Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.2001, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.2001, Blaðsíða 13
13 FÖSTUDAGUR 22. JÚNÍ 2001 X>V__________________________________________________________________________________________________________________Menning Umsjðn: Sigtryggur Magnason DV-MYNDIR ÞÖK Sumar í Nýló Á sunnudaginn klukkan fjögur verður opnuð i Nýlistasafninu sýning íjögurra lista- manna. Um er að ræða Philip von Knorring frá Finnlandi, sem sýnir í SÚM-sal, Karen Kersten frá Bandaríkjunum, sem sýnir í For- sal, Daníel Þorkel Magnússon, sem sýnir í Gryfju, og Ómar Smára Kristinsson sem sýn- ir á Palli. Öll nota þau blandaða tækni. Safn- ið er opið alla daga nema mánudaga frá tólf til fimm. Sýningunni lýkur 15. júlí. Og meiri Karen Kersten er einnig með sýningu á Mokka-kaffi. Hún nefnist Alls stað- ar - Allt sem Karen hefur ver- ið frá því hún fæddist - framhaldsverkefni. I hugleiðingum um verk sitt segir hún meðal annars: „Verk- ið Alls staðar er unnið á arkitektapappír og sýnir land sem ég hef ferðast um. Ég valdi kort sem er um það bil 60x80 cm á stærð og með rauðu bleki dró ég gegnum þá staði sem ég hef komið til í þessu landi. Þar sem spáss- íur kortsins ná út á brún pappírsins tákna öll auð svæði þá staði sem ég hef ekki heimsótt. I samanburði við önnur verk sem ég hef gert íjallar þetta verkefni um samskipti, hvað er þekkt og hvað er óþekkt. Þetta verkefni snýst um áframhaldandi leit mína að því hvernig við sköpum merkingu í gegnum tengsla- myndun. Hið óþekkta er líka innihaldsríkt." Háaloft í útlöndum Karen Síðustu árin hafa verið góð „Þetta hefur allt gengið vel og verið skemmtilegt — allt mitt líf. Ég hef ekki yfir neinu að kvarta. Tuttugu fyrstu árin úti voru ekki auðveld en síöustu fimmtán árin hafa veriö góð. ’’ Eins og að hitta börnin sín aftur Leikfélagið The Icelandic Take Away Theatre hefur í vor verið á tveimur leiklist- arhátíðum erlendis. í bæði skiptin hefur ein- leikur Völu Þórsdóttur, Háaloft, verið á dag- skránni en í annað skiptið var einnig flutt verkið Angels of the Universe sem er leik- gerð Neils Haigh eftir samnefndri sögu Ein- ars Más Guðmundssonar. Leikstjóri beggja verkanna var Ágústa Skúladóttir. Á Alþjóðlegri kvennaleikhúshátíð í Tornio í Finnlandi fékk Háaloft fyrstu verðlaun gagnrýnenda. Á Festival of Alternative Theatre í Búdapest, þar sem bæði verkin voru sýnd, hlaut leikfélagið viðurkenningu gagnrýnenda. Bernharður endurráðinn Innblástur „Ég nota allt sem fyrir augu ber: veður, fossa, andlit og líkama. Veðrið hafði verið hráslagalegt allt frá því íslendingar héldu upp á afmæli Jóns Sigurðssonar og landsins en þennan morgun var veðrið aftur komið upp í meðallag. Bjart en smávindur sem gerði ekkert til því arkitektar Listasafns Reykjavíkur í Hafnarhúsinu hafa örugg- lega hugsað sérstaklega fyrir hinu séris- lenska gluggaveðri. í það minnsta er hlýtt og notalegt í bókasafninu á neðri hæðinni þar sem við Erró komum okkur fyrir viö borð sem á ekki heima þar. Við snúum eiginlega baki í höfnina sem er eins og málverk á hreyfingu í stórum glugganum. Þess í stað horfum