Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.2000, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.2000, Blaðsíða 13
FIMMTUDAGUR 26. OKTÓBER 2000 DV 13 Útlönd Einræðisherrann hrakinn á flótta Leiötogi herforingjastjómarinnar á Fílabeinsströndinni, Robert Guei, er sagður hafa flúið með þyrlu frá flugvellinum í Abidjan til óþekkts staðar. Heimildarmaður Reuters- fréttastofunnar sagði Guei hafa haldið á brott ásamt innanríkisráð- herra sínum, Mouassi Grena. Ann- ar heimildarmaður sagði að þeir væru á leið til Líberíu og að Guei hefði haft með sér tvo lífverði. BBC- fréttastofan hefur það eftir heimild- armönnum sínum að Guei hafi flúið til Benin. Einnig er orðrómur á kreiki um að hann sé enn í landinu. í gær lýsti forsætisráðherra Fíla- beinsstrandarinnar, Seydou Diarra, því yfir að leiðtogi stjórnarandstöð- unnar, Lauren Gbagbo, hefði sigrað í forsetakosningunum á sunnudag- inn. Áður hafði Guei lýst yfir sigri þrátt fyrir loforð um að hann ætlaði að virða dóm kjósenda. Guei, sem rændi völdum á Fílabeinsströnd- inni í desember síðastliðnum, hafði Einræðisherra Fílabeinsstrandarinnar Robert Guei rændi völdum í desember síðastliðnum. Hann hunsaði úrslit kosninganna á sunnudaginn en gafst upp í gær. þó með hæstaréttarúrskurði tekist að útiloka helsta keppinaut sinn frá þátttöku í kosningunum. Er Guei hafði lýst yfir sigri héldu þúsundir íbúa Fílabeinsstrandar- innar út á götur og torg og efndu til mótmæla á þriðjudaginn. Mótmælin héldu áfram í gær og að sögn sjón- arvotta gengu sumir hermenn til liðs við mótmælendur. Áður höfðu þó um 60 mótmælendur látið líflð í átökum við hermenn, að þvi er stjórnarandstaðan greinir frá. Sú ákvörðun Gueis að boða til kosninga og hunsa siðan úrslitin þykir minna á aðferðir Slobodans Milosevics, fyrrverandi Júgóslavíu- forseta. Á forsíðu franska blaðsins Le Monde í gær var teikning af Guei þar sem hann lýsti yflr sigri samtímis því sem Milosevic biður um hæli í landinu. Þýska blaðið Tageszeitung skrifar að nú ári illa fyrir einræðisherra. Fremstur í fiokki Fujimori Perúforseti fór fyrir hópi manna sem leitaði að fyrrum njósnaforingja landsins í gær. Fujimori lætur hundelta spæjara Alberto Fujimori Perúforseti fór fyrir flokki þungvopnaðra varð- manna og hunda þegar leitað var að fyrrum yfirmanni leyniþjónustu landsins í hæðunum norður af höf- uðborginni Lima í gær. Þyrlur voru einnig notaðar við leitina. Fujimori hefur heitið þvi að leita dyrum og dyngjum að njósnafor- ingjanum fyrrverandi, Vladimiro Montesinos, en andstæðingar forset- ans segja þetta helbert sjónarspil. Montesinos setti allt á annan end- ann í Perú á mánudag þegar hann sneri óvænt heim eftir mánaðar út- legð. Honum hafði þá mistekist að fá pólitískt hæli í Panama. Fujimori sagði fréttamönnum að hann hefði ekki í hyggju að hand- taka Montesinos, heldur vildi hann aðeins finna hann, öryggis hans vegna. Montesinos var miðpunktur- inn í hneykslismáli sem varð til þess að Fujimori boðaði til kosninga áður en kjörtímabilið var á enda. Fujimori ætlar ekki að bjóða sig aft- ur fram. Stjörnur í afmælisveislu hjá Hillary Fræga, ríka og fallega fólkiö fjöimennti í afmælisveislu sem haldin var fyrir Hillary Rodham Clinton, forsetafrú í Banda- ríkjunum, í gærkvöld. Þar mátti sjá kvikmynda- og sjónvarpsstjörnur margs konar. Fremstur í