Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 247. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						+
18
FIMMTUDAGUR 26. OKTÓBER 2000
FIMMTUDAGUR 26. OKTÓBER 2000
23,
Utgáfufélag: Frjáls fjölmiölun hf.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: Svelnn R. Eyjólfsson
Framkvæmdastjori og útgáfu&tjóri: Eyjólfur Sveinsson
Ritstjóran Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason
A&stoðarritstjóri: Jónas Haraldsson
Auglýsingustjóri: Páll Þorsteinsson
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiösla, áskrift:
Þvorhoíti 11,105 Rvík, simi: 550 5000
Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999
Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777
Stafræn útgáfa: Heimasíöa: http://www.skyrr.is/dv/
Vlsir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiðlunar: http://www.visir.is
Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is
Akureyri: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaöam.: 462 6613, fax: 4611605
Setning og umbrot: Frjáls fjölmiðlun hf.
Fllmu- og plötugerö: ísafoldarprensmiöja hf. Prentun: Árvakur hf.
Áskríftarverö á mánuöí 1950 kr. m. vsk. Lausasöluvero 180 kr. m. vsk., Heigarblaö 250 kr. m. vsk.
DV áskílur sér rétt til að birta aösent efni blaðsins! stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim.
Pólitísk Evrópuskák
Stuðningur við aðild að Evrópusambandinu er mikill
hér á landi, þótt ekki nái hann meirihluta. Fyrr í þessum
mánuði sýndi skoðanakönnun DV, að 55% voru andvíg
inngöngu og 45% voru fylgjandi henni. Þvi er greinilegt,
að aðildin er til umræðu, hvað sem hver segir.  .
Þar sem tveir af stóru stjórnmálaflokkunum hafa tekið
eindregna afstöðu gegn aðild að sambandinu, er freistandi
fyrir hina tvo stóru flokkana að hnykkja á þreifingum í
átt til stuðnings við sambandið. Á kjósendamarkaði stuðn-
ingsmanna ætti að vera von á góðri veiði.
Reikningsdæmið er einfalt. Samtals höfðu róttæku
flokkarnir til hægri og vinstri, andstæðingar aðildar,
Sjálfstæðisflokkurinn og Græna vinstrið, 64% fylgi kjós-
enda í skoðanakönnun DV í fyrradag, sem er mun meira
en 45% andstaða kjósenda við inngöngu.
Miðjuflokkarnir tveir, Framsóknarfiokkurinn og Sam-
fylkingin, sem hafa gælt við Evrópuaðild, höfðu hins veg-
ar samtals ekki nema 32% fylgi kjósenda í þessari síðustu
könnun, á sama tíma og stuðningurinn við inngöngu í
Evrópusambandinu nemur 45% meðal kjósenda.
Samkvæmt þessu ættu Framsóknarflokkurinn og Sam-
fylkingin að geta aukið vinsældir sínar meðal kjósenda
með því að taka upp eindreginn stuðning við aðild að Evr-
ópusambandinu. Það væri stórsigur fyrir þessa flokka að
geta aukið fylgið um ofangreint bil, úr 32% í 45%.
Hafa verður í huga, að umræðan um aðild að Evrópu-
sambandinu fer fram í skugga eindregnari yfirlýsinga
andstæðinga en stuðningsmanna í stjórnmálaflokkunum
og beinna yfirlýsinga forsætisráðherra um, að málið eigi
raunar alls ekki að vera til umræðu.
Ef Framsóknarflokkurinn og Samfylkingin ákveða að
stefna að þátttöku í Evrópusambandinu og fara að sækja
málið af sama þunga og andstöðuflokkarnir gera á hina
vogarskálina, ætti það að vekja fleiri kjósendur til um-
hugsunar um, að þátttaka kunni að vera vænleg.
Höfuðborgarsvæðið mun fá 33 þingmenn af 63 í næstu
alþingiskosningum. Þar sem meirihluti kjósenda á þessu
svæði, 52%, er fylgjandi aðild, er freistandi fyrir stjórn-
málaflokka að taka af skarið í Evrópumálunum, ef þeir
eru sérstaklega að slægjast eftir fylgi á þessu svæði.
