Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2001, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2001, Blaðsíða 2
16 + 17 Sport FÖSTUDAGUR 27. APRÍL 2001 FÖSTUDAGUR 27. APRÍL 2001 DV DV Sport Sævar Ámason, fyr- irliöi KA, átti mjög góöan leik í gær áöur en hann meiddist og skoraöi 5 mörk úr 6 skotum. Hér brýst hann fram- hjá Haukamönnun- um Einari Emi Jóns- syni og Ásgeiri Hall- grimssyni. DV-mynd Brink Atli Hilmarsson, þjálfari KA: Hausinn í lagi - einvígi sem ég er feginn að vera 1-0 yfir í „Ég er mjög ánægöur með leikinn og þá sérstaklega varnarleikinn sem hélt mjög vel. Við lentum oft í stöðunni einum færri og tveimur færri en héldum það vel út og reddaði Hörður Flóki okkur oft í dauðafærum en ég er ánægður hvernig vörnin hélt í allt kvöld. Það sýnir mikla skynsemi að geta haldið haus þegar við erum tveimur færri. Það sýnir sig í svona leikjum að það verður að hafa hausinn í laginn, liðið er orðið þreytt eftir erfiða leiki að undanförnu og þá þarf að sýna smá skynsemi,“ sagði Atli Hilmarsson ánægður í leikslok. Hvað með annan leikinn á laugardaginn? „Þetta er einvígi sem ég er feginn að vera kominn yfir í 1-0. Við erum komnir með forskot og eigum alltaf oddaleikinn á heimavelli. Við erum að eiga við íslands- og bikarmeistarana þannig að þetta verður mjög erfltt. Við unnum þama síðast og fórum þangaö til að vinna. Það væri gott að vinna þetta í þremur leikjum og taka bikarinn hér á mánudaginn," sagði Atli Hilmarsson, þjálfari KA, í samtali viö DV-Sport í leikslok á 25-20 sigri KA á Haukum í gær. Vörnin er okkar aöali „Við höfum oft spilað betur en það gekk upp það sem við lögðum upp með; að vinna leikinn, það tókst og ég er ánægður með það. Sóknarleikurinn gekk ágætlega en varnarleikurinn er okkar aðall og ef viö náum honum góðum þá vinnum við alla leikina hérna á heimavelli. Leikurinn á laugardeginum verður annar svona baráttuleikur en þeir á heimavelli og þá aðeins með vindinn i seglin," sagði Sævar Árnason í leikslok. Sœvar meiddist þegar hann skoraði fimmta mark sitt en er það alvarlegt? „Ég tognaði í hinum kálfanum fyrir áramót, ég vona að ég hafi nú bara fengið smá krampa í kálfann en ekki tognað. Ég vona það besta. Það er nuddbekkurinn á morgun og síðan sér maður til,“ sagði Sævar að lokum. -JJ Giedrius Cserniauskas sést hér í dauöfæri gegn Bjarna Frostasyni, mark- veröi Hauka, í fyrsta leik liöanna í KA-húsinu f gær. DV-mynd Brink IA í undanúrslit Skagamenn urðu íjórða og síðasta liðið til að komast í undanúrslit deildabikarsins þegar þeir lögðu Keflavíkinga, 1-0, í Reykjaneshöllinni í gær. Hálfdán Gíslason skoraði sigurmarkið á 49. mín- útu og hefur hann nú skorað flest mörk allra leik- manna i Deildabikarnum á þessu ári, 8 talsins. ÍA mætir FH í undanúrslitum 1. maí n.k. -ósk NBA-DEELDEN Los Angeles Lakers komst í, 2-0, i einvigi sínu við Portland Trailblazers í úrslitakeppni NBA-deildarinnar með sigri á heimavelli, 106-88, á heima- velli. Shaquille O’Neal var at- kvæðamestur hjá Lakers, skoraöi 32 stig og tók 12 frá- köst. Kobe Bryant skor- aði 25 stig og hitti úr 8 af 11 skotum sínum í leiknum og Rick Fox skoraði 19 stig, tók 8 frá- köst og gaf 6 stoðsendingar. Scottie Pippen var atkvæða- mestur hjá Portland, skoraði 21 