Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 247. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						FIMMTUDAGUR 26. OKTÓBER 2000
13
M>V
Utlönd
Einræðisherrann
hrakinn á flótta
Leiötogi herforingjastjórnarinnar
á Fílabeinsströndinni, Robert Guei,
er sagður hafa flúið með þyrlu frá
flugvellinum í Abidjan til óþekkts
staðar. Heimildarmaður Reuters-
fréttastofunnar sagði Guei hafa
haldið á brott ásamt innanríkisráð-
herra sinum, Mouassi Grena. Ann-
ar heimildarmaður sagði að þeir
væru á leið til Liberiu og að Guei
hefði haft með sér tvo lífverði. BBC-
fréttastofan hefur það eftir heimild-
armönnum sínum að Guei hafi fiúið
til Benin. Einnig er orðrómur á
kreiki um að hann sé enn í landinu.
í gær lýsti forsætisráðherra Fila-
beinsstrandarinnar, Seydou Diarra,
því yfir að leiðtogi stjórnarandstöð-
unnar, Lauren Gbagbo, hefði sigrað
í forsetakosningunum á sunnudag-
inn. Áður hafði Guei lýst yfir sigri
þrátt fyrir loforð um að hann ætlaði
að virða dóm kjósenda. Guei, sem
rændi völdum á Fílabeinsströnd-
inni i desember síðastliðnum, hafði
Einræðisherra Fílabeinsstrandarinnar
Robert Guei rændi völdum í desember síðastliðnum. Hann hunsaði úrslit
kosninganna á sunnudaginn en gafst upp í gær.
þó með hæstaréttarúrskurði tekist
að útiloka helsta keppinaut sinn frá
þátttöku í kosningunum.
Er Guei hafði lýst yfir sigri héldu
þúsundir íbúa Filabeinsstrandar-
innar út á götur og torg og efndu til
mótmæla á þriðjudaginn. Mótmælin
héldu áfram i gær og að sögn sjón-
arvotta gengu sumir hermenn til
liðs við mótmælendur. Áður höfðu
þó um 60 mótmælendur látið lífið í
átökum við hermenn, að þvi er
stjórnarandstaðan greinir frá.
Sú ákvörðun Gueis að boða til
kosninga og hunsa siðan úrslitin
þykir minna á aðferðir Slobodans
Milosevics, fyrrverandi Júgóslavíu-
forseta. Á forsíðu franska blaðsins
Le Monde I gær var teikning af
Guei þar sem hann lýsti yfir sigri
samtímis því sem Milosevic biður
um hæli í landinu.
Þýska blaðið Tageszeitung skrifar
að nú ári illa fyrir einræðisherra.
Fremstur í flokki
Fujimori Perúforseti fór fyrir hópi
manna sem leitaði að fyrrum
njósnaforingja landsins ígær.
Fujimori lætur
hundelta spæjara
Alberto Fujimori Perúforseti fór
fyrir flokki þungvopnaðra varð-
manna og hunda þegar leitað var að
fyrrum yfirmanni leyniþjónustu
landsins í hæðunum norður af höf-
uðborginni Lima í gær. Þyrlur voru
einnig notaðar við leitina.
Fujimori hefur heitið þvi að leita
dyrum og dyngjum að njósnafor-
ingjanum fyrrverandi, Vladimiro
Montesinos, en andstæðingar forset-
ans segja þetta helbert sjónarspil.
Montesinos setti allt á annan end-
ann í Perú á mánudag þegar hann
sneri óvænt heim eftir mánaðar út-
legð. Honum hafði þá mistekist að
fá pólitískt hæli í Panama.
Fujimori sagði fréttamönnum að
hann hefði ekki í hyggju að hand-
taka Montesinos, heldur vildi hann
aðeins finna hann, öryggis hans
vegna. Montesinos var miðpunktur-
inn í hneykslismáli sem varð til
þess að Fujimori boðaði til kosninga
áður en kjörtimabilið var á enda.
Fujimori ætlar ekki að bjóða sig aft-
ur fram.
Stjörnur í afmælisveislu hjá Hillary
Fræga, ríka og fallega fólkið fjölmennti í afmælisveislu sem haldin var fyrir Hillary Rodham Clinton, forsetafrú í Banda-
ríkjunum, ígærkvöld. Þar mátti sjá kvikmynda- og sjónvarpsstjörnur margs konar. Fremstur í flokki fór leikarinn Tom
Cruise sem sést lengst til vinstri á þessari mynd. FJölskylda Hillary var einnig í veislunni, dóttirin Chelsea og eigin-
maðurinn Bill. Afmælisveislan var öðrum þræði fjáröflunarsamkoma vegna framboðs Hillary til öldungadeildar Banda-
ríkjaþings. Forsetafrúin á annars afmæli í dag og er 53 ára.
