Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 247. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						FIMMTUDAGUR 26. OKTÓBER 2000
15
I>V
Hagsýni
i
i
I
i
i
Margt smátt gerir eitt stórt
- þegar upp er staðiö kosta litlu hlutirnir stórar upphæðir
Ýmis ráð eru til þegar halda á
matarreikningnum í skefjum. Hag-
sýnt fólk fer t.d. ekki svangt út í búð
því þá eru mun meiri líkur á að
keyptur sé alls kyns óþarfi, eins og
snakk og sælgæti. Eins er mikil-
vægt að vera skipulagður, fara með
lista yfir það sem vantar og kaupa
aðeins það sem er á honum. Margir
skipuleggja líka matseðilinn fyrir
vikuna eða til lengri tíma og fara
sjaldan í búðina og þá með inn-
kaupalista með því sem þarf. Það er
reynsla blaðamanns að hver ferð út
í búð kosti alltaf meira en ráð var
fyrir gert, því alltaf bætist eitthvað
við það sem ætlunin var að kaupa.
Þessar stuttu skotferðir eiga sér líka
oftast stað rétt fyrir kvöldmat því
eitthvað vantar í hann og þá eru
flestir svangir og freistast því til að
kaupa eitthvað sem ekki er þörf á.
Margir hafa þennan háttinn á, að
hlaupa út í búð rétt fyrir köldmat-
inn, það sést á því hversu mikið er
að gera í verslunum sem opnar eru
á þessum tima.
Það finnst kannski mörgum það í
lagi að grípa með sér eitthvert smá-
ræði sem hugurinn girnist þá
stundina. Þetta kostar nú ekki
nema tvöhundruðkall, segja þeir.
En það eru ekki margir sem hafa
lagt það niður fyrir sér hversu stór
póstur svona hlutir eru þegar árið
er gert upp. Þegar skattskýrslan er
gerð undrast margir þær stóru upp-
hæðir sem þar eru og velta þvi fyr-
ir sér i hvað allir peningarnir fóru.
Til að gefa lesendum einhverja hug-
mynd um hvernig margt smátt ger-
ir eitt stórt skulum við skoða fjól-
skyldu sem eflaust er á svipuðu róli
og margar íslenskar fjölskyldur.
Gos og sælgæti
Við skulum byrja
á því að skoða gos-
drykkina því neysla
þeirra er gifurleg
hér á landi. Fjöl-
skyldunni finnst gott
fá sér gosdrykk með
gerir það reglulega, auk þess sem
meðlimir hennar fá sér stundum
eitt glas yfir sjónvarpinu. Þannig
drekkur þessi fimm manna fjöl-
skylda um tvo lítra á dag. Verð gos-
drykkja er afskaplega misjafht en
gera má ráð fyrir að tveggja lítra
flaska af vinsælum gosdrykk kosti
um 200 kr, sem er á milli þess sem
hann kostar í stórmörkuðum og
sjoppum. Sé keypt ein flaska á dag
kostar það 73.000 kr á ári.
Laugardagskvöldum eyðir þessi
I hvað fóru allir þessir peningar?
Spurning sem kemur upp hjá mörgum þegar skattframtalið er fyllt út.
fjölskylda fyrir framan
sjónvarpið og hefur ;
fyrir sið að maula
snakk og gotterí sem
auðvitað er ein-
göngu leyfilegt áj
nammidögum.
Þau fá sér kartöflu-
flögur sem kosta 350 kr.,
súkkulaðistykki á 200 kr. og ýmis-
legt annað smálegt fyrir 200 kr.
