Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 247. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						u
FIMMTUDAGUR 26. OKTÓBER 2000
Tilvera
DV
BryanAdams
hjálpar Emmu
Kryddpían Emma Bunton vinnur
nú hörðum höndum aö útgáfu
sólóplötu og fær til þess góða aðstoð
frá Bryan Adams. Nýja sólóplatan á
að koma út eftir áramótin og
undanfarna mánuði hefur Emma
verið önnum kafin við lagasmíði.
Hún hefur samið flesta textana sjálf
en einnig leitað til Bryans.
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem
Bryan starfar með Kryddpíunum.
Hann átti þátt í sólóplötu Mel C.
Emma og Bryan munu hins vegar
ekki syngja dúett. Emma segir að
það verði mikill gítarleikur á nýju
plötunni hennar.
Bara smáágrein-
ingur segir Lucy
Lucy Liu gerir ekki mikið úr deil-
um hennar og Bills Murrays við
tökur kvikmyndarinnar um
englana hans Kalla. „Þetta var ekk-
ert rifrildi, heldur listrænn ágrein-
ingur," segir Lucy i viðtali við
bandaríska sjónvarpsvísinn.
„Hann túlkaði atriði á einn veg-
inn og ég á annan. Og svo fóru sög-
ur á kreik um að ég hafi slegið til
hans. En hann er 185 sentimetrar á
hæð." Heimildir hermdu að hún
hefði orðið gaga við tókur í apríl.
Lucy er sennilega þekktust fyrir
framgöngu sína í sjónvarpsþáttaröð-
inni um Ally McBeal.
Elton John ekki
á því að hætta
Breski skallapopparinn Elton
John sá að sér um helgina og snar-
hætti við að hætta i poppinu eftir
næstu plötu. Hann hafði þó tilkynnt
það fyrir troðfullu húsi í Madison
Square Garden í New York á föstu-
dag. Talsmaður Eltons segir kapp-
ann hafa viðurkennt um helgina að
hann hafi talað tóma steypu á föstu-
dag. Hann afsakar það með þvi að
tæknin hafi verið að stríða poppar-
anum og því hafi hann látið þessa
dellu flakka, sisona.
Danskir hestaáhugamenn
Danska fjölskyldan Óskar og Lise ásamt dótturinni Jósefínu og strákunum William og Alexander.
DV-MYND ÖRN ÞðRARINSSON.
Við komum hing-
að aftur og aftur
- segja danskir íslandsvinir og hestaáhugafólk sem komu hingað í 15 sinn
DV, SKAGAFIRÐI:
„Við erum hér á íslandi í fimmt-
ánda skiptið og munum áreiðanlega
halda áfram að koma og dvelja hér.
Við höfum tekið sérstöku ástfóstri
við Fljótin. Bæði eigum við þar
góða kunningja sem lána okkur
hross meðan við dveljum þar og svo
fmnst okkur afar skemmtilegt að
fara í útreiöartúr fram Flókadalinn.
Þar fyrir framan byggðina er nátt-
úran ósnortin og kyrrðin og frið-
sældin alveg einstök. Þessa
ósnortnu náttúru sem almenningur,
jafnvel frá óðrum löndum, getur
ferðast um að vild hafið þið íslend-
ingar fram yfir flesta aðra og það
hlýtur að gera landið eftirsóknar-
vert fyrir þá sem vilja slaka á fjarri
umferð og skarkala," sögðu hjónin
Óskar Christensen og Lise Alexand-
ersen þegar blaðamaður tók þau tali
er þau dvöldu hér á landi í sumar .
Þau hjón búa i Kolding á Jótlandi
ásamt þremur börnum sínum. Ósk-
ar stýrir einu af stærri frystihúsum
landsins en Lísa er ljósmóðir. Fjöl-
skyldan er öll mikið áhugafólk um
hross og á nokkra islenska hesta.