stig og tók 8 fráköst. Ras- heed Wallace skoraöi 17 stig, Steve Smith skoraði 16, Arvydas Sabonis 11 og Damon Stoudamire 10. Næstu tveir leikir í einvíginu fara fram í Portland. Toronto Raptors vann stórsig- ur á New York Knicks, 94-74, og náði þar með aö jafna met- in, 1-1, í einvígi þessara liða. Leikmenn Toronto áttu frá- bæran þriðja leikhluta sem vannst með tíu stigum og lagði grunninn að sætum sigri. Alvin Williams var stigahæstur hjá Toronto, skor- aði 23 stig. Vince Carter skor- aöi 22 stig og tók 7 fráköst, Antonio Davis skoraði 15 dtig og tók 12 fráköst og Charles Oakley skoraði 12 stig og 10 fráköst. Kurt Thomas var eini maðurinn með meðvitund í liöi New York. Hann skoraði 23 stig og tók 12 fráköst. Allan Houston skoraði 14 stig, Glen Rice skoraði 13 og Mark Jackson skoraði 10 stig og tók 9 fráköst. -ósk 0-2, 2-2, 2-3 (7 min.), 5-3, 5-4, 8-4 (19 min), 8-6, 9-7, 11- 7 (26 mín), 11-9, 12-9, 12- 10, (13-10), 13-11, 14-12, \-Haukar25-20 (13-10) 17- 12 (40 min.), 18-13, 18- 15, 20-16, 20-17, 23- 17, 23-18 (57 min.), 24- 18, 24-20, 25-20. - gerði KA kleift að leika 18 mínútum lengur manni færri og vinna samt sannfærandi KA: Mörk/viti (skot/viti): Halldór Sigfússon 6/3 (9/3), Sævar Árnason 5 (6), Guðjón Valur Sigurðsson 5/3 (10/3), Giedrius Cserniauskas 4 (7), Andrius Stelmokas 2 G), Jóhann G. Jóhannsson 1 (1), Heimir Órn Ámason 1 (3), Amór Atlason 1 (4). Varin skot/viti (skot á sig): Hörður Flóki Ólafsson 17/2 (36/6, 47%, 3 af 5 langskotum, 0 af 5 hraðaupphlaupum, 4 af 4 úr homi, 6 af 9 gegnumbrotum, 2 af 7 af línu, 2 af 6 vítum), Hans Hreinsson 0 (1/1, 0%). Mörk ú r hraóaupphlaupum: 5 (Csemiaukas 3, Sævar, Heimir). W Samanburöur^ 58% Skotnýting 61% 3 Fráköst frá marki 8 8 Tapaöir boltar 15 46% Markvarsla 39% 1 Varin skot í vörn 6 6/6 Vítanýting 7/5 5 Hraöaupphlaupsmörk 5 Haukar: Mörk/viti (skot/viti): Rúnar Sigtryggsson 7/5 (10/6), Ásgeir Örn Hallgrímsson 4 (4), Áliaksandr Shamkuts 4 (5), Andri Þorbjörnsson 1 (1), Styrmir Gunnarsson 1 (1), Tjörvi Ólafsson 1 (3), Einar Örn Jónsson 1 (3), Óskar Ármannsson 1 (5/1). Varin skot/viti (skot á sig): Biarni Frostason 13 (29/4,45%, 1 af 2 lang- skotum, 4 af 9 hraðaupphlaupum, 2 af 2 úr horni, 5 af 10 gegnumbr., 1 af 2 af línu), Magnús Sigmundsson 3 (12/2, 25%, 2 af 5 langskotum, 0 af 2 úr homi, 1 af 2 gegn- umbrotum, 0 af 1 af línu). Mörk úr hraóaupphlaupum: 5 (Ásgeir 2, Rúnar, Styrmir, Tjörvi). Skotnýting eftir leikstööum: Langskot: 15/4, 27% Gegnumbrot: 8/6, 75% Horn: 3/2,67% Lína: 3/2,67% - Skot úr stöðum: 29/14, 48% - Hraðaupphlaup: 8/5, 63% Vítaskof 6/6,100% Önnurtölfræði: Stoðsendingar: 12 (Guðjón Valur 6, Arnór 2, Halldór, Stelmokas, Hreinn, Jónatan). Fiskuð víti: 6 (Sævar 2, Csemiauskas 2, Halldór, Stelomokas). Sendingar sem gáfu viti: 6 (Guðjón Valur 4, Heimir, Halldór). Boltum náó: 8 (Guðjón Valur 4, Jónatan Magnússon 2, Sævar, Stelmokas). Fiskaóir brottekstrar: 2 (Guðjón, Halldór). Fráköst af skotum: 3 (0 í sókn, 3 i vöm, Csemiauskas, Hreinn Hauksson, Jónatan). Varin skot í vörn: 1 (Stelmokas). 22 Refsimínútur 4 Sóknarnýting: Fyrri hálfleikur: KA . . 59% (22/13) Haukar . . 45% (22/10) Seinni hálfleikur: KA . . 48% (25/12) Haukar . . 42% (24/10) Samtals: KA . . 53% (47/25) Haukar . . 