Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 155. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						10
MÁNUDAGUR 9. JÚLÍ 2001
Utlönd
IDV
	¦ * -»J
V"  A'	_*%__%!
\.4r  ^^?	I^Jj
*3Mw'	^^B *^i^JPM
	tv$r[
	Wl\
í álJlfl	1
Viö Skopje
Vonir um frið í Makedóníu dofnuöu
nokkuð í gær.
Makedónía:
Albanar höfnuðu
friðartillögum
Leiðtogar albanska minnihlutans
í Makedóníu höfnuðu í gær tillögum
Bandaríkjamanna og Evrópusam-
bandsins um friðarferli í landinu.
Nokkurrar bjartsýni hafði gætt hjá
diplómötum ESB og Bandaríkjanna
um að tillögur þeirra gætu bundið
enda á 20 vikna uppreisn albanskra
skæruliða. Tillögurnar hljóðuðu
upp á að miðstýring valds í
Makedóníu yrði minnkuð, albanska
gerð að opinberu tungumáli og kom-
ið væri á lagaramma sem tryggði að
löggjöf um viðkvæm mál tengd þjóð-
erni þyrfti stuðning albanska
minnihlutans á þingi.
Fulltrúar Albana krefjast þess
hins vegar aö fá neitunarvald um
öll mál sem myndu vinna gegn
hagsmunum Albana í Makedóníu.
írska lögreglan
finnur vopn
íraska lögreglan tilkynnti í gær að
hún hefði komið höndum yfir vopna-
birgðir suður af höfuðborginni
Dublin. Að sögn lögreglunnar er þama
um að ræða vopnasendingu á vegum
hinna kaþólsku lýðveldissinna á Norð-
ur-írlandi. Helstu baráttuhópar í hér-
aðinu styðja núverandi friðarsam-
komulag sem kennt er við föstudaginn
langa. Ekki er vitað hvort einhver
hinna stóru hreyfinga hyggi á stefnu-
breytingu í þeim efnum. Vaxandi
spenna er nú á Norður-írlandi, meðal
annars í kjölfar þess að David
Trimble, leiðtogi mótmælenda, sagði
af sér sökum þess að Irski lýðveldis-
herinn, IRA, hafði ekki afvopnast.
Ganga Óraniumanna fór frið-
samlega fram í gær. Henni var ekki
hleypt um hverfi kaþólikka.
Saddam Husscin
Grunar Breta og Bandaríkjamenn
um græsku.
Segir Vesturlönd
undirbúa illvirki
Saddam Hussein, leiðtogi íraka,
segir Bretland og Bandaríkin undir-
búa illvirki gegn írak. Saddam tel-
ur sig hafa unnið enn einn sigurinn
á ríkjunum tveimur þegar Samein-
uðu þjóðirnar samþykktu að fram-
lengja óbreytt viðskiptabann næstu
fimm mánuðina, þar sem írökum
leyfist að skipta á olíu fyrir mat.
Bretland og Bandaríkin börðust fyr-
ir breyttu fyrirkomulagi. Saddam
segir að „hinir ósanngjörnu vald-
hafar sem treysta á glæpsamlegt
vald munu luma á fleiri óþverra-
brögðum gegn írak." Eins og áður,
verða þeir þó sigraðir.
Króatíuforseti
styður framsal
Stipe Mesic, forseti Króatíu, styð-
ur ákvörðun forsætisráðherra
landsins um að framsel.a tvo
meinta stríðsglæpamenn til alþjóð-
lega striðsglæpadómstólsins í Haag.
Hugmyndir um framsal Króata,
sem tóku þátt í Balkanskagastríð-
inu, eru mjög viðkvæmar í landinu.
