Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.2000, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.2000, Blaðsíða 20
24 FIMMTUDAGUR 23. NÓVEMBER 2000 DV 'Ættfræði______________ Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson Stórafmæli 90 ára Geir Magnússon, Kárastíg 6, Reykjavík. Haraldur Sigurösson, •Hvítingavegi 2, Vestmannaeyjum. 85 ára Jón Valdemarsson, Kleppsvegi, Hrafnistu, Reykjavík. 80 ára Guðrún Ösk Isebarn, Búlandi 5, Reykjavík. 75 ára Guörún Jónsdóttir, Hítardal, Snæfellsnesi. Sigríöur Runólfsdóttir, Sunnubraut 48, Kópavogi. 70 ára ingi Einarsson, *Snorrabraut 56, Reykjavík. 60 ára Birgir Smári Olason, Hlíöarhjalla 65, Kópavogi. 50 ára Birna Blöndal, Steinahlíö 5h, Akureyri. Hólmgeir Pálsson, Hvammi 1, Blönduósi. Ólafur Helgason, Hraunkoti, Kirkjubæjarklaustri. Pétur Jóhannesson, Melavegi 7, Hvammstanga. Pétur Thorsteinsson, Bæjargili 113, Garðabæ. Þóröur Sigurjónsson, Sólvöllum 7, Akureyri. 40 ára ‘^Anna María Valdimarsdóttir, Háholti 11, Hafnarfirði. Ásta Snædís Guömundsdóttir, Grenimel 13, Stöðvarfirði. Einar Ólafsson, Hjarðarhaga 26, Reykjavík. Elísabet Ragnarsdóttir, Akurgerði 12, Reykjavík. Elísabet Sveinsdóttir, Lyngholti 13, Akureyri. Emilija Glisic, Tjarnargötu 3, Sandgerði. Helgi Örn Viggósson, Silungakvísl 4, Reykjavík. -gKristín Jónsdóttir, Sólbraut 3, Seltjarnarnesi. Siguröur Bjarnason, Njálsgötu 30b, Reykjavík. 550 5727 Þverholt ±1, 105 Reykjavík Andlát María Elín Guöbrandsdóttir, Kópavogs- braut la, lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð föstud. 17.11. Hallgrímur Eövarösson frá Helgavatni lést á Héraðshælinu á Blönduósi að morgni laugard. 18.11. Stefán Kristjánsson, Laufrima 4, andað- ist á Landspítalanum viö Hringbraut sunnud. 19.11. Gísli Pétur Ólafsson, Nóatúni 25, Reykjavík, lést á elliheimilinu Grund jwjnnud. 19.11. *rynhildur Sörensen, fyrrv. deildarstjóri í utanríkisþjónustunni, lést á Droplaug- arstöðum fimmtud. 9.11. Útförin hefur fariö fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Jón Ágúst Guöbjörnsson rafvirkjameist- ari, Grandavegi 47, lést á Landspítala Fossvogi sunnud. 19.11. Flmmtugur Árni Blandon Einarsson framhaldsskólakennari og fyrrv. leikari Árni Blandon Einarsson, fram- haldsskólakennari og fyrrv. leikari, Heimahaga 13, Selfossi, er fimmtug- ur í dag. Starfsferill Árni fæddist í Reykjavík en ólst upp í vesturbænum í Kópavogi. Hann lauk stúdentsprófi frá MH 1970, sveinsprófi í húsasmíði 1971, BA-prófi í sálfræði frá HÍ 1975, öðl- aðist meistararéttindi í húsasmíði 1977, stundaði leiklistamám við Webber Douglas í London og lauk þar prófum 1979, lauk prófum í upp- eldis- og kennslufræði við HÍ 1980, lauk BA-prófi frá HÍ í almennri bók- menntasögu 1985, MA-prófi í saman- burðarbókmenntum frá New York University 1987, M.Phil.