Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.2001, Blaðsíða 51
59
LAUGARDAGUR 9. JÚNÍ 2001
DV Tilvera
v'N'ses
Rve Senses
***
Skiln-
ingar-
vitin
í Five Senses
kynnumst við
nokkrum mann-
eskjum sem eiga
það sameiginlegt
að vera í leit að
tilgangi. Það sem aðgreinir myndina
frá öðrum slíkum myndum er að
skilningarvitin, heyrn, sjón, snerting,
lykt og bragð, eru leiðandi afl í tilvist
persónanna, Rona á ítalskan kærasta
sem er snilldarkokkur, sjálf fmnur
hún vont bragð af öllu sem hún bak-
ar. Vinur hennar, Robert, er samkyn-
hneigður maður i leit að horfinni ást.
Hann telur að finni hann réttu lykt-
ina af fyrrum elskhugum þá sé það
hinn eini rétti. Sjónin er ráðandi hjá
táningnum Rachel sem vill ekki
horfast í augu við raunveruleikann.
Læknirinn Richard er að tapa heyrn-
inni og notar síðustu dagana til að
muna hvað hann heyrði. Móðirin
Ruth, sem hefur misst bamið, þarf á
snertingu að halda. Það sem tengir
þessar persónur og aðrar sem koma
við sögu, beint og óbeint, er bams-
hvarf sem verður mikill fjölmiðlamat-
ur.
Five Senses er ákaflega vel gerð og
áhrifamikil mynd. Persónur eru skýr-
ar og einmanaleiki þeirra er dreginn
sterkt fram i dagsljósið í gegnum
skilningarvitin. Þá eiga þau það sam-
eiginlegt að berjast öll gegn einmana-
leikanum hvert á sinn hátt.
Kanadíski leikstjórinn Jeremy
Podeswa skilur við flestar persónur
sínar í betra ástandi en í upphafl en
þó ekki allar. Það er sérstaklega Rona,
sem i fyrstu átti kannski við minnsta
vandamálið að stríða, sem líklega á
ekki góða daga fram undan. -HK
Útgefandi: Myndform. Leikstjóri: Jeremy
Podeswa. Leikarar: Mary-Louise Parker,
Pascale Bussieres, Molly Parker og Ric-
hard Clarkin. Kanada, 1999. Lengd: 106
mín. Bönnuð börnum innan 16 ára.
My Dog Skip
★ ★■L
Besti vinurinn
Ef ætlunin er
að láta fara vel
um sig eina kvöld-
stund er My Dog
Skip kvikmynd
sem hægt er að
mæla með að
horft sé á. Þessi
hugljúfa kvik-
mynd er um vin-
skap þeirra sem eru minnimáttar,
vinskap sem bætir og gerir þá sterka
sem fyrir máttu sín lítils.
My Dog Skip gerist í smábæ meðan
síðari heimsstyrjöldin stóð yfir. Sögu-
hetjan okkar er Willie, ungur dreng-
ur, sem í dag mundi verða sagt um að
yrði fyrir einelti í skólanum. Hann
hefur meira gaman af að lesa en að
leika fótbolta. Það kemur þó ekki í
veg fyrir að hetjan i hans augum er
upprennandi fótboltastjama í næsta
húsi sem er á leið í stríðið. I afmælis-
gjöf fær Willie frá móður sinni litinn
hund sem hann kallar Skip. Það er
eins og við manninn mælt, Willie fær
aukið sjálfstraust þegar hundurinn er
viö hlið hans og með Skip að vopni
býður hann heiminum birginn. Það
er síðan ekki nóg að fyrrum fjandvin-
ir Willies fara að sækjast eftir vin-
skap hans heldur nýtur Billy aðdáun-
ar fallegustu stelpunnar í skólanum.
Það er erfitt annað en að hrifast að
þeim innileik sem einkennir My Dog
Skip og sumir ættu að hafa vasaklút-
inn til hliðar. Myndin er vel leikin,
sérstaklega fer Kevin Bacon vel með
hlutverk fóðurins og sjaldgæft að sjá
þennan ágæta leikara leika jafn inn-
hverfan mann. Samleikur hundsins
og hins unga Frankie Munitz er
einnig með miklum ágætum. -HK
Útgefandi: Sam myndbönd. Leikstjóri: Jay
Russell. Leikarar: Frankie Munitz, Kevin
Bacon, Diane Lane og Luke Wilson. Leyfö
öllum aldurshópum.
Opnun sumarsýningar á Kjarvalsstöðum:
Hekla heillaði sýningargesti
Margt mætra manna og kvenna
var viðstatt opnun sýningarinnar
Flogið yfir Heklu á Kjarvalsstöðum
í gær. Þar var okkar fræga eldfjall
Hekla í ótal myndum og heiflaði
viðstadda, rétt eins og margan
myndlistarmanninn gegnum tíðina.
Einar Garibaldi Eiríksson átti heið-
urinn að vali og uppsetningu mynd-
anna og studdist þar við eigin fyrir-
lestur undir þessu sama nafni, Flog-
ið yflr Heklu. Reyndar er nafnið sótt
enn lengra, eða til greinar Halldórs
Laxness um Kjarval sem birtist i
bók um listmálarann árið 1950.