Teikn eru á lofti um, að andstaða fólks á landsbyggð-
inni geti farið að linast. Umboðsmenn hagsmunaaðila
byggðastefnu og landbúnaðar hafa verið á ferðum til
Bruxelles til að kynna sér málið og hafa komið til baka
fremur ánægðir með sjóði og styrki á þeim bæ.
Ef kjósendur, sem láta staðbundna hagsmuni ráða för,
fara að átta sig á ríkidæmi og örlæti Evrópusambandsins,
má búast við sveiflu á landsbyggðinni í afstöðu til sam-
bandsins. Á skömmum tíma getur stuðningur við sam-
bandið orðið að meirihlutaskoðun landsbyggðarfólks.
Landbúnaðarráðherra sagði nýlega í viðtali, að Evrópu-
sambandið væri klúbbur hinna ríku, og dró þá ályktun, að
íslendingar ættu ekki erindi þangað. Svo getur farið, að
kjósendur samsinni þvi, að sambandið sé klúbbur hinna
ríku og vilji einmitt þess vegna vera með.
Við höfum fylgzt með, hvernig Evrópa hefur sífellt orð-
ið rikari síðustu áratugi og hvernig Evrópusambandið
hefur hjálpað við að lyfta fátækum ríkjum upp í vestræna
auðsæld. Við þurfum ekki annað en að fara til írlands til
að sjá, hvílík stakkaskipti hafa orðið á jaðarsvæði.
Kjósendur geta fyrirvaralítið áttað sig á, að þátttaka í
Evrópusambandinu er trygging fyrir vaxandi auðsæld á
íslandi, hvernig sem árar hjá okkur að öðru leyti.
Jónas Kristjánsson
J^W
Skoðun
Tölvukarlar og alvörukarlar
Marjatta
fil.mag. og
Fyrir stuttu barst fjölmiðl-
um tilkynning um barnabibl-
íu sem komin væri út á töTvu-
diski. Auk biblíusagna
geymdi diskurinn flmm
tölvuleiki. Þessi frétt um
Jesú, sem allt í einu hafði
breyst í tölvukarl, birtist á
sama tíma og myndir frá
Gaza-svæðinu, Jerúsalem og
Hebron fylltu skjáinn. Á
þeim börðust ísraelsmenn
gegn múslímum sem að sögn
Baraks forsætisráðherra
héldu uppi grimmdarlegum árásum á
ísraelska hermenn.
Ef treysta má fréttamyndum CNN
voru þessar árásir gerðar með bauna-
byssur að vopni, þó að nokkrir beittu
einnig slöngum eins og Davíð forðum.
Því miður voru andstæðingar Palest-
ínu-múslíma betur vopnum búnir en
Gideón, þannig að i staðinn fyrir að
fella andstæðinga sína féllu þeir sjálfir
eins og hráviði fyrir hertólum ísraela.
Sagan endurtekur sig
Fyrir þann níutiu manna hóp íslend-
inga sem af tilviljun var staddur í Jer-
úsalem á þeim tíma er átökin voru að
tsberg
kennari
hefjast, eða um mánaðamótin
september-október, birtist
þar nýr heimur sem var alls
öðruvísi en heimur tölvu-
disksins góða. En samt tengj-
ast biblíusögurnar og nútím-
inn órofa böndum. AUt frá
tímum Abrahams hafa þjóð-
ir, þjóðflokkar og ættbálkar í
þessu hrjóstruga landi barist
um völdin og reynt að eigna
sér þau fáu byggilegu svæði
sem til eru í eyðimörkinni.
Þegar Gyðingar komu til
landsins eftir flóttann frá Egyptalandi
brytjuðu þeir niður allt kvikt, engum
mátti þyrma, hvorki konum né börn-
um, svo sagði Drottinn samkvæmt
Móse-bókum. Hið sama gerðu sjálfsagt
andstæðingar þeirra ef færi gafst.
Þó að menn búi í sama landi er það
ekki útilokað að lifa í friði og yrkja
jörðina hlið við hlið ef viljinn er fyrir
hendi. Þannig virðist mikill meirihluta
Palestínumanna og ísraela vilja það.
