Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 247. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						FIMMTUDAGUR 26. OKTÓBER 2000
31
I>V
Tilvera
Af mælisbarniö
Hillary á
afmæli í dag
Forsetafrú Banda-
ríkjanna, Hillary Rod-
ham Clinton, verður
fimmtlu og þriggja ára
gömul í dag. Nú þegar
seta eiginmanns hennar í Hvíta hús-
inu er að renna sitt skeið hefur HiU-
ary gert lýðnum ljóst að hún ætli að
taka við af eiginmanninum og vera
pólitíkusinn í fjölskyldunni og býður
sig fram sem óldungardeildarþing-
maður fyrir New York. Hillary, sem
er lögfræðingur að mennt, hefur ekki
haldið sig í skjóli eiginmannsins og
hefur á forsetaferli hans látið til sín
taka í mórgum málum.
Vatnsbennn i
aaaa '^"- a'
væn ekki s
smáferðalai
Tvíburarnir (2
Taktukvöld
Stjörnuspá
Gildir tyrir föstudaginn 27. október
Vatnsberinn (20. ian.-18. febr.l:
I Einhver biður þig um
' að lána sér fjármuni.
Það kann að vera allt í
lagl ef vel er gengið
fra málunum. Fjárhagur þinn fer
batnandi.
Fiskarnir (19. febr.-20. marsl:
[ Gerðu þér far um að
íkoma vel fyrir og
vandaðu þig í sam-
_ skiptum við annað
fólk. Þú munt fá það margfalt
endurgreitt.
Hrúturinn (21. mars-19. aprfh:
^V Þú hefur óþarflega miklar
^¦^^Jfjárhagsáhyggjur. Fjár-
\J^»  málin standa ekki eins
^^ illa og þú heldur. Þú ættir
að bregða út af vananum og sletta ær-
lega úr klaufuuuni einu sinni.
Nautið (20. apríl-20. maí):
Ástin blómstrar þessa
dagana og það er
greinilegt að sumarið
_ er komið hjá þér. Það
værí ekkísvo vitlaust að fara í
smáferðalag.
Tvíburarnir (21. maí-21. iúnTI:
tGefðu þér betri tíma
'fyrir sjálfan þig en þú
hefur gert undanfarið.
Þú þarfnast þess.
völdinu rólega í faðmi
fjölskyldunnar.
Krabblnn (22. iúní-22. iúlil:
i| Þér lætur betur að
I vinna með öðrum en
' einn í dag. Þú nærð
góðum árangri í vinn-
únni ogsjálfstraust þitt eykst til
muna.
Llónlð (23. iúlí- 22. áeústi:
Þeir sem eru ástfangnir
gætu lent í smávægi-
legri deilu. Þeir sem
eru ekki ástfangnir
verða það von bráðar. Næstu dagar
verða fjölbreyttir og skemmtilegir.
Mevian (23. áeúst-22. sepU:
>^«  Misskilningur gæti
""^^^^V orðið á milli maima og
^^^^tröng skilaboð borist.
,  f Fjölskyldan stendur
þétt saman ef erfiðleikar koma
upp.
Vogin (23. sept.-23. okU:
^- Þú færð nýtt áhugamál
^N_(/ sem á eftir að færa
V^r   mikJa gleði inn í líf
rf     þitt. Þú kynnist áhuga-
verðri persónu í tengslum við
þetta áhugamál.
Sporðdrekl (24. okt.-2i. nóv.i:
*«    Vinur þinn er eitthvað
*\\ \   niðurdreginn þessa
i \ V^dagana og þarf á þér
¦   fcaðhalda. Talaðu við
hann og reyndu að benda honum
á björtu hliðarnar á tilverunni.
Bogamaður (22. nóv.-21. des.l:
LNiðurstaða fæst í dag eða
rínestu daga í nn'ili sem
í hefur lengi beðið
lúrlausnar. Niðurstaðan
er þér mikfll léttír og er svo sannar-
lega tilefni tíl að halda upp á það.
Steingeitin (22. des.-19. ian.l:
Þú tekur þér eitthvað
nýtt fyrir hendur í
dag. Það er ekM víst
að þér litJst vel á það í
byrjun en lfklega venst þú þessu
fljótt.

¦ ¦¦¦¦¦¦¦.....———¦
Heimasíða á að færa Ijörna fulltrúa nær íbúunum og öfugt:
Einn af íyrstu
íbúunum
opnaði h|eima
síðuna
DV, EGILSSTODUM:
„Heimasíða getur fært kjörna
fulltrúa nær íbúum sveitarfélagsins
og íbúana nær okkur og það er
geysilega mikilvægt," sagði Katrín
Ásgrímsdóttir, forseti bæjarstjórar
Austur-Héraðs, þegar opnuð var
viðamikil heimasíða sveitarfélags-
ins með.pomp og prakt.
Það var Bjarghildur Sigurðardótt-
ir ásamt langömmubarni, Brynjari
Þórhallssyni, sem opnaði síðuna
formlega. Bjarghildur var einn af
allra fyrstu íbúum Egilsstaðaþorps,
flutti inn í hús sitt 1946. Á heima-
síðu Austur-Héraðs er að finna allt
um stjórn og starfsmenn sveitarfé-
lagsins, fyrirtæki, fréttir og jafnvel
er hægt að komast inn á heimasíður
vinabæja Egilsstaða á Norðurlönd-
um. Heimasíðan verður færð upp
daglega.                  -SB
Óboöinn gestur í
baökeri Britney
Óboðnum gesti tókst nýlega að
komast inn í nýbyggða 300 milljóna
króna lúxusvillu söngkonunnar Brit-
ney Spears þrátt fyrir öflugt öryggis-
kerfi. Gesturinn gekk úr einu her-
berginu í annað og lauk heimsókninni
með þvi að leggajst í baðker söngkon-
unnar. Þar tók hann myndir af sjálf-
um sér og sendi Britney.
