Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.2001, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.2001, Blaðsíða 3
MÁNUDAGUR 19. MARS 2001 19 dv_______________________________________Spori Yfirburðir og spenna - í leikjum KR og ÍS og ísfirðinga og Keflvíkinga í úrslitakeppni kvenna í körfuknattleik t KR-stelpumar skoraðu 3 eða fleiri stig og bekkurinn lagði til 30 stig en Henning skipti leiktímanum vel á mifli sinna stelpna. KR-liðið hefur tvær landsliðskonur til taks á bekkn- um, breiddin sem var dragbítur liðs- ins í upphafl vetrar er nú orðin einn af mestu kostum þess. Gréta María Grétarsdóttir lék best KR-stúikna eftir að hafa komið gríð- arlega sterk inn af bekknum með 12 stig og 11 fráköst en einnig lék Krist- in Björk Jónsdóttir mjög vel. Guð- björg Norðfjörð hitti úr 5 af 7 skotum sínum og skoraði 12 stig á 17 minút- um og keppnismanneskjan Hanna B. Kjartansdóttir skilaði góðum hlutum í upphafi leiks þegar að einhverju var að keppa en var róleg eftir það. Hjá ÍS sýndi Stella Rún Kjartansdóttir smálit í seinni hálfleik er hún gerði öll 8 stig sín en leikur Stúdína, sem innihélt 16% skotnýtingu (9 af 55) og 29 tapaða bolta, er best gleymdur ef Stúdínur ætla að reynast KR-stúlkum einhver hindrun í „seinni“ leik liðanna í kvöld. Stig KR: Kristín Björk Jónsdóttir 14 (5 stoðs.), Gréta María Grétarsdóttir 12 (11 fráköst), Guðbjörg Norðfjörð 12, Heather Corby 12 (8 fráköst, 7 stolnir), Hanna B. Kjartansdóttir 7 (4 stolnir, 3 stoðs.), Guðrún Ama Sigurðardóttir 7 (8 fráköst á 19 mín.), María Káradóttir 4, Helga Þorvaldsdóttir 4 (6 fráköst, 4 stoðs.), Hildur Sigurðardóttir 4, Sigrún Skarphéðinsdóttir 3. Stig IS: Stella Rún Kristjánsdóttir 8, Svana Bjamadóttir 4, Cecilia Larsson 2, Hafdís Helgadóttir 2, Þómnn Bjamadóttir 2, Jófríður Halldórsdóttir 2. -ÓÓJ Keflvíkingar eru komnir ■ úrslit en stúlkurnar léku vel á ísafiröi í gærkvöld. Ársþing HSI var haldið um helgina: Breytt fyrirkomulag - öll karlaliðin leika í sömu deild á næsta tímabili Guðmundur endurkjörinn Arsþing Handknattleikssam- bands íslands var haldið í Reykja- vík um helgina og var tfllaga um nýtt keppnisfyrirkomulag sam- þykkt eftir miklar umræður. Hand- boltinn hefur staðið frammi fyrir því vandamáli að liðum í 2. deild hefur fækkað síðustu ár. Samþykkt var á þinginu að öll liðin í meist- araflokki karla leiki í einni deild. Fyrirkomulagið verður með þeim hætti að verði þau 14 eða færri verður leikin tvöföld umferð í óskiptri deild fyrir úrslitakeppn- ina. Ef svo fer að liðin verði 15 eða fleiri verður þeim skipt í tvo riðla og leikið í þeim áður en liðum verður skipt aftur eftir árangri í milliriðla. Eftir það tæki við úr- slitakeppnin. Með samþykkt þessari fellur ekk- ert lið úr 1. defld í ár. Guðmundur Ingvarsson var endurkjörinn for- maður HSÍ. Stjóm sambandsins skipa Sigurjón Pétursson, Ásgerð- ur Halldórsdóttir, Guðmundur Davíðsson, Þorbergur Aðalsteins- son, Knútur Hauksson og Pálmi Matthíasson. Varamenn eru þeir Baldur Guðnason, Sigfús Karlsson og Friðrik Jóhannsson. „Þetta var flölmennt þing og störf gengu almennt séð vel. Það er mikið atriði í okkar huga að samþykktin um breytt defldarfyrirkomulag verði rétt framreidd og verður það kynnt betur síðar. Hún er háð þvi að tflskil- inn flöldi liða tilkynnir þátttöku en það á eftir að koma í ljós. Við ætlum að bjóða upp á utandeildarkeppni sem verður svæðaskipt. Það hefur enn fremur verið unnið gott starf í útbreiðslumálum og því starfl er ekki enn þá lokið. í þeim efnum hef- ur reglubók verið dreift um land allt og