Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 73. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						ÞRIDJUDAGUR 27. MARS 2001
31
tölvui takni og visinda
PlayStation 2 gengur vel í leikjaunnendur:
Tiu milljónir
eintaka seld
- fullt af leikjum einnig á leiðinni
Sony, framleið-
andi         Play-
Station leikja-
tölvanna vin-
sælu, sendi frá
sér fréttatil-
kynningu síð-
astliðinn fimmtudag þar sem fram
kom að fjöldi seldra PlayStation 2
hefði nú náð 10 milljónum eintaka.
Þessi tala skiptist á þessa leið eftir
mörkuðum: Japan, 4,65 milljónir;
Bandaríkin, 2,76 muljónir; Evrópa,
2,63 milljónir.
Framboö aö aukast
Vélin kom fyrst á markað 4.
mars í Japan á seinasta ári og hef-
ur gengið hálfbrösuglega hjá Sony
að anna eftirspurn þar sem skort-
ur á ýmsum smáhlutum,
tölvukubbum og þess háttar, hefur
hamlað framleiðslu. Þetta leiddi
meðal annars til þess að skera
varð við nögl upphaflegar sending-
ar til Bandarikjanna og Evrópu,
eins og kannski PlayStation-aðdá-
endur hér á landi urðu illilega var-
ir við. Samkvæmt yfirlýsingum
Sony er það vandamál nú óðum að
hverfa. Áætlað er að framleiðslan
verði komin í 1,5 milljónir véla á
mánuði nú í vor og svo í 2 milljón-
ir véla í haust. Þetta þýðir að fyr-
irtækið ætlar á næsta fjárlagaári
að framleiða um tuttugu milljónir
véla.
Þrátt fyrir aö  erfiðlega  hefur
gengið   að " koma   leikjavélinni
Nú búa um 10 milljónir heimila í heiminum yfir einu stykki PlayStation 2 og cf framleiösla næsta fjárlagaárs Sony
selst öll veröa þau oröin um 30 milljónir.
Haugur af leikjum er á leiöinni á PlayStation 2, eins og t.d. Metal Gear Solid
2: Sons of Liberty en fyrirrennari hans sló rækilega í gegn á PlayStation-
jálkinum.
sjálfri á markað í nægu magni hef-
ur ekkert lát verið á útungun
leikja frá hinum ýmsu aöilum. í
Japan verða í lok marsmánaðar
komnir út 183 titlar fyrir Play-
Station 2 og áætlað er að 370 titlar
í viðbót bætist í hópinn á næsta
fjárlagaári Sony. Mun færri titlar
eru komnir fyrir Evrópu eða 58.
Meginástæðurnar eru þær að í
fyrsta lagi kom leikjatölvan átta
mánuðum fyrr út í Japan auk þess
sem margir þeir leikir sem út
koma i Japan komast aldrei út fyr-
ir landamæri lands hinnar rísandi
sólar sökum þess hversu undarleg-
an smekk Japanir hafa oft miðað
við aðra leikajunnendur víðs veg-
ar um heiminn. Evrópubúar þurfa
þó ekki að örvænta því nú eru utn
300 leikjatitlar í hönnun fyrir Evr-
ópumarkað og þ.a. er áætlað að um
100 þeirra komi út á þessu ári.
Jálkurinn lifir góöu lífi
Þrátt fyrir tilkomu PlayStation 2
er ekki þar með sagt að leikjafram-
leiðendur hafi hent allri leikja-
hönnun fyrir gamla PlayStation
jálkinn og litla klóninn PlaySta-
tion one. Sérstaklega á þetta við
um Bandaríkjamarkað og Evrópu-
markað þar sem enn er verið að
hanna og setja á markað leiki fyr-
ir þær tvær. Samtals hafa Play-
Station og PlayStation one selst í
um áttatíu milljónum eintaka og
því nægur markaður enn fyrir
leiki þar sem enn eru margir sem
ekki hafa uppfært í PlayStation 2.
Áform Sony byggjast einnig á
því að koma öllum þrem leikja-
Ámtlað er að fram-
leiðslan verði komin i
1,5 miiijónir véia á
mánuðí nú f vor og svo
(2 miiljónir véla í
haust Þetta þýðir að
fyrirtækíð ætlar á
næsta fjáríagaárí að
framleiða um tuttugu
milljónir véla,
tölvunum í netsamband gegnum
breiðband í framtíðinni og því geta
PlayStationeigendur hlakkað til
framtíðarinnar, sama hvaða kyn-
slóð þeirra tölva er.
r-
Úrskurður bresks hæstaréttardómara:
Engin nafnleynd fyrir netverja
Hæstarréttar-
dómari í Bret-
landi hefur nú
fellt úrskurö um
að aðstandendur
tveggja breskra
vefsíðna beri að
afhjúpa nafn einstaklings sem birti
móðgandi ummæli um netþjónustu-
fyrirtækið Totalise. Svo virðist því
sem lög og reglur samfélagsins séu
að einhverju leyti að ná að læða
krumlum sínum inn á Netið, eitt-
hvað sem sanntrúaðir netverjar
hafa hingað til ekki mátt heyra
minnst á.
