Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.2001, Síða 13
13
MÁNUDAGUR 25. JÚNÍ 2001
DV
Hekla í hjörtum okkar
Of langsótt?
„Sem fulltrúi hins „venjulega áhorfanda“ mundi ég kannski setja út á umfang sýningarinnar. Kortamyndir hefði mátt skera niöur, sömuleiðis eitthvað af
jósmyndunum, ekki einasta af Hekiu sjáifri, heldur líka ýmsu „ítarefniEr ekki einum of langsótt að hengja upp flennistórar myndir af „ Yngstu kynslóðinni",
bara vegna þess að þær snúa baki í blámann, þ.e. náttúruna?“
í kjölfar póstmódemismans hafa ýmis kenn-
ingakerfi og kreddur farið halloka fyrir nýjum af-
stæðiskenningum, þar sem margbrotin og ósam-
stæð sýn á veruleikann kemur í stað hinna viður-
kenndu og „kórréttu" viðhorfa. í umfjöllun um að-
skiljanleg viðfangsefni og sjónarmið forðast menn
í auknum mæli að steypa saman þessum mörgu
„brotum" heldur er þeim öllum gefið svipað vægi,
svo lesandi/skoðandi fái metið þau eftir eigin
höfði. Þetta á ekki síst við um bókmenntaumræðu
og umfjöllun um myndlist á Vesturlöndum.
Margradda bækur Guðmundar Páls Ólafssonar
um islenska náttúru eru trúlega af þessum meiði,
þótt höfundur fari hvergi leynt með eigin skoðan-
ir. Sama má kannski segja um Njálupælingar Jóns
Karls Helgasonar, sem nú eru komnar út á bók. Og
nú hefur þessi aðferðafræði ratað inn í íslenskar
sjónlistir, góðu heilli, en þar var þrúgandi vana-
festan á góðri leið með að gera mann afhuga
myndlistarsýningum. Einar Garibaldi Eiriksson
myndlistarmaður á töluverðan þátt í að innleiða
þessa „heildrænu" sýn á íslenska myndlist, sjá
vekjandi samantekt hans um Kjarval og ímynd
hans í íslensku þjóðfélagi sem sett var upp á Kjar-
valsstöðum fyrir nokkrum misserum.
Landafræði áhorfsins
Nú fylgir Einar því verkefni eftir með enn yfir-
gripsmeiri sýningu að Kjarvalsstöðum, i þetta
sinn um Heklu, fjallið, ímynd þess fyrr og nú, og
um það sem hann sjálfur kallar „landafræði
áhorfsins" í allra víðasta skilningi. Einar vill
beina sjónum okkar sérstaklega að því myndmáli
sem notað er til að fjalla um Heklu - og íslenskt
landslag almennt - og þýðingu þessa myndmáls
fyrir listamanninn sjálfan og myndlistina i land-
inu. Honum er líka mikið í mun að „afhjúpa
dulúðina sem löngum hefur viljað loða við lista-
verk, til að geta tileinkað okkur þá þekkingu sem
þau miðla okkur“. Máli sínu til stuðnings leggur
hann ekki einasta fram helstu málverk íslenskra
og erlendra listamanna af Heklu, heldur einnig
gömul landakort og vatnslitamyndir af fjallinu,
uppdrætti jarðfræðinga, ljósmyndir, sjónvarps-
upptökur, útvarpsupptökur, frímerki, auglýsinga-
efni, söluvöru sem nefnd er eftir fjallinu og ýmis-
legt fleira. Sýningin er því allt I senn, fjölbreytt
veisla fyrir augað, pedagógísk sýnikennsla og skel-
eggt innlegg í umræðuna um þjóðrækni og „þjóð-
hagslega hagkvæma" nýtingu landslagsins.
Margt er þama um áhugaverð verk, þau eru fal-
lega uppsett og verða örugglega fleirum en mér til-
efni til margvíslegra heilabrota. Sýningarskrá er
sömuleiðis þénug, þótt hún hefði mátt vera stáss-
legri.
Með bakið í blámann
Ég er í stórum dráttum sammála þeim viðhorfum
sem hér eru viðruð; vil þó setja spumingarmerki við
tvo þætti. Sem fulltrúi hins „venjulega áhorfanda"
mundi ég kannski setja út á umfang sýningarinnar.
