Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.2000, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.2000, Blaðsíða 8
8 Viðskipti Umsjón: Viðskiptablaðiö Stefnt að sameiningu BGB-Snæ- fells og Samherja fyrir árslok - KEA eignast 17% í Samherja og hyggst selja hlut sinn í Fiskeldi Eyjafjarðar og Laxá Samkomulag hefur náðst um að stefna að sameiningu BGB-Snæfells hf. og Samherja hf. og að sameining- in taki gildi eigi síðar en um næstu áramót. Skiptahlutfall í hinu sam- einaða félagi verður þannig að nú- verandi hluthafar BGB-Snæfells munu eignast 26% i því og núver- andi hluthafar Samherja hf. 74%. Stærsti einstaki hluthafinn í hinu sameinaða félagi verður KEA með um 17% eignarhlut. Svo sem fram hefur komið hafa Kaupfélag Eyflrðinga svf. og Sam- herji hf. átt í viðræðum undanfama daga um skipti á hlutabréfum KEA í BGB-Snæfelli hf. fyrir hlutabréf í Samherja. Þessum viðræðum er nú lokið og hafa félögin tvö náð sam- komulagi um öll atriði málsins. í frétt frá KEA og Samherja kemur fram að í samkomulaginu sé kveðið á um að boðað verði til hluthafa- fundar í Samherja innan 14 daga. Þar verður leitað heimildar til hlutafjáraukningar og að hluthafar falli frá forkaupsrétti sinum. Gert er ráð fyrir að heildarhlutafé í félag- inu verði aukið úr 1.374 milljónum króna í 1.857 milljónir. Á fundinum verður jafnframt kosin ný stjóm fyrir Samherja. KEA tilnefnir einn aðalmann og einn varamann til setu í stjórn. í stjórn Samherja eru fimm aðalmenn og tveir varamenn og eru varamenn boðaðir á alla stjómar- fundi. Höfuðstöðvar landvinnslu til Dalvíkurbyggðar Samkomulag er um að höfuð- stöðvar landvinnslu Samherja flytj- ist til Dalvíkurbyggðar og að þar verði staðsett útgerðarstjóm á ferskfiskskipum sameiginlegs fé- lags. Aðilar eru sammála um að við- halda öflugri landvinnslu í Dalvík- urbyggð og að nýta ný tækifæri, svo sem í laxeldi og þurrkun á fiski, til að treysta þá starfsemi enn frekar. Aukinn hlutur í fiskeldi Fram kemur að KEA vill styðja Samherja í áformum um aukna þátttöku í fiskeldi með því að selja félaginu hlutaíjáreign sína í Fisk- eldi Eyjafjarðar hf., samhliða hluta- bréfaviðskiptunum í BGB-Snæfelli og Samherja. KEA mun jafnframt selja Samherja hlutafjáreign sína í Laxá hf. þegar og ef eftir því verður leitað. í báðum tilfellum er miðað við að greiðsla fyrir bréfin verði í formi hlutabréfa í Samherja sam- kvæmt sérstöku samkomulagi þar að lútandi. Hið sameinaða félag á alls 22 skip, þar af 12 frystiskip, 4 ísfiskskip, 3 fjölveiðiskip, 2 nótaveiðiskip og einn netabát. Sjö þessara skipa eru í rekstri erlendis. Fyrir liggur sú stefnumörkun stjórnar BGB-Snæ- fells að fækka skipum í rekstri með sölu á frystiskipum þess. I frétt fé- laganna segir að Samherji muni tryggja að sameining BGB-Snæfells og Samherja sem slík muni ekki leiða til fækkunar sjómannsstarfa í Dalvíkurbyggð. Heildarveiðiheimildir hins sam- einaða félags á íslenskum veiðileyf- um nema tæplega 34.000 þorskigildistonnum. Þar af eru um 5.200 þorskígildistonn utan land- helgi. Til viðbótar eru umtalsverðar aflaheimildir í öðrum löndum. 