Flogið yfir Heklu er önnur tveggja
sumarsýninga Listasafns íslands á
Kjarvalsstöðum og á eflaust eftir að
laða til sín fjölmarga gesti, bæði ís-
lenska og erlenda.
Spáð í eldfjallið
Guörún Jóns-
dóttir hjá
menningar-
máianefnd
Reykjavíkurj
Þóra Kjarval
og Jóhannes
Kjarval
DV-MYNDIR EJ.
Grétar Reynisson
og Einar Garlbaldi Eiríksson.
Árangur uppsetningarinnar
kominn í Ijós.
Katrín Siguröardóttir myndlistarkona, Anna Líndal,
prófessor viö Listaháskólann, Kristján Steingrímur
Jónsson, forseti myndlistardeildar Listaháskólans,
og Hrefna Birna Björnsdóttir kennari.
Villi Valli flytur um set á ísafirði:
Síungur rakari og harmóníkuleikari
DV-MYNDIR GS
Rakarinn
Margar kynslóðir hafa sótt sér klippingu til Villa Valla á síöustu sex áratugum. Hér er hann meö ungan dreng,
Hjalta Heimi Jónsson, í stólnum hjá sér.
Einn þeirra sem sett hafa svip á
bæjarbraginn á ísafirði síðustu ára-
tugi er Vilberg Vilbergsson hárskeri,
eða Vifli Valli eins og hann er jafnan
kallaður. Villi Valli hefur haft hend-
ur í hári ísfirðinga frá því um 1940 en
rekið eigin rakarastofu í sama húsinu
allt frá árinu 1959 þar sem hann hef-
ur rakarastofuna á neðri hæð hússins
en býr á loftinu. Það eru því kynslóð-
ir sem þekkja ekki bæinn án rakara-
stofunnar í Hafnarstrætinu. Nú er
þessi rótgróna rakarastofa orðin fyrir
skipulaginu þar sem til stendur að
byggja verslunarmiðstöð þar sem
húsaþyrping sú stendur sem meðal
annars hýsir stofuna.
„Ég lærði á stofunni í Silfurgöt-
unni en þegar rakarinn sem var
hérna flutti burt keypti ég af honum
stofuna og hef verið hérna síðan. Það
hefur verið rakarastofa í þessu húsi í
að minnsta kosti 60 ár þannig að það
verður sjónarsviptir að þessu húsi,“
segir þessi síungi rakari.
Villi Valli er nú á næstu dögum að
flytja stofuna sína og eftir langa fjar-
veru opnar hann á ný stofu í Silfur-
götunni, 42 árum eftir að hann fór í
Hafnarstrætið. Sama fyrirkomulag
verður á nýja staðnum; stofan verður
á jarðhæðinni en heimilið á efri hæð
hússins. Hann segir þetta hafa ótví-
ræða kosti í fór með sér því hann
komist alltaf þurrum fótum í vinn-
una.
Það hefur lengi verið sagt að púls
bæjarlífs hvers bæjar slái á rakara-
stofunum og stofa Villa Vafla er þar
engir) undantekning. Allir aldurshóp-
ar sækja stofuna og hafa mislífseigar
tískusveiflur lítil áhrif þar á. Þegar
sest er í stólinn hjá Villa fær maður
Bítillinn
Villi Valli meö skúlptúr sem hann
hefur smíöaö.
bæjarstemninguna beint í æð. Þegar
vel gengur og bæjarlifið er á uppleið
leikur þessi lífsglaði maður við hvern
sinn fingur en þegar á móti blæs slær
hann höndum gjarnan niður með síð-
um áður en hann kemur sér að því að
ræða þau mál sem til óheilla horfa -
enda erfitt fyrir menn sem bæði eru
bjartsýnir og jákvæðir að horfa upp á
það sem miður fer.
En Vifli Valli er meira en rakari.
Um áratugaskeið hefur hann skemmt
Vestfirðingum með tónlist og er enn
að. Nýlega gaf hann út geisladisk sem
innihélt frumsamið efni og heitir
diskurinn einfaldlega Villi Valli. „Ég
byrjaði að fikta við tónlist um fimm
ára aldur en fyrst kom ég fram tólf
ára. Þá spilaði ég á dansleik á Flat-
eyri, þaðan sem ég er. Stundum leið
nokkur tími á milli dansleikja en svo
voru kannski 3-4 í sömu vikunni.
Þetta fór allt eftir vinnunni og þegar
togarar komu í höfn var jafnan slegið
upp balli. Þá voru sendir miðar í hús-
in um að það yrði ball í kvöld og fritt
fyrir dömur. Svo var selt inn þar til
komið var inn fyrir kostnaði. Þá var
miðasölunni lokað og þeir sem stóðu
fyrir ballinu fóru bara að skemmta
sér með gestunum. Það var ekki
græðginni fyrir að fara á þeim
árum.“ -GS