Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 250. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						MÁNUDAGUR 30. OKTÓBER 2000
Préttir
JOV
Skiptar skoðanir um byggingu íþróttahúss á Hvammstanga:
Menningarfólk
gegn íþróttahúsi
DV, HVAMMSTANGA:______________________________
Mjög skiptar skoðanir eru um þau
áform meirihluta sveitarstjórnar
Húnaþings vestra að ráðast í bygg-
ingu íþróttahúss á Hvammstanga. Á
fundi menningar- og æskulýðsráðs í
síðasta mánuði var mælt gegn fyrir-
hugaðri Iþróttahússbyggingu á
þeirri forsendu að hingað til hefði
sveitarfélaginu ekki tekist að tryggja
nægjanlegt fjármagn til frágangs,
viðhalds og rekstrar þéirra íþrótta-
mannvirkja sem fyrir eru, svo sem
vallanna uppi í Kirkjuhvammi og á
Reykjum.
Allmiklar umræður urðu um þessa
fundargerð á fundi sveitarstjórnar
nýlega. Elin R. Líndal oddviti lagði
fram bókun þar sem borin er til baka
fullyrðing frá nefndum fundi menn-
ingar- og æskulýðsráðs um að „erfið-
lega gangi að fá fjármagn til reksturs
og viðhalds þeirra mannvirkja sem
fyrir eru", og segir Elín þær fullyrð-
ingar út í hött, þar sem á þessu ári
verði varið 20,8 milljónum til æsku-
lýðs- og íþróttamála, nær þrefalt því
sem varið var til málaflokksins á ár-
inu 1998. Og alls voru framlög til við-
halds  íþróttamannvirkja  orðin  á
þessu ári 7,724 milljónir, 21. septem-
ber sl.
Ólafur Óskarsson í Víðidalstungu,
einn fuEtrúi minnihlutans, vakti at-
hygli á því að meirihluti fagnefndar
sveitarstjórnar mælti gegn byggingu
íþróttahúss á Hvammstanga. Tók
Ólafur undir þessi sjónarmið og
sagði íþróttahússbygginguna fráleita.
Þorsteinn Helgason á Fosshóli
lagði fram langa bókun og telur að
sveitarsjóður sé ekki í stakk búinn
að ráðast í svo stóra framkvæmd og
við það mundu skuldir sveitarfélags-
ins vaxa þannig að óvarlegt sé. Hann
segir enn fremur að almenna sam-
stöðu um málið skorti. Síðan segir
Þorsteinn í bókun sinni:
"Einnig fer íbúum fækkandi ár frá
ári og því miður er ekki að sjá neina
breytingu á því á næstunni. Þá er
gott íþróttahús á Laugarbakka sem
dugir okkur alveg við þær aðstæður
sem við búum við í dag þannig að
bygging íþróttahúss yrði offjárfesting
sem engan veginn er hægt að verja
við núverandi aðstæður," sagði Þor-
steinn og jafnframt að nær væri að
sameina fólk heldur en að sundra
því.                      -ÞÁ
Rjúpnaveiðin:
Fair fuglar og dreifðir
beðið eftir snjó og frosti
Sigmar B.
Hauksson
„Ég man eftir
þessu ástandi áður,
ð er mjög lítið
um fugl og hann er
dreifður mjög um
landið. Það þarf að
kólna og snjóa til að
hann þétti sig,"
I sagði Sigmar B.
Hauksson formaður
Skotveiðifélags ís-
lands í samtali við
DV í gærkvöld. Rjúpnaveiðin hefur
verið sáralítil viða um land það sem
af er timabilinu og margir hafa
fengið lítið sem ekkert. Líklega hafa
verið skotnar.á milli 6000 og 7000
þúsund rjúpur, sem þykir ekki mik-
ið. „Fuglinn er í hæstu hæðum og
er mjög dreifður þár, þarna ér nóg
fyrir fuglinn að bíta og brenna. Ef
maður kíkir í veiðibækur kemur
þetta ástand fyrir á fjögurra til
fimm ára fresti, svo maður hefur
séð þetta ástand áður. Það mesta
sem ég hef frétt eru 40 rjúpur, en
sjálfur hef ég fengið lítið, ætli mað-
ur fari nokkuð að ráði fyrr en kóln-
ar og fer að snjóa,, sagði Sigmar B.
i lokin. Skortveiðjmenn sem DV
ræddi við um helgina
voru á sama máli og
formaður Skotveiðifé-
lagsins, lítið hefur sést
og veiðast af fugli. Og
hann er mjög dreifður
í þvi tlðarfari sem
núna er um landið.
