- 1979- 1983 1985- 1988- 1993- riv^l977 1981________ 1987 1989 1994 20 10 % r 1977- 1979 17.6 1987- 1991 1993- 1994 Hlutfall of þungra og of feitra barna Byggt á gögnum frá Manneldisráöi sem tekin eru úr rannsókn Brynhildar Briem 1999. Hæö og þyngd 9 ára skólabarna í Reykjavík á árunum 1919 tii 1998 sem unnin var viö Háskóla íslands. Þrjár rannsóknir sem framkvæmd- ar hafa verið hér á landi á síðustu árum sýna allar að íslendingar eru að þyngjast. t tveimur þeirra var um að ræða rannsókn á skólabömum sem báðar leiddu í ljós að íslensk börn em að þyngjast og að hlutfall of feitra og of þungra bama hefur aukist. t öllum rannsóknum var líkamsþyngdarstuð- uilinn BMI (body mass index) notað- ur til að meta holdafarið. Hann fæst með því að deila í þyngdina í kílóum með hæðinni í metram i öðru veldi. Með því fæst stuðull sem hægt er að bera saman við ákveðin viðmiðunar- gildi og meta þannig holdafar. Þegar um börn er að ræða era viðmiðunar- gildin háð aldri og þyngd og hjá full- orðnum er aðeins eitt viðmiðunar- gildi. Börn eru að þyngjast Á Vísindaþingi félags íslenskra heimilislækna í Hveragerði um síð- ustu helgi kynnti Magnús Ólafsson, heilsugæslulæknir á Akureyri, niður- stöður rannsóknar sem hann fram- kvæmdi meðal grannskólabarna á Akureyri. Að sögn Magnúsar var til- gangur rannsóknarinnar meðal ann- ars að kanna hvort og í hve miklum mæli þyngdaraukning hefði átt sér stað á meðal bamanna á 25 og 30 ára tímabili. Grunnskólaböm voru rann- sökuð veturinn 1992-1993 og 1997-1998 og hóparnir bornir saman við úrtaks- hóp frá 1967-1968 og síðan voru hóp- arnir einnig bornir saman innbyrðis. Magnús segir að niðurstöðurnar sýni börn hafa þyngst og þyngdar- aukningin er meiri en útskýrð verður með aukinni hæð eingöngu. „Einnig er aukinn hluti barna of þungur og of feitur í lok tímabilisins," segir Magn- ús. Draga má þær ályktanir af rann- sókninni að þyngdaraukning meðal skólabarna á Islandi samkvæmt henni hafi verið ljós árið 1993 og hennar gætir áfram hjá báðum kynj- um fimm árum síðar og í auknum mæli hjá drengjum. „Við verðum að hafa augun opin gagnvart þessu og sporna við þessari þróun,“ segir Magnús. 19% kvenna of feit Að sögn Hólmfríðar Þorgeirsdótt- ur, matvælafræðings hjá Manneldis- ráði, kom fram í rannsókn sem hún gerði á síðasta ári á meðal karla og kvenna á aldrinum 45 til 64 ára í Reykjavik fyrir tímabilið 1975 til 1994 að offita og ofþyngd hefur aukist um- talsvert hér á landi á undanfömum áratugum. Á því tímabili sem Hólm- fríður skoðaði höfðu bæði karlar og konur hækkað um að meðaltali 2-3 cm en líka þyngst. Konumar höföu þyngst um 7,3 kg en karlamir um 6 kg sem er meira en ein- göngu er hægt að útskýra með aukinni hæð. Á þessum 20 áram hafði hlutfall of feitra kvenna nærri tvöfaldast en í lok tímabOsins var það komið í um 19%. Hjá körlunum var aukningin litlu minni en í lok tímabilsins voru um 18% karla of feit. Ofþyngd eykst einnig umtalsvert og er ástandið þannig í lok tímabilsins að 70% karla og 60% kvenna era annað- hvort of þung eða of feit. „Reykvíking- ar hafa sem sagt bæði hækkað og þyngst og þeir hafa þyngst hlutfallslega meira en hvað þeir hafa hækkað þannig að við eram greinilega að fitna,“ segir Hólmfríður. Hún skoðaði einnig í rannsókn sinni breytingar á mataræðinu samkvæmt fæðuframboðstölum og þar kom fram að orkuneysla var mjög svipuð á tíma- bilinu og heldur hafði dregið