Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.2000, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.2000, Blaðsíða 29
33 c FIMMTUDAGUR 26. OKTÓBER 2000___ DV Tilvera Geimkúrekinn á leiö út í tómiö Clint Eastwood leikur einn fjögurra geimfara sem aldrei fengu tækifæriö á unga aldri en ganga í endurnýjun lífdaga. Gamlingjar í geimferð Clint Eastwood hefur sagt það í við- tali að hugmyndin að Space Cowboys, sem frumsýnd verður í Bíóhöllinni, Bíóborginni og Kringlubíói á morgun, hafi orðið til þegar honum varð hugsað til þess hvað væru fá hlutverk í boöi sem hæfðu aldri hans en hann varð sjö- tugur á þessu ári. Honum fannst því til- valið að gera kvikmynd þar sem hann og fleiri leikarar sem komnir væru á sama aldur og hann fengju tækifæri til að leika menn sem komnir væru yfir miðjan aldur og ekki er annað hægt að segja en að Eastwood hafi tekist vel upp. Myndin hefur alls staðar verið vinsæl og kunna áhorfendur vel að meta geimkúrekana ijóra sem ganga í endumýjun lífdaga. í myndinni leikur Eastwood fyrrum ormstuflugmann sem kominn er á eft- irlaun. Forðum daga hafði hann verið valinn í hóp ungra ofurhuga til að vera þátttakandi í geimferðaáætlun Banda- ríkjanna sem einn af framtíðargeimfór- um. Aldrei varð hann þó fyrir valinu. Nú á gamals aldri er leitað til hans og sérþekkingar hans á eldri geimfórum sem hafa snúist í kringum jörðina í fjölda ára en koma þarf einu geimfar- inu aftur til jarðar. Til að hægt sé að nýta sérþekkingu hans þarf að senda hann út í geiminn. Hann samþykkir að fara í geimferð með því skilyrði að hann fái þijá fyrmm félaga sína í geim- ferðaáætluninni tO að koma með sér og er það samþykkt. Eins og áður sagði er Clint Eastwood orðinn sjötugur, varð það 31. maí síð- astliðinn, en persónan sem hann leikur á að vera rúmlega sextugur. Mótleikar- ar hans eru eins og Eastwood á besta aldri, James Gamer er elstur þeirra, Leikstjórinn Clint Eastwood Clint Eastwood bæöi leikur og teik- stýrir Space Cowboys. sjötíu og tveggja ára, Donald Suther- land nálgast sjötugsaldurinn, er að verða sextíu og sjö ára, og Tommy Lee Jones, sem er „unglingurinn" í hópn- um, er kominn vel á sextugsaldurinn. Geimfarar þurfa aö vera í toppformi líkamlega Talið frá vinstriiClint Eastwood, Tommy Lee Jones, James Garner og Donald Suthertand. Eins og með flesta sem hafa átt vel- gengni að fagna í kvikmyndum á Clint Eastwood frægð sinni að þakka hæfi- leikum, heppni og það að vera á réttum stað á réttum tíma. Það leit þó ekki byrlega út hjá honum í upphafi. Eastwood gekk í herinn þegar hann var tvítugur og skömmu áður en Kóreustyijöldin hófst hrapaði flugvél í sjóinn sem hann var farþegi í. Hann náði að synda í land og var í kjölfarið gerður að sundþjáifara hermanna. Þetta starf gerði það að verkum að hann þurfti ekki að fara á vígstöðvam- ar. Það voru síðan tveir félagar hans i hemum, David Janssen og Martin Milner, sem báðir voru leikarar, sem hvöttu hann til að fara til Hollywood og reyna fyrir sér. Eastwood fór að þeirra ráðum og fékk samning hjá Universal og lék nokkur lítil hlutverk i ódýrum kvikmyndum á borð við Revenge of the Creature og Tarantula. Honum var síð- an sagt upp þar sem einhverjum ráða- manni hjá Universal þótti hann vera með of stórst Adamsepli. Fáum áram síðar þegar verið var að leita að ungum manni i vestraseríuna Rawhide tók einhver eftir Eastwood sem hafði ekki gefiö upp vonina og þaðan í frá fóru hjólin að snúast hratt framinn var skjótur. -HK við Boyz N the Hood, Poetic Just- ice, Rosewood og Higher Learn- ing. Upprunalegu útgáfunni af Shaft leikstýrði Gordon Parks árið 1971. Parks náði sér aldrei al- mennilega á strik síðan og hefur lítið spurst til hans, enda orðinn háaldraður ef hann lifir enn. Singleton segist bera mikla virð- ingu fyrir Parks og hans frum- herjavinnu. „Þar til Parks gerir Shaft var aðeins einn svartur leikari sem hægt var að kalla kvikmyndastjörnu, Sidney Poiti- er. Shaft breytti þessu öllu og gerði Richard Roundtree að vin- sælum leikara." Samuel L. Jackson tekur undir orð Singletons og segir: „Ég sá Shaft þegar ég var I menntaskóla í Atl- anta og þar sá ég í fyrsta sinn hasarhetju sem leit út eins og ég og klæddi sig eins og mig langaði til að klæðast. Shaft varð okkar hetja, hetja sem gerði okkur stolt.