flokki fór leikarinn Tom Cruise sem sést lengst til vinstri á þessari mynd. Fjölskylda Hiilary var einnig í veisiunni, dóttirin Chelsea og eigin- maðurinn Bill. Afmælisveislan var öðrum præöi fjáröflunarsamkoma vegna framboðs Hillary til öldungadeildar Banda- ríkjaþings. Forsetafrúin á annars afmæli í dag og er 53 ára. Beðist vægöar Forseti Serbíu hefur beðið um að ekki verði veist að Milosevic. Fjölmiðlar ráðist ekki á Milosevic Forseti og forsætisráðherra Serbíu hvöttu ijölmiðla í gær til að misnota ekki nýfengið frelsi sitt til að ráðast með óviðurkvæmilegum hætti að stjórnmálaandstæðingum sínum, þar á meðal Slobodan Milos- evic, fyrrum forseta Júgóslavíu, og fjölskyldu hans. „Það er erfltt að skilja þessar ruddalegu og ósæmilegu árásir á Milosevic og fjölskyldu hans,“ sagði Milan Milutinovic forseti við frétta- menn eftir að hann hafði leyst upp þing Serbíu og þar með gert kleift að boða til kosninga á næstunni. Hvorki Milutinovic né Milomir Minic forsætisráðherra tilgreindu við hvaða árásir þeir ættu. Mil- utinovic hefur verið ákærður fyrir stríðsglæpi, eins og Milosevic. Göran Persson Lögreglan leitaði að sprengju við ráðuneyti hans í nótt. Óttuðust tilræði við Persson Lögreglan í Stokkhólmi girti í nótt af stórt svæði kringum forsæt- isráðuneytið eftir að öryggisverðir höfðu séð ökumann bíls, sem ekið var að ráðuneytinu rétt eftir mið- nætti, stökkva út úr bílnum og hlaupa á brott. Litið var alvarlega á málið vegna hegðunar mannsins og voru sprengjusérfræðingar því kall- aðir á vettvang. Klukkan sex í morgun var staðfest að engin sprengja væri i bílnum. Eiganda bílsins, Svía á sextugs- aldri, var leitað i alla nótt. Hann hefur verið fjarverandi frá heimili sínu í nokkra daga. Röskun varð í morgun á umferð í Stokkhólmi vegna lokananna. Persson svaf í nótt í forsætisráð- herrabústaðnum rétt hjá ráðuneyti sínu og þinghúsinu. Hlutabréf í ríkiseigu seld til að fjármagna sjálfstæði Færeyja Færeysk stjórnvöld eru tilbúin með sérstakan að- lögunarsjóð til að róa landsmenn vegna væntan- legs sjálfstæðis Færeyja. Tekna í sjóðinn verður meðal annars aflað með sölu á hlutabréfum land- stjómarinnar í til dæmis Atlantic Air-ways flugfé- laginu og í Færeyjabanka. Landstjómin áformar þvi að fastsetja andvirði allra eigna rikisins, að sögn Hogni Hoydal Fundar í Kaupmanna- höfn í dag. danska blaðsins Poli- tiken. „Peningarnir munu koma frá húgsanlegri sölu á hlutabréfum í eigu ríkisins. Við ætlum þó ekki að selja meirihluta- eign okkar í Atlantic Airways eða Færeyja- banka,“ segir Hogni Hoy- dal, ráðherra sjálfstæðis- mála í færeysku land- stjóminni. Fjórða lota samninga- viðræðna landstjómarinnar við dönsk stjómvöld um sjálfstæði Fær- eyja fer fram í forsætisráðuneytinu i Kaupmannahöfn í dag. Færeyingar vilja að Danir veiti þeim 15 ára aðlögunartíma áður en ríkisstyrkur Dana verður af lagður, fái eyjamar sjálfstæði. Danir segja aftur á móti að aðlögunartímabilið verði fjögur ár að hámarki. Fari Danir sínu fram vantar Færeyinga um fimmtíu milljarða íslenskra króna í kassann. Salan á hlutabréf- um á að bæta það upp að hluta. Cadillac Fleetwood ekinn aðeins 85 þús. m., leðurinnrétting. sóllúga, rafdr., vél 4,1, ssk. Gott eintak Eðalvagn á eðalverði: aðeins 690.000 Upplýsingar í síma 869 3017

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.