úr fitu- neyslu. Hún segir að hreyfingarleysi sé því líklegasta skýringin. Hún telur að það sé engin spuming að bregðast verði við þessu vandamáli. „Leggja þarf áherslu á forvamir og stuðla að heilbrigðari lifnaðarháttum með því að hvetja til hollari neysluvenja og auk- innar hreyfingar," segir Hólmfríður Offituhlutfallið svipað og í Bandaríkjunum Á síðasta ári var einnig rann- sökuð hæð og þyngd 9 ára skóla- barna. Rannsóknina gerði Bryn- hildur Briem næringarfræðingur og niðurstöður hennar voru að börnin höfðu hækkað um að með- altali 5 cm á tímabilinu 1938 til 1998 og þau höfðu líka þyngst, stelpurnar um 4,6 kg og strákarn- ir um 5,1 kg. Þegar þyngdaraukn- ingin var borin saman við hæð- ina kom í ljós að hlutfall of þungra og of feitra barna eykst og í lok tímabilsins voru tæplega 5% barna of feit en offita var nánast óþekkt meðal barna hér á landi á árum áður. Offituhlutfallið er núna svipað því sem þekkist með- al þessara aldurshópa í Banda- ríkjunum. -MA Of feitir Islendingar Líta veröur á offitu sem verulegt vandamál hér á landi. Auknar áhyggjur vegna offitu hér á landi: Vandamál sem bregðast - að mati sérfræðinga Líta verður á offitu sem veru- legt vandamál hér á landi sem bregðast þarf við að mati Gunn- ars Valtýssonar, sérfræðings í innkirtla- og efnaskiptasjúkdóm- um, sem flutt hefur erindi um offitu á fræðslufundum hjá Læknafélagi íslands. „Það er mik- ilvægast að byrja að koma í veg fyrir offitu strax hjá börnum t.d. í leikskólum og skólum. Fimm ára gamalt barn sem er of þungt er í mjög mikilli hættu á að verða of þungt sem unglingur og fullorð- inn einstaklingur,“ segir Gunnar. Hann segir það slæmar fréttir að hlutfall of feitra fari vaxandi i heiminum og staðreyndin sé sú að Alþjóðaheilbrigðisstofnunin skil- greini nú offitu sem sjúkdóm. Gunnar telur að margir sam- verkandi þættir orsaki offitu t.d. kyrrseta og að fólk fái of jnikiö magn hitaeininga meðal annars vegna gosdrykkjaneyslu. Börn sitji of mikið fyrir fram tölvu- og sjónvarpsskjái og það vanti að þau stundi meira hreyfileiki. Of lítil hreyfing Hjá Landlæknisembættinu hafa menn einnig áhyggjur af því að hlutfall of feitra og of þungra fari vaxandi hér á landi. „Offita er orðið alvarlegt vandamál í hinum vestræna heimi og þar er ísland engin undantekning samkvæmt rannsóknum sem gerðar hafa ver- ið,“ segir Anna Björg Aradóttir hjá Landlæknisembættinu. Meðal þess sem Landlæknisembættið hefur gert var þemamánuður um offitu i júní síðastliðnum. „Þá bentum við meðal annars á það að við teljum að skýringarnar séu litil hreyfing og að fólk sé að borða meira en það hefur þörf fyr- ir,“ segir Anna Björg. Síðan hefur málinu verið fylgt eftir á margs konar hátt og svo mun verða áfram að sögn Önnu Bjargar. „Við höfum reynt að vekja athygli skólaheilsugæslunn- ar á börnum og unglingum til að reyna að hvetja börn og foreldra til að hreyfa sig meira og borða öðruvísi mat,“ segir Anna Björg. Þriðjungur vill megra sig Heilsustofnun Náttúrulækn- ingafélags íslands í Hveragerði er ein þeirra stofnanna sem býður þeim sem eiga við offituvandamál að stríða upp á meðferð. „Um það bil þriðjungur þeirra sem koma til dvalar á stofnunina kemur cif því að þeir eru of feitir og vilja þarf við megra sig,“ segir Hulda Sigurlína Þórðardóttir, hjúkrunarforstjóri Heilsustofnunarinnar. Að sögn Huldu er það frekar mikið því það þýðir að á milli fjörutiu og