Beöist vægöar
Forseti Serbíu hefur beðið um að
ekki verði veist að Milosevic.
Fjölmiðlar ráðist
ekki á Milosevic
Forseti og forsætisráðherra
Serbíu hvöttu fjölmiðla i gær til að
misnota ekki nýfengið frelsi sitt til
að ráðast með óviðurkvæmilegum
hætti að stjórnmálaandstæðingum
sínum, þar á meðal Slobodan Milos-
evic, fyrrum forseta Júgóslavíu, og
fjölskyldu hans.
„Það er erfitt að skilja þessar
ruddalegu og ósæmilegu árásir á
Milosevic og fjölskyldu hans," sagði
Milan Milutinovic forseti við frétta-
menn eftir að hann hafði leyst upp
þing Serbíu og þar með gert kleift
að boða til kosninga á næstunni.
Hvorki Milutinovic né Milomir
Minic forsætisráðherra tilgreindu
við hvaða árásir þeir ættu. Mil-
utinovic hefur verið ákærður fyrir
stríðsglæpi, eins og Milosevic.
Göran Persson
Lógreglan leitaði að sprengju við
ráðuneyti hans í nótt.
Óttuðust tilræði
við Persson
Lögreglan í Stokkhólmi girti í
nótt af stórt svæði kringum forsæt-
isráðuneytið eftir að öryggisverðir
höfðu séð ökumann bíls, sem ekið
var að ráðuneytinu rétt eftir mið-
nætti, stökkva út úr bílnum og
hlaupa á brott. Litið var alvarlega á
málið vegna hegðunar mannsins og
voru sprengjusérfræðingar því kall-
aðir á vettvang. Klukkan sex í
morgun var staðfest að engin
sprengja væri í bílnum.
Eiganda bílsins, Svía á sextugs-
aldri, var leitað í alla nótt. Hann
hefur verið fjarverandi frá heimili
sínu í nokkra daga. Röskim varð í
morgun á umferð i Stokkhólmi
vegna lokananna.
Persson svaf í nótt i forsætisráð-
herrabústaðnum rétt hjá ráðuneyti
sínu og þinghúsinu.
Hlutabréf í ríkiseigu seld til að
fjármagna sjálfstæði Færeyja
Cadillac  Fleetwood    '85
Færeysk stjórnvöld eru
tilbúin með sérstakan að-
lögunarsjóð til að róa
landsmenn vegna væntan-
legs sjálfstæðis Færeyja.
Tekna í sjóðinn verður
meðal annars afiað með
sölu á hlutabréfum land-
stjórnarinnar í til dæmis
Atlantic Air-ways Qugfé-
laginu og í Færeyjabanka.
Landsrjórnin áformar því
að fastsetja andvirði allra
eigna  ríkisins,  að  sögn
f	
ww	-¦
X	dÉHpl
f\	
>?.	^fcíui
Högni Hoydal
Fundar í Kaupmanna-
höfn í dag.
danska blaðsins Poli-
tiken.
„Peningarnir munu
koma frá húgsanlegri
sölu á hlutabréfum í eigu
ríkisins. Við ætlum þó
ekki að selja meirihluta-
eign okkar í Atlantic
Airways eða Færeyja-
banka," segir Hogni Hoy-
dal, ráðherra sjálfstæðis-
mála í færeysku land-
stjórninni.
Fjórða lota samninga-
viðræðna landstjórnarinnar við
dönsk stjórnvöld um sjálfstæði Fær-
eyja fer fram í forsætisráðuneytinu í
Kaupmannahöfn í dag.
Færeyingar vilja að Danir veiti
þeim 15 ára aðlögunartíma áður en
ríkisstyrkur Dana verður af lagður,
fái eyjarnar sjálfstæði. Danir segja
aftur á móti að aðlögunartimabilið
verði fjögur ár að hámarki. Fari
Danir sínu fram vantar Færeyinga
um fimmtíu milljarða íslenskra
króna í kassann. Salan á hlutabréf-
um á að bæta það upp að hluta.
Gott eintak
|Eðalvagn á eðalverði: aðeins 690.000
Cadillac Fleetwood  '85
ekinn aðeins 85 þús. m., leðurinnrétting,
sóllúaa. rafdr.. vél 4.1. ssk.
Upplýsingar í síma 869 3017.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
18-19
18-19
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40