Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.2001, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.2001, Blaðsíða 7
Þetta helst HEILDARVIÐSKIPTI 2765 m.kr. í - Hlutabréf 500 m.kr. ! - Húsbréf 679 m.kr. MEST VIÐSKIPTI O Frjálsi fjárfestingarb. 145 m.kr. | © Flugleiöir 102 m.kr. Íslandsbanki-FBA 77 m.kr. MESTA HÆKKUN j O Sjóvá-Almennar 1,9 % i O Kaupþing 0,7 % : O Húsasmiðjan 0,5 % MESTA LÆKKUN ONýherji 7,0 % ©Marel 3,4 % | ©Össur 1,8 % ÚRVALSVÍSITALAN 1217 stig - Breyting O 0,16 % Nýr forstjóri hjá Norðuráli Nýr forstjóri hefur verið ráðinn til Norðuráls hf. á Grundartanga. Nýi forstjórinn er Bandaríkjamaður að nafni Richard A. Starkweather og tekur hann við af Norðmannin- um Birni Högdahl. Richard A. Starkweather hefur starfað í 33 ár hjá Reynolds Metals (nú ALCOA), síðustu fimm árin sem verksmiðjustjóri, en áður við ýmis stjórmmarstörf í álverum í eigu Reynolds. Hann er 56 ára, hefur há- skólamenntun í efnafræði og líf- fræði, giftur og á tvö uppkomin börn og þrjú barnabörn. Richard A. StEU'kweather kemur til starfa hjá Norðuráli um næstu mánaðamót. 1“ FIMMTUDAGUR 15. MARS 2001 _________________________________________________________________________________________________7 DV _______________________________________Viðskípti Umsjón: Viðskiptablaðið Nýsköpunarsjóður og Iðntækni- stofnun skrifa undir samning - frekari lyftistöng fyrir atvinnulífiö í landinu Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins og Iðntæknistofnun íslands hafa skrifað undir nýjan samstarfssamn- ing og gildir hann til næstu tveggja ára. Samningurinn hljóðar upp á tæpar 60 milljónir króna og er end- urnýjun á fyrri samningi milli þess- ara aðila. Framkvæmdaraðili fyrir hönd Nýsköpunarsjóðs er Impra - þjónustumiðstöð frumkvöðla og fyr- irtækja á Iðntæknistofnun. Tilgangur samstarfssamningsins er að efla nýsköpun og styðja við bakið á frumkvöðlum. Nýsköpunar- sjóði atvinnulífsins og Iðntækni- stofnun er ljóst að frumkvöðlar og nýsköpun þeirra sé einn af mikil- vægustu vaxtarsprotunum í nútíma samfélagi. Ljóst er að þessi samningur verð- ur frekari lyftistöng fyrir atvinnu- lífið í landinu því margvísleg verk- efni hafa þróast frá hugmynd að fullmótuðum vörum sem þegar hafa verið settar á markað, sem og nýj- um framsæknum fyrirtækjum sem hafa orðið til með stuðningi Ný- sköpunarsjóðs og Iðntæknistofn- unnar. Samningurinn felur í sér flmm verkefni: Almenna handleiðslu og leiðsögn við uppfinningamenn og frum- kvöðla. Frumkvöðlastuðning þar sem veittir eru styrkir til að gera við- skiptaáætlanir. Hugmyndasamkeppnina Snjall- ræði þar sem veittir eru styrkir til hagkvæmnisathugana á snjöUum hugmyndum. Verkefnið Skrefi framar þar sem ör- og sprotafyrirtæki geti fengiö að- stoð ráðgjafa við að byggja upp rekstur fyrirtækis síns. Verkefnið Vefviðskipti þar sem lögð verður áhersla á að aðstoða fyrirtæki við að skilgreina tækifæri fyrirtækisins með tiUiti til veraldarvefsins. Ráðuneytin fluttu 13-14 störf út á land Islandssími hefur farsímaþjónustu