“ -HK Shaft á góöum degi Réttlæti er alltaf ofarlega í huga Shafts í borg þar sem peningarnir ráöa feröinni. Við rrtælum meö Dancer in the Dark ★★★★Dancer in the Dark er há- melódramatísk sápuópera gerð af hjartans einlægni og mikilli næmni - en um leið læðist stöðugt að manni sá grunur að von Trier sé að skemmta sér við að hafa áhorfand- ann að fífli. -AS High Fidelity ★★★★Þetta er sérlega skondin mynd um ofur venjulegt nútímafólk og ofur venjulegar raunir þess, þannig gerö að manni stendur ekki á sama um fólkið í henni og vill því allt hið besta. Þaö er gott að finna þannig til þegar maður gengur út úr bíóinu. , Buena Vista Social Club ★★★^ Einstök upplifun, innihalds- rík og skemmtileg heimildarmynd um tónlist og tónlistarmenn á Kúbu sem voru velflestir horfnir af sjónarsviðinu þegar blúsgítarleikarinn og kvik- myndatónskáldið Ry Cooder hafði upp á þeim árið 1997 og gerði með þeim plötu sem ber sama heiti og kvikmyndin. Tæpum tveimur árum síðar fór Ry Cooder aftur til Kúbu og þá var Wim Wenders með í förinni og afraksturinn er ekki aðeins gefandi kvikmynd um tónlist og tónlistarmenn heldur einnig lífið sjálft. -HK The Straíght Story ★★★■iHugljúf og gefandi mynd úr smiðju Davids Lynch sem sýnir að hann getur verið á mannlegum nót- um. Myndin er óvenjuleg vegamynd þar sem segir frá mörg hundruö mílna ferð mannas á áttræðisaldri á sláttuvél. Hinn nýlátni leikari Richard Farnsworth er kjölfestan í myndinni og Lynch leyfir honum að njóta sín. -HK Kjúklingaflóttinn ★★★Það sem gerir teiknimyndir góðar er það sama og gerir aðrar kvikmyndir góðar, gott handrit, góð myndræn útfærsla og góður leikur. Slík mynd er Kjúklingaflóttinn (Chic- ken Run), sem ber nokkurn ferskleika meö sér í flóru teiknimynda þar sem vel hefur heppnast að blanda saman brúðum og teiknimyndum. Mynd sem öll fjölskyldan getur sameinast um. -HK In the Mood for Love ★★★ln the Mood for Love fjallar um ástina. Og eins og í góðum ástarsög- um þá sigrar ástin persónurnar svo rækilega að þær verða næstum óhæfar til að lifa; einnig aö njóta ást- arinnar. Og hún segir frá framhjáhaldi betur en ég hef séð lengi. Við sjáum ekki hina seku en fylgjumst meö fórn- arlömbunum leita huggunar hvort hjá öðru þar til ástin kemur aftan aö þeim og gerir þau að því sem þau fyrirlíta: ástföngnu fólki. -GSE 101 Reykjavík ★★★ Hilmir Snær leikur auönuleys- ingjann Hlyn sem lifir og hrærist í hverfi 101 Reykjavík. Líf hans er í föstum skorðum þar til vinkona móður hans kemur í heimsókn og úr verður einhver sérkennilegasti ástarþríhyrn- ingur íslenskrar kvikmyndasögu. Fjörug mynd sem býr þó yfir þungri og alvarlegri undiröldu. -BÆN Islenski draumurinn ★★★Líflegt og skemmtilegt handrit sem er uppfullt af lúmsku háði og skemmtilegum orðaleikjum. Styrkleiki myndarinnar er kannski einnig helsti veikleikinn. Persónurnar tala mikiö f myndavélina og þótt handritið bjóði upp á skemmtileg tilsvör og orðaleiki, þar sem góðir leikarar skapa eftir- minnilegar persónur og fara vel með textann, þá er ekki laust við að at- burðarásin hafi hæðir og lægðir. ís- lenski draumurinn lofar góðu um framtíðina hjá Robert Douglas. ★★■iAðal Titan A.E. er útlitið. Mynd- in er litskrúöugt sjónarspil þar sem þeyst er á milli plánetna og sólkerfa í einni andrá í farartækjum sem eru jafnfjölbreytt í útliti og persónur mynd- arinnar. Sagan, sem er hin skemmti- legasta, er hentug fyrir formið og í anda þekktra stjörnustríösmynda og gefur ekkert eftir mörgum leiknum myndum um sama efnið í spennu. -HK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.