Netverji með dulnefnið Zeddust
dúkkaði upp á spjallþráðum um
fjármál á vefsíðum fyrirtækjanna
Motley Fool og Interactive Investor
International þar sem hann við-
hafði ærumeiðandi ummæli í garð
Totalise. í báðum tilfellum var haft
samband við veffyrirtækin og þeim
bent á ummæli Zeddust, auk þess
sem farið var fram á að þau afhjúp-
uðu viðkomandi einstakling. Bæði
Motely Fool og Interactive Investor
International þurrkuðu út ummæl-
in og báðust afsökunar en neituðu
að afhjúpa einstaklinginn. Totalise
fór með málið fyrir rétt og vann. Nú
íhugar Totalise að fara í mál við
einstaklinginn.
Fram að þessu hafa dómstólar í
Bretlandi látið mál af þessu tagi
,
V\ ^Y
,\V vw
Illa innrættir netverjar í Bretlandi, og jafnvel annars staöar, geta ekki lengur
falið sig bak viö tölvuna sína og veroa nú aö passa sig á því hvaö þeir segja
því nafnleynd er ekki tryggb á Netinu.
niður falla þar sem netfyrirtæki er
oft aðeins álitin milliliðir upplýs-
inga sem þau megi ekki ritskoða.
Hæstaréttardómarinn Rober Owen
sagði hins vegar eðli yfirlýsinga
Zeddust það alvarlegt að ef ekkert
yrði að gert gæti það verið fordæm-
isgefandi fyrir aðra netverja, sem
gætu sagt hvað sem er án þess að
taka afleiðingunum.
Nick Lockett, lögfræðingur og
sérfræðingur í lögum sem ná yfir
Netið, segir dóminn engan stórá-
fanga heldur yrði hann aðeins til að
minna netfyrirtæki á ábyrgð sína
undir breskum lögum. Hann segir
að löngu áður Netið kom til hafi
verið til lög sem segðu að ef einhver
hefði upplýsingar um afbrot af ein-
hverju tagi yrði viðkomandi að af-
henda þær. Netið sé ekki undanþeg-
ið þeim lögum þar sem aðeins sé
um að ræða háþróað samskiptatæki
en ekki afmarkað samfélag.
Hæstaréttardómarinn
Rober öwen sagðí
hins vegar eðll yfirlýs-
inga Zeddust það al-
varlegt að ef ekkert
yrðl að gert gæti það
verið fordæmisgefandí
fyrír aðra netverja sem
gætu sagt hvað sem
er án þess að taka af»
iunum.
Kenyanthropus platyops hafoi litlar tennur og stórt, flatt andlit og eru taldar
um 50% líkur á aö hér sé um forfööur mannkyns. Hinn valkosturinn er stein-
gervingurinn Lucy sem var uppi á sama tfma.
3,5 milljón ára hauskúpa finnst í Keníu:
Nýr forfaðir mannkyns f undinn
jDJjjj&j'ky
mm
Hópur fprnleifa-
fræðinga, sem
fundu nýverið 3,5
milljóna ára
steingert höfuð
mannapa, telja aö
svo geti verið að um nýjan forföður
mannkyns sé að ræða.
Steingervingurinn fannst í Keníu á
árunura 1998-99 og er jafnvel talið að
hann geti rutt steingervingnum Lucy,
sem fannst árið 1974 í Eþíópíu og er
svipað gömul nýja steingervingnum,
úr vegi sem forfóður mannkyns. Eftir
nákvæmar rannsóknir komust vis-
indamennirnir að því að steingerv-
ingurinn, sem hlotið hefur nafnið
Kenyanthropus platyops, var af
annarri tegund en Lucy.
Meginmunurinn á Lucy og nýja
steingervingnum er að öfugt við Lucy
hefur nýi steingervingurinn litlar
tennur og stórt flatt andlit. Þessi mun-
ur er talinn vera vegna mismunandi
fæðu tegundanna tveggja.
Margir telja að margar tegundir
hugsanlegra forfeðra mannkyns hafl
verið uppi á svipuðum tíma og nýi ^
steingervingurinn og Lucy, sem er af
tegundinni Australopithecus afarens-
is. Eins og er eru helmingslíkur á að
önnur hvor þessara tveggja þekktu
tegunda sé forfaðir mannkyns.
Mikið hefur fundist af steingerv-
ingum í Afríku seinustu árin og eru
vísindamenn sífellt að fá skýrari
mynd af hvernig umhorfs var á tím- -
um forfeðra mannkyns, dýralífi og
gróðurfari.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
16-17
16-17
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40