Þetta kostar 750 kr. á viku eða 39.000
að
matnum
lliyilUMUIIU
i y
og
Sjónvarp og myndbönd
Þessi fjól-
skylda er mikið
heima og horfir
mikið á sjón-
varp. Því borga
þau skyldu-
áskrift að RÚV og eru áskrifendur
að Stöð 2. Elsta barnið í fjölskyld-
unni og mamman eru miklir fót-
boltaaðdáendur og því hefur fjöl-
skyldan ákveðið að kaupa sér að-
gang að sjónvarpsstöðinni Sýn sem
sýnir leiki í enska boltanum. Núna
borga þau 3895 kr. á mánuði fyrir
áskriftina að Stöð 2 sem gerir 46.740
kr. á ári. Þegar þau bæta Sýn við þá
.kostar áskriftin að
'báðum stöðvunum
'5650 kr. á mánuði eða
'67.800 á ári. Við þetta
Ær&n
bætist að sjálfsögðu áskriftin að
Rúv sem kostar 25.200 á ári.
Bíóferðir eru ekki oft á dagskrá
en þess í stað sér fjölskyldan nýj-
ustu myndirnar þegar þær koma á
út á myndböndum. Þau leigja sér
spólu tvisvar í viku á 400 kr. stykk-
ið eða 41.600 kr á ári.
Skyndíbiti
Hjónin vinna bæði úti JM
og kaupa sér yfirleitt *
eitthvert snarl í há-Jt
deginu þar sem ekki i
er mötuneyti á f
vinnustað þeirra.
Hvort um sig eyðir þannig 3-500
krónum á dag, eða að meðaltali 800
kr. samtals. Svona gengur þetta fyr-
ir sig i 220 daga á ári og því eyða
þau 176.000 í sjoppur og verslanir í
nágrenni vinnunnar árlega.
Á fbstudögum koma allir þreyttir
hoím eftir vinnuvik-
na og enginn
nennir að elda.
i Þá er pöntuð
pitsa sem kostar
1500 kr. því þau
/na að versla við
pitsufyrirtæki sem er í ódýrari
kantinum. Eigandi pitsustaðarins
er ánægður með viðskiptin því frá
þessari einu fjölskyldu fær hann
52.500 kr. í kassann árlega þótt þau
kaupi aðeins 35 pitsur á ári. (Aðrir
fóstudagar voru um jól, páska, í
sumarfríi og öðrum þess háttar dög-
um þegar flestir eru með eitthvað
annað en pitsur í matinn).
Tæp hálf milljón í óþarfa
Þegar hjónin gerðu skattskýrsl-
una sína í febrúar veltu þau fyrir
sér hvert allir peningarnir fóru. Þar
sem þau höfðu haldið nokkuð ítar-
legt heimilisbókhald sáu þau að í
þessa litlu, en ónauðsynlegu hluti,
höfðu þau eytt 449.900 krónum sem
hefðu dugað fyrir sumarfríi í út-
löndum fyrir alla fjölskylduna. Auð-
vitað kæmi kostnaður á móti ef þau
hætta að kaupa mat í hádeginu og
panta sér pitsur því fjólskyldan þarf
jú að borða. En sá kostnaður er
mun lægri ef pitsan er búin til
heima og hjónin taka með sér
heimasmurða samloku til að borða í
hádeginu. Og hafa ber í huga að
þetta eru peningar sem búið er að
greiða skatta og skyldur af. Hjóna-
kornin þurfa þvi að vinna sér inn
talsvert hærri upphæð til að eiga
fyrir þessu öllu. Ef haldið er ítarlegt
heimilisbókhald kemur mjög fljótt í
ljós í hvað peningarnir fara og
hvernig hægt er að minnka útgjöld-
in með því að skera niður allt hið
ónauðsynlega.             -ÓSB
Hversdagsmaturinn:
Samband við
neytendasíðu
Þeim sem vilja hafa samband
við neytendasíðu DV er bent á
eftirfarandi leiðir:
Beinn sími 550 5821
Fax 550 5020
Tölvupóstfang osb@ff.is
Tekið er á mótl öllu því
sem neytendur vilja koma á
framfæri, hvort sem það eru
kvartanir, hrós, nýjar vörur
eða þjónusta - eða
spurningar um eitt pg annað
sem kemur upp á í daglegu
lífi.