Samningur Frum- herja og Orku- veitu Reykjavíkur Á síðasta ári urðu 13-14 störf til á landsbyggðinni fyrir tilstuðlan ráðuneyta ríkis- ins, samkvæmt upplýsingum frá ýmsum ráðuneyt- um. Þar af urðu 6-7 störf tU á L. Moiíer Norðurlandi vestra og sjö störf á Norðurlandi eystra. Þetta kemur fram í svari iðnaðar- ráðherra við fyrirspurn Kristjáns L. MöUers um flutning starfa og fjar- vinnsluverkefna á vegum ráðu- neyta, stofnana og fyrirtækja út á land. Á vegum stofnana félagsmála- ráðuneytisins urðu tU 8-9 störf á landsbyggðinni og að auki tvö árs- verk vegna samninga um móttöku flóttamanna. Iðnaðar- og viðskipta- ráðuneytið flutti starfsemi Orku- sjóðs til Akureyrar í upphafi siðasta árs en viö sjóðinn starfar einn mað- ur. Þá greinir ráðuneytið frá því að prentun fréttabréfs ráðuneytisins hafi verið flutt tU Sauðárkróks. Á vegum umhverfisráðuneytisins flutti Náttúrufræðistofnun íslands eitt starf til Akureyrar á síðasta ári. Farsímakerfl Íslandssíma var form- lega tekið í notkun í gær. Það var Ómar Ragnarsson sem hringdi fyrstur um kerfi Íslandssíma í Jón Baldvin Hannibalsson, sendiherra í Wash- ington. í frétt frá Íslandssíma segir að sím- talið marki tímamót i starfsemi ís- landssíma en fyrirtækið er nú í stakk búið tU að veita aUa meginþætti sima- þjónustu tU einstaklinga, heimila og fyrirtækja. Islandssimi rekur eigið GSM/GPRS farsímakerfi á höfuðborgarsvæðinu og nágrenni þess, Reykjanesi og Eyja- firði. Reikisamningur við Landssím- ann gerir Íslandssíma kleift að þjóna öllum landshlutum frá upphafi rekstr- ar. Þetta þýðir að viðskiptavinir ís- landssíma geta farið hvert á land sem er og notað þjónustu Íslandssíma í gegnum dreifikerfi Landssímans. Farsímanet íslandssima er afar þéttriðið og fuUkomið, en það tryggir gott talsamband og að lítið verður um slit. Þéttleiki netsins þýðir einnig að gagnaflutningar með GPRS-tækni verða hraðir og öruggir. Þá er í kerf- inu boðið upp á SMS-þjónustu, talhólf og upplýsingaveitu sem fyrirtækið hefur kosið að kalla Gluggann. Glugg- inn, sem byggir á nýrri gagnvirkri tækni, er samansafn fjölbreyttrar þjónustu sem viðskiptavinir íslands- síma geta nálgast í símum sínum. Hægt er að skoða tölvupóstinn sinn, fréttir, ýmsan fróðleik og gagnlegar upplýsingar og veöurspá í Glugganum, svo fátt eitt sé nefnt. Íslandssími býður viðskiptavinum sínum einnig upp á öfluga farsíma- Orkuveita Reykjavíkur hefur selt Frumherja hf. tvær mælaprófunar- stöðvar fýrirtækisins og jafnframt gert fimm ára þjónustusamning við Frum- heija hf. um að annast þá þjónustu sem prófunarstöðvamar veita. Kaupverð prófunarstöðvanna er 259 milljónir króna. Þjónustusamningurinn hljóðar upp á ríflega 182 •milljónir króna án vsk. á ári, sem er um 40% aukning á heildartekjum Frumherja m.v. árið 2000. Fram kemur í tilkynningu frá Frumherja að Orkuveita Reykjavíkur hefur rekið tvær prófunarstöðvar, aðra vegna raforkumæla, en hina vegna hitaveitu- og vatnsmæla og hafa þær annast innflutning og prófun rafmagns- og rennslismæla fyrir veitusvæði