Kortamyndir hefði mátt skera niður, sömuleiðis eitt-
hvað af ljósmyndunum, ekki einasta af Heklu sjáifri,
heldur iíka af ýmsu „ítarefni". Er ekki einum of lang-
sótt að hengja upp flennistórar myndir af „yngstu
kynslóðinni", bara vegna þess að þær snúa baki i blá-
mann, þ.e. náttúruna? Að auki tel ég að varla sé rétt-
lætanlegt að birta ljósmynd af einu málverka Svavars
Guðnasonar, jafnvel þótt það heiti „Hágöngur"; nöfn-
in sem hann gaf verkum sínum voru oftast nær til-
viljunum háð og sprottin úr frjóu hugskoti hans sjálfs
fremur en náttúrunni.
Annað er það að sem sérstakur áhugamaður um
náttúrusýn íslenskra myndlistarmanna fannst mér
Einar kannski ekki vera nógu meðvitaður um bók-
menntalega eða frásagnarlega merkingu þeirra lands-
lagsmynda sem hann er með undir, þ. á m. mynd-
anna af Heklu. Fjallið Hekla, ekki sist bókmenntaleg-
ur tilbúningur, goðsögn um helvíti á jörð sem verður
til í miðaldatextum; það er ekki síst sú goðsögn sem
kortagerðamenn eru að lýsa 1 mynd og útlendingar
koma tU að skoða á 18. og 19. öld. Fyrstu landslags-
myndir okkar Islendinga, þ. á m. myndirnar af
Heklu, eru myndræn tUbrigði um rómantískan skáld-
skap. Og tUgangur - merking - þessara rómantísku
landslagslýsinga er ekki síst að árétta boðskap á borð
við: Hver á sér fegra föðurland. Sá boðskapur var síð-
an notaður tU að kynda undir fóðurlandsástinni,
þeirri þjóðernishyggju sem við þurfum nú að taka tU
endurskoðunar. Aðalstelnn Ingólfsson
Þýðing myndmálsins
„Einar vill beina sjónum okkar sérstaklega að því myndmáli sem notað er til að fjalla um Heklu - og
íslenskt landslag almennt - og þýðingu þessa myndmáls fyrir listamanninn sjálfan og myndlistina í
tandinu.
mannsgaman
Að snúa við
Allt í senn
„Sýningin er því allt í senn, fjölbreytt veisia
fyrir augað, pedagógísk sýnikennsta og
skeleggt innlegg í umræðuna um þjóðrækni og
„þjóðhagslega hagkvæma“ nýtingu
landslagsins. “
Það er undarleg árátta að lesa, lesa hvað sem
er, finna sig knúinn til að fara í gegnum hvaða
skrif sem verða á vegi manns og telja sig betri
mann á eftir. Svala þessari ótrúlega miklu þörf
að stauta sig gegnum stafi lífsins.
Var um daginn að ganga niður Laugaveg á
sæmilega heitum sumardegi eins og gerist þegar
skýin eru köflótt uppi við festinguna. Hafði ekki
mikið erindi og miklu fremur að ég væri að dóla
mér en að gera gagn. Látlaus dagur, bílar í hæga-
gangi og samfélagið að sumra uppi í kæruleysi.
Fann smám saman að líkast til hafði ég geng-
ið fram hjá stóru veggspjaldi á gafli töskubúðar.
Fann hvernig það hékk eftir, ólesið. Gott ef þar
var ekki mynd og mikill texti. Hugsaði með mér
hvort ég ætti að hægja ferðina og snúa við. Velti
vöngum og var um skeið ekki viss. Vissi innst
inni að ég var að missa af einhverju, ef til vill
engu sérstöku, en altént einhverju sem ástæða
hefur þótt að setja saman og prenta. Átti ég að
láta mér fátt um finnast, eða átti forvitnin að
ráða för? Átti ég eitthvert val?
Fimmtíu metrum síðar gerðist það, rétt eins
og gerist í lífi allra lesvirkra manna. Ég sneri
við. Sporin léttust. Hugurinn vissi hvert hann
stefndi. Fram undan ólesinn texti.
Fann hvemig ánægjan hríslaðist framan í
kinnar og enni þegar ég gekk fyrir hornið og
staðnæmdist við veggspjaldið. Las það upp til
agna og horfði um stund á heildarmyndina þeg-
ar lestrinum lauk.
Gekk að svo búnu áfram, þess fullviss að ekk-
ert hefði farið fram hjá mér. Þar með vissi ég
eiginlega allt um tónleika kammersveitar sem
löngu voru haldnir.
