Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.2001, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.2001, Blaðsíða 7
Rósa Guðmundsdóttir hefur haft hægt um sig að undanförnu enda á kafi í að vinna við nýja fyrirtækið sitt, Tic, sem hún stofnaði ásamt Snædísi Þorleifsdóttur. Rósa er hætt að vera skemmtanastjóri Spotlight og einbeitir sér algjörlega að því að koma fyrirtækinu upp. Tic er umboðsskrifstofa fyrir íslenska og er- lenda listamenn og hæfileikafólk. „Ég hætti á Spotlight og fór að einbeita mér að því að koma fyrir- tækinu af stað. Ég hef ekkert slæmt að segja um Spotlight enda er ég mjög ánægð með mitt starf þar og allt sem ég hef gert útfrá þvi. En nú er ég á kafi í markaðs- setningu og vinnu fyrir nýju um- boðsskrifstofuna sem við Snædís stofnuðum saman,“ segir Rósa. Öflug sambönd erlendis „Við erum búin að vera að vinna að þessu frá því í sumar og nýlega héldum við opnunarteiti á Astro. Eigendur fyrirtækisins eru íslensk- ir og amerískir fjárfestar og við erum með mörg mjög öflug sam- bönd erlendis. Við höfum tenging- ar í skemmtanaiðnaðinn í Los Ang- eles, London, New York og Paris sem getur komið sér vel fyrir ís- lenska listamenn," segir Rósa um nýja fyrirtækið. Eitt af markmið- um Tic er að beina erlendum fjár- festum inn á íslenskan markað og einnig að bæta við þá öru þróun sem er í gangi í tölvu- og internet- bransanum. „Okkur langar að efla íslenskt listalíf og viðskiptalíf í takt við það sem er að gerast er- lendis," segir Rósa. „Það sem við höfum í höndunum eru möguleikar á því að smíða ýmis samstarfsverk- efni milli íslands og annarra landa, aðallega Bandaríkjanna. Annað markmið er að koma islenskum listamönnum á framfæri erlendis og einnig að flytja inn erlenda listamenn til íslands." Hvaða stjörnu myndir þú helst vilja flytja til landsins? „Mig langar rosalega að fá hana Madonnu til að koma til íslands. Þetta er bara persónulegur áhugi og markmið en ég efast ekki um að mér eigi eftir að takast það ein- hvern tímann." Auga fyrir talent „Snædis er framkvæmdastjórinn hjá Tic en mitt hlutverk er að sjá um fjölmiðlatengingu og vera rödd fyrirtækisins út á við. Ég tek einnig þátt í sköpunarstarfi hér innandyra. Starfsheitið á ensku er „creative director", en það er ekki til neitt almennilegt íslensk orð yfir það.“ En Rósa sér líka um að uppgötva nýja listamenn. „Ég er svo mikill listamaður sjálf að ég þekki hæfileika þegar ég sé þá. En þegar viðkemur erlendum markaði þá höfum við sambönd inn á borð hjá frægum listamönnum. Skrif- stofan hérna er opin fyrir alla lista- menn sem vilja kíkja við og ef okk- ur líst vel á það sem þeir eru aö gera þá verður það tekið fyrir. Við getum boðið þeim sambönd erlend- is sem tæki þá annars mjög langan tíma að fá. Svona umboðsskrifstofu hefur vantað lengi hérlendis." Útibú í London og New York „Við erum með ýmis samstarfs- verkefni milli okkar og erlendra aðila sem bæði gæti átt sér stað hérlendis og erlendis. Það er mikill möguleiki á aðild íslenskra lista- manna að svoleiðis verkefnum og útflutningur á þeim.“ Rósa' vill ekki uppljóstra neinum nöfnum eins og er en plötufyrirtækið EMI og kvikmyndafyrirtækin 20th Cent- ury Fox og Paramount segir hún vera meðal þeirra fyrirtækja sem eru i sambandi við Tic. „Seinna, þegar við byrjum að smíða verkefni þá sé ég stóra hluti gerast en fólk hefur brennt sig á því að vera að segja allt of snemma frá því sem er í gangi. En ég get sagt að við höfum mjög öflug sambönd sem spanna allt frá kvikmyndaverunum í Hollívúdd yfir í stærstu tónlistarnöfnin í L.A. og London. Það eru ýmsir möguleik- ar í boði sem við erum að vinna með. Það er ein af okkar stefnum að fá listamenn af hvers konar stærð- argráðu hingað til lands.