Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.2001, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.2001, Blaðsíða 2
18 MÁNUDAGUR 23. APRÍL 2001 Sport i>v Óvissa um þátttöku blaklandsliðsins á Smáþjóðaleikunum í San Marínó: Leikmenn þurfa að borga - landsliðsfólk þarf sjálft að leggja fram helming kostnaðar eigi Island að vera með lið Forsenda þess að blaklandslið karla og kvenna geti tekið þátt í smá- þjóðaleikunum í San Marínó eftir rúman mánuð er að leikmenn leggi sjálfir fram helming þess kostnaðar sem fylgir hverjum leikmanni. Blaksamband íslands er í dag vel rekið sérsamband innan ÍSÍ þrátt fyr- ir litla rekstrarstyrki. Fyrir nokkrum árum námu skuldir sam- bandsins rúmlega sex milljónum króna. Forráðamenn sambandsins slógu þá lán í banka og gerðust sjálf- ir ábyrgðarmenn fyrir skuldum iþróttarinnar. í dag er þessi skuld að fullu greidd og sambandið með já- kvæða eiginfjárstöðu og eitt fárra sérsambanda sem hafa verið rekin réttum megin við núllið síðustu sex árin. Heildarkostnaður vegna þátttöku í blakkeppni smáþjóðaleikanna nemur um þremur miUjónum króna en ÍSÍ styrkir sambandið að nokkru leyti, en engu að síður þarf sambandið að punga út um 1,8 miUjónum króna vegna leikanna. Steypir sér ekki í skuldir Þessa peninga á Blaksamband ís- lands ekki til og ekki stendur til að sambandið steypi sér í stóra skuld vegna þátttökunnar í San Marino, ekki frekar en Frjálsíþróttasamband- ið sem hefur lýst því yflr að það dragi saman seglin og sendi innan við helming þeirra þátttakenda sem fyrirhugað var að senda. Þessi þróun er óæskUeg íþróttanna vegna og eftir stendur sú undarlega staöreynd að leikmenn blaklandsliðanna og hugs- anlega annarra landsliða þurfa aö greiða um 50 þúsund krónur hver úr eigin vasa ef þeir eiga að geta keppt fyrir íslands hönd á leikunum. Samkvæmt heimildum DV-Sport munu leikmenn blaklandsliðanna mjög ósáttir við þessa þróun mála en ætla engu að síður að stefna að þátt- töku í leikunum. Það má því gera ráð fyrir að þeir geti náð einhverjum aurum upp í kostnaðinn með betli hér og þar en afganginn verða þeir aö greiöa úr eigin vasa. Hinn eini og sanni vett- vangur Smáþjóðaleikar eru hinn eini og sanni vettvangur fyrir landslið okkar og þar á landsliðsfólk íslands góða möguleika á viðundandi árangri eins og dæmin sýna og sanna. Margir af okkar fremstu afreksmönnum hafa einmitt markað skref velgengninnar með þátttöku á leikunum. Það hlýtur því að teljast sorgleg staöreynd ef landsliðsmenn í íþrótt- um á íslandi þurfa að bregða sér í líki betlara og greiða sjálfir kostnað við að keppa á leikum sem smáþjóða- leikar eru fyrir íslands hönd árið 2001. Hjá öörum þjóðum, sem senda lið á smáþjóðaleikana er þessu öfugt far- ið. Þar greiða ólympíunefndir og íþróttasambönd aÚan kostnað og leikmenn geta einbeitt sér að íþrótt- inni óskiptir og fá jafnvel styrki til að undirbúa þátttökuna. íþróttasamband tslands hefur úr litlum fjármunum að spila og öár- framlag hins opinbera til ÍSÍ hefur aldrei veriö í eðlilegu samræmi við mikilvægt starfs sambandsins, fjölda meðlima svo ekki sé minnst á for- varnargildi íþróttanna sem ráða- menn kannast aðeins við á hátíðar- stundum þegar þeir skunda með blómvendi í Leifsstöð og kaupa at- kvæði fjöldans. Það hlýtur samt að vera eitt meg- inmarkmið forystumanna ÍSÍ að gangast við þeim verkefnum sem samtökin gefa sig út fyrir að sjá um og velta ekki byrðinni yfir á sérsam- böndin sem flest hver hafa úr litlu að spila. Eitt megininntak íþróttahug- sjónarinnar er að allir skuli jafnir i leik. Menn hljóta að spyrja hvort svo sé þegar ÍSf greiðir fullan kostnað og hluta af undirbúningskostnaði þátt- takenda á Ólympíuleikunum en gengst síðan ekki við