Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.2001, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.2001, Blaðsíða 2
2 MÁNUDAGUR 9. JÚLÍ 2001 Fréttir I>V Norskt loðnuskip tekið norður af Vestfjörðum: Laug til um aflann - stefnt til ísafjarðar í varðskipsfylgd Varðskipsmenn á Óðni fóru um borð i norska loðnuveiðiskipið Magnarson norður af Vestfjörðum í gærmorgun. Urðu lyktir þeirrar heimsóknar þær að loðnuskipinu var stefnt til Isafjarðar í varðskips- fylgd þar sem réttaö verður yfir skipstjóranum fyrir að hafa geflð upp rangar aflatölur. Um borð í Magnarson komust varðskipsmenn að þvi að skipið var meö allt annan og miklu meiri afla en skipstjórinn hafði gefið upp og tilkynnt stjórn- stöð Landhelgisgæslunnar. „Skipstjórinn laug einfaldlega að okkur. Því var hann tekinn,“ sagði talsmaður Landgelgisgæslunnar í gærkvöldi en varðskipið Óðinn og Magnarson voru væntanlegir til Ísaíjarðar laust fyrir miðnætti í nótt. Fyrir tæpum þremur árum tók norska strand- gæslan íslenska loðnuveiðiskipið Sigurð VE og færði til hafnar 1 Noregi. Þar var skipið kyrrsett og fór málið í gegn- um þrjú dómstig áður en skipstjór- inn, Kristbjörn Árnason, var sektaður: „Það mál var allt öðruvísi vaxið en þetta sem nú er að gerast. Við vor- um ekki með neinn afla og vor- um ekki einu sinni að veiða þeg- ar við vorum tekn- ir,“ sagði Krist- björn skipstjóri í gærkvöldi en hann var í fríi og Árni Björn sonur hans í brúnni á Sigurði VE á mið- Sigurður VE í Noregi Þetta mál ööruvísi vaxiö, segir Krist- björn skipstjóri sem dæmdur var i sekt af Norömönnum. unum: „Þessir norsarar eru ansi kræfir að skjóta sér inn fyrir landhelgis- mörkin þegar kvótinn er búinn. Þeir eru ótrúlega kaldir," sagði Árni Björn Kristbjörnsson sem bjóst hins vegar ekki við neinni milliríkjadeilu vegna málsins eins og varð þegar faðir hans var tekinn hér um árið. „Þetta verður bara gert upp við skipstjórann sjálfan. Norsk yflrvöld fara ekki að skipta sér af þessu.“ Norsk loðnuveiðiskip eru á veið- um hér við land samkvæmt milli- ríkjasamningi sem i gildi er. -EIR Þroskaþjálfar semja: 40 prósent hækk- un grunnlauna Samninganefnd Þroskaþjálfafélags Is- lands og rikið skrif- uðu undir nýjan kjarasamning rétt fyrir miðnætti á laug- ardagskvöld. Samn- ingurinn er svipaður og tveir aörir sem fé- lagið hefur gert við Reykjavíkurborg og önnur sveitarfélög en samkvæmt heimildum blaðsins var þar samið um grunnlaun einhvers staðar í kringum 145 þúsund krónur á mánuði. Áður voru grunnlaunin um 100 þúsund krónur. Samningurinn gildir til 30. nóvember 2004. „Hækkunin var einhvers staðar á bilinu 38 til 40 prósent og erum við sátt, svo langt sem það nær,“ sagði Sólveig Steinsson, formaður Þroskaþjálfafélags íslands í gærkvöldi. Samningurinn verður kynntur fé- lagsmönnum í þessari viku og fljótlega eftir það verða greidd um hann at- kvæði. Með undirskrift samningsins er verkfalli þroskaþjálfa hjá hinu opin- bera frestaö til 1. ágúst en verði samn- ingurinn felldur hefst það þá aftur. Sólveig kvaðst bjartsýn á að samn- ingurinn verði samþykktur. -fin Skagafjörður: Staða sveitar- stjóra óviss Nýr meirihluti Framsóknarflokks og Skagafiarðarlista er í uppsiglingu í sveitar- félaginu Skagafirði eftir að meirihluti Framsóknarflokks og Sjáifstæðisflokks sprakk vegna sölu á Rafveitu Skagafjarð- ar. Ljóst er að um tíma hefur ákveðin blokk innan framsóknarmanna í Skaga- firði viljað slíta samstarfinu við Sjálf- stæðisflokkinn. Snorri Styrkársson segir að Skaga- Öarðarlisti haldi öllum mögleikum opn- um, s.s. um