En hér eins og í svo mörgum öðrum
löndum fyrirfinnst þröngur hópur
öfgasinna sem rær öllum ráöum á
móti. Með kænsku sinni tekst þeim að
halda uppi hatri og biturleika í hugum
eldri manna og móta hug unglinga sem
/
•A ..^iiifciBi-:
„Þegar skotið er á lifandi menn getum við ekki byrjað
að nýju og leikið sama borðið aftur. Alvörukarl er
dauður þegar hann drepst, hann rís ékki upp aftur eins
og tölvukarl." - Frá óeirðum á Gaza-svœðinu.
verða þeim fylgispakir.
Slikar aðferðir notaði Ariel Sharon,
stjórnarandstæðingur og fyrrverandi
varnarmálaráðherra ísraels sem skæl-
brosandi þrammaði á musterishæðina
og gerði sig breiðan fyrir framan bæn-
heita múslíma er streymdu út úr Al
Aksa-moskunni.
Hnattvæðingin
Hættulegar einfaldanir
Þær efnahagslegu og félagslegu af-
leiðingar sem fylgja síaukinni alþjóða-
væðingu fjármagnsins hljóta æ meiri
gagnrýni víða um heim sem m.a. kom
fram í mótmælunum í Seattle í fyrra
og Prag nú nýverið. Þessar umræður
hafa lítið náö til íslands og því ber að
fagna grein Björgvins Guðmundsson-
ar, formanns Heimdallar, hér í blaðinu
18. október, „Hættulegt hjal Vinstri
grænna".
Mállð er flóknara
Hann gagnrýnir Vinstri græna fyrir
að þrástagast á því að Vesturlönd mis-
noti sterka aðstöðu sína á alþjóðavett-
vangi með því að hefja starfsemi í þró-
unarlöndunum og ráða til sín ódýrt
vinnuafl. Þetta telur hann hryllilegan
málflutning í eyrum þess sama fólks og
þeir telji sig vera að berjast fyrir og
segir þróunarlöndin eiga allt sitt undir
frjálsum viðskiptum.
Því til sönnunar vitnar hann í ráðu-
neytisstjóra fjármálaráðuneytisins í
Úganda sem var hér á ferð um daginn.
Hnattvæðingunni andæft um allan
heim. Því miður missti ég af fyrirlestri
ráðuneytisstjórans og ætla ekki að
deila um orð hans. Það má vera að al-
þjóðavæðing fjármagnsins og aukið
frjálsræði í viðskiptum hafl komið sér
vel fyrir Úganda og vonandi að satt sé.
En grein Björgvins ber því vitni hve
umræðan hefur öll verið í
skötulíki hér.
Málið er flóknara en ráða
má af grein hans og þvi miss-
ir gagnrýni hans á Vinstri
græna marks. Það eru ekki
bara þingmenn Vinstri
grænna og mótmælendur í
Seattle og Prag sem andæfa
alþjóðavæðingu fjármagnsins
og afleiðingum hennar.
4  m
_
jt    *
„Mótmœlin í Seattle beindust fyrst og fremst gegn ein-
hliða áherslu Heimsviðskiptastofnunarinnar á frelsi
fjármagnseigenda og fjölþjóðafyrirtækja." - Mótmœli á
götum Seattle-borgar.
Þungar áhyggjur
Á þessu ári hafa verið mik-
il verkfóll og mótmælaaðgerðir m.a. í
Suður-Afríku, Argentínu, Suður-Kóreu
og Indlandi. Þessi mótmæli og verkfóll
voru vegna niðurskurðar, einkavæð-
ingar og lokunar og flutnings verk-
smiðja svo eitthvað sé nefnt. Allt er
þetta tengt alþjóðavæðingu fjármagns-
ins og þvi aukna viðskiptafrelsi sem
Björgvin segir ráðuneytisstjórann frá
Úganda hafa prísað. Fleira má nefna. í
Taílandi voru mótmælaaðgerðir í vor
vegna fundar Þróunarbanka Asíu, í
Ekvador var aðlögun landsins að al-
þjóðavæðingu fjármagnsins mætt með
því að forseta landsins var steypt í al-
mennri uppreisn í byrjun þessa árs, og
í Bólivíu hefur verið hernaðarástand
mikinn hluta þessa árs vegna alþýðu-
uppreisnar sem hófst sem andsvar við
einkavæðingu vatnsveitna, þar sem
fjölþjóðlegt fyrirtæki er að koma inn í
reksturinn, en það er liður í auknu
viðskiptafrelsi.
