Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 155. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						MANUDAGUR 9. JÚLÍ 2001
Fréttir
E>V
Þarf allar hendur á dekk - borgarstjóra þar á meðal
Stóriðjuáformin
eru ver<
iii
Igu
hvetjandi
Skiptar skoðanir eru um ASÍ-
leiðina sem felur meðal annars í
sér að taka 20 miIJjarða að láni
erlendis og sprauta inn í ís-
lenskt efnahagslif. Hvert er þitt
viðhorf?
„Það er mikilvægt að ASÍ skyldi
taka þetta frumkvæði. Við sjáum
það á markaðnum þvi krónan
styrktist nokkuð. Ég tel þó að er-
lend lántaka sem þessi geti til
lengri tíma leitt til þenslu útlána
nema að gripið verði til annarra
aðgerða samhliða. ASÍ-leiðina þer
að skoða út í hörgul og ég fagna
þessu frumkvæði. Það sýnir að ASÍ
er á réttri leið."
Ertu að biðja um nýja þjóðar-
sátt?
„Já. Og ekki i fyrsta sinn. Þaö er
mín skoðun að á ný þurii að taka
upp samráð stjórnar, stjórnarand-
stöðu og aðila vinnumarkaðarins
sem drap verðbólguna í kringum
1990. Ég legg mikla áherslu á að
ráðist verði i þjóðarátak gegn verð-
bólgunni sem er að renna í tíunda
prósentið. í tengslum við það er
mikilvægt að lækka matvöruverð í
landinu. Það er til dæmis hægt að
gera með lækkun eða afnámi græn-
metistolla. Með þeim mikla sam-
runa sem hefur orðið á matvöru-
markaöi hefur skapast hálfgerð
einokun sem birtist í hækkandi
álagningu. Á þvi þurfum við að
taka."
Er skattalækkun á fyrirtæki
og hugsanlega einstaklinga
raunhæfur kostur, að þínu mati?
„Já, eins og ég lagði til í vor.
Menn ættu að íhuga skattalækkan-
ir á lítil og meðalstór fyrirtæki.
Samhliða þarf að lækka skatta á
þeim sem eru verst staddir. Það er
til dæmis hægt að gera með því að
afnema skatta á fjárhagsaðstoð
sveitarfélaga, afnema skatta á
húsaleigubætur og stíga skref til að
lækka skatta á lífeyristekjum aldr-
aðra. Til lengri tíma vil ég taka
upp auðlindagjald í sjávarútvegi, á
orkuframleiðslu og fjarskiptarásir
og nota það meðal annars til að
lækka tekjuskatta. í dag er svo
mjög mikúvægt að skapa umhverfi
sem gerir Seðlabankanum kleift að
lækka vexti rækilega þegar líður á
árið."
Forsætisráðherra hefur gert
verkföllin í landinu ítrekað að
umræðuefni - liturðu á hugarfar
íslenskra launþega sem einhvers
konar vandamál eða liggur
vandinn annars staðar?"
„Forsætisráðherra kennir jafnan
öðrum um þann vanda sem hann
og ríkisstjórnin hafa skapað. I dag
erum við aö súpa seyðið af röngum
ákvörðunum ríkisstjórnarinnar fyr-
ir nokkrum misserum. Við horfum
upp á gríðarlegan viðskiptahalla
sem sprengdi krónuna. Sjómanna-
verkfallið hafði líklega áhrif til
skamms tíma, en ekki varanleg.
Það er ekki stórmannlegt af forsæt-
isráðherra að kenna verkfóllum
um ástandið. Allra síst í dag þegar
ríkisstjórnin rembist við að komast
hjá því að semja við fólk sem sér
um velferð þroskaheftra og fatl-
aðra. Það er ömurlegt að horfa upp
framkomu hennar gagnvart þroska-
þjálfum og skjólstæðingum þeirra."
Þú talaðir um tifandi tíma-
sprengju. Er sprengjan sprung-
in?
„Já, eins og sést á genginu sem
er kolfallið og verðbólgunni sem er
rokin upp. Ég sagði á sínum tíma
að viðskiptahallinn væri tíma-
sprengja sem gæti leitt til þess að
krónan veiktist heiftarlega og ný
verðbólguhrina færi af stað. Þetta
hefur illu heilli gengið eftir. Ríkis-
stjórnin glutraði góðærinu niður
að nauðsynjalausu. Verðbólga hér
er þrefalt hærri en í samanburðar-
löndunum og vextir einnig. Þetta
er herkostnaðurinn af sjálfbirgings-
hætti stjórnarinnar sem hlustaði
hvorki á varnaðarorð stjórnarand-
stöðu, verkalýðshreyfingarinnar né
fjármálastomana sem fjölluðu um
málið."
Yfirheyrsla
Björn Þorláksson og
Arndís Þorgeirsdóttir
blaöamenn
Á síðasta ári einkenndi bjart-
sýni ráðgjöf fiskifræðinga Haf-
rannsóknarstofnunar? Á þessu
ári týndust 550 þúsund tonn af
þorski. Er Hafró á vUligötum?