embætti formanns byggðar- ráðs eða forseta bæjarstjómar, meiri ástæða sé til þess að sýna ábyrgð í fjár- málum sveitarfélagsins, og í því verk- efni felist m.a. að ganga í það að selja allar þær eignir sveitarfélagsins sem hægt sé að selja án þess að draga úr þjónustunni við íbúana. Snorri viil t.d. selja 20% Skagafjarðar í Steinullarverk- smiðjunni til ríkisins sem metin er á um 250 milljónir króna. Nafhverð hluta- bréfa verksmiðjunnar eru 66 milljónir króna. Einnig vill Snorri taka á að- kallandi vanda félagslega íbúðakerfisins í sveitarfélaginu. Samkvæmt heimildum DV ríkir mik- il óvissa um framtíð sveitarstjórans, Snorra Bjöms Sigurðssonar, en hann hefur oftar en ekki haft uppi tilburði til þess að hverfa til annarra starfa. Skaga- fjaröarlistinn hefur einnig verið mjög gagnrýninn á hans störf. -GG Sólveig Stelnsson. Par komst í hann krappan í Hólsá: Sátu föst í þrjár stundir - fjöldi björgunarsveita kom á vettvang Jeppi festist á grjóti í Hólsá, á Syðri-Fjallabaksleið, um klukkan hálffjögur í gærdag og var dreginn upp af björgunarsveitarmönnum eftir þriggja klukkustunda bið í straumnum. „Við fylgdum slóðinni út í vatn- ið og snerum við í ánni þegar viö sáum ekki lengur hvert hún lá. Þá lentum við á bjargi og sátum þar fost,“ segir Akureyringurinn Sig- urður Tryggvason sem ásamt konu sinni varð fyrir þessari leið- inlegu reynslu. Sigurður gerði tO- raun til aö losa jeppann, sem er af Mitshubishi Pajero gerð, og óð út í ána. Hann gafst fljótlega upp og hélt kyrru fyrir innan dyra eftir það. Framendi jeppans stóð upp úr vatninu og því var hægt að halda miðstöðinni gangandi þar til aö- stoð fékkst. Vatn smaug inn en ekki svo mikið aö skaði hlytist af og segir Sigurður ástandið hafa verið þolanlegra hlémegin bílsins. Siguröur hafði meðferðis lítinn NMT-síma og tókst, þrátt fyrir stopult gervihnattarsamband, að hafa samband við Neyðarlínuna og koma þannig upplýsingum til lögreglunnar í Vik. Þrjár björgun- arsveitir hófu leit að jeppanum, þar sem lögreglunni var ókunnugt um nákvæma staðsetningu hans, björgunarsveitirnar Stjarnan úr Skaftártungum, Lífgjöf úr Álfta- veri og Víkverji úr Vík sinntu út- kallinu. Samkvæmt lögreglunni í Vík var ekki um glæfraskap öku- manns aö ræða, áin er mjög við- sjárverð og breytir sér reglulega. Sigurður kennir á hinn bóginn lé- legum vegmerkingum um að hafa þurft að fara yfir Hólsá. „Við ætl- uðum í Eldgjá en sáum ekki vega- númer á skilti sem við ókum fram hjá og það var aðalástæðan fyrir því að viö vorum komin svo langt af leið,“ segir Sigurður Tryggva- son. -sör Treglega gengur að leigja verslunarpláss í Smáralind: Reyna að bakka út - segir stjórnarformaöur KEA Fullyrt er að um 85% af 63.000 fer- metra verslunarhúsnæði i verslunar- miðstöðinni Smáralind sé nú þegar út- leigt en það séu aðeins fjórir aðilar sem það eigi, þ.e. kvikmyndahús, Depenham’s, Hagkaup og tískuversl- unarkeðjan Zara. Forsvarsmenn Smáralindar eru þó bartsýnir og telja að búið verða að ganga frá samning- um um leigu á um 98% alls húsnæðis- ins þegar opnað verði eftir 12 vikur. Fullyrt er að nú þegar sé farið aö gæta samdráttar í hagkerfi landsins í þá veru að pláss séu boðin á mun lægra verði en lagt var upp með. Jóhannes Geir Sigurgeirsson, stjómarformaður KEA, segir að hann hafi ekki fylgst svo nákvæmlega með Smáralind Treglega gengur aö leigja út verslunarrými. málinu og geti ekki svarað því hvort t.d. standi til að Nettó fari þar inn, það sé í höndum Matbæjar og Sam- kaupa. „Ég hef heyrt að það gangi mjög illa að leigja verslunarpláss