Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.2000, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.2000, Blaðsíða 9
9 FIMMTUDAGUR 26. OKTÓBER 2000 DV Fréttir Skýrsla héraðsdýralæknis um vanhirtu hrossin Foðrun og um- hirða brugðust yfirdýralæknir grípi til viðeigandi ráðstafana „Ekki er unnt aö ætla annað en að Kristján Auðunsson hafi van- rækt hestana þessa fjórtán daga, sem þeir voru í hans umsjá. Þeir virðast hafa fengið of lítið og lélegt fóður og ófullnægjandi umhirðu." Svo segir m.a. í skýrslu Gunnars Arnar Guðmundssonar héraðsdýra- læknis um vanræktu hrossin í Faxabóli í Víðidal. Héraðsdýralækn- ir hefur sent yfirdýralækni skýrslu um málið. Einn eigenda hrossanna, Ólafur Magnússon, hefur kært um- sjónarmann þeirra fyrir brot á dýra- verndunarlögum. Að sögn Ólafs hafði hann tekið að sér að sjá um flutning á hestunum til Finnlands og Svíþjóðar en ekki staðið við gerð- an samning. Annar útflutningsaðili hefur nú verið fenginn til verksins. í skýrslu héraðsdýralæknis segir enn fremur, að hann hafi í fyrstu skoðað átta hesta sem þá hafi verið búið að flytja úr ofangreindu hest- húsi. Ein hryssan hafi verið aflögð með skitu, öll hrossin hafi verið óþrifaleg eins og þau hefðu verið í stíu en ekki mokað undan þeim. Hrossin hafi verið dauf við át, sú skýring kunni að vera á því, að þeim hafi verið gefið mjög vel kvöldið áður, þ.e. kvöldið sem þeim hafði verið komið fyrir hjá nýjum umsjónarmanni. Enn fremur kemur fram í skýrsl- unni, að daginn eftir hafi héraðs- dýralæknir verið kvaddur að um- ræddu hesthúsi í Faxabóli í Víðidal. Þar hafi þá þrír hestar verið í gerði við húsið. brúnn og brúnstjömóttur svo og rauðskjóttur foli. Eigendur þessara hrossa voru Ólafur, finnsk stúlka og Reynir Sigursteinsson í Hlíðarbergi. „Rauðskjótti folinn og brún- stjörnótti hesturinn voru horaðir og svangir...,“ segir m.a. í skýrslu hér- aðsdýralæknis.“Það er ljóst að þama hefur fóðrun og umhirða brugðist." Héraðsdýralæknir telur þó hugsanlegt að fleiri þættir hafi haft áhrif. Hrossin þrjú voru þegar falin umsjá búfjáreftirlitsmanns Reykjavíkurborgar. í lok skýrslunnar segir héraðs- dýralæknir að hann telji að um geti verið að ræða brot á dýravemdar- lögum og á reglugerð um aðbúnað og heilbrigði hrossa. Leggur hann til að yfirdýralæknisembættið grípi til viðeigandi ráðstafana. -JSS DV-MYND GVA Á útleiö Hrossin umræddu dvelja nú í góöu yfirlæti á höfuðborgarsvæðinu. Flest þeirra munu fara til nýrra heimkynna eriendis á næstunni. Samherji kaupir nóta veiðiskip DV, AKUREYRI Samherji hf. hefur gengið frá kaupum á nótaveiðiskipinu Jóni Sigurðssýni af EM Shipping en fé- lagið er dótturfélag Framherja Spf. í Færeyjum sem Samherji á hlut í. Hið nýja skip fær einkennisstafma GK-110 og verður gert út frá Grinda- vík. Jón Sigurðsson, sem áður var í eigu Samherja hf. (Fiskimjöls og Lýsis), var seldur til færeyska fé- lagsins á haustdögum 1997. Skipið var smíðað í Noregi 1978, er með 3.300 hestafla vél og ber 860 tonn. Kaupverð skipsins er mn 300 mlllj- ónir króna og hefur það þegar farið til sildveiða. -gk 28"CTV-9Z70 NICAM STEREO • ísl. textavarp * BLACK MATRIX mynd-lampi • 2 EURO SCART tengi • S-VHS inngangur • Full-komin fjarstýring • Sjálfvirk stöðvaleitun • Stórir hljómmiklir hátalarar að framan • Allar aðgerðir á skjá • Heyrnartólatengi BILALIF NICAM STERIO • NTSC afspilun á PAL sjónvarpi • 6 hausa með Long Play • Sjálfvirk stöðvaleitun - Innsetning • Einnar snertingar afspilun eftir upptöku • Sjálfhreinsandi myndhaus • Stafræn myndstilling • Fullkomin fjarstýring • 2 EURO SCART tengi NTSC afspilun á PALsjónvarpi • tinnar snerungar aispnun eftir upptöku • Allar aðgerðir á skjá Alsjálfvirkt* Rauntíma- teljari • Miðjuhlaðið • Sjálfhreinsandi myndhaus Stafræn myndstilling • Fullkomin fjarstýring • EURO SCART tengi. Skúfunni 5 • simi 553 1010 • Ax 500 4040 GMC Suburban 6,5 dísil turbo, árg. 1995, ekinn 75 þ. km, vínr./grár, allt rafdr., cd,4x4. Verð 3.350 þús. Tilboð 2.870 þús. ÍX, 4 hausa LONG PLAY • NTSC afspilun á PAL sjónvarpi • I Einnar snertingar afspilun eftir upptöku • Allar aðgerðir á t-j, skjá • Alsjálfvirkt • Rauntímateljari • Miðjuhlaðið • Sjálf- hreinsandi myndhaus • Stafræn myndstilling • Fullkomin IXi fjarstýring • EURO SCART tengi. Einnig: liaill Nissan Terrano 2,7 dísil, árg. 1993 Nissan Terrano 2,7 dísil, árg. 1992 Isuzu Trooper 2,8 dlsil, árg. 1990 MMC Pajero 2,5 dísil (stuttur) árg. 1997

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.