skólar á höfuðborgarsvæðinu og um landið hafa verið heimsóttir á sl. átta mánuðum," sagði Einar Þor- varðarson, framkvæmdastjóri HSÍ. Af öðrum málum á þinginu má nefna að samþykkt var að leggja niður félagaskiptagjald. -JKS Beint áSýn 19,-25. mars Úrslitakeppni kvenna í körfu hófst um helgina og þar vora einvígi und- anúrslitanna afar ólík. Deildar- og bikarmeistarar brunuðu yflr Stúdín- ur vandræðalaust með stærsta sigri úrslitakeppni kvenna frá upphafi en fyrri leikur Keflavíkur og KFl fór í framlengingu en Keflavík kláraði dæmið á ísafirði í gær. Keflvíkingar gerðu góða ferð á ísa- flörð í gærkvöldi þar sem þær slógu heimastúlkur út úr úslitakeppninni. Fyrirfram var búist við spennandi leik þar sem framlengingu þurfti í fyrsta leiknum í Keflavík á dögunum til að skera úr um úrslit. Heimastúlkur léku vel í fyrsta leik- hluta, þó enginn betur en Stefanía Ás- mundsdóttir sem nýtti sér vel flar- vera Erlu Þorsteinsdóttur og skoraði 10 stig í leihlutanum. Skynsamur sóknarleikur og sterk vöm skiluðu KFÍ10 stiga forystu eftir leikhlutann 27-17. í örðum leikhluta náðu gestimir að minnka muninn smám saman en þá höfðu þær skipt yfir í svæðisvöm sem heimastúlkur vora ragar við að sækja á. Staðan í hálfleik var 40-38 fyrir KFÍ. í þriðja leikhluta tóku þær Kefl- vísku öfl völd þegar þær breyttu stöð- unni úr 44-43 fýrir KFl og i 60-44 sér í hag. Á þessum kafla ríkti mikið ráð- leysi í sóknarleik KFÍ og vamarleik- urinn var ekki burðugur því Keflavík skoraði hveija auðveldu körfuna á fætur annarri. Heimastúlkur hresst- ust þó aðeins og skoraðu 10-2 það sem eftir var flórðungsins og staðan við upphaf þess flórða var 54-62. Jessica Gaspar fékk sína flmmtu viflu um miðjan flórðunginn og þá héldu flestir að eftirleikurinn yrði auðveldur fyrir Keflavík. Við þetta mótlæti efldust KFÍ-leikmenn og gerðu harða hríð að gestunum og náðu að minnka muninn í 3 stig 69-72 þegar ein mínúta var eftir. Karl Jónsson þjálfari KFÍ var óhress eftir leikinn: „Það er sárt að detta út úr keppninni á þessu stigi. Keflvíkingar vora einfaldlega betri í þessum leik og ég verð að hrósa Kristni Óskarssyni þjálfara þeirra sérstaklega fyrir að geta hrært í dóm- urunum aflan leikinn og fengið þá á sitt band með kænskubrögðum. Það er ekki eðlilegt að Jessica [Gasparjskuli aðeins fá 6 vítaskot í leik eins og hún spilar, en þetta er henni sjálfri að kenna því hún býr til alla snertinguna sjálf þegar hún fer inn í teiginn, ég verð greinilega að skamma hana fyrir þetta", sagði hann. Framlengt í fyrsta leik Keflavíkurstúlkur tóku forystu í undanúrslitaeinvígi sínu gegn KFÍ er þær sigraðu ísfirðinga í framlengd- um leik á fóstudagskvöld. Leikurinn var spennandi allan tímann og liðin skiptust á að hafa forystu mestaflan leikinn og það fór svo að það þurfti að framlengja hann. Brooke Schwarz meiddist eftir flmm mínútna leik og þá virtust Keflavíkurstúlkur fara í gang og gerðu þær sjö stig í röð og staðan eftir fyrsta leikhluta 14-14. Kristinn Óskarsson, þjálfari Keflvík- inga, setti upp pressuvöm um miðjan annan leikhluta og Brooke og Erla, sem höfðu fengið hvíld, komu aftur sterkar inn. Keflvíkingar vora komn- ir fram úr og leiddu i hálfleik, 31-26. Seinni hálfleikur var mjög spenn- andi þar sem liðin skiptust á að hafa forystu. KFÍ lék svæðisvöm hluta seinni háifléiks og þær virtust vera að landa sigri í Keflavik, en einu sinni sem oftar þá var það Keflavík sem kláraði dæmið. Eftir venjulegan leiktíma var staðan 30-60 en i fram- lengingunni var það aldrei spuming, og lokatölur 79-67 fyrir