Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 247. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						FIMMTUDAGUR 26. OKTÓBER 2000
11
DV
Fréttir
Andstaðan við sameiningu ríkisbankanna:
Rikisstjornarflokkar
á öndverðum meiði
- sjálfstæðismenn einir með meirihlutafylgi við samrunaferlið
Samkvæmt skoðanakönnun DV
eru landsmenn mjög andvigir sam-
einingu Landsbanka íslands hf. og
Búnaðarbanka íslands hf. Meiri-
hluti kjósenda allra flokka nema
Sjálfstæðisflokksins er andvígur
sameiningunni.
Könnunin sem gerð var á mánu-
dagskvöldið leiðir í ljós að 62,9%
þeirra sem afstöðu tóku eru á móti
sameiningu fyrirtækjanna. Úrtakið
var 600 manns, skipt jafht á milli
höfuðborgarsvæðis og landsbyggð-
ar, og eins var jöfn skipting á milli
karla og kvenna. Spurt var: Ertu
hlynnt(ur) eða andvíg(ur) samein-
ingu Búnaðarbanka íslands og
Landsbanka íslands? Afstöðu tóku
72,8% og 27,2% voru óákveðin eða
svöruðu ekki þessari spurningu.
Þegar skoðuð er afstaða fylgis-
manna flokkanna kemur í ljós að
andstæðingar við sameiningu ríkis-
bankanna eru í meirihluta í öllum
flokkum nema Sjálfstæðisflokknum.
Ef litið er á skoðanir þeirra sem á
annað borð tóku afstöðu er tölurnar
athyglisverðar. Enda virðist niður-
staða skoðanakönnunarinnar hafa
komið mörgtim bankaráðsmönnum
SKOBAKAKÖHKUH
ixga
Hlynnt(ur) eða
andvíg(ur)
sameiningu
Búnaðarbanka og
Landsbanka
Vegamót við nýju Fnjóskárbrúna:
Slysagildra eða ekki?
DV. AKUREYRI:
„Ég tel þetta mjög hættulegt og í
rauninni megi tala um slysagildru i
því sambandi," segir Bergvin Jó-
hannsson, bóndi á Áshóli í Grýtu-
bakkahreppi í Eyjafirði, um vegamót
á Grenivíkurvegi við nýju brúna yfir
Fnjóská sem tekin var i notkun fyrir
nokkrum dögum. Gatnamót eru um
það bil 40 metra austan við brúna og
kemur þar svokölluð t-beygja.
Það er sú beygja sem Bergvin hef-
ur áhyggjur af. „Þetta er rétt við brú-
arsporðinn, þarna kemur t-beygja og
það er ekk viðlit að mætast í henni.
Ég keyri skólabíl á þessum slóðum
og þótt ekki sé langt um liðið síðan
brúin var tekin í notkun hef ég þó
þegar lent i því að þurfa að stansa al-
veg áður en ég kom að beygjunni til
að lenda ekki á öðrum bíl þar. Ég tel
að þetta sé mjög hættulegt, sérstak-
lega þegar hálka fer að vera á vegin-
um og menn ætla að fara að nota
bremsurnar" segir Bergvin.
Ekki eru allir á sama máli. Bíl-
stjóri mjólkurbíls, sem DV hitti við
umrædda beygju, sagðist ekki telja
hana neina slysagildru og ekki
hættulega. Vegagerðin hefði án efa
haft sínar ástæður fyrir þvi að ganga
svona frá beygjunni því annars hefði
þurft að fara með veginn upp i fjalls-
hlíð fyrir austan núverandi vegamót
og það hefði varla verið betra.  -gk
Beygjan umtalaða
Er hún slysagildra eða ósköp venjuleg beygja?
DV- MYND GK
Nýjar sóknir á Kirkjuþingi
Kirkjuþing hafnaði sameiningu
Barðastrandar- og ísafjarðarprófasts-
dæmis i Vestfjarðaprófastsdæmi, með-
al annars með tilliti til samgöngumála
á þessu svæði en sameiningin var
meðal tillagna sem biskupafundur
lagði til varðandi sameiningu sókna
og prestakalla. Einnig var ákveðið að
samþykkja ekki sameiningu Tálkna-
fjarðar- og Bíldudalsprestakalla. Þá
var stofnun nýrrar sóknar í Kópavogi,
Lindasóknar, frestað.
Meðal þess sem Kirkjuþing sam-
þykkti var að stofna nýja sókn og
nýtt prestakall í Kjalarnesprestakalli
sem heita munu Vallasókn og Valla-
prestakall sem verður stofhað 1. júlí
2000. Ári seinna verður Grafarholts-
prestakall stofnað og það myndar nú
sókn sem kölluð verður Grafarholts-
sókn. Báðar sóknir verða stofnaðar í
byrjun næsta árs. Á þinginu voru
einnig samþykktar nokkrar tillögur
um sameiningu sókna á landsbyggð-
inni og flutning á öðrum sóknum á
milli prestakalla.           -MA
Landsbanka og Búnaðarbanka mjög
á óvart. Andstaða er í öllum flokk-
um.