Alpjóðasamtök verkalýðsins gagn-
rýna hnattvæðinguna. Heimsþing Al-
þjóðasambands frjálsra verkalýðsfé-
laga siðastliðið vor snerist að mestu
um hnattvæðinguna eins og þetta nýja
stig í þróun kapítalismans er gjarnan
kallað.  Þetta helsta heimssamband
Eirtar Olafsson
rithöfundur
verkalýðshreyfingarinnar
hefur þungar áhyggjur af
fylgifiskum þessarar þróun-
ar, svo sem niðurskurði vel-
ferðarkerfisins, atvinnuleysi
og öryggisleysi vinnandi
fólks og vaxandi fátækt með-
an auður og völd safnast á
færri hendur. Verst hefur
þetta bitnað á íbúum þróun-
arlandanna.
Traust í lágmarki
Vandinn sem við blasir er
í hnotskurn þessi: Hið aukna frelsi er
fyrst og fremst fyrir fjármagnseigend-
ur en í hinum nýju reglum er hags-
muna verkafólks og annarrar alþýðu
síður gætt. Vissulega hefur þessi þró-
un skapað mörgum störf, en fjölmörg
dæmi eru um að þessi störf séu nær
því að geta kallast þrældómur en frjáls
viðskipti með vinnuafl. Og um leið og
störf eru sköpuð fyrir suma er lífsaf-
koma annarra lögð í rúst.
Mótmælin í Seattle beindust fyrst og
fremst gegn einhliða áherslu Heims-
viðskiptastofnunarinnar á frelsi fjár-
magnseigenda og fjölþjóðafyrirtækja. í
ályktunum heimsþings Alþjóðasam-
bands frjálsra verkalýðsfélaga segir að
hrakfarir Heimsviðskiptastofhunar-
innar í Seattle sýni að traust almenn-
ings á hinu nýja viðskiptakerfi sé í lág-
marki bæði í iðnríkjunum og þróunar-
löndunum. „Ef sá ágreiningur, sem
fram kom í Seattle, leiðir til endurmats
á sambandinu milli viðskipta, þróun-
ar, félagslegra málefna og umhverfis-
ins, þá verður ekki litið á ráðherra-
fundinn í Seattle sem ófarir heldur
upphafið  að  viðleitni  til  ábyrgari
heimsviðskipta."
Einar Ólafsson
Meö ogá móti
Var rétt að breyta nafni Samvinnúháskólans á Bifröst?
Lifandi menntastofnun tekur breytingum
j „AHt frá því að
jg? skólinn varð háskóli
¦h| hafa þau sjónarmið
Jf heyrst að samvinnu-
nafnið hentaði ekki
háskóla sem sérhæfði sig í við-
skiptamenntun. Síðastliðinn vet-
ur samþykkti mikiH meirihluti
nemenda áskorun á yfirvöld
skólans um að breyta nafninu í
Viðskiptaháskólann á Bifröst.
Undir það tóku kennarar með
öllum greiddum atkvæðum
nema tveimur. Þáverandi skólanefnd
þar sem meðal annars sat fulltrúi gam
alla nemenda, samþykkti einróma nafn
breytingu fyrr í sumar. Bifröst á í sam
keppni við innlenda og erlenda við
Runóifur
Ágústsson
rektor Vióskiptahá-
skólans á Bifröst.
skiptaháskóla og hefur á undan-
fórnum árum skapað sér ímynd
sem framsækinn háskóli með
áherslu á tækni, alþjóðleika og
gæði i skólastarfi. Háskólinn vill
vera lítill og góður viðskiptahá-
skóU sem veitir nemendum betri
menntun en stærri skólar geta
og skapar þeim samkeppnisfor-
skot á vinnumarkaði. Nýtt nafn
hentar þessari stefnu og er
lýsandi fyrir það nám sem há-
skólinn veitir. Hér er um mikið
tilfinningamál að ræða en lifandi
menntastofnun tekur sífelldum breyting-
um og fylgir kalli tímans. Ég veit að
meirihluti gamalla nemenda styður skól-
ann sinn í þessu máli."