-prófí í sam- anburðarbókmenntum við New York University 1989 með áherslu á leikhúsfræði - framúrstefnuleikhús, sálfræðilegar bókmenntir og bók- menntakenningar í samtíma bók- menntum. Árni starfaði við leikstjórn hér á landi og öðlaðist leikstjórnarrétt- indi 1992. Árni var fastráðinn leikari við Þjóðleikhúsið 1980-83, stundaði leik- stjórn 1990-93 og hefur verið deild- arstjóri í sálfræði við Fjölbrauta- skóla Suðurlands á Selfossi frá 1993. Árni lék Berger í Hárinu hjá Leikfélagi Kópavogs og Gosa i sam- nefndu leikriti í Þjóðleikhúsinu. Þá var Árni gítarleikari í hljómsveit- inni Tatarar á árunum 1968-70 og samdi þá m.a. lagið Dimmar rósir sem hljómsveitin gerði frægt. Fjölskylda Eiginkona Árna er Guðrún Ein- arsdóttir, f. 14.9. 1954, sálfræðingur. Hún er dóttir Einars Guðmundsson- ar, fyrrv. skipstjóra í Njarðvík, og Ásu Lúðviksdóttur húsmóður. Böm Árna og Guðrúnar eru Erla Rut, f. 6.12. 1995; Anna Rós, f. 14.4. 1998. Börn Áma frá fyrra hjónabandi eru Einar, f. 24.5. 1978, kvikmynda- tökumaður hjá Skjá 1, búsettur í Reykjavík; Þóra Karitas, f. 23.10. 1979, guðfræðinemi og þáttagerðar- maður hjá Skjá 1, búsett i Reykja- vík. Stjúpdóttir Árna er Ása Lind Finnbogadóttir, f. 6.2. 1972, guð- fræðinemi og djákni, en sonur hennar er Emil Kári Magnússon, f. 23.8. 1996. Alsystir Árna er Berglind Einars- dóttir, f. 17.5. 1958, hárskeri í Reykjavík. Hálfsystir Árna er Gyðríður Ein- arsdóttir, f. 12.1. 1949, búsett i Reykjavík. Foreldrar Áma eru Einar Hall- mundsson, f. 29.6. 1924, húsasmíða- meistari, og Erla Árnadóttir Blandon, f. 18.10. 1930, fyrrv. skrif- stofukona í Reykjavík. Ætt Einar er bróðir Halldórs útskurð- armeistara og Ingveldar, móður Harðar Kristinssonar, forstöðu- manns Akureyrarseturs Náttúru- fræðistofnunar. Einar er sonur Hallmundar, trésmiðs á Brú á Stokkseyri, Einarssonar, b. í Brandshúsum Einarssonar, b. i Butru í Fljótshlíð, Einarssonar. Móðir Hallmundar var Þórunn Hall- dórsdóttir, trésmiðs á Teigi, Guð- mundssonar og Guðbjargar Guð- mundsdóttur. Móðir Einars var Ingibjörg Bjarnadóttir, b. i Túni, Eiríkssonar, b. þar, bróður Kristínar, langömmu Brynjólfs Bjarnasonar, heimspek- ings og ráðherra. Eiríkur var sonur Bjarna, b. í Árbæ, Stefánssonar, Bjamasonar, ættföður Víkingslækj- arættarinnar, Halldórssonar. Móðir Eiríks var Margrét Eiríksdóttir, ættfóður Bolholtsættarinnar, Jóns- sonar. Móðir Bjarna í Túni var Hólmfríður Gestsdóttir, b. í Vorsa- bæ, Guðnasonar og Sigriðar Sigurð- ardóttur, systir Bjarna riddara. Móðir Ingibjargar var Guðfinna Guðmundsdóttir, b. í Hróarsholti, Tómassonar. Erla er dóttir Áma Blandon, b. í Neðri-Lækjardal i Austur-Húnavatns- sýslu og síðan starfsmanns Skattstofu Reykjavíkur, Erlendssonar, b. í Fremstagili, Einarssonar. Móðir Árna var Sigríður Þorkelsdóttir. Móðir Erlu er Þorbjörg Gríms- dóttir, b. á Kirkjubóli í Tungu- sveit, Benediktssonar, hreppstjóra á Kirkjubóli, Jónssonar, hrepp- stjóra á Kleifum í Gilsflrði, Orms- sonar, ættföður Ormsættar, Sig- urðssonar. Móðir Benedikts var Guðrún