- Þetta gæti breyst
næstu daga, allavega
fyrir norðan, þar er
spáð
kólnandi veðri. „Ég
fékk mér góðan
labbitúr vestur í Döl-
um og ég sá ekki fugl,
hvað þá spor eftir
hann. Þetta gerðist
líka hjá mér fyrir hálf-
um mánuði,, sagði
veiðimaður sem var
Búðardal, á leiðinni
suður fyrir heiðar,
rjúpnalaus eftir helg-
ina. Og annar var við
veiðar í Öxarfirði og
þar hafði hann haft 9
fugla, eftir tveggja
daga veiði.
-G.Bender
DV-MYND BENDER
Kátur veiðimaöur
Þessi veiöimaður er himinlifandi meö veiöi sína. Aðrir eiga erfiðah tíma og flengjast um fjöll
án þess að fá fugl.
Þ, A, B, C...
Svo virðist sem eyðublaðahönnuðir
Hagstofunnar kunni ekki stafrófíð.
Öll trúfélög íslands eru hér skráð í
stafrófsröð nema þjóökirkjan sem er
talin fyrst. Ástæðan er sú að sam-
kvæmt lögum er þjóðkirkjan ekki
skráð trúfélag.
íslensk lög:
Þjóðkirkjan
er ekki skráð
trúféiag
Á eyðublaði því sem fólk fyllir út
hjá þjóðskrá Hagstofu íslands, þegar
það skráir sig í trúfélag eða utan
þeirra, virðist sem hönnuður blaðsins
hafi aðeins ruglast í stafrófmu sínu.
Öllum 23 trúfélögunum sem skráð
Voru hjá Hagstomnni hinn 1. janúar
2000 er;raðað í stafrófsröö á eyðublað-
inji, riema þjóðkirkjunni, sem er
ski-áð fyrst, á undan Ásatrúarfélaginu
og Zenif íslandi - Nátthaga.
Hjá Hagstofunni fengust þau svör
að lögurh samkvæmt væri þjóðkirkjan
ekki og hefði aldrei verið skráð trufé-
lag. Þar af leiðandi var ekki með réttu
hægt að setja þjóðkirkjuna meðal trú-
félaganna þegar eyðublaðið var hann-
að. Þá var brugðið á það ráð að setja
þjóðkirkjuna fyrst og telja svo hin
réttnefndu skráðu trúfélög upp í staf-
rófsröð á eftir þessari algengustu trú
íslendinga.
Hins vegar fellur skráning manna
innan þjóðkirkjunnar undir lög um
skráð trúfélög íslands.       -SMK
Austf írskar verk-
smiðjur græða á
kolmunnanum
í gær höfðu borist 220 þúsund tonn
afkolmunnatilbræðsluhjá fiskimjöls-
verksmiðjunum, þar af um 197 þúsund
tonn frá íslenskum skipum.
Hraðfrystihús Eskifjarðar hefur tek-
ið á níóti 50 þúsund tonnum af
kolmunna til bræðslu á árinu, Síldar-
vinnslan i Neskaupstað hefur tekið á
móti rúmlega 43 þúsund tonnum og SR-
mjöl hf. á Seyðisfirðí tæpum 42 þúsund
tonnum. Hjá þremur verksmiðjum SR-
mjöls hf. á Seyðisfirði, í Helguvik og á
Raufarhöfn var alls búið að taka á móti
50.200 tonnum af kolmunna það sem af
er vertíðinni.              -DVÓ
Veðriö í kvöld
Sólargangur og sjavar
Æ°   ^fw/
•  V,í  ¦            C5NÍ:
¦¦.¦:¦
¦5° á
Lægir austan til
Að mestu þurrt á Suövestur- og Vesturlandi en
vætusamt í öðrum landshlutum. Lægir
talsvert austan til á landinu er kemur fram á
morgundaginn. Hiti 1 til 10 stig, mildast
syöst.
