Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.2000, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.2000, Blaðsíða 28
Smíðabekkir, eldhús, þvottahús og fleira skemmtilegt fyrir börnin. Sími 567 4151 & 567 4280 Heildverslun með leikföng og gjafavörur fflFRETTASKOTI0 SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 15M 5555 FRJÁLST, ÓHÁÐ DAGBLAÐ MIÐVIKUDAGUR 8. NOVEMBER 2000 Flugvél Ómars: Festist í flæð- armálinu Flugmaður lítillar eins hreyfils Skyhawk-flugvélar komst í hann •*krappan í Hornvíkurfjörunni i gær- dag er vél hans sökk í gljúpan sand- inn og festist. Hinn landskunni fréttamaður Ómar Ragnars- son var einn á ferð í flugvél sinni þegar hún festist og þegar fór að flæða að kallaði Ómar eft- Ragnarsson. ir hjálp. Björgunar- sveitarmenn frá ísafirði lögðu af stað Ómari til hjálpar en áhöfn flutningaskipsins Stapafells var fyrri til og aðstoðaði hann við að jjikoma vélinni úr fjörunni. Skipið yf- irgaf svo Hornvík en Ómar ákvað að gista í Hornvík í nótt og freista þess að ná vélinni á loft aftur í dag þegar bjart væri orðið og fjarað hefði út. Ómar, sem er reyndur flugmaður, var ekki talinn í hættu og vélin er óskemmd. -SMK Japanska sjónvarpið: Gerir áramóta- ^ þátt um Island DV, BIFRÓST: Fimmtudaginn 16. nóvember mun japanska ríkissjónvarpið verða með þáttagerðarfólk í Viðskiptaháskól- anum á Bifröst við gerð áramóta- þáttar sjónvarpsins sem fjallar um ísland og upplýsingatæknina. Sjón- varpið mun fylgja einum nemanda háskólans allan daginn, frá því hann vaknar og þar til hann sofnar um kvöldið. Auk Bifrastar verður kastljósi Japana beint að OZ hf. Fyr- ir sjónvarpsfólki fer kunn sjón- varpskona Hisae Hanabusa en ís- lenskur aðstoðarmaður Japananna er Anna Hildur Hildibrandsdóttir, fréttaritari í London. -DVÓ Mótmæli í Hafnarfirði Nokkur þúsund Hafnfirðingar af- hentu bæjaryfírvöldum í gær undir- skriftalista með mótmælum vegna bygg- ingaáforma á Hörðuvallasvæðinu. -HKr. Hafna tilboðum í knattspyrnuhús Starfshópur um knattspymuhús í Grafarvogi leggur til að borgaryfirvöld hafni öllum þeim öórum tilboðum sem bárust í byggingu og rekstur knatt- spyrnuhúss í Grafarvogi, en fram- , ^Jtvæmdin var boðin út sem einkafram- kvæmd í lokuðu útboði. -HKr. VERÐUR CLINTON EKKI ÁFRAM? Kennaraverkf allið: „Við munum senda fólk í dag út í skóla til að fylgjast með því sem um er að vera. Ég á hins vegar ekki von á að það verði neitt óeðlilegt á ferð- inni - að menn fari ekki of langt inn á þessi gráu svæði sem eru til staðar í þessu,' Gunnlaugur Ast- geirsson. sagði Gunnlaugur Ástgeirsson, sem er i verkfallsstjórn framhaldsskóla- kennara, við DV í morgun. Gunniaugur sagði að hvað varð- aði verkfallsstjóm hefði allt verið á sömu braut í morgun og í gær þeg- ar verkfaliiið hófst, allt væri með kyrrum kjörum. -Ótt einkavæð- ingu RUV I vinnunni Halldór Heimir, lengst til vinstri, ásamt vinnufélögum sínum í húsgrunninum á Höfða í gærmorgun. DV-MYND INGO Meirihluti þeirra sem tóku þátt í könnun PricewateterhouseCoopers eru andvígir þvi að einkavæða Ríkisútvarp- ið. Meirihluti þeirra sem töldu að einkavæða ætti fyrirtækið var þeirrar skoðunar að gera ætti RÚV að almenn- ingshlutafélagi. -HKr. Týndi læknissonurinn í Texas tjáir sig í fyrsta sinn: Þung spor heim - segir Halldór Heimir sem er að hefja nýtt líf í húsgrunni á Höfða „Ég ætla ekki að segja neitt af ferðum mínum þau 12 ár sem ég var týndur fyrr en eftir áramót. Ég á góða fjölskyldu og jólin nálgast en það voru vissulega þung spor að stíga þegar ég tók þá ákvörðun að snúa heim aftur,“ sagði Halldór Heimir ísleifsson, týndi læknis- sonurinn í Texas, sem er byrjaður að fóta sig á ný i íslensku samfé- lagi eftir að hafa verið úrskurðað- ur látinn fyrir 12 árum. Halldór Heimir