fyrir- tækisins. Þá hafa prófunarstöðvamar rekið verkstæði, sinnt viðhaidi og hald- ið lager. Með kaupum þessum tekur Frumherji hf. að sér alla starfsemi próf- unarstöðvanna, eignarhald rafmagns- og rennslismæla og uppsetningu þeirra á veitusvæði Orkuveitunnar. Frum- herji hf. tekur við rekstri próftmar- stöðvanna um næstu mánaðamót. Engum starfsmanni Orkuveitunnar veröur sagt upp störfum vegna þessa, en 15 til 20 starfsmenn hafa komið að þessum störfum á vegum fyrirtækisins. Orkuveitan og Fmmheiji hf. hafa hins vegar samið um forgang starfsmanna Orkuveitunnar að störfum á þessu sviði hjá Framherja hfi, en með kaup- um á stöðvunum skapast 9 stöðugildi hjá Framherja hf. Amerískar dýnur fyrir ungt fólk Twin Twin XL Full Full XL Queen 97x190.5 cm 97x203 cm 135x190.5 cm 135x203 cm 152x203 cm MiUistíf 25.550,- 29.980 34.920,- 38.890,- 44.530,- Twin Twin XL Full Full XL Queen 97x190.5 cm 97x203 cm 135x190.5 cm 135x203 cm 152x203 cm Millistíf 29.790 35.270 39.960,- 45.680,- 49.982,- IPjwllB f f Twin Twin XL FuU Full XL Queen 97x190.5 cm 97x203 cm 135x190.5 cm 135x203 cm 152x203 cm Hörð 36.590 43.110 46.550,- 53.120,- 55.150,- Millistíf 39.710 46.140 50.180,- 56.880,- 59.980,- Mjúk 44.420 53.290 57.960,- 63.750,- 66.490,- HUSGAGNAHOLUN Raðgreiðslur í allt að 36 mánuði Bíldshöfði 20 110 Reykjavik Sími 510 8000 www.husgagnahollin.is þjónustu á erlendri grundu. Með ein- um samningi, sem skrifað var undir sl. haust, er tryggður aðgangur að far- símanetum um 300 farsímafyrirtækja í 123 löndum, þar af í öllum 50 ríkjum Bandarikjanna. Íslandssími hefur gengið til samn- inga við yfir 20 sölu- og þjónustuaðila sem bjóða munu þjónustu fyrirtækis- ins. Þeirra á meðal eru Heimilistæki, sem mun hýsa þjónustumiðstöð ís- landssíma, Húsasmiðjan, Japis, Penn- inn, Fríhöfnin, Nýherji og íleiri. Ráð- gert er að sölu- og þjónustuaðilum fjölgi til muna á næstunni. Þá er einnig að finna margvíslega þjónustu og upplýsingar um farsímarekstur ís- landssíma á vef Íslandssíma, www.is- landssimi.is. Simanúmer Íslandssími byrja á 82 og talhólf á 62. Þegar er búið að út- Fyrsta hringingin hluta þúsund viðskiptavinum númer- Ómar Ragnarsson hringdi fyrstur um kerfi Íslandssíma í Jón Baldvin Hanni- um og byrja þeir að hringja um kerfi balsson, sendiherra í Washington. Íslandssíma nú þegar. 15.03.2001 kl. 9.15 KAUP SALA KAUP SALA Blj'Dollar 87,080 87,530 L.-Pund 125,910 126,550 I+l:Kan. dollar 55,880 56,230 fiSlpönsk kr. 10,6130 10,6720 j H—~Norsk kr 9,6860 9,7400 ; fiSsænsk kr. 8,6610 8,7090 j tfcjFi. mark 13,3163 ' 13,3963 . Fra. franki 12,0701 12,1427 i 1 ; Belg. franki 1,9627 1,9745 i Plll Sviss. franki 51,4900 51,7800 i ESHoII. gyllini 35,9280 36,1439 i ^Þýskt mark 40,4814 40,7247 i 3]h- l'ra 0,04089 0,04114 j þjjrj'Aust. sch. 5,7539 5,7884 i . Port. escudo 0,3949 0,3973 i •^jSpá. peseti 0,4759 0,4787 !l • þap-yen 0,72050 0,72480 i K jirskt pund 100,531 101,135 SDR 111,3400 112,0100 | {j||ECU 79,1748 79,6506

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.