Eggersdóttir, b. í Hergils- ey, Ólafssonar. Móðir Gríms var Valgerður Grlmsdóttir, hrepp- stjóra á Kirkjubóli, Jónssonar. Móðir Þorbjargar var Sigríður Guðmundsdóttir, b. á Víghólsstöð- um á Fellsströnd, Þórðarsonar, og Þorbjargar Björnsdóttur, b. á Stóra-Fjarðarhorni í Kollafirði, Guðmundssonar. Sjötug___________________ Helga Þ. Marsellíusardóttir húsmóðir á ísafirði Helga Þuríður Marsellíusardóttir húsmóðir, Austurvegi 7, ísafirði, verður sjötug á morgun. Starfsferill Helga fæddist á ísafirði og ólst þar upp. Ung að árum annaðist hún systkini sín, hjálpaði til á heimilinu og fór sendiferðir. Hún sá síðan um öll heimilisstörf á heimili foreldra sinna þar sem hún bjó öll æsku- og unglingsárin og stofnaði síðan sitt eigið heimili í húsi þeirra og býr þar enn. Helga hefur starfað að félagsmál- um á vegum Sjálfsbjargar í rúm þrjátíu ár. Hún hefur haldið fjölda föndurnámskeiða á ísafirði og víð- ar, og kennt á og gert við Husqarna saumavélar frá árinu 1966. Fjölskylda Helga giftist 23.10. 1970 Þórði Pét- urssyni, f. 25.7. 1924, húsasmíða- meistara en hann starfaði við Skipa- smiðastöð Marsellíusar til 1994. For- eldrar Þórðar voru Pétur Pálsson, bóndi í Hafnardal í Nauteyrar- hreppi i Norður-ísafjarðarsýslu, og Sigríður Guðmundsdóttur húsfreyja en þau eru bæði látin. Sonur Helgu og Þórðar er Finnur Guðni Þórðarson, f. 12.9. 1972, nemi i gullsmíði hjá Dýrfínnu Torfadótt- ur á ísafirði en sambýliskona hans er Ásmunda B. Baldursdóttir og eiga þau einn son. Dóttir Helgu er Áslaug Jóhanna Jensdóttir, f. 26.6. 1958, sem rekur gistiheimili Áslaugar á ísafirði, gift Magnúsi Helga Alfreðssyni húsa- smiðameistara og eiga þau tvær dætur en faðir Áslaugar var Jens Péturssonar frá Neskaupstað, f. 1.1. 1928, d. 17.1. 1998. Synir Þórðar frá fyrra hjónabandi eru Hilmar, f. 22.9. 1946, kvæntur Guðmundu Brynjólfsdóttur og eiga þau tvo syni og eitt barnabarn; Pét- ur, f. 2.12. 1949, kvæntur Kristínu Gunnlaugsdóttur og eiga þau tvö böm og eitt bamabarn; Niels Jón, f.7.12. 1953, en hann á eitt barn. Systkini Helgu: Guðmundur Jón Dan, f. 26.10. 1927, d. 22.2. 1994, skipasmiður i Sandgerði, kvæntur Elínu Benjamínsdóttur og eiga þau tvær dætur; Kristín, f. 30.9. 1928, húsmóðir í Bolungarvik, gift Guð- mundi Páli Einarssyni og eiga þau flmm börn; Sigríður Guðni, f. 27.9. 1929, d. 23.1. 1930; Kristinn, f. 13.3. 1932, d. 16.10. 1932; Höpi, f. 14.10. 1933, kvæntur Friðrikku Runn Bjarnadóttur og eiga þau fimm böm; Bett, f. 18.12. 1935, húsmóðir á Hofsósi, gift Sigurbimi Magnússyni og eiga þau fimm börn; Þröstur, f. 16.9. 1937, kvæntur Halldóru Magn- úsdóttur en hann á þrjú böm frá fyrra hjónabandi og hún einn son; Sigurður Magni, f. 7.6. 1940, d. 30.10. 1994, kvæntur Lilju Kristjánsdóttur og eiga þau tvö börn; Messíana, f. 18.5.1942, gift Ásgeiri S. Sigurðssyni og eiga þau þrjár dætur. Hálfsystkin Helgu, sammæðra: Jónína Jóhanna Kristjánsdóttir, f. 5.6. 