Fyrsta hrossið þeirra var frá Kýr-
holti i Skagafirði. Það varð m.a. til
þess að þau fóru að koma til íslands
í stóðréttir. Þannig hafa þau fjórum
sinnum komið í Laufskáiarétt. Alls
hafa þau keypt hér á landi um 30
hross en nokkuð af þeim fyrir aðra.
Síðustu 2-3 árin hafa þau ekki
keypt neitt og segja ástæðuna sum-
arexemið. Það valdi því að íslensk
hross séu ekki nálægt því jafn eftir-
sótt i Danmörku og var fyrir
nokkrum árum.
Óskar kom fyrst hingað til lands
árið 1984 og þá sem sölumaður.
Hann hélt áfram að koma hingað í
viðskiptaerindum næstu ár og tók
þá fjölskylduna með sér. Nú kemur
fjölskyldan hingað eingöngu sem
ferðamenn og dvelur hér 2-3 vikur í
einu, þó ekki árlega því þau segja að
það kosti talsvert mikla peninga að
ferðast hingað og líka að dvelja á ís-
landi. Þau hafa ferðast talsvert um
landið, m.a. farið hringveginn. í
sumar lögðu þau leið sína um Snæ-
fellsnes og fóru þá m.a. yfir Snæ-
fellsjökul á vélsleðum sem þeim
þótti talsvert ævintýri.
„Okkur hefur líkað mjög vel hér á
landi, bæði varðandi viðskipti og
margvísleg samskipti. íslendingar
eru yfirleitt mjög hjálpsamir, allir
vilja greiða götu okkar. Svo höfum
við lika kynnst og notið íslenskrar
gestrisni, ekki síst varðandi hrossa-
viðskiptin. Þess vegna komum við
til íslands aftur og aftur."     -ÖÞ
Krakkar á f jölbraut á Akranesi:
Taka upp útvarpsþátt fyrir BBC
DV. AKRANESI:_________________________________
Dálítið sérstakur og spennandi at-
burður átti sér stað í Fjölbrauta-
skóla Vesturlands á Akranesi í gær.
Þá voru þrír nemendur og einn
kennari að störfum í hljóðveri skól-
ans við að taka upp lestur á
nokkrum textum fyrir útvarpsþátt
sem BBC er að gera um vikinga.
DV-MYND DANÍEL V. OLAFSSON.
Fjölbraut vinnur fyrir BBC
Upptakan fór snurðulítiö fram í fjólbrautaskólanum ígærdag. Hér er lesiö upp og tekiö upp á band. Frá
vinstri á myndinni eru Fríöa Bjarnadóttir, Ásdís Kristinsdóttir kennari, Guðmundína Arndís Haraldsdóttir og Jóhann Pétursson.
Þátturinn verður sendur út í des-
ember og jafnframt verður sett upp
vefsíða í tengslum við hann þar sem
FVA verður sérstaklega getið. í
þættinum verða lesin tvö erindi úr
Hávamálum, texti sem lýsir því að
víkingar hafi tekið sér bólfestu í
nafngreindum héruðum á Bretlandi
og auk þess kynningartexti á nú-
tímaíslensku.
Tildrög þessa eru þau að leitað
var til Hörpu Hreinsdóttur, kennara
við FVA, um aðstoð við að fá ís-
lenskan upplestur í umræddan þátt,
en íslenskan er það nútímatungu-
mál sem mest likist máli víkinga á
10. öld. Harpa er stjórnandi í gras-
. rótarsamtókum áhugamanna um
víkinga, The Viking Network. Þeir
sem lesa eru nemendumir Friða
Bjarnadóttir, Guðmundína Arndís
Haraldsdóttir og Jóhann Pétursson,
og Ásdís Kristinsdóttir kennari.
Tæknimaður er Helgi Þór Hreiðars-
son, nemandi í FVA. Það er gaman
fyrir skólann og nemendur hans að
fá þetta tækifæri og gott til þess að
vita að hér er aðstaða til að taka
upp útvarpsþátt sem fullnægir kröf-
um BBC.                -DVÓ
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
18-19
18-19
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40