er kominn í byggingar- vinnu og var i gærmorgun í steypuvinnu í húsgrunni á lóð gatnamálastjóra við Stórhöfða í Reykjavík. „Ég verð í þessari vinnu fyrst um sinn og sé svo til,“ sagði Halldór sem er vel liðinn af vinnufélögum sínum, harðdugleg- ur, ósérhlífinn og hvers manns hugljúfi. Athugull og öruggur „Við höfum verið að reyna að impra á þessu máli og spyrja hann út í dvöl- ina ytra en hann þegir þunnu hljóði i kaffitímunum og vill ekkert segja okk- ur. Þetta er skemmtilegur náungi og virðist vita sínu viti,“ sagði trésmiður sem starfar með Halldóri í húsgrunn- inum á Höfða. Það var kalt í vinnunni hjá Hall- dóri í gærmorgun og hann flokkaði timbur af natni á meðan DV ræddi við hann i húsgrunninum. Halldór er grannur og spengilegur og hreyfmg- amar bera þess vott að þar fari mað- ur sem ekki hafi eytt árunum á skrif- borðsstól fyrir framan tölvu. Hann er dökkur yfirlitum, útlitið suðrænt og enginn myndi draga það í efa segðist Halldór vera frá Suður-Ameriku. Augun eru athugul og stingandi; talandi öruggur og skýr. Banderas - Pacino Halldór er beðinn um að orða lífs- hlaup sitt síðustu 12 árin í þremur setningum og hann verður hugsi: „Það er ekki hægt. Ég hef ákveðið að segja ekki neitt fyrr en eftir áramót og við það stend ég, sama á hveiju gengur,“ segir hann og lítur á úrið sem er af vandaðri gerð í dýrri leðuról og í hrópandi ósamræmi við skítugan vinnugallann sem Halldór klæðist i vinnunni. Hendumar eru fmgerðar og óræk sönnun þess að Halldór hefur ekki séð fyrir sér með eríiðisvinnu vestur i Texas. Ekki er heldur að sjá að Halldór hafi átt við langvarandi veik- indi að stríða því heilbrigðið geislar af honum. Sannast sagna er hann í öllu fasi einhver undarleg blanda af Anton- io Banderas og A1 Pacino þar sem hann stekkur á milli timburstæðn- anna í húsgrunninum á Höfða. Erfiöir dagar Þó að Halldór Heimir sé kominn heim, eftir að hafa verið „látinn" í útlöndum í 12 ár, er hann ekki á heimavelli í byggingarvinnunni. Það sjá allir sem vilja. Halldór myndi sóma sér betur í spilavítum í Mónakó eða þá á kaffihúsum verð- bréfasalanna í New York. Þetta er maður sem fær konuhjörtu til að slá hraðar á góðum degi þó dagamir núna séu aðrir og erfiðari. Bygging- arvinna í kulda og trekki í heima- landinu sem hafði afskrifað hann í orðsins fyllstu merkingu fyrir löngu: „Einhvers staðar verð ég að byrja. Ég ætla að byrja hér,“ sagði HaUdór sem einn geymir söguna um hvað í raun og veru gerðist árin öll sem hann var ekki á meðal vor - en samt. -EIR Sala Eiða aftur á byrjunarreit: Sigurjón Sighvatsson kominn í spiliö DV. E6ILSST0DUM: Sigurjón Sig- hvatsson kvik- myndagerðar- maður kemur við sögu við kaup á Eiðastað. Hann mun styðja Stefán H. Jó- hannsson á Þrándarstöðum við kaupin. Á bæjarstjómarfundi Austur-Héraðs í gær var samþykkt tillaga meirihlut- ans um að öllum framkomnum til- boðum í Eiða yrði hafnað utan til- Sigurjón Sighvatsson. boði í eitt íbúð- arhús. „Ég get ekkert sagt i augnablikinu," sagði Stefán í morgun en sagðist ekki neita því að Sigurjón væri með í kaupun- um á Eiðum. „Nýir aðilar hafa sýnt mál- inu áhuga og Eiðastaður Sigurjón Sighvatsson er hugsanlegur kaupandi. okkur finnst rétt að skoða allt mál- um ið upp á nýtt,“ sagði Katrín Ás- grímsdóttir, forseti bæjar- stjómar, í gær- kvöld. Ganga má út frá því að hér séu komnir áhuga- menn með fjár- magn og at- hyglisverðar hugmyndir um framtíð Eiða- staðar. Fjöl- miðlafundur þetta mál er boðaður í dag. -SB ♦ ♦ brother P-touch 9200PC | Prentaðu merkimiða beint úr tölvunni Samhæft Windows 95, 98 og NT4.0 360 dpi prentun 1 til 27 mm letur Strikamerki Rafport Nýbýlavegi 14 Sfmi 554 4443 Veffang: www.if.ls/rafport_______ ,

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.