“ Rósa seg- ir að Tic sé strax byrjað að stækka við sig. „Við erum nú þegar búin að opna skrifstofur í Reykjavík og Los Angeles og stefnum að því að opna líka útibú í London og New York. Með tímanum og ef allt gengur vel þá sé ég það alveg gerast. En nú er þetta bara að reyna að vinna rétt úr því sem maður hefur í höndunum." Eruó þið ekki hrœdd við sam- .keppni? „Nei, við erum svo miklir friðar- sinnar," segir Rósa og bætir því við að þau séu mjög opin fyrir sam- vinnu. „Við erum að gera þetta fyr- ir íslenskt hæfileikafólk því í þess- um bransa skiptir máli að þekkja rétta fólkið. Ég hef verið sjálf að vinna í minni eigin músík síðastlið- in þrjú ár bæði í New York og London; þar hef ég kynnst mikið af fólki en það er bara smáhluti af þeim samböndum sem við höfum nú í dag. Samböndunum höfum bæði ég og Snædís safnað á síðustu þremur árunum." Listamaður á leiðinni Það er einn bandarískur mynd- listamaður sem Tic hefur verið að vinna með sem Rósa er til í að segja frá. „Hann heitir Wyland og málar ótrúlega fallegar og ævintýralegar sjávarmyndir af höfrungum, hvölum og fleira þannig háttar. Hann er mjög frægur úti og enginn annar en Pierce Brosnan var kynn- ir í heimildamynd sem var gerð um hann. Wyland er mikill nátt- úruverndarsinni og var einn af baráttumönnunum fyrir þvi að Keiko færi aftur heim til íslands. Hann hefur lýst yfir áhuga á þvl að koma til landsins að vinna að ákveðnu verkefni og hefur sú vinnsla þegar hafist," segir Rósa leyndardómsfull. „Verkefni af þessu tagi myndi án efa vekja heimsathygli.“ Tónlistarkarríer fram undan? Rósa er hvorki á föstu né ást- fangin en segist vera sérstaklega hamingjusöm. „Ég er svona barn sem leikur _sér í sólinni,“ segir hún dreymin. „Ég er aldrei að spá neitt í ástarmálin, þau bara gerast. Það er samt örugglega gaman að eiga mig fyrir vinkonu þar sem ég er uppátækjasöm og mjög opin. Einnig er ég auðmjúk og trúuð,“ segir hún og bætir við: „Ég er manneskja sem hef lent í ýmsu um ævina og ég hef lært af því öllu saman og það hefur gert mig að þeirri konu sem ég er í dag.“ Ertu hœtt að módelast? „Fyrirsætustörf hafa alltaf bara verið hobbí í mínum augum. Með fullri virðingu fyrir fyrirsætum þá er ég bara ekki manneskjan í það. Mér finnst rosalega gaman þegar mér er boðið að sitja fyrir og stund- um tek ég að mér að sitja fyrir eft- ir því hvað það er.“ Rósa sat fyrir í auglýsingu fyrir Gullsól og þóttu myndirnar í djarfari kantinum. „Mér þótti þessar myndir einfald- lega fallegar og þess vegna tók ég þátt í þessari myndatöku. Ég á langa reynslu að baki í módelstörf- um og hef ekki verið feimin við myndavélina en líf mitt hefur nú tekið aðra stefnu. Mér líkar ekki við það að vera að hjakka stöðugt í sama farinu og verð að halda áfram i lífinu. Ég tel mig vera búna að finna mína stefnu í dag og það mun væntanlega leiða til þess að ég sem listamaður læt ljós mitt skína einn daginn og vonandi í nánustu framtíð. Það hefur verið mitt persónulega markmið lengi að vinna með músíkina mína. Ég er listamaður af lífi og sál.“ Getur þú ekki notað sambönd Tic til aó koma eigin tónlist á framfœri? „Auðvitað mun ég og örugglega hinir í Tic-team (Tic-liðinu) kanna vettvang fyrir okkar eigin feril. Ef mig langar að gera plötu einhvern tímann þá get ég notað þau sam- bönd sem við höfum fyrir sjálfa mig.“ Hvað gerðir þú á gamlárskvöld? „Ég var á heimaslóðum í Vest- mannaeyjum og fór á ball með hljómsveitinni Undryð. Ég var bara á bíl og fór svo bara snemma heim aö sofa, ég er orðin svo ábyrg manneskja." Þegar heimskonan er spurð hvort hún haldi aö hún eigi eftir að búa á íslandi eða erlendis í fram- tíðinni er hún fljót að svara. „Ég á alltaf eftir að eiga samastað hér og vonandi kaupi mér einhvern tím- ann hús með æðislegum heitum potti í garðinum. En ég myndi líka vilja eiga íbúð í New York hjá Central Park, hús í Beverly Hills, íbúð i París og fallegt sveitasetur rétt fyrir utan London," segir Rósa að lokum. 5. janúar 2001 f ÓkUS 7

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.