Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.2000, Blaðsíða 2
2
FÖSTUDAGUR 17. NÓVEMBER 2000
DV
Fréttir
Atli Helgason er skiptastjóri dánarbús Agnars Agnarssonar sem myrtur var í fyrra:
Verðmæti hurfu úr
dánarbúi Agnars
- húsleit gerð á Leifsgötu 28 rétt fyrir handtöku banamanns Einars Arnar Birgissonar
Atli Helgason lögfræðingur, sem
játaði i fyrrinótt að hafa orðið Einar
Erni Birgissyni að bana, var skipta-
stjóri í dánarbúi Agnars W. Agnars-
sonar sem myrtur var á hrottafenginn
hátt í íbúð sinni á Leifsgötu 28 um
miðjan júlímánuð 1999. Atli Helgason
hafði ekki lokið skiptum á dánarbúi
Agnars heitins þegar þeir atburðir
urðu sem leiddu til dauða Einars Arn-
ar og var sá eini sem hafði lykil að
íbúðinni á Leifsgötu. Það skýrir
skyndilega og óvænta húsleit sem lög-
reglan gerði i íbúðinni á Leifsgötu,
samhliða annarri húsleit að Laxalind
13 skömmu fyrir handtöku Atla. Að
Laxalind 13 hafði Atli að undanfórnu
eytt miklum tima í að koma sér upp
húsnæði. Má leiða að því getum að lög-
reglunni hafi verið kunnugt um lykla-
völd Atla að íbúðinni á Leifsgötunni og
vOjað leita af sér allan grun um að þar
innandyra leyndist eitthvað sem skýrt
gæti dularfullt hvarf Einars Amar;
jafnvel líkið sjálft.
Grunur um þjófnað
Vinir Agnars heitins Agnarssonai-
hafa lengi verið óánægðir með fram-
göngu Atla Helgasonar við skiptingu á
dánarbúi Agnars og hafa árangurslítið
reynt að vekja athygli yfirvalda á
grunsemdum sínum á hvarfi hluta úr
búinu. Sigurður Þórðarson, fram-
kvæmdastjóri Eð-
alvara ehf., var
einn elsti og nán-
asti vinur Agnars
heitins:
„Okkur þótti
með ólíkindum að
ýmsir verðmætir
hlutir hefðu horfið
úr íbúð Agnars
vinar okkar á með-
an Atli Helgason
hafði þar einn
lyklavöld. Þarna
er ég að tala um
dýrt sjónvarps-
tæki, tíbeskt teppi
mjög kært og frí-
Knattspyrnukappar
Atli Helgason (til hægri) og Einar Örn Birgisson meö meistaraflokki Vals 1994.
Á milli þeirra stendur Eiöur Smári Guöjohnsen, félagi þeirra í liöinu.
Agnar W. Agn-
arsson
Myrtur í júlí
1999. Atli
skiptastjóri dán-
arbúsins.
Islandsmeistari
Atli Helgason tekur á móti íslandsmeistarabikarnum sem fyridiöi Víkings
sumariö 1991 úr hendi Eggerts Magnússonar, formanns KSÍ.
sem var Agnari
merkjasafn," sagði Sigurður Þórðar-
son sem hafði töluverð samskipti við
Atla Helgason vegna skyndilegs frá-
falls vinar síns á Leifsgötunni.