11-12 milljarða króna árs- velta Samanlögð velta BGB-Snæfells og Samherja fyrstu 6 mánuði yfirstand- andi árs nam um 6 milljörðum króna og því má gera ráð fyrir að velta hins sameinaða félags á árs- grundvelli verði á bilinu 11-12 millj- arðar króna. Samanlagður starfs- mannafjöldi félaganna tveggja er um 1.040, þar af um 740 hér á landi. Áfram góö afkoma Fiskiðjunnar Skagfirðings Fiskiðjan Skagfirðingur hf. var rekin með 208 milljóna króna hagn- aði á nýliðnu rekstrarári, sem er hið sama og fiskveiðiárið. Hagnaður fyrirtækisins jókst um 12% frá því rekstrarárið á undan. Hagnaður af reglulegri starfsemi fyrir skatta var 218 milljónir króna og jókst um 18% frá fyrra ári. Bætt afkoma milli ára skýrist af fjármagnsliðum sem voru neikvæðir um 91 milljón króna á síðasta rekstrarári í stað 198 millj- óna árið á undan. Rekstrartekjur héldust svo til óbreyttar milli ára og rekstrarárið 1999-2000 námu þær 2.403 milljón- um króna. Rekstrargjöld jukust á hinn bóginn um 4,3% milli ára og því var hagnaður fyrir afskriftir og W ' 1» »1 fiármagnskostnað 70 milljónum króna minni en árið á undan og nam 626 milljónum króna. Framlegð var engu að síður með því besta sem gerist í íslenskum sjávarútvegi eða 26%. Veltufé frá rekstri var lít- ið eitt minna en árið á undan og var 535 milljónir króna á síðasta ári í stað 577 milljóna rekstrarárið 1998-1999. Eigið fé Fiskiðjunnar Skagfirð- ings var þann 31. ágúst síðastliðinn 1.165 milljónir króna og jókst um 225 milljónir frá sama tíma árið áður. Heildareignir fyrirtækisins voru 3.020 miiljónir króna í ágúst- lok 2000 og eiginfiárhlutfallið því 38% og hækkaði um sex prósentu- stig frá því í lok ágúst 1999. Fiskmarkaður Breiðafjarðar og Faxamarkaðurinn sameinast Stjórnir Fiskmarkaðar Breiða- fiarðar hf. og Faxamarkaðarins hf. hafa gert með sér samkomulag um samruna félaganna. I því felst að hluthafar Fiskmarkaðar Breiða- fiarðar eignast 60% í sameinuðu fé- Lykilstjórnend- ur Kaupþings keyptu fyrir 74 milljónir króna Lykilstjórnendur Kaupþings hf. skráðu sig fyrir tæplega 510 þúsund króna hlut að nafnvirði í félaginu í útboði Kaupþings sem fram fór á dögunum. Útboðsgengi bréfanna var 10,25 og kaupverð þeirra því lið- lega 5,2 milljónir króna. Samtals skráðu lykilstjórnendur sig fyrir rúmlega 7,2 milljónir króna eða samtals 74 milljónir króna. Jafnframt var lykilstjómendum Kaupþings veittur kaupréttur í fé- laginu sem er nýtanlegur á næstu fimm árum. Samtals nemur kaup- réttur þessara starfsmanna 25,5 milljónum króna að nafnvirði og er 1/5 hluti þeirrar fiárhæðar nýtan- legur á hverju ári. lagi en hluthafar Faxamarkaðar eignast 40%. Ráðgert er að félögin verði sam- einuð frá 1. júlí 2000 og mun sam- runinn verða byggður á árshluta- uppgjörum félaganna þann 30. júní síðastliðinn. Samþykktir Fiskmarkaðar Breiðafiarðar hf. munu gilda fyrir hið sameinaða félag en sérstakt samkomulag skal gert um nafn hins nýja félags. Samkomulag er um að stjóm fé- Dr. Karl Tryggvason, sem stýrir vísindalegu starfi líftæknifyrirtæk- isins BioStratum Inc., hefur hlotið æðstu viðurkenningu Samtaka nýmasérfræðinga í Bandaríkjunum fyrir starf sitt. Viðurkenningin ber nafnið the Homer Smith Award og var veitt Karli á 12 þúsund manna samkomu nýrnasérfræðinga í Toronto í Kanada. The Homer Smith Award eru veitt árlega sérfræðingum fyrir lagsins verði skipuð 5 aðalmönnum og tveimur varamönnum. Tveir að- almenn verða tilnefndir af hluthöf- um Faxamarkaðar hf. og þrír af hluthöfum Fiskmarkaðar Breiða- fiarðar hf. Félögin tilnefni hvort sinn varamann í stjórn. Stjórnarfor- maður skal tilnefndur af hluthöfum Faxamarkaðar og framkvæmda- stjóri sameinaðs félags verður Tryggvi Leifur Óttarsson en hann er nú framkvæmdastjóri Fiskmark- aðar Breiðafiarðar. framúrskarandi