„Það dregur að minnsta kosti úr
trúverðugleika stofnunarinnar að
eftir að hún setti fram gögn um að
veiða mætti 150 þúsund tonn þá
mótmælti hún ekki þeirri óvísinda-
legu og heimskulegu aflareglu, sem
ríkisstjórnin setti, um að aldrei
mætti lækka veiðiheimildir um
meira en 30 þúsund tonn. í ár eru
menn að veiða 40-50 þúsund tonn
umfram það sem Hafró telur ráð-
legt. Ef stofnunin hefði trú á eigin
aðferðum hefði hún mótmælt
þessu. Það gerði hún ekki. Ef hún
tekur ekki mark á sjálfri sér, hver
á þá að gera það?"
ítrekað kemur Samfylkingin
fremur illa út úr skoðanakönn-
unum. Nú síðast missti srjórnar-
meirihlutinn 5% en bróðurpart-
ur þess fylgis fór til vinstri
grænna. Segir þetta ekki að
Samfylkingin er á rangri braut?
„Ég held ekki að við séum á
rangri braut. En ég væri ekki heið-
arlegur ef ég segði ekki að auðvit-
að eru þetta mér vonbrigði. Ég tel
hins vegar að við eigum eftir að
koma stefnu okkar skýrar á fram-
færi og við skulum ekki gleyma
því að flokkurinn hefur ekki verið
til nema í rúmt ár. Það eru tvö ár
til kosninga og menn taka hvorki
kosningasigra né ósigra út fyrir-
fram."
Er draumurinn um sameinaða
vinstri menn fyrir bí?
„Nei. Við getum ekki jarðað
þann draum. Þvl má heldur ekki
gleyma að pólitísk kennileiti á
vinstri vængnum hafa gjörbreyst
með stofnun Samfylkingarinnar.
Áður fyrr höfðu A-flokkarnir á góð-
um degi um 30% fylgi en nú er svo
komið að hver könnun af annarri
sýnir að VG og Samfylking eru vel
Nafn: Ossur Skarphéðlnsson Staða: Formaður Samfylkingarinnar
Efni: Þjóðmál
yfir 40% samanlagt. Að mínu mati
eiga viðhorf sem spanna frá endi-
mörkum VG til ystu marka Sam-
fylkingar að rúmast í einni breiðri,
póltískri kirkju. Það er enn minn
draumur."
/ ár eru menn að veiða
40-50 þúsund tonn um-
fram það sem Hafró telur
ráðlegt. Ef stofnunin
hefði trú á eigin aðferð-
um hefði hún mótmœlt
þessu. Það gerði hún
ekki.
Hefurðu eitthvað hugleitt að
skipta þér út sem karlinum í
brúnni ef fylgi flokksins eykst
ekki?
„Nei, ég hef ekki hugleitt það."
Náttúruvernd ríkisins hefur
gefið út að stofhunin telji mikla
mengun hljótast af fyrirhuguðu
álveri í Reyðarfirði. Eru stóriðj-
ur tímaskekkja?
„Nei. En Kárahnjúkavirkjun er
hins vegar ákaflega umdeilanleg,
bæði frá sjónarmiði umhverfis-
verndar og efnahagslífsins. Mér
fmnst menn vera að flýta sér um of
í stóriðjumálum, af því menn eru
búnir að tala sig inn í kreppu. Nú
skiptir mestu máli að ná stöðug-
leika og draga úr verðbólgu. Eitt af
því sem hefur ekki komið fram
varðandi þau stóriðjuáform sem nú
eru uppi, það er stækkun Norður-
áls og Kárahnjúkavirkjun, er að
þau myndu hafa í för með sér verð-
bólgu upp á 2,5 til 3% árlega, ofan
á þá verðbólgu sem er fyrir. Er það
það sem við þurfum í dag? Frá
sjónarhóli efnahagslífsins ættu
menn því fremur að velta fyrir sér
smærri skrefum eins og stækkun
Norðuráls og ísals. Ég tek hins veg-
ar undir með varaformanni Fram-
sóknarflokksins um að það á ekki
að taka fermetra af Þjórsárverum
undir lón. Það er hægt að fá ork-
una til dæmis í Núpa- og Urriða-
fossvirkjun, auk þess sem Reykja-
víkurborg og Svartsengi geta lagt
til orku."
í ljósi Evrópumálanna telurðu
stjórnarsamstarf Samfylkingar
og Framsóknar líklegt eftir
næstu kosningar?
„Ég tel miklu frekar að rikis-
stjórn sem Samfylkingin ætti aðild
að myndi snúast um uppstokkun í
sjávarútvegsmálum, afnám gjafa-
kvótans og breytingu landsins í eitt
kjördæmi. Ég er nokkuð viss um
að næsta ríkisstjórn verði mynduð
um uppstokkun í sjávarútvegsmál-
um og Samfylkingin mun ekki taka
þátt í neinni stjórn sem ekki hefur
það sem eitt af forgangsverkefn-
um."