Nafnbreyting að hluta til pólitísk?
____________________   Sem   rekstrar-
U    I fræðingur  útskrif-
l^^r^ aður frá Samvinnu-
jr      háskólanum er ég
ósáttur við að með
þessari nafnbreytingu sé búið
að leggja niður skólann sem ég
útskrifaðist frá. Ég veit ekki bet-
ur en að námið í skólanum og
starfsemi hans hafi þótt til fyrir-
myndar og verið framsækin,
nemendur úr skólanum hafa
staðið sig vel í atvinnulífinu og
nafnbreyting er að því leyti til-
efnislaus. Gríðarleg eftirspurn
verið  eftir  námsvist  í
Magnús
Stefánsson
rekstrarfræöingur
og fyrrverandi al-
þingismaöur.
hefur
skólanum,
kannski vilja stjórnendur minnka eftir-
spurnina með því að breyta
nafni skólans. Fá gild rök fyrir
nafnbreytingu hafa komið fram.
Sá grunur læðist að manni að
þetta sé að hluta til pólitík, að
fella niður orðið samvinna úr
nafhinu og skera þannig á
ímynduð tengsl við Framsókn-
arflokkinn. Samvinnuháskóli og
áður Samvinnuskólinn hafa
haft gæðastimpil, ekki eingöngu
vegna viðskiptanáms heldur
ekki síður vegna félagsmála-
menntunar og þjálfunar. Það
væri miður ef nafnbreyting er visbend-
ing um að úr því verði dregið, það
myndi verulega rýra gildi skólans.
Við skólasetningu Samvinnuháskólans á Bifröst var tiikynnt aö nafni háskólans hefði veriö breytt í Viðskiptaháskólann á Bifröst. Stjórnendur háskólans eru sér meovitandi
um aö gamllr nemendur eru ekki á eitt sáttir um breytinguna. Skooanakönnun á Netlnu hefur leitt í Ijós aö 40% eldri nemenda eru andvíg breytingu og 60% fylgjandi.
Alit gert fyrir völdin
Bilstjóri okkar íslendinga hafði sína
skoðun. „Hvað hafði maðurinn þangað
að gera á þessari stundu?" spurði hann
og svaraði sjálfur spurningu sinni:
„Hann vill ekki að Palestínumenn og
Gyðingar semji. - Sumum finnst betra
að halda áfram stríði - kannski til að
vinna sér ráðherrasæti eftir næstu
kosningar?
Það skelfilegasta er að nú jafnvel
meir en áður eru það óbreyttir borgar-
ar sem verða fórnarlömb stríðsátak-
anna. Hermennirnir sjálfir og leiðtogar
þeirra eru vel varðir. í fljótu bragði
virðist að venjulegur maður á götunni
geti lítil áhrif haft á gang stjórnmála
úti í heimi. En við megum samt ekki
að yppta öxlum og láta eins og þetta
komi okkur ekki við.
Bæði sem einstaklingar og sem fé-
lagar 1 ýmsum samtökum getum við
látið skoðun okkar í ljós og þrýst á
okkar eigin leiðtoga til að styðja ekki
þá krafta sem auka styrjaldaráhætt-
una. - Þegar skotið er á lifandi menn
getum við ekki byrjað að nýju og leik-
ið sama borðið aftur. Alvörukarl er
dauður þegar hann drepst, hann rís
ekki upp aftur eins og tölvukarl.
Marjatta ísberg
Ummæli
Kennaralaun fryst
„Mál af þessum toga hafa einu sinni
eða tvisvar farið til Félagsdóms og þar
hefur dómurinn staðfest að þegar fyrir
lægi verkfallsboðun og sýnt væri að
samningar væru ekki að takast væri
rikinu stætt á að greiða ekki laun fyr-
irfram. Raunar taldi dómurinn að rík-
inu bæri nánast skylda til að haga mál-
um með þeim hætti."