Ólöf Snæhólm
Baldursdóttir
umsj ónarmaður
neytendasíðu
Pasta
Pasta og hrisgrjón eru matur
fátæka mannsins og margir kann-
ast við að hafa í enda mánaðarins
tófrað fram alls kyns fína rétti úr
þessu ódýra hráefhi. Þegar það er
gert er hægt að láta hugmynda-
flugið ráða og nýta það sem til er
á heimilinu. Hér er auðveld, fljót-
leg, ódýr og góð hugmynd að mál-
tlð sem bragðast mjög vel.
Pasta
1 dós niðursoðnir tómatar
1 laukur
Hvítlaukur
ítalskt krydd eftir smekk
Ólífuolia
Parmesan-ostur
Hæfilegt magn af pasta er soðið
þar til það er mátulegt. Á meðan
pastað sýður í pottinum hitið þá
olíu á pönnu. Steikið saxaðan
hvítlauk og lauk þar til hann fær
á sig gullinn lit. Setj
ið tómata út í og
kryddið     eftir
smekk
ítölsku kryddi
Parmesan-ost
inum     er
stráð  yfir
pastasós-
una  áður
en hún er
borin   á
borð. Bor-
ið   fram I
með   því
grænmeti
sem  til  er
og   ristuðu
brauði sem
smurt      og
kryddað   með'
hvítlaukssalti.
-ÓSB
Hreinsilögurinn drýgður
Setjið hreinsilög fyrir eldhús eða
bað í úðabrúsa og þynnið með
vatni. Úðið síðan yfir flötinn sem
þrífa á og strjúkið af með tusku.
Hreinlætisvörurnar virka betur og
endast lengur en þegar þeim er
hellt úr flösku á flötinn. Auk þess
sparar þetta tíma, t.d. þegar stærri
fletir, eins og sturtuklefinn, er þrif-
inn. Þá er úðað á allan flötinn og
meðan unnið er á einum hluta
verkar efnið á hina hlutana.
Heimatílbúið
örbylgjupopp
Það er einfalt, ódýrt og auðvelt
að búa til sitt eigið örbylgjupopp.
Til þess þarf einungis bréfpoka,
eins og þessa brúnu sem algengir
voru hér áður fyrr en sjást nú helst
í verslunum ÁTVR. I hann er hellt
u.þ.b. 1/4 bolli poppmaís og
nokkrum dropum af olíu. Einnig
má úða örlitlu af feiti, sem ætluð er
til matargerðar og kemur á úða-
brúsum, yfir maísinn. Lokið pokan-
um með pví að brjóta upp á endann
og setjið í örbylgjuominn. Þetta
verkar vel, er ódýrt og mun hollara
en það örbylgjupopp sem fæst í búð-
um.
Olía á úðabrúsuni
í stað þess að kaupa
feiti á úðabrúsum til
eldamennsku  (Non
stick      cooking
spray), má setja
venjulega olíu til
matargerðar á
úðabrúsa og nota
hana þannig. Það
er mun hag-
kvæmara auk
þess sem auðvelt
er að þekja t.d.
pönnu með mun
minna magni af
olíu en þegar hella
þarf beint úr flösk-
unni.
Vöfflur í frystinn
Næst þegar bakaðar eru vöfQur á
heimilinu, bakið þá aukaskammt
og frystið. Þegar borða á vöfflurnar
er þeim einfaldlega stungið í
brauðristina smástund eins og
þeim vöfflum sem fást í frystikist-
um stórmarkaðanna. Það er því
hægt að gæða sér á heitum, ilmandi
vöfflum með lítilli fyrirhöfn.
w
Gcður bíl&tjófii
r. erállíai
! lC$óðvlm tjír
., M
Eins og þu vilt
að hinir aki
skalt þú og sjálfur aka
UMFF.RÐAR  r
RÁÐ  ..¦ . .-.• nmtt-rti i
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
18-19
18-19
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40