þarna og þeir sem eru þegar inni séu að reyna að bakka út úr þessu. Það er svolítið hætta á því að samdrátturinn í hag- kerfinu og vaxandi verðbólga hafi þessi áhrif,“ segir Jóhannes Geir Sig- urgeirsson. Smáratorg er eigandi að verslunar- miðstöðinni Glerártorgi á Akureyri sem opnuð var í nóvembermánuði 2000. Jakob Björnsson, framkvæmda- stjóri Glerártorgs, segir að eina breyt- ing þar sé að verslunin Borð fyrir tvo hafi komið í staðinn fyrir Parið. Eng- ar vangaveltur séu t.d. um að Byko sé á leið út en Jakob viðurkennir að hafa heyrt orðróm þar að lútandi en hann eigi sér engar stoðir í raunveruleikan- um. -GG mmm Hafnar ásökunum Reynir Tómas Geirsson, forseti læknadeildar HÍ, seg- ir það vera af og frá að ásakanir Félags Bæklunarlækna, sem komu fram 1 bréfi sem fjölmiðlum var sent, eigi við rök að styðjast. Reynir Tómas segir að hrossa- kaup eða pólitískir greiðar séu ekki ástæöan fyrir þvi að prófessorsstaðan sé lögð niður. Kjúklingaeldi á Dalvík Tæplega 13 þúsund kjúklingaungar skriöu úr eggjum hjá íslandsfugli i Dal- víkurbyggð fyrir helgina. Þetta eru fyrstu ungar fyrirtækisins og verða þeir fluttir í eldishús fyrirtæk- isins að Ytra-Holti í Svarfaðardal í dag. Búist er við að fyrstu kjúklingar fyrirtækisins komi á markað um miðjan ágúst. Ólykt á Fáskrúðsfirði Mikill fnykur hefur legið yfir Fá- skrúðsfirði undanfarna daga vegna bræðslu á kolmunna í Loðnuvinnsl- unni. Um 20 stiga hiti hefur verið í bænum og logn svo fnykurinn hreyfist ekki. íbúar á Fáskrúðsfirði hafa kvart- að mikið vegna lyktarinnar frá Loðnu- bræðslunni sem er ekki mjög góð. Ástæðan er bræðsla á kolmunna sem nú veiöist fyrir Austurlandi. Verk- smiðjan var tómkeyrð í nótt en þá leik- ur loft um tæki og tól sem gerir það að verkum að gufa fer út í andrúmsloftið og þegar ekki hreyfir vind fer þessi lykt um allan bæ. Bátur brennur á Hornvík Eldur kviknaði í vélarrúmi hand- færabáts út af Hornvík á Ströndum um helgina. Eldinn tókst að slökkva en bát- urinn varð vélarvana og var því hringt í neyðarlínu og óskað eftir aöstoð þar sem verið gat að hann myndi reka upp í land. Björgunarbátamir Gunnar Frið- riksson frá ísafirði og Gísli Hjalta frá Bolungarvík voru sendir norður til að- stoðar en stuttu síðar var aðstoðin aft- urkölluð og bátunum snúið við. Tekist hafði að koma vél bátsins í gang. Bæklunarlæknar ósáttir Félag íslenskra bæklunarlækna mót- mælir harðlega að prófessorsstaða i slysalækningum hafi verið lögð niður hjá Háskóla íslands og þess í stað stofnuð prófessorsstaða í bráðalækningum. Þetta séu hrossa- kaup og gerð án sýnilegra faglegra for- sendna. Páll Skúlason, rektor Háskóla íslands, lagði niöur stöðu prófessors Gunnars Þórs Jónssonar í slysalækn- ingum frá og með 1. júlí og jafnframt stöðu dósents í sömu fræðigrein. Gunn- ar Þór hefur mótmælt þessu og hyggst leita réttar síns. Atvinnuleysi í Rangárþingi Illa horfir í atvinnumálum i vestan- verðri Rangárvallasýslu. Með lokun sláturhúsa Goða í Þykkvabæ og á Hellu og hugsanlegri lokun sláturhúss Reykjagarðs á Hellu missir fjöldi fólks atvinnuna. í fréttabréfi sveitarfélagsins segir að líklega verði þessir atburðir að mestu afstaðnir fyrir næstu áramót. Fjalar úr Fram í Þrótt Fjalar Þorgeirsson, markvörður úrvals- deildarliðs Fram, sem vermir botnsæti deildarinnar, hefur skipt yfir í sitt gamla félag, Þrótt, sem leik- ur í 1. deild. Hann verður strax löglegur með Þrótti. Fjalar hefur barist um I markvarðarstöðuna í Fram við Gunnar Magnússon. -GG

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.