„Atli hirti aldrei
um að < ÓZ&\ OS
kæra
þetta til
lögregl-
unnar, þó
svo við
reyndum að
ganga eftir
því við
hann. Hann
var mjög
tregur í
taumi í öllum samskiptum og við átt-
um meira að segja í vandræðum með
að fá fé fyrir legsteini handa Agnari úr
dánarbúinu. Svo er það hreint með
ólíkindum að Atli skuli ekki enn bú-
inn að selja íbúð Agnars á Leifsgötu og
gera upþ hans mál. Ég vona að nýr
skiptastjóri verði snar-
ari í snúningum,“
sagði Sigurður Þórð-
arson sem lýsir Atla
Helgasyni sem geð-
þekkum manni sem
dalaði mjög við
virtist vera lítið í lögmannsstörfúm og
sinnti helst búskiptum og öðru slíku,“
sagði Ásgeir Bjömsson lögmaður sem
deildi húsnæði með Atla Helgasyni og
fleiri í Borgartúninu. „Hann byijaði
hér um mitt ár í fyrra en hvarf svo að
mestu eftir að hann fór að byggja sér
hús sem hann virtist eyða miklum
tíma í. Svo var það GAP-verslunin og
undirbúningur þess alls,“ sagði Ásgeh-
Bjömsson sem, eins og aðrir lögmenn
í Borgartúni 33, stendur í forundran
frammi fyrir fréttum af atburðum síð-
ustu daga. „Þetta er reiðarslag fyrir
okkur. Atli var viðfelldinn strákur
sem bauð af sér góðan þokka. Ég taldi
hann bindindismann því aldrei bragð-
aði hann vin á samkomum eða árshá-
tíðum hjá starfsmönnnum hér. En nú
er hann farinn og kemur ekki aftur,“
sagði Ásgeir Bjömsson um knatt-
spyrnukappann, lögfræðinginn og
verslunareigandann Atla Helgason
sem nú situr á bak við lás og slá.
Skuggi úr æsku
Atli Helgason ólst upp í stórum systk-
inahópi við Sæviðarsundið í Reykjavík
og átti þar glaða daga að sögn nágranna
frá þeim timum. Einn skuggi hvíldi þó
alltaf yfir Atla því bæði fóður sinn og
elsta bróður missti hann á sviplegan
hátt, enn bamungur. Kunnugir telja að
sú lífsreynsla hafi sett varanlegt mark á
sálarlíf hans og Atli aldrei orðið samur
maður eftir. -EIR
Undrandi He|gason
„ í nV við Atia stóö sem
viðkynningu.
áVÍÖtaðfé|/agíhanS
Var lítið við
þassL Atli Helgason rak
lögmannsstofú i Borgartúni 33 ásamt
nokkrum öðrum lögmönnum en var
lítið við:
„Hann leigði nú bara aðstöðu héma
hjá okkur og sást hér sjaldan. Hann
Leifsgata 28
Vettvangur morösins á
Agnari Agnarssyni.
Laxalind 13
Hús Atla Helgasonar sem hann
eyddi miklum tíma í að koma upp.
Reykjavíkurborg:
Hundagjald stórhækkar
DV-MYND PJETUR
Dagur islenskrar tungu
Börnin í Korpuskóla voru áhugasöm um dag íslenskrar tungu sem haldinn
var hátíölegur í fimmta sinn í gær.
Skráningargjald fyrir hunda í Reykja-
vík hefur hækkað um 18% á síðustu
fjórum árum. Gjaldið hefur farið úr
8.400 krónum í 10.300 krónur frá árinu
1996 og lagt er til að skráningargjaldið
verði 11.500 krónur á næsta ári. Hand-
sömunargjald fyrir hunda var 6.500
krónur árið 1994 en er núna 13.800 krón-
ur.
Þetta kom fram í svari við fyrirspurn
sem Guðlaugur Þór Þórðarson, borgar-
fúlltrúi Sjálfstæðisflokksins, lagði fram
á fundi umhverfis- og heilbrigðisnefnd-
ar Reykjavíkur. Að sögn Guðlaugs vildi
hann vita hver þróun gjalda sem heyra
undir nefndina hefði verið á árunum
1994 til 2001 samkvæmt gjaldskrám.
í svarinu kom meðal annars fram að
gjaldskrárverð fyrir skólagarða er núna
2.000 krónur en var 600 krónur árið 1994
og landverð vegna garðhúss fór úr 1.700
krónum í 3.000 á sama tímabili. „Þetta
kemur mér ekki á óvart og sýnir að
Reykjavíkurborg er enn að safna skuld-
um,“ segir Guðlaugur Þór og bætir við
að þetta sé aðeins lítið dæmi um það
hvernig rekstri borgarinnar sé háttað.
