Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.2001, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.2001, Blaðsíða 2
16 FÖSTUDAGUR 23. MARS 2001 FÖSTUDAGUR 23. MARS 2001 17 Æfingar að morgni keppnisdags Kynning keppenda kl. 13 -14 Keppnin hefst kl. 14 Upplýsingar gefa Marinó 894 2967 og Gunnar 898 2099 Sport Sport Jói útherji KNATTSPYRNUVERSLUN Ármúla 36 • sími 588 1560 Opið: mánudag-föstudag 10.00-18.00 laugardag 11.00-14.00 Sendum í póstkröfu samdægurs. Stúdínur í úrslit Stúdínur skelltu Víkingsstúlk- um í öðrum undanúrslitaleik lið- anna á íslandsmótinu í blaki í Víkinni í gærkvöld og enduðu hrinurnar 25-17, 25-17 og 25-10. Það má segja að leikurinn hafi verið einstefna frá upphafi til enda og heimaliðið fann aldrei rétta taktinn. Það sást best í annarri hrinunni þar sem stúdínur komust í 10-0 án þess að svar kæmi frá Víkingsstúlkum sem nú eru komnar í fri frá blaki i bili. Stúdínur áttu flestar ágætan leik og virtust vel stemmdar. Há- vörn þeirra og uppgjafir voru góð- ar og einnig móttakan og Guðrún Ása Kristleifsdóttir uppspilari þeirra stóð sig vel. Dagbjört Víglundsdóttir var Víkingsstúlk- um líka erfið og þær áttu ekkert svar við skeflum hennar. Stúdínur mæta liði Þróttar N. í úrslitaleik íslandsmótsins sem fram fer í Nes- kaupstað. Bikarúrslitin eftir viku Hápunktur tímabfls blakmanna verður í Digranesi á morgun en þá mætast í karlaflokki lið ÍS og Stjörnunnar og hefst sá leikur kl. 14. í kvennaflokki mætast lið Þróttar N. og ÍS en sá leikur hefst kl. 15.30. Það má búast við hörku- leikjum og miklum baráttuleikj- um. Stjörnunni hefur aldrei tekist að vinna bikarmeistartitilinn en ÍS hefur ekki tapað leik í bikar- keppni á þriðja ár. Þróttarstúlkur unnu fyrsta bikarmeistaratitil sinn i fyrra og ætla sér án efa að halda honum lengur. Stjarnan krækti í oddaleik Stjörnunni tókst að skella Þrótti í öðrum undanúrslitaleik liðanna í Ásgarði í fyrrakvöld í þremur hrinum gegn einni og tryggði liðið sér þar með oddaleik. Hrinurnar enduðu 28-30, 25-19, 29-27 og 26-24 fyrir Garðarbæjarliðið. Liöin munu mætast í Hagaskólanum i næstu viku og þá fæst úr því skor- ið hvort liöiö mun leika til úrslita um íslandsmeistaratitilinn. -GHÞ Búlgarar bjartsýnir Búlgarar eru nokkuð bjartsýn- ir á að þeim takist að leggja ís- lendinga að velli í forkeppni heimsmeistaramótsins á morg- un. Þeir gera sér grein fyrir mik- ilvægi leiksins en vinni þeir ekki leikinn má segja að mögu- leikar þeirra á að komast áfram í keppninni séu úr sögunni. Búigarar ætla að hafa góðar gætur á Eiði Smára Guðjohnsen sem þeir óttast mjög. -JKS Dagur Sigurðsson og félagar töpuðu slagnum um japanska meistaratitilinn í Hefur gengið vonum framar Þetta er aðeins brot af því sem er á boðstólum. Láttu sjá þig og gerðu góð kaup. Vindjakkar......... Bómullarpeisur..... Bómullarbuxur...... KR-varatreyja...... Stakarbuxur........ Liverpool sweet shirt ,40% afsláttur .50% afsláttur ,50% afsláttur ,20% afsláttur .......frá990 ,20% afsláttur Breytingar fram undan hjá kvennalandsliðinu í handbolta: Ágúst hættir - með kvennalandsliðið eftir að hafa stjórnað liðinu í eitt ár Ágúst Jóhannsson, landsliösþjálfari kvenna i handknattieik, hefur til- kynnt forystu Handknatt- leikssambands íslands að hann muni ekki halda áfram með landsliðið þeg- ar samningur hans rermur út í vor. Ágúst, sem er aðeins 24 ára gamafl, hefur stjómað liðinu í eitt ár og er það Ágúst Johannsson mál manna innan hand- knattleikshreyfingarinnar að hann hafi sýnt mikinn metnað í starfi. I hafa verið mjög ánægður við stjómvölinn hjá kvennalands- liðinu en það væra aðrar ástæður sem réðu þvi að hann ákvað að hætta sem þjálfari kvennalandsliðsins. Ekki erilsamt starf „Þaö hefur verið mjög gott að vinna með því fólki sem hefur starfað við kvennalandsliðið. Ég hef lært mikið og þroskast sem þjálfari á þessu ári og fyrir það er ég þakklátur. Þetta er hins vegar ekki mjög erflsamt starf og ég samtali við DV-Sport sagðist Ágúst sakna spennunar og áreitisins sem skapast við þjálfun félagsliða," sagði Ágúst Jóhannsson, aðspurður um ástæður fyrir ákvörðun sinni. Hef náö toppnum „Mér finnst að ég hafi náð toppnum í kvennahandboltanum og vil gjarnan ná lengra sem handknattleiksþjálfari, hvort sem það er hér heima eða erlendis." Samkvæmt heimildum DV-Sport hafa nokkur lið í Nissandeild karla sett sig í samband við Ágúst, auk þess sem liö á Norðurlöndum hafa sýnt honum áhuga. -ósk Pað mun eflaust mikiö mæða á Eiöi Smára Guöjohnsen gegn Búlgörum á morgun. Búlgarar munu hafa góöar gætur á honum. ísland mætir Búlgörum á HM á morgun: Hörkuleikur - segir Atli Eðvaldsson landsliðsþjálfari íslenska landsliðið mætir Búlgör- um í forkeppni heimsmeistaramóts landsliða í knattspymu í Soflu á morgun. Liðið æfði tvívegis í gær við ágætis aðstæður en um 15 stiga hiti var i borginni í gær. Hópurinn var loksins fullskipaður í gær en Helgi Sigurðsson kom akandi frá Aþenu en hann lék með liði sínu í grísku 1. deildinni í fyrrakvöld. Atli Eðvaldsson sagði eftir kvöld- æfinguna mikinn hug vera í mann- skapnum. Allir væru heflir og til- búnir að leggja sig fram og knýja þannig fram hagstæð úrslit í leikn- um á morgun. „Þetta verður eflaust hörkuleik- ur. Ég er búinn að sjá leik Búlgara gegn Dönum á myndbandi og þar léku Búlgarar vel. Þar kom greini- lega fram að þeir hafa sterku liði á að skipa og verða örugglega harðir í horn að taka hér á heimavelli," sagði Atli Eðvaldsson. Leikurinn á morgun fer fram á þjóðarleikvanginum í Sofiu og tek- ur hann um 70 þúsund áhorfendur. Búist er við 10-15 þúsund áhorfend- um á leikinn á morgun. „Við ætlum að leggja okkar leik svipað upp og gegn N-írum sem við unnum í síðasta leik í riðlinum. Ég yrði ánægður með að fara héðan með jafntefli. Það yrðu í raun áhugaverð úrslit. Við verðum að halda vöku okkar og megum ekki sofna á verðinum. Með skynsömum leik er ég bjartsýnn fyrir leikinn,“ sagði Atli og sagðist ætla að til- kynna byrjunarliðið eftir æfingu síðdegis í dag. 21 árs landsliðið mætir Búlgörum klukkan 15 í dag. -JKS - fús að framlengja samninginn við Wakunaga i Hiroshima Dagur Sigurðsson lauk fyrsta keppnistímabili sínu með jap- anska handknattleiksliðinu Wakunaga frá Hiroshima í