við í gegnum glerið, inn í anddyri safnsins. Sendibíll hefur lagt þvert fyrir inngang safnsins og starfsmenn þess eru í óða önn að bera inn verk Errós. „Helvíti er mikið af myndum hérna,” segir Erró og virðir fyrir sér manninn sem ber myndirnar inn úr sendibílnum. Rauðklaeddur túristi stendur álappaleg- ur hjá og horfir. Erró, ekki ólikur stoltum fóður, sér kunnuglega mynd: „Nei! Þessi hérna! Ég sé eina úti í bíl. Hún var seld á uppboði í Danmörku fyrir mörgum mánuðum. Ég vissi ekkert hvar hún var. Það var önnur mynd frá sama tíma sem fór á uppboð í París. Ég vissi ekkert hvar hún var - hún er hérna núna. Þetta er merkilegt.” Er ekki skrýtið aó sjá myndirnar aftur? „Jú, þetta er i fyrsta sinn sem er gerð svona stór yfirlitssýning. Stóra sýningin sem var í París og er nú í Helsinki er þematísk um það sem gerð- ist á tuttugustu öld frá árinu 1960. Ég er mjög ánægður með að safnið skyldi samþykkja að sýna síðustu myndirnar með.” Þetta hlýtur að vera eins og að sjá börnin sín aftur? spyr ég Erró og hann svarar hlæjandi: „Það hlýtur að vera svoleiðis.” Og hann saknar myndanna sinna, reynir að halda í þær sem honum þykir vænt um; vill hafa þær hjá sér. „Ég reyni að halda í sumar myndir. Annars hefði þetta safn aldrei orðið til. Ofan á það bættist að oft var erfitt að selja myndir á þessum tíma. Ég held í myndir sem ég eru í miklu uppáhaidi hjá mér. Ef það er beðið um þær á gott safn þá læt ég þær fara. Ég á mikið af myndum í París - sem bet- ur fer.” Tímafátækt Erró er dálítið öðruvísi en ég hélt hann væri; hélt hann væri meiri Kristján Jó. en það er langt frá því. Erró er fremur hógvær og kannski ekki eins framfærinn og ég bjóst við. Hann er rólegur og yfirvegaður en fullur af orku. Érró hefur búið í París frá árinu 1958. Hann er ekki á leiðinni heim þótt hann segist alls ekki vita hvað gerist í framtíðinni. Hann langar aftur til New York, á marga vini þar frá 1962. Allir popp- mennirnir heimsækja hann þegar þeir koma til Parísar. „Mig langar mikið að búa meira í New York. Það er svo mikið stuð í New York; ég fæ nýjar hugmyndir. Þar er allt á flugi.“ Ög það ætti að henta honum vel því New York er eins og myndirnar hans: mikið stuð og allt á flugi. Það er misjafnt hversu oft á ári Erró heimsæk- ir ísland. Áður fyrr veiddi hann mikið með Garð- ari Svavarssyni. Hann hefur alltaf haft mikla ánægju af veiðum. En til þess þarf tíma sem er nokkuð sem Erró hefur verið fátækur af. „Sem betur fer,“ segir hann. Tonn af syrpum Innblástur. Eitthvað sem allir listamenn þurfa. Erró: „Ég nota allt sem fyrir augu ber: veður, fossa, andlit og líkama. Það er mjög mismunandi. Ég byrja oft á stórum syrpum en finn eitthvað skemmtilegra og hætti. Á einni syrpunni byrjaði ég en fannst hún of stór og þorði ekki að halda áfram í nokkur ár. Ég hélt áfram að safna efni og tók svo upp þráðinn síðar.” Og hann á nægar hugmyndir. „Ég á lista af syrpum; tonn af þeim. Og efni líka. Ég gæti eingangrað mig á eyju; gæti unnið allt á tölvu og ekki þurft neitt annað nema prentara.” Frjáls stemning „Þetta hefur allt gengið vel og verið skemmtilegt - allt mitt líf. Ég hef ekki