framlag til rann- sókna á nýrum og starfsemi þeirra. BioStratum var stofnað árið 1994 af bandarískum visindamönnum og Qárfestum og dr. Karli Tryggvasyni, prófessor við Karolinska Institutet í Stokkhólmi. Lyfiaþróun fyrirtækisins byggist á mikilli þekkingu og einka- leyfaréttindum á sviði grunnhimnu- rannsókna (basal lamina research). Samkomulag þetta er gert með fyrirvara um samþykki hluthafa- funda. Það hefur þegar tvö lyf í prófunum: Pyridorin er lyf við nýrnaveiki sem aukaverkun af sykursýki og hefiast annars stigs klínískar prófanir á því innan skamms. Angiocol er krabbameinslyf sem hamlar vexti illkynja æxla og hefur gefið góða raun í forklínískum tilraunum. Fjölmargir íslendingar eru á með- al hluthafa BioStratum, þar á meðal fiárfestingarfélagið MP Bio hf. Karl Tryggvason fær æðstu viður- kenningu Samtaka nýrnasérfræðinga - einn stofnenda og stjórnenda BioStratum Inc. FIMMTUDAGUR 26. OKTÓBER 2000 I>V HEILOARVIÐSKIPTI 627 m.kr. Hlutabréf 61 m.kr. Ríkisbréf 215 m.kr. NIEST VIÐSKIPTI OMarel m.kr. OBaugur 10 m.kr. O íslandsbanki FBA 9 m.kr. MESTA HÆKKUN O Tangi 3,2% OBaugur 2,9% O Lyfjaverslun Islands 2,4% MESTA LÆKKUN O Sláturfélag Suöurlands 7,7% OJarðboranir 5,0% O Delta 2,6% ÚRVALSVÍSITALAN 1423,7 stig - Breyting O 0,208 % AT&T skipt upp í 4 hluta AT&T staðfesti sögusagnir um að fyrirtækinu yrði skipt upp í 4 parta á miðvikudaginn næstkomandi. End- anleg skipting fyrirtækisins mun verða að fullu um garð gengin 2002. Michael Armstrong, forstjóri fyrir- tækisins, sagði að fyrirtækin héldu áfram náinni samvinnu þrátt fyrir þessa uppstokkun. Sumir sérfræð- ingar hafa lýst yfir áhyggjum sínum um að fyrirtækið muni missa kosti þess að vera með eitt stórt fyrirtæki. MESTU VH9SKIPTI síöastllðna 30 daea o Ossur 442.813 0 Íslandsbanki-FBA 429.021 0 Baugur 261.067 O Tryggingamiöstööin 242.277 O Eimskip 224.048 o Bakkavör 5% o Lyfjaverslun 4% O Vinnslustööin 4% O SR-Mjöl 4% o o 4**»* 30 ^ O Héöinn smiöja -39 % O Sláturfélag Suöurl. -33 % O ísL hugb.sjóöurinn -27 % O fsl. járnblendifélagiö -20% O Hampiðjan -19% Samherji kaupir nóta- veiðiskip Samherji hf. hefur gengið frá kaupum á nótaveiðiskipinu Jóni Sigurðssyni af EM Shipping en fé- lagið er dótturfélag Framherja Spf. í Færeyjum sem Samherji á hlut í. I frétt frá Samherja kemur fram að hið nýja skip fær einkennisstafina GK-110 og verður gert út frá Grinda- vik. Jón Sigurðsson, sem áður var í eigu Samherja hf. (Fiskimjöls og Lýsis), var seldur til færeyska fé- lagsins á haustdögum 1997. Skipið var smíðað í Noregi 1978, er með 3.300 hestafla vél og ber 860 tonn. SHdow jones 10326,48 O 0,64% 1 • Inikkei HIIs&p 14858,43 O 0,12% 1364,90 O 2,38% BÍjNASDAQ 3229,57 O 5,56% SSÍFTSE 6365,10 O 0,04% raOAX 6848,50 O 1,49% lUiCAC 40 6291,02 O 0,21% GENCIÐ SsSSíííe 26.10.2000 kl. 9.15 KAUP SALA fegjpoiiar 87,410 87,860 jgEÍPund 124,260 124,900 1*1 Kan. dollar 57,640 57,990 Dönsk kr. 9,6800 9,7330 ISNorsk kr 9,0870 9,1380 Sænsk kr. 8,4850 8,5310 90 Fi. mark 12,1135 12,1863 1 Mkra. franki 10,9800 11,0459 1 Belg. franki 1,7854 1,7962 63 Sviss. franki 47,8000 48,0700 C3Ho,i. gyHini 32,6830 32,8794 ■'- 'Þýskt mark 36,8252 37,0464 ít. líra 0,037200 0,037420 OQAust. sch. 5,2342 5,2656 "T'Port. escudo 0,3593 0,3614 [T /jSpá. pcseti 0,4329 0,4355 1 * jJap. yen 0,808000 0,812900 Qiírskt pund 91,451 92,000 SDR 111,220000 111,890000 {§ECU 72,0238 72,4566

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.