Jafnan er litið á hermennina, sem
börðust í sjálfstæðisstríði Króata
gegn Júgóslavíuher á árunum 1991
til 1995, sem hetjur landsins. Til-
kynning stjórnvalda í Króatíu um
framsal    stríðsglæpamannanna
meintu kom i kjöLfar heimsóknar
Cörlu del Ponte, aðalsækjanda
stríðsglæpadómstólsins, til höfuð-
borgarinnar Zagreb á föstudag. Hún
krafðist þess að orð yrðu ekki látin
nægja heldur þyrfti raunverulegar
aðgerðir af hálfu stjórnvalda til að
ná stríðsglæpamönnunum fyrir
dómstól. Samkvæmt fjölmiðlum í
Króatiu er um tvo hershöfðingja að
ræða.
Ákvörðunin hefur komið miklu
Stipe Mesic
Forseti Króatíu tekur undir með for-
sætisráðherranum að landið eigi
einskis annars úrkosti en að fram-
selja þá sem Haag biður um.
róti á ríkisstjórn Króatíu, sem horf-
ir framan í sina verstu kreppu síð-
an hún tók við völdum fyrir 18 mán-
uðum. 4 ráðherrar hafa lagt fram af-
sögn sína vegna málsins og helsti
samstarfsflokkur forsætisráðherr-
ans styður ekki framsalstillögurnar.
Racan forsætisráðherra og Mesic
forseti lýsa því báðir yfir að Króat-
ar eigi einskis annars úrkosti en að
vera stríðsglæpadómstólnum sam-
vinnuþýðir. Fyrrverandi ríkjum
gömlu Júgóslavíu virðist vera mik-
ið í mun að vera í náðinni hjá Vest-
urveldunum. Króatar óttast ein-
angrun, ekki síst eftir að svarti
sauðurinn á Balkanskaga, Júgóslav-
ía, hreinsaði mannorð sitt með
framsali Milosevics og fékk yfir
hundrað milljarða króna í styrki
fyrir vikið. Auk þess gætu Vestur-
lönd beitt viðskiptaþvingunum til
að ná sínu fram.
Reiknað er með að framsal hers-
höfðingjanna taki 1 til 2 mánuði.
Nakin list
Sjálfboðaliðar röðuðu sér naktir á stræti Friborgar í Sviss ígær. Uppstillingin er þáttur í Ijósmyndalistaverki banda-
ríska listamannsins Spencers Tunicks. Ætlunin er að skapa nakiö landslag. Hópnektin í Sviss í gær var fyrsti þáttur-
inn afsjö í röð hópnektarmynda sem listamaöurinn nefnir „ferð um sjö heimsálfur."
Skyndileg óveður
skóku Frakkland
Mannfall varð þegar skyndileg
óveður gengu yfir austurhluta
Frakklands um helgina. Nærri
Strassborg létust 11 manns á útitón-
leikum á fóstudagskvöld þegar stórt
tré féll á tjald. 120 manns voru á
jiddískum tónleikum þegar óveöur
skall skyndilega á. Þeim var ráðlagt
að færa sig yfir í tjald sem reist
hafði verið á milli stórra trjáa. Ekki
vildi betur til en að tréð rifnaði upp
með rótum og brotnaði ofan á tjald-
ið. 85 slösuðust.
Yfirvöld hafa sett á laggirnar
rannsókn á slysinu. Borgaryfirvöld
í Strassborg hafa verið gagnrýnd
fyrir að leyfa tónleikana þar sem
veðurstofan hafði klukkustundum
áður en þeir hófust varað við yfir-
vofandi óveðri. Meðal annars hafði
Hamfarir
Gríðarstórt tré varö 11 manns að
bana ájiddískum tónleikum.
fólki verið ráðlagt að standa ekki
undir trjám ef það lenti i stormin-
um. Árið 1999 rifnuðu hundruð
trjáa á sama stað upp með rótum.
Heilbrigðisráðherra Prakklands
sagði yfirvöld í Strassborg ekki geta
borið ábyrgð á slysinu. „Hvorki
hvirfílbyljir né slæmt veður eru á
ábyrgð bæjarins eða ríkisstjórnar-
innar," sagði hann.