43% (46/20) Dómarar (1~10): Anton Pálsson og Hlynur Leifsson (7). Gœói leiks (1-10): 7. Áhorfendur: 1000. Húsið hélt en nýja hljóðkerfið þoldi ekki álagið og gaf sig. Skotnýting eftir leikstööum: Langskot: 4/2, 50% Gegnumbrot: 6/3, 50% Horru 4/0, 0% Lina: 6/5, 83% - Skot úr stöðum: 20/10, 50% - Hraðaupphlaup: 6/5, 83% Vitaskot: 7/5, 71% Önnur tölfræöi: Stoósendingar: 11 (Rúnar 3, Ásgeir 2, Einar Öm 2, Tjörvi, Óskar, Einar G., Vignir Svavarsson). Fiskuó viti: 7 (Shamkuts 3, Rúnar 2, Einar Örn, Óskar). Sendingar sem gáfu viti: 6 (Rúnar 3, Ásgeir 2, Óskar). Boltum náó: 4 (Shamkuts 2, Ásgeir, Tjörvi). Fiskaóir brottekstrar: 11 (Shamkuts 5, Ásgeir 3, Óskar, Magnús, ein leiktöf). Fráköst af skotum: 8 (2 í sókn, 6 í vörn, Ásgeir 2, Shamkuts, Tjörvi, Einar Öm, Óskar, Rúnar, Vignir). Varin skot í vörn: 6 (Shamkuts 3, Einar Öm, Rúnar, Vignir). Maður leiksins: Sævar Arnason, fyrirliði KA DV, Akureyri: KA-menn unnu fyrsta leik- inn i úrslitaeinvígi sínu við Hauka um íslandsmeist- aratitilinn í handbolta karla, 25-20, í fullu KA-húsinu í gær. Haukar skoruðu tvö fyrstu mörk leiksins en eftir að KA- menn skoruöu fyrsta mark sitt eftir fjórar mínútur komust þeir á skrið og höfðu frum- kvæðiö eftir það og út leikinn. KA-menn skoruðu átta mörk gegn tveimur á 15 mínútna kafla í framhaldinu sem inni- hélt meðal annars sex tapaða bolta og aðeins eitt mark út úr tíu sóknum Haukanna í röð. Það var samt ýmis tölfræði í leiknum þar sem ekki mátti lesa út úr þann sannfærandi sigur sem norðanmenn unnu á íslands- og bikarmeisturunum í gær en KA hefur nú unnið allar þrjár viðureignir liðanna i vet- ur. Hér kemur smásýnishom: 1. KA-menn voru út af I 22 mínútur eða 18 mínútum leng- ur en Haukarnir. Haukar náðu þó aðeins að gera 3 mörk af sínum 20 þegar þeir voru manni fleiri inni á vellinum en þess í stað gerðu KA-menn sjö mörk manni færri. 2. Haukarnir nýttu 61% skota sinna i leiknum, náðu 8 af 11 fráköstum sem í boði voru og misstu boltann aðeins 10 sinnum eftir misheppnað skot. 3. Haukar vörðu sex skot í vörninni, fimm fleiri en KA- menn hinum megin og mark- verðir liðsins vörðu að auki 16 skot í leiknum. Það var aðallega hik Haukanna i sókninni sem og óyfirvegaður leikur liðsins sem olli því hversu illa þeim gekk að nýta sér refsimínútur KA- manna. Haukar náðu meðal annars að misnota fjórar sókn- ir tveimur mönnum fleiri og í einni þeirra fengu þeir dæmda á sig leiktöf sex gegn fjórum. Aðdáunarverö vörn Framliggjandi vörn KA- manna var vissulega aðdáun- arverð í þessum leik, Jónatan Magnússon var frábær og naut auk þess góðs stuðnings Guð- jóns Vals Sigurðssonar og Hreins Haukssonar við að loka fyrir götin meö frábærri fóta- vinnu. Þessi vörn kostaði vissulega fjölmarga brott- rekstra sem Haukar hefðu eins og áður sagði getað refsað þeim meira fyrir en gerðu ekki, einkum fyrir ótúlega vinnslu ungu strákanna sem vinna upp skort á sentímetr- um með mikilli vinnusemi og áræðni. Mikiö lagt á heröar Ás- geirs Það var mikið lagt á herðar hins 17 ára Ásgeirs Hallgrims- sonar hjá Haukum og framan af sýndi þessi bráðefnilegi strákur frábær tilþrif og gerði 4 mörk úr 4 skotum í fyrri hálf- leik. Ásgeir hefur tekið við hlutverki Halldórs Ingólfsson- ar en það er nokkuð ólíkt á komið með