Sérðu einhver teikn á lofti um
að Davíð sé að hverfa úr pólitík?
„Nei, ég held það yrði ákaflega
eríítt fyrir hann að hætta við þær
aðstæður sem nú hafa skapast í
efnahagsmálum vegna mistaka rík-
isstjórnarinnar. Mér sýnist hann
fremur vera að vopntygjast. En
hann á í vændum tvö erfið ár."
Verður borgarstjóri í framboði
fyrir Samfylkinguna í næstu al-
þingiskosningum. Munið þið
leiða sitt hvort Reykjavíkurkjör-
dæmið?
„Ég þarf allar hendur á dekk.
Fái ég einhverju um það ráðið þá
verður borgarstjóri í framboði fyrir
Samfylkinguna í öðru kjördæminu
í Reykjavík. Ingibjörg Sólrún er
ákaflega öflugur stjórnmálamaður.
Ég væri því ekki skynsamur for-
maður stjórnmálaflokks ef ég leit-
aði ekki eftir því við hana og aðra
þá sem ég tel mjög öfluga að þau
tækju upp sverð fyrir Samfylking-
una og berðust. En við höfum
aldrei talað saman um þetta og það
verður að ráðast af pólitískum aö-
stæðum."
Heiti potturinn
Umsjórv. Gylfi Kristjánsson
netfang: gylfik@ff.is
Mér líður eins og...
Oft getur verið erfitt að halda
andlitinu þegar menn fara af stað á
háfleygu nótunum en verður síðan
á að misstíga
sig. Sagt er að
sumir hafi
fengið tilefni
til að fara af-
síðis á vígslu-1
hátíð I
kjúklingaverk-
smiðju Ferskra I
kjúklinga í |
Mosfellsbæ fyr-
ir skemmstu þeg-
ar landbúnaðarráðherra Guðni
Ágústsson hóf eina af sínum há-
stemmdu ræðum á því að lýsa því
yfir að sér liði í hinni nýju verk-
smiðju eins og á fögrum sumar-
morgni á Suðurlandi, fyrir hádegi.
Fálkinn flýgur
Væntanlegt mun á markaðinn
nýtt tímarit sem bera mun nafnið
Fákinn en vikublað með sama
nafni var gef-
ið út um
miðja síðustu
öld. Nýi Fálk-
inn er reynd-
j ar af öðrum
toga en sá
gamli en þar
mun vera á
ferðinni svo-
kallað menn-
ingartímarit.
Heyrst hefur að ritstjóri verði Sal-
vör Nordal en meðal þeirra sem
sitja í ritnefnd er enginn annar en
Matthías Johannessen sem um
áratugaskeið ritstýrði Mogganum
en kvaddi þann starfsvettvang sök-
um aldurs fyrir skömmu. Er ekki
að efa að Matthias láti til sín taka í
nýjum Fálka og mun væntanlega
gusta af honum ef að líkum lætur.
Pétri að kenna?
Helst var á David Winnie,
þjálfara KR, að skilja eftir tapið í
bikarleiknum gegn Fylki að sökina
á því tapi ætti,
Pétur Péturs-
son, fyrrver-
andi þjálfari I
liðsins. Winnie I
sagði í viðtali
við DV eftir 1
leikinn að þeg-
ar hann tók við I
liðinu hefði það |
verið búið að I
ná botninum hvað karakter og liðs-
anda varðaði og að hann hefði
þurft að blása lífi í liðið að nýju.
Þetta þykir ekki beint sannfærandi
hjá Winnie enda hafa engir brestir
verið í karakter KR-liðsins í sumar
þrátt fyrir mótlætið. Það er ekki til
annars hjá Winnie að bera svona á
borð en að skemmta þeim fjöl-
mörgu sem hafa sér það helst til
skemmtunar þessa dagana að
hlakka yfir óförum KR-inga, nú
síðast í bikarkeppninni.
Omnya ónýtur?
Rússneski ryðdallurinn sem leg-
ið hefur bundinn við bryggju á Ak-
ureyri árum saman gæti verið á
leiðinni í
burtu. Heyrst
hefur að tog-
arinn, sem
Akureyrar-
höfn hefur
fundið stað á
besta stað á at-
hafnasvæði
slippstöðvar-
innar Stáltaks,
hafl verið
dæmdur ónýtur og þá liggur senni-
lega ekkert annað fyrir en sigla
honum til útlanda og selja hann
þar í brotajárn. Heyrst hefur að
Kristján Þór Júliusson, bæjar-
stjóri á Akureyri, sé fús að sigla
skipinu utan, sé skipið á annað
borð siglingarhæft, en til þess hef-
ur hann 611 tilskilin réttindi.
i
^
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
14-15
14-15
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40