Gunnar Björnsson, formaöur launa-
nefndar ríkisins, I Mbl. 25. október.
Svigrúm til skatalækkana
„Að undanfórnu
hefur því verið hald-
ið fram að ekki megi
lækka skatta vegna
góðærisins... Nú er
útlit fyrir að dragi
úr hagvexti og við-
skiptahalla og þá
ættu að vera þær að-
stæður til skattalækkana sem ríkis-
stjórnin hefur beðið eftir...! krónum
talið hefur Geir H. Haarde slegið öll
fyrri skattheimtumet. Það er ein-
kennilegt ef fjármálaráðherra ætlar að
sitja á þessum umframtekjum í stað
þess að skila þeim til fólksins sem
vann fyrir þeim."
Glúmur Jón Björnsson efnafr.! Viö-
skiptablaðinu 25. október.
Vinstri-grænir,
bönn og börn
„Nýjasta útspil þingmanna Vg er að
boða stórhækkanir á tóbaksverði að
frumkvæði RÍKISINS. Þeim sem and-
mæla því er svo stillt upp sem fylgis-
mönnum sjúkdóma og þess að æsku-
lýður landsins leiðist út í óreglu... í
sjónvarpsviðtali vegna nýjasta útspils-
ins bar Þuríður, þingmaður Vg, fyrir
sig að allt sem sé gott fyrir börn og
unglinga réttlæti frelsissviptingu.alla-
vega...Það er í raun ótrúlegt að á Is-
landi skuli ennþá skjóta upp kollinum
fólk sem trúir á sósíalískar lausnir,
því þær hafa aldrei virkað. Sá sem
hefor forsjárhyggju að leiðarljósi mun
ekki bæta heiminn. Þú ert enginn Bat-
man, Þuríður Backman."
Úr Netmiðlinum frelsi.is. 25. október.
Neikvætt innlegg í
samningaviðræður
„Við lírum á þetta
sem mjög neikvætt
innlegg í samninga-
viðræðurnar. í þessu
felst ákveðin yfirlýs-
ing. Við bendum á, að
þó að ríkinu kunni að
vera stætt á að haga
málum með þessum hætti, þá er þetta
ekkert sem ríkið verður að gera sam-
kvæmt lögum. Þetta er eitthvað sem
fjármalaráðherra hefur ákveðið að
gera."    Elna Katrín Jðnsdóttir, formaöur
Félags framhaldsskólakennara,
í Mbl. 25. október.
"| Enginn sérstakur áhugi
1™   '                  ..................       -tUUUDmnitumiiT.
Skelfileg óvissan
Óvissa skýtur þeim skelk
í bringu sem ekki þekkir. í
skúmaskotum þekkingar-
skorts leynist mörg ógnin
og hún er því skelfilegri
sem hún er torskildari eða
fjarrænni. Þetta upplifa
menn sérstaklega þegar þeir
hafa látið tímann líða hjá.
I augum forseta Alþingis
hefur upplýsingatæknin
„engan miðpunkt og enga
framkvæmd í sjálfu sér".
„Það er þess vegna ekki
hægt að reiða sig á hana." Ef fólk fer
að taka pólitískar ákvarðanir með
því að ýta á takka heima hjá sér þá
er það ólýðræðislegt; m.ö.o., at-
kvæðatakkarnir í Alþingi eru hinir
einu lýðræðislegu. Þingforsetinn get-
ur reitt sig á þá, enda skilur hann
hvernig þeir endurspegla flokksvilja,
skítt með svokallaðan þjóðarvilja;
það getur enginn reitt sig á hann
hvort sem er.