leikreynslu þess- ara tveggja. KA-menn gerðu sér vel grein fyrir þessu og gengu hart út í aðra sóknarmenn Haukanna sem gerði það að verkum að Ásgeir þurfti að taka af skarið auk þess sem Sævar Árnason var duglegur að keyra á hann í vörninni og þreyta hann þeim megin vall- arsins líka. Ásgeir var því orð- inn mjög þreyttur í seinni hálf- leik og gerði í kjölfarið nokkuð að mistökum. Aliaksandr Shamkuts var KA-mönnum erfiður enda skoraði kappinn fjögur mörk auk þess að fiska þrjú víti og fimm menn út af en Shamkuts fékk lika góða mötun frá Rún- ari Sigtryggssyni sem átti góð- ar sendingar og nýtti vítin vel. Hornamenn Haukanna fundu sig engan veginn i gær en þeir Einar Öm Jónsson og Þorvarð- ur Tjörvi Ólafsson höfðu gert 9 mörk að meðaltali í fyrstu fimm leikjunum en skoruðu aðeins tvö mörk saman í gær úr 6 skot- um og hvorugt þeirra úr hom- inu, Einar Öm af línu eftir sóknarfrákast og Tjörvi úr hraðaupphlaupi. Fleiri Haukar vom fjarverandi í þessum leik og þá sérstaklega í sókninni. Óskar Ármannsson lenti sérstaklega í basli með hina snöggu varnar- menn KA-liðs- ins. Haukar eiga mikið inni og því má ekki gleyma að þegar þeir unnu titil- inn i fyrra voru þeir ekki líkleg- ir eftir 10 marka tap í fyrsta leik lokaúrslitanna gegn Fram í Safamýri. Þeir svöruðu með þremur sigrum í röð og unnu titilinn en til að eitthvað í lík- indum við það gerist aftur í ár þarf margt að breytast til batn- aðar i leik liðsins fyrir laugar- daginn. Sævar kom sterkur inn Hjá KA kom Sævar Árnason mjög sterkur inn og nýtti sér oft vel hversu stíft Einar Örn Jónsson gætti Guðjóns Vals Sigurðssonar. Guðjón Valur, sem bjó til 10 mörk fyrir félaga sina i leiknum (6 stoðsending- ar + 4 sendingar sem gáfu víti og mark), var rólegur og skaut aðeins sex sinnum á mark eft- ir uppsetta sókn og KA-menn eiga hann inni ásamt Heimi Erni Árnasyni. Guðjón lék samt vel, skoraði 5 mörk og stal 4 boltum og gerði 23. markið með glæsilegu skoti sem kom KA í 23-17 og kveikti sigurhátíð á pöllunum. Það mátti vissulega sjá glitta í meistaraefni í KA-liðinu í þessum leik. Liðið hefur unniö 14 heimaleiki i röð og tapi þeir ekki á heimavelli vinna þeir titilinn. -ÓÓJ Margir staöir til að bæta „Þetta var erfiður leikur. Við spiluðum alveg skelfilega allan leikinn og er ekki hægt annað en að bæta sig fyrir næsta leik gegn þeim. Við gerðum okkur þetta sjálfum erfitt með lélegri spilamennsku en náðum okkur ekki á strik í vörninni og þaðan af síður í sókninni. Við höfum marga staði til að bæta okkur á og munum mæta þeim óhræddir á ÁsvöOum á laugardaginn,“ sagöi Bjarni Frostason, markmaður Hauka og einn besti maður liðsins, eftir tap liðsins gegn KA á Akureyri i gær. -JJ Kristín Björk Jónsdóttir, fyrirliöi KR, var valin besti leikmaöur 1. deildar kvenna aö mati DV-Sport. Kristín Björk Jónsdóttir, best í kvennakörfu, að mati DV-Sport: „Auðvitað alveg rosalegur vetur" „Þetta var auðvitað alveg rosaleg- ur vetur og alveg ævintýri líkastur. Við uppskárum eins og við sáðum og erum í sjöunda himni með afrakstur- inn,“ sagði Kristín Björk Jónsdóttir, besti leikmaður nýliðins tímabils í körfuknattleik kvenna, að mati DV- Sport, í gær er hún hafði veitt verð- launum sínum viðtöku. Kristín Björk átti stórbrotið tíma- bil