-MA
Oánægja með fjármálastjórn
Oddviti sjáifstæð-
ismanna í borgar-
stjóm, Inga Jóna
Þórðardóttir, gagn-
rýndi fjárhagsáætlun
borgarinnar á borg-
arstjómarfundi í
gærkvöld og sagði
hana bera vott um
slæma fjármálastjóm síðustu ár.
Minnihlutinn segir að þrátt fyrir fjár-
streymi í borgarsjóð og hækkandi út-
svai'stekjur á næsta ári verði einvörð-
ungu hægt að nýta fjórðung fjárins til
að greiða niður skuldir. Frá þessu var
greint á Vísi.
Bjór í matvörubúðir
Samkvæmt skoðanakönnun Price
WaterHouseCoopers er meirihluti
landsmanna á þeirri skoðun aö leyfa
eigi sölu bjórs og léttvíns í matvöm-
verslunum. Um 52% em því fylgjandi
en tæplega 48% andvíg. RÚV greindi
frá.
1800 teknir
Lögreglan á Blönduósi hefur tekið
1800 ökumenn fyrir of hraðan akstur
það sem af er þessu ári. í fyrra vom
1336 ökumenn teknir fyrir of hraðan
akstur þannig að þegar er aukning um
400 ökumenn.
Ovenjumikil
virkm
Virkni í
hverunum á
Geysissvæðinu
hefur verið
óvenjulega
mikil síðast-
liðna tvo daga,
að sögn staðar-
haldarans Más
Sigurðssonar.
Boða til verkfalls
Samninganefndir Félags bryta og
Matvíss, Matvæla og veitingasam-
bands íslands, ákváðu eftir sáttafund
i gær að fresta boðuðu verkfalli til
miðnættis mánudaginn 23. nóvember
en frá þeim tíma boðaði Félag skip-
stjórnarmanna verkfall í dag. Félögin
þrjú mynda sameiginlega viðræðu-
nefnd við Samtök atvinnulífsins og
er kjaradeila þeirra til meðferðar hjá
ríkissáttasemjara.
Þrir sækja um Dómkirkjuna
Umsóknarfrestur
um embætti Dóm-
kirkjuprests f
Reykjavík rann út á
miðvikudag. Um-
sækjendur eru þrír:
sr. Hjálmar Jóns-
son, alþingismaður
og fyrrum sóknar-
prestur á Sauðárkróki, sr. Jón Aðal-
steinn Baldvinsson, sendiráðsprestur
í London, og sr. Sigurður Ámi Þórð-
arson sem hefur verið verkefnisstjóri
við safnaðaruppbyggingu á Biskups-
stofu síðan 1995. Dagur greindi frá.
Drullupollur
Frumniðurstöður Verkfræðistof-
unnar Hönnunar fyrir Landsvirkjun
sýna að gruggið í Lagarfljóti mun
fimmfaldast ef virkjað verður við
Kárahnjúka og gegnsæi vatnsins í
fljótinu mun minnka um helming.
Þórhallur Þorsteinsson, formaður Fé-
lags um vemdun hálendis Austur-
lands, segir þessar niðurstöður ugg-
vænlegar en þær komi ekki á óvart.
Vísir sagði frá.
Leggja fé i
hótel
Seyðisfjarðarbær
ákvað á fundi í gær
að leggja tíu milljón-
ir í fyrirhugaðar
hótelhugmyndir i
bænum. Fyrir ligg-
ur aö kvikmynda-
framleiðandinn Sig-
urjón Sighvatsson
er tilbúinn að leggja fram gamla
Landsbankahúsið á Seyðisfirði til
hótelreksturs en húsið, sem metið er
á 10 milljónir, keypti hann fyrr á ár-
inu. Gert er ráð fyrir að ráðist verði
í endurbætur á fyrsta húsinu nú
strax í næsta mánuði og standa von-
ir til að það verði tilbúið með vorinu.
-aþ