1922, var gift Sveinbimi Svein- björnssyni og eiga þau sex börn; Stefanía Áslaug, f. 30.5. 1923, ekkja eftir Axel Tulinius og eignuðust þau fjórar dætur; Kristján Sveinn Krist- jánsson, f. 30.7. 1925, var kvæntur Þórunni Maggý Guðmundsdóttur og eiga þau fjögur böm. Foreldar Helgu voru Marsellíus Sigurður Guðbrandur Bernharðs- son, f. 16.8. 1897 að Kirkjubóli í Val- þjófsdal, Önundarfirði, alinn upp að Hrauni á Ingjaldssandi frá 5 ára aldri, fluttist ungur til ísaflarðar, skipasmiður, og k.h., Alberta Al- bertsdóttir, f. 11.2. 1899, d. 24.2. 1987, húsmóðir. Marsellíus var sonur hjónanna Bernharðs Jónssonar og Sigríðar Sigurlínu Finnsdóttur. Alberta var dóttir hjónanna Al- berts Brynjólfssonar, smiðs og síðar skipstjóra frá Stað í Súgandafirði, og Sæmundínu Messíönu Sæmunds- dóttur, húsmóður á ísafirði. Helga tekur á móti gestum í sal Oddfellowa við Aðalstræti á ísafirði, á afmælisdaginn, föstud. 24.11., frá kl. 20.00-23.00. Jarðarfarir Útför Huldu Sigurlaugar Stefánsdóttur fer fram frá Áskirkju fimmtud. 23.11. kl. 13.30. María Indriðadóttir, Borgartúni, verður jarðsungin frá Ljósavatnskirkju fimmtud. 23.11. kl. 14.00. Útför Jórunnar Jóhannsdóttur, Túni, Hraungerðishreppi, verður gerð frá Selfosskirkju fimmtud 23.11. kl. 13.30. Einar Örn Birgis, Hlíðarhjalla 44, Kópavogi, verður jarðsunginn frá Hallgrímskirkju fimmtud. 23.11. nk. kl. 14.30. Jarðarför Elínar Skúladóttur Ellefsen, Kirkjuvegi 17, Keflavík, fer fram frá Keflavíkurkirkju föstud. 24.11. kl. 14.00. Jarðarför Guðrúnar Diðriksdóttur, Dvalarheimilinu Höföa, fer fram frá Akraneskirkju föstud. 24.11. ki. 11.00. Merkir Islendingar Markús Bjarnason, skólastjóri Stýri mannaskólans í Reykjavík, fæddist að Baulhúsum við Arnarflörð 23. nóvember 1849. Hann er merkastur af mörgum brautryðjendum í skipstjórnarmenntun hér á landi. Markús var kominn af merkum sjó- sóknurum, vandist sjálfur sjómennsku frá bamsaldri og var munstraður á þil- skip aðeins sextán ára. Um það leiti fórst faðir hans í fiskiróðri, ásamt tveimur sonum sínum. Markús flutti til Reykjavíkur um tvi- tugt varð fljótlega stýrimaöur á þilskipi í eigu Geirs Zoéga, lærði stýrimannafræði hjá Eiríki Briem prestaskólakennara en var síðan prófaður af sjóliðsforingjum á danska Markús Bjarnason herskipinu Fyllu með ágætum vitnisburði. Hann sigldi síðan til Kaupmannahafnar og lærði seglasaum 1973-74 enda skortur á slíkri kunnáttu við Faxaflóann. Markús var síðan skipstjóri hjá Geir Zoéga og stundaði seglasaum en sigldi aftur til Hafnar og lauk þar hinu minna og hinu meira stýrimannaprófi 1881. Markús hóf að kenna stýrimanna- fræði í Reykjavík 1882. Ári síðar festi hann kaup á Doktorshúsinu, (síðar Ránargötu 13) þar sem hann rak skóla sinn. Stýrimannaskólinn í Reykjavik var síðan formlega stofnaður 1891 og var Markús skólastjóri hans til dauðadags. Hann lést 28. júní 1900.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.