með liði KR. Hún tók við fyrir- liðastöðunni í upphafi leiktíðarinnar er Guðbjörg Norðdahl hvarf á braut i barneignarfrí. Og á fyrsta ári sem fyrirliði hampaði hún fimm bikur- um af fimm mögulegum. Að auki náði hún bestum árangri sínum í stigaskorun, stoðsendingum og frá- köstum á ferlinum. „Þrátt fyrir að við misstum Guð- björgu í byrjun móts auk Lindu Stef- ánsdóttur kom aldrei annað til greina en að ná góðum árangri. Við náðum að stilla saman okkar strengi og liðið var mjög samhent í öllum sínum aðgerðum. Viö lögðum höfuð- áherslu á vörnina og það var fyrst og fremst hún sem skilaði okkur þess- um frábæra árangri." Kristín Björk hóf að iðka körfuknattleik á Sauðárkróki: „Ég var þá 14 ára gömul. í dag heitir það að byrja seint ef maður byrjar 14 ára. 17 ára fluttist ég til Reykjavíkur og gekk þá strax í KR,“ segir fyrirliði KR sem er sammála því að nýafstað- ið keppnistímabil sé það besta á hennar ferli: „Og þessi verðlaun nú frá DV-Sport eru skemmtileg viðbót við tímabilið. DV-Sport á hrós skilið fyrir umfjöllun sína sl. vetur um kvennakörfuna." En hvað með framtíð kvennakörf- unnar? „Framtíðin er nokkuð björt. Lið- unum hefur að vísu fækkað en það eru ung og mjög efhileg lið í augsýn. Boltinn sl. vetur var betri en hann hefur áður verið og það sem gerði deildina mjög skemmtilega var hve spennandi toppbaráttan var.“ Kristín Björk er dóttir Jóns Sig- urðssonar, sem lengi gerði garðinn frægan með Ármanni og KR. Systir hennar leikur með henni í KR og bróðir hennar leikur með KR og ann- ar með Tindastóli. Fósturfaðir henn- ar er Kári Marísson sem lengi var með snjallari leikmönnum landsins í KFR og Val. Kári er enn að og lék af og til með Tindastóli í vetur sem langelsti leikmaður deildarinnar: „Hann er ótrúlegur og eiginlega má segja að hann sé ekki hægt,“ sagði Kristín Björk Jónsdóttir um fósturfóður sinn. -SK Topplistarnir Flest stig í leik: Erla Þorsteinsdóttir, Keflavík . 13,2 Hafdís Helgadóttir, ÍS ........12,73 Hildur Sigurðardóttir, KR . . . 12,69 Hanna B. Kjartansdóttir, KR .. 12,6 Birna Valgarðsdóttir, Keflavík 12.4 Kristín Björk Jónsdóttir, KR . . 12,2 Stefanía Ásmundsdóttir, KFÍ. . 10,3 Sólveig Gunnlaugsdóttir, KFÍ . 10,2 Gréta María Grétarsdóttir, KR 10,1 Sigríöur Anna Ólafsdóttir, Gr, . 9,1 Gegn KR: Kristln Blöndal, Keflavík 14,3. Gegn Keflavík: Kristín Björk Jóns- dóttir, KR 17,0. Gegn KFl: Gréta María Grétarsdótt- ir, KR 15,3. Gegn ÍS: Hildur Sigurðardóttir, KR 14,8. Gegn Grindavík: Hanna B. Kjartans- dóttir, KR 23,3. Flest fráköst í leik: Hafdís Helgadóttir, ÍS...........11,2 Erla Þorsteinsdóttir, Keflavik . 10,5 Lovfsa Guðmundsdóttir, ÍS . .. 10,3 Hiidur Sigurðardóttir, KR .... 8,1 Hanna B. Kjartansdóttir, KR .. 6,9 Gegn KR: Erla Þorsteinsdóttir, Kefla- vik 9,3. Gegn Keflavík: Lovísa Guðmunds- dóttir, lS 12,0. Gegn KFÍ: Hafdís Helgadóttir, ÍS 14,0. Gegn ÍS: Erla Þorsteinsdóttir, Kefla- vík 10,3. Gegn Grindavík: Erla Þorsteinsdótt- ir, Keflavík 12,7. Erla Þorsteinsdóttir, Kefiavík, fékk verölaun fyrir flest stig aö meöaltali í leik, 13,2 stig. DV-mynd E.ÓI Theódóra Káradóttir, Keflavík, var með besta vítanýtinguna á liöinni leiktíö og hitti úr 83,3% vítaskota sinna. DV-mynd E.ÓI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.