ólympísku verkefni sem smáþjóðaleikarnir eru. Eftir síðasta þing ÍSÍ á Akureyri var rómur gerður að því að tekið skyldi þátt í smáþjóðaleikunum í San Mar- Inó með glæsibrag. Lítið fer fyrir þeirri glæsimennsku nú þegar lands- liðsmenn íslands þurfa að borga brúsann og ganga um betlandi til að geta keppt í íslenska landsliðsbún- ingnum á mjög stóru alþjóðlegu móti í íþróttum. -SK ^ Lokahóf körfuknattleiksmanna fór fram um helgina: Ólafur og Kristín - valin bestu leikmenn vetrarins af félögum sínum í körfunni Kristín Björk Jónsdóttir og Ólafur Jón Ormsson, hér aö ofan, bæöi úr KR, voru kosin best f körfunni í vetur. Til hægri eru svo lið ársins í karla- og kvennaflokki. Lokahóf körfuknattleiksfólks fór fram á Broadway á föstudagskvöld- ið og var þar útdeilt verðlaunum til leikmanna sem sköruðu fram úr í vetur. Ólafur Jón Ormsson og Kristín Björk Jónsdóttir, bæði úr KR, voru valin bestu leikmenn íslandsmóts- ins en bæði eru fyrirliðar Vestur- bæjarliðsins. Bestu nýliðarnir í karla- og kvennaflokki voru valin Jón Amór Stefánsson, KR, og Svava Ósk Stef- ánsdóttir, Keflavík. Leifur Garðars- son var valinn besti dómarinn þriðja árið i röð og í fimmta sinn alls og svo var Erlingur Snær Er- lingsson valinn efnilegasti dómar- inn. Þá voru gömlu félagamir úr Haukum, þeir Pétur Ingvarsson, þjálfari Hamars í Epsondeildinni, og Henning Henningsson, þjálfari KR í 1. deild kvenna, valdir bestu þjálfararnir. Lið ársins - hjá körlunum Logi Gunnarsson.........Njarðvík Eirikur önundarson............ÍR Jón Arnór Stefánsson .........KR Ólafur Jón Ormsson ...........KR Óðinn Ásgeirsson.........Þór Ak. Lið ársins - hjá konunum Hildur Sigurðardóttir.............KR Marín Rós Karlsdóttir .... Keflavík Sólveig Gunnlaugsdóttir.........KFl Kristín Björk Jónsdóttir ........KR Hanna B. Kjartansdóttir...........KR Það vakti enn fremur athygli að erlendir atvinnumenn unnu til tíu af 14 verðlaunum fyrir tölfræðina en listinn yftr verðlaunahafa úr töl- fræðinni var annars þessi: Besta vítanýting í 1. deild kvenna: Theó- dóra Káradóttir, Keflavík, 83,3%. Besta vítanýting i Epsondeildinni: Guð- jón Skúlason, Keflavík, 91,4%. Besta nýting úr 3ja stiga skotum í 1. d. kv. Hafdís Helgadóttir, ÍS, 34,4%. Besta nýting úr 3ja stiga skotum í Epson- deildinni: Alexander Ermolinskij, Skallagrími, 49,2%. Flest stig í 1. deild kvenna: Jessica Gaspar, KFÍ, 24,1. Flest stig í Epsondeildinni: Dwayne Font- ana, KFÍ, 33,0. Flest fráköst í 1. deild kvenna: LaDrina Sanders, UMFG, 17,0. Flest fráköst í Epsondeildinni: Shawn Myers, Tindastóli, 16,4. Flest varin skot í 1. deild kvenna: He- ather Corby, KR, 5,3. Flest varin skot í Epsondeildinni: Calvin Davis, Keflavík, 3,41. Flestir stolnir boltar í l. deild kvenna: Jessica Gaspar, KFÍ, 5,1. Flestir stolnir boltar í Epsondeildinni: Warren Peeples, Skallagrími, 3,95. Flestar stoðsendingar i 1. deild kvenna: Jessica Gaspar, KFÍ, 5,3. Flestar stoðsendingar í Epsondeildinni: Warren Peeples, Skallagrími, 6,9. Besti erlendi leikmaður í 1. deild kvenna: Jessica Gaspar, KFÍ. Besti erlendi leikmaöur í í Epsondeild- inni: Calvin Davis, Keflavík. DV-Sport fékk verðlaun DV-Sport fékk verðlaun í hófmu þegar Óskar Ó. Jónsson, blaðamað- ur DV-Sport, var valinn fjölmiðla- maður ársins af KKÍ en við sama tækifæri var heimasíða KR-inga í körfunni, www.kr.is/karfan, valin besta heimasíða vetrarins. Heima- síða ÍR var þar í öðru sæti og síður KFÍ og Keflavíkur jafnar í þriðja sætinu. Þá fékk Ólafur Þór Jóhannsson, gullmerki sambandsins fyrir frá- bært starf fyrir körfuboltahreyfing- una. Ólafur lætur nú af setu í stjórn KKÍ en hann hefur verið varafor- maður sambandsins frá 1996.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.