Óveðrið tók einnig sinn toll í Ölp-
unum. Um helgina létust 5 fjall-
göngumenn, þrír vegna ofkælingar
og eftir ofþreytu þegar þeir reyndu
að klífa Mont Blanc, hæsta fjall
Vestur-Evrópu og í norðurhluta
Alpanna lést franskt par eftir að
hafa fallið 250 metra, úr 3200 metra
hæð. Auk þess lést Þjóðverji á sjö-
tugsaldri þegar trjágrein féll á bíl.
Stuttar fréttir
Neitar svindll á börnum
Fujimori, fyrr-
verandi Perúfor-
seti, sem nú er í út-
legð í Japan, neitar
ásökunum fyrrver-
andi eiginkonu
sinnar um að hann
fjj hafi dregið sér fé úr
söfnunarsjóði   til
handa perúskum börnum.
Endurheimti hönd
8 ára gamall drengur sem missti
hægri hönd sina í gin hákarls er nú
á batavegi eftir að hafa fengið hönd-
ina grædda á sig aftur. Hann var að
leika sér í hnédjúpu vatni þegar há-
karl réðst á hann á föstudag.
Liðhlaupar drápu sex
Tveir rússneskir hermenn skutu
6 samstarfsmenn sína til dauða í
Rostov-héraði í gær. Þeir vildu
losna úr hernum. Skömmu eftir
morðin voru þeir handteknir. 187
þúsund nýliðar eru teknir í rúss-
neska herinn ár hvert.
Ljónshjarta sýnir klærnar
Junichiro „ljónshjarta" Koizumi,
forsætisráðherra Japans, hótaði því
í gær að boða til kosninga ef and-
stæðingar hans innan stjórnarinnar
reyndu að standa í vegi fyrir um-
bótatillögum hans. Kannanir sýna
sívaxandi vinsældir forsætisráð-
herrans og flokks hans.
Milosevic í góöum gír
Lögfræðingur
Slobodans Milos-
evics, fyrrverandi
Júgóslavíuforseta,
segir kappann vera
i frábæru ásig-
komulagi í fangels-
inu i Haag. Mirjana
Markovic, eigin-
kona hans, hefur sótt um vegabréfs-
áritun til Hollands, svo hún geti
verið hjá Milosevic, sem hún kallar
hetjuna sína.
Hassið vinsælla
Nýleg könnun meðal almennings
í Bretlandi sýnir fram á vaxandi
stuðning við lögleiðingu kannabis-
efna. Enn er meirihluti á móti lög-
leiðingu, eða 51 prósent á móti og 37
með. Fyrir 5 árum voru 66 prósent á
móti.
Gefur Wahid langt nef
Varaforseti
Indónesíu, Mega-
wati Sukarnoputri,
ætlar að sleppa
fundi flokksleiðtoga
í dag sem ætlað er
að leysa stjórn-
málakreppuna í
landinu. Með þessu
er Megawati að gefa Wahid forseta,
sem er afar óstöðugur á valdastóli,
langt nef.
6 börn látast í raflosti
Sex rússnesk börn létust í fyrra-
dag þegar þau böðuðu sig í litlu
stöðuvatni. Rafmagnsleiðsla á botni
vatnsins gaf frá sér rafstraum og
dóu börnin samstundis.
*s_i -	K'.'i' '  ¦!     3__H_ *^»™B&
	-«^c_.-^: ¦-. '¦'''".. :-
Maóistar drepa í Nepal
Maóískir skæruliðar drápu 39
lögreglumenn og óbreytta borgara í
Nepal á laugardag. Þetta er mesta
mannfall af völdum skæruliðana
síðan kommúnistarnir hófu upp-
reisn sína fyrir fimm árum.
-H
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
14-15
14-15
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40