Vissi það þó. Og hélt fyrir homið. -SER
__________Menning
Umsjön: Sigtryggur Magnason
Gabríela fékk
styrk Guðmundu
Yfir eitt þúsund manns voru við-
staddir opnun á yfirlitssýningu Er-
rósafnsins í Listasafni Reykjavíkur -
Hafnarhúsi í gærkvöld og hafa aldrei ver-
ið jafnmargir við einstaka opnun Lista-
safnsins frá opnun þess. Það var boigar-
stjóri Reykjavíkur, Ingibjörg Sólrún
Gisladóttir, sem opnaði sýninguna en við
sama tækifæri fór fram afhending úr
Listasjóði Guðmundu S. Kristinsdóttur,
móðursystur Errós, en sjóðinn stofnaði
Erró til minningar um frænku sína og er
honum ætlað að efla og styrkja efnilegar
listakonur. Framlag sjóðsins féll að þessu
sinni í skaut listakonunni Gabríelu Frið-
riksdóttur og nemur upphæðin þrjú
hundruð þúsimd krónum. Gabríela hefur
haldið margar einka- og samsýningar allt
frá því hún lauk námi árið 1997.
Þetta er í íjórða sinn sem veitt er úr
sjóðnum en fyrri styrkþegar eru Ólöf
Nordal, Finna Bima Steinsson og Katrín
Sigurðardóttir. Sjóðurinn er sjálfseignar-
stofnun í vörslu borgarsjóðs Reykjavíkur
en umsjón með honum hafa Reykjavíkur-
borg og Errósafn. Stjóm sjóðsins skipa
forstöðumenn Listasafns Reykjavíkur,
Listasafhsins á Akureyri og Listasafiis ís-
lands. Forstöðumaður Listasafns Reykja-
víkur er formaður sjóðsstjómar.
Ný Saga komin út
Saga, tímarit Sögufélags, 39. árgangur
2001, er komin út og er efni hennar flöl-
breytt að vanda. Saga flytur að þessu
sinni fimm ritgerðir, 23 ritdóma um 25
bækur, auk athugasemda og eftirmæla.
Sagnfræðilegar rannsóknir á mótun
þjóöemisvitundar hafa aukist mjög á síð-
ari ámm og er fyrsta
ritgerðin í Sögu athygl-
isvert framlag til
þeirra. Nefnist hún
„Hin karlmannlega
raust og hinn hljóðláti
máttur kvenna. Upphaf
kórsöngs á íslandi" og
er eftir Ingu Dóra
Björnsdóttur. í ritgerð-
inni rekur Inga Dóra sögu kórsöngs fram
á 20. öld og leitast við að meta þátt hans i
mótun samstöðu og ættjarðarástar.
Annað efni í Sögu er meðal annars rit-
gerð Lofts Guttormssonar, Ólafar Garð-
arsdóttur og Guðmundar Hálfdanarson-
ar um ungbama- og bamadauða á ís-
landi 1771-1950 þar sem fjallað er um
„hættumikið en blóðlaust stríð“ þar sem
hér á landi var landlægur mikill ung-
bamadauði. Sigfús Haukur Andrésson
fiallar um endurskoðun fríhöndlunarlag-
anna á árunum 1834-36, Margrét Gests-
dóttir skrifar um sögukennslu í grunn-
og framhaldsskólum í greininni „Aðfór
eða nauösynleg endumýjun? Sögu-
kennsla í nýju ljósi" og Hermann Páls-
son skoðar í greininni „Á Örlygsstöðum.
Grafist fyrir um eðli íslendinga sögu“
frásagnarhátt Sturlu Þórðarsonar þar
sem lýst er Örlygsstaðabardaga.
Ritstjórar Sögu era Guðmundur J.
Guðmundsson, Guðmundur Jónsson og
Sigurður Ragnarsson.
Kristján og
Carnegie
Kristján Guðmundsson er meðal
þeirra listamanna sem valdir hafa verið
á sýningu Camegie Art Award í ARKEN
nútímalistasafninu í
Kaupmannahöfn í nóv-
ember. 119 listamenn
vora tilnefndir af 30
sérfræðingum í nor-
rænni samtímamálara-
list frá Norðurlöndun-
um fimm. Dómnefnd,
undir sfióm Lars Nittve frá Tate
Modem, valdi 22 úr tilnefndum hsta-
mönnum sem þátttakendur á sýninguna
í ár og velur auk þess verðlaunahafa úr
hópi sýnenda. Með Nittve í nefndinni eru
Gertrad Sandqvist, Tuula Arkio, Bera
Nordal, Ásmund Thorkildsen og Pil Erik
Tojner. Sýning verður opnuð með verð-
launaafhendingu þann 4. nóvember.