vik- unni en lokaspretturinn um jap- anska meistaratitilinn var æsispennandi. Dagur og samherj- ar hans léku til úrslita við Honda i Tokyo og urðu að lúta í lægra haldi, 25-24, eftir að hafa verið fjórum mörkum yfir í hálfleik. Uppskeran á tímabilinu hjá Wakunaga var mjög góð engu að síður. Liðið varð deildarmeistari og sigraði i tveimur af þremur minni mótum sem haldin eru samhliða deildarkeppninni. I úrslitaleiknum gegn Honda skoraði Dagur eitt mark og var lengstum tekinn úr umferð. Dag- ur segir það hafa verið súrt að tapa leiknum því Wakunaga hafi verið yfir nær allan leikinn. Mjög mikill áhugi var á úrslita- keppninni en undanúrslitaleik- irnir fóru fram í stórri íþrótta- höll í Tokyo. Úrslitaleikurinn sjálfur var sýndur beint í jap- anska sjónvarpinu. Þess má og geta að nokkrir íslendingar, bú- settir í Tokyo, fylgdust með Degi í úrslitaleiknum. Súrt aö tapa en menn samt ánægðir með tímabilið „Leikurinn þróaðist nokkuð undarlega í síðari hálfleik. Þegar um tíu mínútur voru til leiksloka missti Honda sterkustu leikmenn sína út af vegna rauðra spjalda, Frakkana Frederic Volle og Stephane Stocklin, og héldu þá flestir að leikur Honda-liðsins myndi hrynja. Það var öðru nær, leikmenn Honda tvíefldust við mótlætið, tókst að jafna 22-22 og skora síðan sigurmarkið tveimur sekúndum fyrir leikslok. Þetta var svekkjandi niðurstaða en engu að síður eru allir sáttir við útkomuna á þessu tímabili. Þetta er besti árangur liðsins eftir að útlendingar komu inn í deildina fyrir nokkrum árum. Wakunaga stóð Honda alltaf að baki en í dag eru þessi lið svipuð að styrk- leika,“ sagði Dagur Sigurðsson í spjalli við DV. Á leiö í frí til lítillar eyju fyrir utan Malasíu Þaö hlýtur að vera skrýtin til- finning aö tímabilinu skuli lokiö í mars. Þú varst því ekki vanur þegar þú lékst í Þýsklandi. „Það er þægileg tilfinning að þessu er lokið. Nú getur maður slappað vel af og hefur fjölskyld- an tekið stefnuna á fri á lítilli eyju utan við Malasíu. Að vísu verður mót í júlí en það tekur ekki nema nokkra daga. Við er- um ákveðin að koma heim til ís- lands í sumar og vera þar ein- hvern tíma. Það verður gaman að komast í veiði sem ég hef mikinn áhuga á. Ég verð kominn hingað aftur í byrjun september en þá hefst undirbúningurinn fyrir tímabilið sem hefst í október." Nú er fyrsta tímabiliö af tveim- ur lokiö. Ertu ánœgöur með veru þína i Japan? „Já, ég er mjög ánægður með veruna hér. Það er óhætt að segja að þetta hafi gengið vonum framar og aðbúnaður allur er frá- bær. Álagið er miklu minna en í Þýskalandi þar sem ég lék nokk- ur ár. Fyrir vikið verður leik- gleðin meiri og maður nýtur þess að æfa og leika handbolta. Fjöl- skyldan unir hag sínum vel. Önn- ur dætra okkar, sem er þriggja ára, er farin á leikskóla og líkar vel. Hin dóttirin er 20 mánaða og það gefst góður tími til þess að vera með henni heima.