Miðjumoð eða miöpunktur
Það er sérkennilegt að hlusta á
þingforseta tala um vöntun á mið-
punkti í þróun upplýsingatækninn-
ar. Það sem er að gerast er það að
fólk er ekki lengur hreinir neytend-
ur eða þiggjendur upplýsinga eða
skemmtiefnis, með heimskri mötun
á sjónvarpsskjánum eða Netinu. Með
E-kerfinu eða öðru sambærilegu
breytist óvirkni í virkni með því að
taka afstóðu til mála, sem er að finna
á Netinu eða annars staðar, já einnig
á stjórnmálamönnum. Þátttakandi
sendir svar sitt eða viðbrögð með því
að óska eftir frekari upplýsingum
eða láta í ljós álit sitt, eða bara
kaupa eitthvað. Það er „bakflæðið"
eða „feed back" sem gerir útslagið.
Stjórnmálamönnum, flokkshestum
eða gæðingum finnst tæknin ræna
sig vóldum.
Virkni þátttakenda með því að
senda sínum „lýðræðislega fulltrúa"
á þingsamkundum athugasemdir eða
kröfur er takmörkuð og hægfara.
Fólk tengist lauslega alþjóðahópum
um einstök málefhi eins og t.d. um-
hverfismál, orkuverð, mannréttindi,
dauðadóma, hungur, Greenpeace,
Amnesty og aðstoð við 3ja heiminn.
Stjórnmálamenn missa úrslitaáhrif í
mörgum málum, t.d. hvalveiðum,
innflytjendamálum og mannréttind-
indum. Haider í Austurríki komst
ekki upp með moðreyk í innflytj-
endamálum. Girðingar halda áfram
að falla. Spánverjar fara í mót-
mælaslag vegna orkuverðs vegna
sambands við samtök í öðrum lönd-
um og virða stjórnmálamenn að
vettugi.
Jónas Bjarnason
efnaverkfræöingur
Hraðl
Hröðun i þessum efnum
er hreint ótrúleg. Á meðan
íslenskir vinstrimenn sitja
fastir í hatri á Bandaríkj-
unum og aðgerðum NATÓ
á síðasta ári, er Milosevic
fallinn án blóðsúthellinga
og enginn saknar hans.
Fólkið í landinu var ein-
faldlega búið að samstilla
sig og gefa frat í opinbera
fjölmiðla. Það virðist jafn-
vel sem stríðsglæpamenn
verði brátt klófestir. Stjórnvöld í
Kína hafa reynt að setja girðingar
gegn stafrænum upplýsingum, en
það mun mistakast, alveg eins og
gerðist i íran þegar skeggprestar
bönnuðu móttökudiska.
Framtíðarsýn
Frægur rithöfundur, D. Adams,
lýsti nýlega viðhorfum sínum í
blaðaviðtali. Fram undan eru bylt-
ingartímar í öllum sam- og viðskipt-
um. Unnt verður að annast allt með
Netinu á örskömmum tíma. Fyrir-
tæki kanna í leiðinni hverjar óskir
fólks eru og leitast síðan við að bæta
framboð. Áður fyrr voru gerðar hæg-
fara markaðsrannsóknir, nú er unnt
að fá þær gerðar beint og fljótt á staf-
rænan máta. Með sama móti er unnt
að taka pólitískar ákvarðanir (og er
gert), en einstaklingar geta strax
fengið bakflæði, þ.e. séð afleiðingar
ákvörðunar. - Fólk getur þannig kos-
ið og lært í leiðinni.
Ekki munu allir kjósa að fella nið-
ur skatta. þvi afleiðingarnar yrðu
strax kunnar þeim sem þátt tekur.
Ábyrgur einstaklingur velur í sam-
ræmi við þekkingu og siðferði. Póli-
tískar stofnanir eru nú allt of seinar
í snúningum, stundum eru vanda-
málin farin þegar lög eru sett og önn-
ur orðin að vandræðaástandi vegna
seinagangs. Já, það er fyllsta ástæða
fyrir alla þingforseta til að óttast. -
Takkakerfið í þinginu er ekki topp-
urinn í tækni og lýðræði.
Jónas Bjarnason
„Effólk fer að taka pólitískar ákvarðanir með því að
ýta á takka heima hjá sér þá er það ólýðrœðislegt;
m.ö.o., atkvœðatakkarnir íAlþingi eru hinir einu lýð-
rœðislegu. - Takkakerfið íþinginu er ekki toppurinn í
tækni og lýðræði."
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
18-19
18-19
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40