„Honum tókst einnig að reikna út
hvaða herbergi verður svefnherbergið
hennar. Það er óhugnanlegt," segir
Britney Spears
Óboöni gesturinn sendi Britney
myndir frá heimsókn sinni.
umboðsmaður   Britney,   Johnny
Wright, í viðtali við breska blaðið The
Sun.
Söngkonan hefur að undanförnu
verið á tónleikaferðalagi i Þýskalandi.
Hún er ekki hrifin af því að vera um-
kringd lífvöröum en neyöist til þess.
Að sögn Johnnys hafa aðdáendur tán-
ingastjörnunnar falið sig á salerninu í
rútunni sem Britney og samstarfs-
menn ferðast í.
Nýtt hús átti að veita Britney meira
öryggi. Hinum óboðna gesti tókst þó
að komast fram hjá vörðunum og
skríða inn um baðherbergisgluggann.
Lúxusvillan er í heimabæ Britney,
Kentwood í Louisiana. Gert er ráð fyr-
ir að söngkonan flytji í húsið ásamt
foreldrum sínum um jólaleytið.
Innbrotið er ekki eini atburðurinn
sem hrætt hefur Britney að undan-
fórnu. Fjölmiðlar greindu nýlega frá
því að 17 ára piltur hefði hótað að
myrða kærasta Britney, Jstin Timber-
lake, og aðra meðlimi hljómsveitar-
innar N'Sync þar sem þeir lokkuðu til
sín svo margar fallegar stúlkur. Móð-
ir piltsins gerði lögreglu viðvart.
Feit af því að
hún gat ekki
farið í ræktina
Kryddpían Mel C viðurkennir að
hún hafi þyngst svolítið. „Ég meiddi
mig í mjöðminni í janúar síðastliðn-
um og einni viku fyrir tónleikaferða-
lagið datt ég i stiga og braut á mér fót-
inn. Það er því svolítið langt síðan ég
hef getað farið í líkamsrækt," segir
Mel C í nýlegu viðtali.
Það hefur ekki farið fram hjá
bresku pressunni að Mel C hefur ekki
stundað líkamsræktina af krafti. Slúð-
urblöðin í Bretlandi hafa keppst við
að segja fréttir af holdafari Mel C og
uppnefnt hana fitubollu.
Reyndar hefur athygli fjölmiðla
einnig beinst að holdafari annarrar
Kryddpíu, Victoriu, sem er orðin
grindhoruð. Victoria viðurkenndi síð-
astliðinn vetur að hún hefði lést og
ætti við átröskun að stríða.
Sharon og
Phil ekki
sammála
Leikkonan Sharon Stone og eig-
inmaður hennar, ritstjórinn Phil
Bronstein, eru ekki alveg sam-
mála um hvar hann er í pólitík-
inni.
„Ég er gift repúblikana," sagði
Sharon um daginn. Hún er aftur á
móti eldheitur demókrati og
stuðningsmaður Als Gores vara-
forseta í forsetakosningunum í
næsta mánuði.
Phil neitar hins vegar að gefa
upp stjórnmálaskoðanir sínar.
„Ég tel ekki að Sharon hafi sagt
þetta vitandi vits um hvernig ég
er skráður né hverjum ég greiði
atkvæði mitt," sagði ritstjórinn i
samtali við bandaríska slúður-
dálkahöfunda.
Phil hefur mikið álit á gáfnafari
eiginkonunnar, segir hana skarp-
greinda og með einarðar skoðanir.
Það er eflaust rétt hjá honum.
Sharon segir til dæmis um George
W. Bush, forsetaefni repúblikana,
að hann sé ekki enn tilbúinn til að
gegna forsetaembættinu. „Hann er
greindur og íhugull stjórnmála-
maður sem er að byrja andlegan
þroska sinn.
„Ég segi ekki að hann verði
aldrei tilbúinn til að gegna for-
setaembættinu en hann er ekki
tilbúinn til þess núna," sagði
Sharon á dögunum.
Þá vitum við það. Vonandi kost-
ar þetta þó ekki miklar erjur á
heimili leikkonunnar og ritstjór-
ans sem ættieiddu ungan dreng í
sumar.
Viltu vekja athygli!
Gamall grínisti heiðraour
Bandaríski grínistinn og leikstjórinn Carl Reiner fékk gamanverölaun sem
kennd eru viö háöfuglinn Mark Twain vestur í Washington um daginn.
Sonur verölaunahafans, leikarinn og leikstjórinn Rob Reiner, stendur hjá.
Ódýr lausn fyrir verslanír og
veitingahús.
Falleg Ijósasýning úti eða inni.
Ljósafossar, Ijósanet, Ijósaslöngur
með stilli (kveikt/slökkt/blikk).
Englar, stjörnur, bjöllur, hjörtu, blóm,
snjókarlar, hreindýr o.fl.
Allt búiö til úr Ijósaslöngum.
Úrval Ijósaskreytinga (glugga.
Útbúum Ijósaskilti og húsnúmer.
Dalbrekku 22 - síml 544 5770
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
18-19
18-19
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40