Framsóknarmenn andvígir
samelningu
Af þeim fylgismönnum Fram-
sóknarflokksins sem á annað borð
tóku afstöðu til málsins eru 52,8% á
móti sameiningu ríkisbankanna en
47,2% eru sameiningunni hlynnt.
Sjárfstæðismenn skera sig úr
Fylgismenn Sjálfstæðisflokksins
skera sig úr í þessari könnun en
57% þeirra eru fylgjandi samein-
ingu bankanna, 43% á móti. Þetta er
eini flokkurinn sam hefur meiri-
hlutafylgi við þann samruna sem nú
er stefnt að.
Stuðnlngsmenn stjórnarand-
stöðu eru á móti
Varhugavert er að taka mjög bók-
staflega greiningu á skoðunum fylg-
ismanna Frjálslynda flokksins í
þessu máli vegna þess hversu úrtak
kjósenda flokksins er lítið sem þar
tekur afstöðu. Mæld andstaða
þeirra fylgjenda flokksins sem þó
tóku afstöðu er hins vegar yfirgnæf-
andi eða 85,7% sem voru andvíg á
móti þeim 14,3% sem voru fylgjandi
sameiningu bankanna.
Hjá fylgismönnum Samfylkingar-
innar er einnig yfirgnæfandi and-
staða. Þar er 81,1% kjósenda andvíg
sameiningu ríkisbankanna en 18,9%
henni fylgjandi.
Fylgismenn Vinstrihreyfingarinn-
ar-græns framboðs eru á svipuðum
nótum og samfylkingarmenn. Þar
mælist andstaðan við sameiningu
bankanna 80% á móti þeim 20% sem
eru fylgjandi sameiningu Búnaðar-
banka og Landsbanka.
-HKr.
DV-MYND HILMAR ÞÓR
Ossuri heilsaö á þingl BSRB
Meöal þeirra sem fluttu ávarp viö setningu þings BSRS í gær voru Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri og Geir H.
Haarde fjármálaráðherra. Borgarstjóri gaf sér tíma til að taka í höndina á Ossuri Skarphéðinssyni, formanni Samfylk-
ingarinnar, við upphaf þingsins.
Þing BSRB:
Lagabreytingar á starf-
semi bandalagsins
- meðal tillagna sem lagðar verða fram
Aðgangseyrir að velferðarþjón-
ustu er ávísun á félagslegt misrétti,
að mati Ögmundar Jónassonar, for-
manns Bandalags starfsmanna ríkis
og bæja. Þetta var meðal þess sem
fram kom í ræðu hans við setningu
39. þings BSRB í Bíóborginni í gær.
Þingið var þá í fyrsta skipti sett
annars staðar en þinghaldið fer
fram.
Ögmundur telur að taka verði al-
varlega þá hugmynd, sem fram kom
í nýlegum bæklingi stjórnvalda, að
þegar fram líða stundir verði þjón-
usta sem veitt er af einkareknum
stofnunum fjármögnuð með not-
endagjöldum. Með því sé verið að
stuðla að félagslegu misrétti, hvort
sem um er að ræða skóla, sjúkrahús
eða elliheimili og samtök launafólks
muni aldrei sætta sig við það.
Þá mun BSRB leggja sitt af mörk-
um til samstarfs um framtíð félags-
þjónustunnar í landinu á jákvæðan
og uppbyggilegan hátt og er kjörorð
þingsins því „Bætum samfélags-
þjónustuna".
Að mati Ögmundar er einnig
brýnt að bæta stöðu langveikra
barna verulega og endurreisa þarf
hið félagslega húsnæðiskerfi. Þá
leggur hann til að að öll launasam-
tök í landinu sameinist um öfluga
hagfræðistofnun sem hefði það
verkefni að koma á framfæri upp-
lýsingum til launafólks í landinu.
Með því væri hægt að stuðla að
vandaðri, upplýstri og lýðræðislegri
þjóðfélagsumræðu. Seðlabankinn og
Þjóðhagsstofnun hafi ekki reynst
þeim vanda vaxnar.
Þing BSRB mun standa yfir til 28.
október og meðal mála, sem liggja
fyrir þinginu, eru tillögur um laga-
breytingar sem miða að því að gera
starfsemi á vegum bandalagsins
markvissari og stjórnkerfi þess lýð-
ræðislegra. Einnig mun umræða
um kjara- og efnahagsmál skipa
stóran sess á þinginu þar sem samn-
ingar við rikið eru lausir 1. nóvem-
ber næstkomandi.
-MA
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
18-19
18-19
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40