heimamenn. Hjá Keflvíkingum áttu þær Erla, Svava og Brooke góðan leik en hjá gestunum var Jessica Gaspar sterk- ust, ótrúlega dugleg í fráköstunum. Þá átti Tinna einnig flnan leik. Keflavík (31) (60) 79 KFÍ (26) (60) 67 Stig Keflavíkur: Brooke Schwartz 18, Erla Þorsteinsdóttir 17, Svava Stefánsdóttir 15, Bima Valgarðsdóttir 10, Kristín Blöndal 8, Sigriður Guðjónsdóttir 6, Marín Karlsdótt- ir 4, Guðrún Karlsdóttir 1. Stig KFÍ: Jessica Gaspar 23, Tinna Sig- mundsdóttir 17, Stefanía Ásmundsdóttir 4, Fjóla Eiríksdóttir 6, Sólveig Gunnlaugs- dóttir 5, Anna Sigurlaugsdóttir 2. -EÁJ 59 stiga munur í Vesturbæ KR-stúlkur höfðu mikla yfirburði gegn Stúdinum i fyrsta leik þeirra í undanúrslitunum. KR vann að lokum 79-20, en þessi 59 stiga munur er stærsti sigur í úrslitakeppni kvenna frá upphafi. ÍS leiddi 4-3 eftir tvær mínútur en þá tók Henning Henn- ingsson, þjálfari KR, leikhlé, stillti strengina og KR-vélin fór í gang. KR skoraði næstu 14 stig og vann næstu 18 mínútur, 37-2, og Stúdínur voru meðal annars stigalausar í öðram fjórðungi. Fyrirliði IS, Hafdís Helgadóttir, gat ekkert beitt sér vegna ökklameiðsla en það skýrir þó ekki andleysi ÍS- stúlkna sem þurfa heldur betur að rífa sig upp ef KR-stúlkur eiga að þurfa að svitna í seinni leiknum. KR-vélin er aftur á móti ekki árennileg. KR átti tíu af 12 stigahæstu leikmönnum vallarins og allai' tiu Körfubolti: Stjarnan og Blikar byrja vel Stjaman vann Þór úr Þorláks- höfn í Garðabæ i fyrsta leik lið- anna i úrslitakeppni 1. deildar í körfuknattleik um helgina. Loka- tölur urðu 107-83 en það lið sem fyrr vinnur tvo leiki tryggir sér sæti í úrvalsdeildinni. Eiríkur Þór Sigurðsson og Jón Ólafur Jónsson skoruðu 20 stig hvor fyr- ir Stjömuna. Breiðablik sigraði Selfoss í hinum úrslitaleiknum um sæti í úrvalsdeild í gærkvöld, 124-75. Pálmi Freyr Sigurgeirsson skor- aði 26 stig fyrir Blika. Leon Per- due gerði 23 stig fyrir Selfoss. -JKS Blak: Stúdínur unnu fyrsta leiklnn Kvennalið ÍS gerði sér lítið fyr- ir og skeflti Víkingsstúlkum í fyrsta undanúrslitaleik liðanna á íslandsmótinu í blaki. Hrinum- ar enduðu, 25-17, 25-20, 25-19. Dagbjört Víglundsdóttir átti besta leik hjá ÍS í karlaflokki áttust við Reykja- víkur-Þróttarar og Stjarnan og sigruðu Þróttarar í fimm hrin- um, 20-25, 25-22, 21-25, 25-22 og 15-8. Ólafur Heimir Guðmunds- son og Einar Ásgeirsson áttu góð- an leik fyrir Þrótt. Viðureign Þróttar í Neskaup- stað og KA var frestað. -JKS lau Búlgaria - ísland HMI Knattspymu kl. 15:15 <au England - Finnland HM i knattspymu kl. 18:00 iau Oscar de la Hoya - Arturo Gatti Hnetaleikarkl. 02:00 sun Miami Heat - San Antonio Spurs HBflkl. 17:00 sun Úrsötakeppnin Epson-deildin kl. 19:45 Evrópska mótaröðin í golfi: Birgir Leifur í 32.-40. sæti á eyjunni Madeira Kylfingurinn Birgir Leifúr Hafþórsson hafn- aði í 31.-39. sæti á evr- ópsku mótaröðinni sem lauk á eyjunni Madeira í Portúgal í gær. Birgir lék lokahringinn á þremur undir pari og alls hringina fjóra á fimm undir pari. Birgir Leifur fékk fjóra fugla og einn skolla á lokahringnum. Árang- ur hans verður að teljast mjög góður en alls lék hann á 283 höggum. Sigurvegari varð Des Smyth frá írlandi á alls 270 höggum en hann er 48 ára og elsti kylfingur- inn sem unnið hefur sig- ur á mótaröðinni. John Bickerton frá Englandi varð annar á 272 höggum og Walesbúinn Stephen Dodds lék á 274 höggum. Næsta mót verður í apríl. Hinn gamalkunni kylfingur, Spánverjinn Baflesteros, var á meðal þátttakenda og lék á 285 höggum. -JKS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.