Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.2001, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.2001, Blaðsíða 4
Stuttmyndadagar í Reykjavík Viltu vinna skreið? Stuttmyndadagar í Reykjavík verða haldnir í mai. Hátíöin var stofnuð af Jóhanni Sigmar- syni og er elsta kvikmyndahátíð sinnar teg- undar á íslandi. Dagarnir eru vettvangur kvikmyndageröarmanna til að sýna stutt- myndir sínar opinberlega og er hátíöin meö- al helstu menningarviðburöa ársins. í ár verður í fyrsta skipti veittur verölauna- gripur úr bronsi sem er af islensku skreið- inni. Stefania Sverrisdóttir hannar gripinn sem veröur tákn hátíðarinnar í framtíöinni. Peningaverðlaun í fréttatiIkynningu frá aðstandendum segir aö fengnir veröi erlendir fyrirlesarar sem hafa náö langt á sviöi kvikmyndagerðar til aö deila reynslu sinni meö íslensku áhuga- fólki. Myndast hafa tengsl við aðrar hátíöir i heiminum um aö fá verölaunamyndir þaöan til sýninga á Stuttmyndadögum í Reykjavik og telja aöstandendur aö þaö muni styrkja stööu hátíðarinnar og stækka, jafnt hér heima og í útlöndum. Stuttmyndadagar i Reykjavík eru haldnir í ti- unda skiptið í Háskólabiói í maí og er öllum heimil þátttaka. Um þessar mundir auglýsa Stutt- myndadagar í Reykjavík eftir s t u 11- myndum í keppn- ina. Þær þurfa að berast á mm, Beta, DV Cam meö upp- lýsingum um að- standendur. Þessu skal skilað til Kvikmyndasjóös íslands, Tún- götu 14, til Bryndísar Jóhannsdóttur, vandlega merkt Stuttmyndadögum í Reykjavík, fyrir 6. maí næstkomandi. Hámarkslengd á stuttmynd- unum er 15 mínútur og þátttökugiald er 1.500 kr. Umsóknareyöublöö og nánari upplýsingar hægt aö nálgast á hjá Bryndísi á skrifstofu Kvikmyndasjóös eöa á vefnum á slóöinni www.this.is/shortcut eöa á Fókusvefnum á Vísi.is. Peningaverðlaun verða veitt fýrir 1. 2. og 3. sætið sem borgarstióri veitir I lok hátiöar. Hljómsveitin Andlát var sigurvegari Músíktilrauna um síðustu helgi og var það í ann- að sinn á skömmum tíma sem þungt rokk lagðist betur í dómnefndarmeðlimi en annað. Sveitina skipa fimm drengir úr Reykjavík sem kynntust í gegnum sameigin- legan áhuga á tónlist en þeir eru skýr afkvæmi harðkjarnabylgjunnar sem riðið hef- ur yfir landann undanfarið. Hljómsveitin Andiát sigraði í Músíktiiraunum um síðustu helgi og kom það meðlimunum nokkuð á óvart. Sjálfir héldu þeir varla að þeir kæmust í úrslit eftir að hafa einungis starfað saman í nokkra mánuði. „Þetta byrjaði eiginlega bara sem grín. Við vorum bara eiginlega að bulla saman en svo byrjuðum við að spila á harðkjamatónleikum og gekk mjög vel. Svo ákváðum við bara viku fyrir Músíktilraunir að skrá okkur,“ segir Sigurður Trausti Traustason, söngvari Andláts. Það þarf því ekki að koma á óvart að þeir bjuggust ekki við sigri. „Við bjuggumst ekki einu sinni við að komast í úrslit," segja þeir Ingi Þór Pálsson gítarleikari og Haukur Valdimar Pálsson bassaleikari. Ásamt þeim eru í bandinu Valur Árni Guðmundsson trommari og Bjarki Fannar Atlason gítarleikari, en sveitin hefur starfað frá því í ágúst. Full-time djobb að vera rokkstjarna „Það má segja að tónlistin hjá okk- ur sé meira svona metal og tilheyrir meira dauðarokki,“ segja drengimir þegar þeir em spurðir hvort þeir séu týpísk harðkjarnasveit. Einhverjir strákanna hafa verið i öðram hljóm- sveitum, m.a. er Ingi í Snafu sem hef- ur verið að gera það ágætt undanfar- ið, en Andlát hefur aftur á móti ekki komið mikið fram. Hún hefur þó spil- að nokkrum sinnum á Kakóbarnum á tónleikum dordinguls.com auk eins Stefnumóts og frægrar ferðar til Ak- ureyrar. En hvernig kynntust þeir og ákvádu aö byrja aö spila saman? „Eiginlega á tónleikum. Þessi sena er búin að vera í gangi í tvö ár og það er mikið um tónleika og maður kynn- ist mikið af fólki þar. Það er alltaf sama fólkið sem hittist og maður býð- ur einhverjum í partí og þannig gerist þetta,“ segja þeir. Andlátsmenn eru annars á aldrinum 18-19 ára og koma úr Breiðholti, Mosfellsbæ og Kópa- vogi, sumir eru í skóla en aðrir að vinna, „það er bara full-time djobb að vera rokkstjarna," eins og Siggi segir með glott á vör. Textar með boðskap Allir textar Andláts eru á ensku, enn sem komið er, að þvi er þeir segja. Þeir segjast þó hafa reynt sig við ís- lenskuna en það hafl ekki komið vel út. En um hvaö syngja þeir? „Ja, sumt er nú bara væl í mér um lífið og tilveruna," segir Siggi sem semur textana. „Einn textinn