fimm- tíu manns koma með offitu sem aðal- eða hliðarástæðu fyrir dvöl sinni. Hún segir að ekki sé um aukningu að ræöa og í dag séu fleiri aðilar en Heilsustofnun sem bjóði þeim sem þjást af offitu upp á úrræði við sínum vandamálum. „Þegar um offitu er að ræða er fólkið á öllum aldri,“ segir Hulda. Að mati Huldu er mikilvægt þeg- ar fólk er að reyna að létta sig að tekið sé tillit til allra þátta. Þótt mataræði og hreyfing séu mikil- vægustu atriðin, skiptir andlega hliðin líka miklu máli því oft sé um að ræða að fólk boröi meira þegar það er stressað. -MA “r, Umsjón: Hörður Kristjánsson netfang: sandkorn@ff.is Pappalögga á mótorhjóli Innbrot var 'ramið í Reykjavík á dögunum og fiúðu tveir þjófar á braut í bíl. Eftir skamma stund urðu þeir varir við að lögregla á mót- orhjóli veitti þeim eftirför. Bað þá annar þjófanna félagann um að lána sér kveikjara og stoppa. „Ertu vitlaus maður, löggan nær okkur,“ sagði hinn. „Nei, nei, fáðu mér bara kveikjarann, þetta er örugglega pappalögga..." Titringur í mjólkinni Undanfarin ár hafa mjólkurfræð- ingar verið áber- andi í kjarabaráttu sinni og virðist hvorki ganga né reka þar sem enn era þeir komnir í fréttir. í DV var sagt frá því að titr- ingur væri meðal mjólkurfræðinga og er það auðvitað hið versta mál að flestra mati. Aðrir hafa þó bent á að það sé ekkert athugavert við titring í mjólkufræðingastétt - það sé bara gott við strokkinn... Gáttaþefur á Suðurnesjum Þó það sé hátt í tveir mánuðir til jóla er gáttaþefur komin á kreik. Lesa mátti frétt þess efnis í Víkur- fréttum, blaði Suð- umesjamanna, en slökkviliðsmenn voru sendir í Voga á Vatnsleysuströnd um helgina með þá dagskipun að vera með nefið út um gluggann. Tilkynnt hafði verið um reykjarlykt og granur var um eld í byggðarlaginu þó svo enginn vissi hvaðan lyktin átti upprana. Slökkvi- liðsstjóri sendi því gáttaþefi á vett- vang í Vogana sem þrátt fyrir ein- staklega næmt nef fann ekkert sem gat verið að brenna... Bjarki og félagar Á íþróttadeild Morgunblaðsins er öflugt lið vaskra íþróttafréttamanna. Það vill þó oft henda að menn flýti sér um of við fréttafiutning, jafh- vel á Mogganum sem aldrei lýgur. Þannig var á dögunum vandlega lýst knattspymuleik í Englandi. „Fulham tapaði sínum fyrsta leik í kvöld gegn Bjarka Gunnlaugssyni og félögum i Preston, 0:1,“ sagði í frétt Mogga. Smásmugulega þenkjandi fótboltaá- hugamönnum þótti fréttin hins vegar nokkuð skondin því Bjarki kom aldrei við tuðrana í leiknum. Hann fór ekki einu sinni inn á völlinn heldur vermdi Bjarki sæti á vara- mannabekk Preston og kom ekkert við sögu í leiknum... Leitar að flokksbróður Sigurður Ólafs- son, framkvæmda- stjóri Sjúkrahúss og Heilsugæslustöð- ar Akraness, hefur sagt upp störfum og starfið verið auglýst. Stöðuveit- ing til næstu fimm ára bíður því úr- skurðar Ingibjargar Pálmadóttur heilbrigðisráðherra. Margir hafa ver- ið tilnefndir í stöðuna en ekki virðist neinn vera á lausu sem hefur misst þingsætið en eins og menn muna skipaði Ingibjörg Pálmadóttir Magn- ús Stefánsson flokksbróður sinn framkvæmdastjóra Heilbrigðisstofn- unar Suðurlands en hann féll út af þingi við siðustu alþingiskosningar. Menn bíða spenntir þessa dagana hvaða framsóknarmaður verður fyrir valinu, hvort það verður Ásgeir Ás- geirsson, skrifstofustjóri sjúkrahúss- ihs, eða annar framsóknarmaður...

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.