J33M
REYKJAVÍK  AKUREYRI
Sólarlag í kvöld         17.17      16.51
Sólarupprás á morgun    09.08      08.04
Síödegisflóö             20.13      00.46
Árdegisflóö á morgun     08.33      13.06
Skýringar á veðurtáknum
^^VINOÁTT    10°*_HIT.
15^
-10!
&
"^NVINÐSTYRKUR   ""'V—.eT  HBÐSKfRT
i metram á sckönSij        ^hKUSl
HALF-
SKÝJAO
RIGNING
SLYDDA    SNJOKOMA
ÉUAGANGUR
ÞRUMU-
VEDUR
SKAF-
RENNiNGUR
Vindurinn
Vindurinn hefur verið að láta finna
fyrir sér á síðustu dögum. Hann blés
þó ekki eins hressilega og gerðist á
Washingtonfjalli í New Hampshire í
Bandaríkjunum árið 1934 en þá
mældist mesti vindhraöi sem mælst
hefur í heiminum og var hann 362
km/klst.
'eðrið á morguri
/13

Skúrir og rigning
Norðan og norðaustan 8 tiil 13 m/s en 13 til 18 norðvestan til. Víða
skúrir eða rigning, einkum norðan- og austan til. Hiti 1 til 6 stig.
fsmam^Aí
j
pMMM¦IIITI'  '
Vindun
13-18,
Hiii 1° tii 6°
Noroan 13 tll 18 m/s og
slydda eoa snjókoma meo
köflum norban tll cn
fremur bjart sunnan- og
su&vestanlands. Kólnandl
veour og frystir víða.
)
Vindun
13-18
Hiti 1° «1 6°
Nor&an 13 tll 18 m/s og
slydda eoa snjókoma mcö
köflum noroan tll en
fremur bjart sunnan- og
su&vestanlands. Kólnandi
ve&ur og frystlr vi&a.
Vindur:  C
8-13 m/s\
Hiti 1° tíl 6°
m
Nor&lœg átt, 8 tll 13 m/s
og slydda e&a snjðkoma
nor&an tll en úrkomulaust
sunnan tll.
AKUREYRI         rigning           5
BERGSSTAÐIR     hálfskýjaö        6
BOLUNGARVÍK     rigning           6
EGILSSTAÐIR                       6
KIRKJUBÆJARKL.   skýjaö           6
. KEFLAVÍK         skýjaö           6
RAUFARHÖFN      rigning           5
REYKJAVÍK        skýjaö           6
STÓRHÖFÐI        alskýjaö         6
BERGEN           skúr             9
HELSINKI          snjókoma        2
KAUPMANNAHÖFN  léttskýjað       12
ÓSLÓ             skýjaö           9
STOKKHÓLMUR    slydduél        10
ÞÓRSHÖFN        skúr             9
ÞRÁNDHEIMUR    úrkoma          5
ALGARVE         léttskýjaö       20
AMSTERDAM     skýjaö         10
BARCELONA       mistur          20
BERLÍN            léttskýjaö       15
CHICAGO          hálfskýjaö        4
DUBLIN           rigning           7
HAUFAX           alskýjað          8
FRANKFURT       skýjaö          13
HAMBORG         skýjaö          12
JAN MAYEN        skýjaö           4
LONDON           hálfskýjað       12
LÚXEMBORG       skýjaö          11
MAUORCA        léttskýjao       23
MONTREAL        alskýjaö        -1
NARSSARSSUAQ   heiðskírt        -6
NEWYORK        heiðskírt         4
ORLANDO          þokumóða      13
PARÍS             skýjaö          13
VÍN               skýjaö          20
WASHINGTON      léttskýjaö       13
WINNIPEG         heiöskírt         3
¦¦vwH']..v^.i::n';:ii;i.i'hj'];^Mi'ii--i'.i:k:--i
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
16-17
16-17
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48