er til dæmis anti-kynþáttahatur. Eftir að hafa séð þessa umræðu í blöðunum fannst manni þetta ekki sniöugt. Þetta eru bara fávitar," bætir hann við og samþykkir að þeir reyni að vera með einhvern boðskap í textun- , um. Er einhver saga á bak viö nafn hljómsveitarinnar? „Nei, þetta kom eiginlega bara upp í einhverju djóki. Þetta var bara eitt- hvað svo dæmigert fyrir dauðarokks- hljómsveit," segir Ingi. „Við hugsuð- um líka að þessi hljómsveit væri svo mikill dauði að hún ætti bara að heita Andlát," segja þeir hlæjandi. „Svo hélt ég að við ætluðum ekkert að nota það en svo var byrjað að gera heimasíðu fyrir okkur og þá var þetta bara kornið." Popptónlist er leiðinleg Þó Andlát spili mjög þungt rokk segjast strákarnir hlusta á alls kyns tónlist, alla vega alls kyns rokk. En var eitthvað vit í einhverjum öðrum á þessum tilraunum? „Já, Halim sem lenti í öðru sæti var mjög góð. Það var náttúrlega stjarna i bandinu," segir Siggi og þeir rifja upp að söngvari Halims hafi gef- ið út plötu þegar hann var 12 ára. Upp spinnast umræður um að trommarinn hafi verið í Buttercup. „Þeir hafa örugglega fengið mínus fyrir það. Popptónlist er mjög leiðin- leg en Buttercup, Jesús Kristur," seg- ir Siggi. Verða að standa undir nafni „Við ætlum örugglega að gefa út plötu og gerum það þá bara sjálfir í samvinnu við Harðkjarna. Við gáfum reyndar út demó með einhverjum sex lögum sem var tekið upp i bílskúrn- um hjá trommaranum. Það voru bara gerð 30-40 eintök af þessu sem seld- ust fljótt upp. Við gefum kannski eitt- hvað meira af því út ef fólk biður okkur um það,“ segja þeir aðspurðir um væntanlega útgáfu. Þeir segjast nú ætla að hella sér í að semja nýtt efni fyrir plötu því elstu lögin séu ekki nærri því eins góð og þau nýju. „Þetta er eiginlega hætt að vera djók hjá okkur. Fyrst vomm við bara með eitt riff í lögunum," segja þeir hlæjandi. „Fyrst vorum við alltaf með mottó um að semja eitt lag á æf- ingu en nú ætlum við að leggja meiri vinnu í þetta. Við verðum nú að standa undir því að vera valin besta hljómsveitin." hvaö er á seyöi hjá herbert guömundssyni Nýr Hebbi á íslensku „Það er ný plata í gangi. Ég er búinn að vera á annað ár að taka upp og á henni verða 13 lög,“ segir Herbert Guðmundsson eilífðar- eightiestöffari um óendanlega end- urkomu sína í tónlistarbransann. Hann fellst á að ljóstra upp titlin- um á nýju plötunni. „Svo honum verði ekki stolið,“ segir hann glett- inn. Platan á að heita „Herbert Guðmundsson á íslenska tungu“. Hebbi hefur tekið U-beygju í tón- listinni því allir textar verða á ís- lensku. „Ég er búinn að syngja á ensku allan ferilinn og nú er öll unga kynslóðin farin að syngja á ensku. Það má því segja að braut- ryðjendastarfí mínu er lokið. Þetta er líka skemmtileg nálgun fyrir mig, „nýr Hebbi,“ eins og vinur minn sagði,“ segir kóngurinn kát- ur. Plöturnar veröa orðnar ellefu þegar „Herbert Guðmundsson, Á íslenskri tungu“, ratar í rekka hljómplötuverslana. En Hebbi hef- ur verið viðloðandi tónlistina sið- an ‘85, meira og minna. Fyrstu lög- in af plötunni ættu að heyrast þeg- ar um mitt vor. „Það lag sem heyr- ist líklega fyrst heitir í allar áttir. Það er um landið, fjöllin, náttúr- una og góða veðrið," segir Hebbi hress. „Svo er annað lag sem heitir Svaraðu. Það er meira svona kynjatal. Gaurinn kominn á ystu nöf og er að kalla á dömuna," skeytir hann við. „Ég stefni á sum- arplötu, en það fer eftir því hversu vel mér gengur að fjármagna hana.“ Hebbi fjármagnar alla plötuútgáfu sjálfur. Hann sér um markaðs- og sölumál hjá tslensku bókaútgáfunni þess á milli og er í þann mund að lóðsa Vegahandbók- ina í prentun. „Svo er ég alltaf að syngja þó að þú sjáir mig ekki aug- lýstan. Um síðustu helgi var ég hjá Fjölbrautaskóla Vesturlands og um næstu helgi verð ég á árshátíð Kaupþings.“ Það er því greinilegt að Hebbaæðið er ekki dautt en goð- ið fer varlega í yfirlýsingar um tón- listin og að tískan frá miðjum ní- unda áratugnum sé að koma aftur af fullum krafti. „Það er samt ein- hver sjarmi eða dulúö í þessu tíma- bOi sem krakkarnir virðast fíla.“ Hebbi Guö hefur ekki legiö í leti þó ekkert hafi heyrst frá honum undanfarið. Með vorinu ætlar hann aö dúndra út nýrri plötu meö alíslenskum textum. „Nýr Hebbi,“ segja þeir og skyldi enginn undrast þótt Möröur brosti úr sér framtennurnar. f Ó k U S 6. apríl 2001

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.