“ Opinn fyrir því að vera nokkur ár í viðbót Heföir þú jafnvel áhuga á því aö vera lengur l Japan en áœtl- anir stóöu til í upphafi? „Ég samdi til tveggja ára við liðið og nú er eitt þeirra aö baki. Ég ætla að setjast niður með forráðamönnum liðsins á næstunni og þá ætti að koma í ljós hugur þeirra til málsins. Frá mínum bæjar- dyrum séð ætla ég að skoða þaö með opnum huga ef mér býðst að vera hér einhver ár í viðbót. Ég get ekki neitað því að hér er flest betra en ég átti von á í upphafi. Mig langaði alltaf að prófa eitthvað nýtt og ég sé ekki eft- ir þeirri ákvörðun að fara til Japans. Handboltinn hefur komið mér á óvart og hann er í mikilli sókn. Ég er viss um það að landsliðið á eftir að fylgja á eftir en Japanar stefna ótrauðir að því að kom- ast á Ólympíuleikana í Aþenu 2004. Síðan hafa þeir sóst eftir þvl að halda leikana í Osaka 2008.“ Svo viröist sem aukning sé á því aö leikmenn frá Evrópu hafi áhuga á því aö freista gœfunar í japanska handbolt- anum? „Það getur vel verið að þeim fjölgi eitthvað á næsta tímabili. Rússneska skyttan Kudinov hefur þegar gert samning við Kumamoto en þar er fyrir Sergei Zisa sem lék meö KA-mönnum á sínum tíma. Hann hefur staðið sig vel með sínu liði. Þá hefur það einnig heyrst að á leiðinni sé tékkneskur landsliðsmaður sem gangi til liðs við lið sem er að koma upp úr 2. deildinni. Á þessu sést að það verður ein- hver fjölgun erlendra leikmanna í deildinni næsta vetur. Það er hugur í flestum liðum og eru þau jafnari en áður. Honda-liðið vann t.d. alla titlana sem í boði voru i fyrra. Breiddin mætti hins vegar alveg vera meiri en það stendur Dagur Sigurðsson lætur vel af verunni í Hiroshima. Hann segir Japan vera fjölskylduvænt land og er hann opinn fyrir aö framlengja samning sinn við félagið. eflaust allt til bóta. Erlendu leik- mennirnir láta allir vel af veru sinni í Japan og hafa Frakkarnir Volle og Stocklin báöir sótt um japanskan ríkisborgararétt. Það hefur reynst torveldara en þeir áttu von á en manni skilst að það sé siður en svo auðvelt að sækj- ast eftir japönsku ríkisfangi." Leturgerðin er svakalega erfið Hvernig gengur aö aölagst jap- anskri menningu og lœra máliö? „Það hefur gengið vel að að- lagast flestum hlutum hér. Japan er mjög fjölskylduvænt land og fjölskyldan er sett hér í öndvegi. Það er betra aö vera hér með fjöl- skyldu en í Þýskalandi en það hefur hins vegar tekið tíma að koma sér inn í tungumálið. I Þýskalandi var það ekkert mál en maður þarf að hafa meira fyrir því í Japan af skiljanlegum ástæðum. Þaö kemur til okkar einkakennari nokkrum sinnum í viku og okkur hefur sóst námið vel og við getum bjargað okkur úti á götu. Það er hins vegar ekk- ert launungarmál að japanskan er mjög erfitt mál. Leturgerðin er svakalega erfið en framburður- inn og málfræðin eru nokkuð að- gengileg. Þetta tekur sinn tíma en mjög gaman að takast á við námið.“ Islenska landsliðið leikur viö Hvíta-Rússland í forkeppni Evr- ópukeppninnar í byrjun júní. Gef- ur þú kost á þér í liöiö veröir þú valinn? „Það hefur nú ekki enn þá ver- ið ráðinn nýr landsliðsþjálfari. Ég held nú samt að ef til mín verður leitað muni ég gefa kost á mér í liðið,“ sagði Dagur Sigurðs- son sem var fyrirliði landsliðsins á heimsmeistaramótinu í Frakk- landi í vetur. -JKS L.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.