yfir neinu að kvarta. Tuttugu fyrstu árin úti voru ekki auðveld en síðustu fimmtán árin hafa verið góð.” Erró heldur með báðum höndum um stórt vatnsglas, styður olnbogunum á borðbrúnina, hallar sér fram: „Það er svo mikið fjör hérna. Unga fólkið er svo bjartsýnt og gott í kringum það. Þetta er alveg merkilegt! Landið er stórt og nóg pláss fyrir alla. Hægt að lifa á náttúr- unni. Það er svo góð stemning hérna, frjáls stemning líkt og í Bandaríkjun- um. Ekki eins og i Evrópu, þar er of mikið af kúltúr og allir bundnir niður. Það er mikil bjartsýni hérna. Það er samt mikið af talentum í París, merki- lega mikið. Þeir eru hins vegar látnir sofa. Þeir eru of ungir ef þeir ná ekki fimmtugu. Þá eru þeir teknir alvarlega.” Miklu betri í kvöldmat Það hafa verið tekin nokkur viðtöl við Erró um dagana. Ég spyr hann hvort það sé mikill munur á Erró sem birtist í viðtölum og persónunni Erró. „Ég væri miklu betri með þér í kvöldmat, segja brandara og tala um eitthvað létt. Ég er innilokað- ur á vinnustofu allan daginn. Á kvöldin borða ég meö vinum mínum og skemmti mér vel. Ég borða eiginlega ekkert um miðjan daginn; léttan morg- unmat og musl í hádeginu. Það er það versta að boröa á kvöldin,” segir Erró og klappar hlæjandi á magann á sér. “Það á að boröa stóran morgun- verð en ekkert á kvöldin. Það kemur í framtíð- inni, ég þarf að losna við nokkur kíló.” Daginn eftir að ég spjalla við Erró er von á fjöl- mörgum vinum hans og samstarfsmönnum til landsins. Heill hópur sem ætlar að samgleðjast honum við opnun safnsins. „Það er mjög gaman. Ég verð eiginlega mjög feiminn þó að þetta sé allt fólk sem ég þekki mjög vel. En það verður gaman. Við stingum þeim í Bláa lónið og hreinsum þau áður en þau koma inn í landið.” Stjórn Sinfóníuhljóm- sveitar íslands hefur ákveðið að endurráða Bernharð Wilkinsson sem aðstoðarhljómsveitarstjóra til eins árs en hann hefur gegnt því starfi frá septem- ber 1999. Ráðningartími Bernharðs rennur út 30. ágúst 2002 og að þeim tíma liðnum er ráðgert að staða aðalhljómsveitar- stjóra verði fyllt og mun þá fara fram endur- mat á stöðu aðstoðarhljómsveitarstjóra. Fullvaxta á Hlemmi Á morgun klukkan fimm verður í gall- erí@hlemmur.is opnuð sýning Unnars Amar Auðarsonar, Fullvaxta. Á sýningunni vinnur Unnar með hluti úr daglegu lífi sinu, mat, heimili og íþróttir; hristir það saman og býr til eina heild. Sýningin samanstendur af hlutum og hugmyndum sem hafa tilfinningalegt en að sama skapi ópersónulegt gildi fyrir listamanninn. Þannig gefur hann áhorfendum tækifæri tO að leika sér að umhverfinu og listinni og finna þar sínar eigin forsendur. Gallerí@hlemmur.is er opið fimmtudag til sunnudags frá tvö til sex. Sýningunni lýkur 15. júlí. ímynd íslenskra kvenna Olga Pálsdóttir sýnir málverk í Selinu, Galleri Reykjavík, Skólavörðustíg 16. Sýningin er haldin í tilefni af kvenréttindadeginum 19. júní og er yfirskrift hennar ímynd íslenskra kvenna og er í tengslum við þema sem listakonan hefur unnið að undanfarin ár. Sýningin er opin daglega frá eitt til sex og stendur til 30. júní.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.