Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.2001, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.2001, Blaðsíða 10
10 Útlönd MÁNUDAGUR 9. JÚLÍ 2001 I>V Viö Skopje Vonir um frið í Makedóníu dofnuöu nokkuö í gær. Makedónía: Albanar höfnuðu friðartillögum Leiðtogar albanska minnihlutans í Makedóníu höfnuðu í gær tillögum Bandaríkjamanna og Evrópusam- bandsins um friðarferli i landinu. Nokkurrar bjartsýni hafði gætt hjá diplómötum ESB og Bandaríkjanna um að tillögur þeirra gætu bundið enda á 20 vikna uppreisn albanskra skæruliða. Tillögurnar hljóðuðu upp á að miðstýring valds í Makedóníu yrði minnkuð, albanska gerð að opinberu tungumáli og kom- ið væri á lagaramma sem tryggði að löggjöf um viðkvæm mál tengd þjóð- erni þyrfti stuðning albanska minnihlutans á þingi. Fulltrúar Albana krefjast þess hins vegar að fá neitunarvald um öll mál sem myndu vinna gegn hagsmunum Albana í Makedóníu. írska lögreglan finnur vopn íraska lögreglan tilkynnti í gær að hún hefði komið höndum yfir vopna- birgðir suður af höfuðborginni Dublin. Að sögn lögreglunnar er þarna um að ræða vopnasendingu á vegum hinna kaþólsku lýðveldissinna á Norð- ur-írlandi. Helstu baráttuhópar í hér- aðinu styðja núverandi friðarsam- komulag sem kennt er við fóstudaginn langa. Ekki er vitað hvort einhver hinna stóru hreyfmga hyggi á stefnu- breytingu í þeim efnum. Vaxandi spenna er nú á Norður-írlandi, meöal annars í kjölfar þess að David Trimble, leiðtogi mótmælenda, sagði af sér sökum þess að írski lýðveldis- herinn, IRA, hafði ekki afvopnast. Ganga Óraniumanna fór frið- samlega fram i gær. Henni var ekki hleypt um hverfi kaþólikka. Saddam Hussein Grunar Breta og Bandaríkjamenn um græsku. Segir Vesturlönd undirbúa illvirki Saddam Hussein, leiðtogi íraka, segir Bretland og Bandaríkin undir- búa illvirki gegn írak. Saddam tel- ur sig hafa unnið enn einn sigurinn á rikjunum tveimur þegar Samein- uðu þjóðirnar samþykktu að fram- lengja óbreytt viðskiptabann næstu fimm mánuðina, þar sem írökum leyfist að skipta á olíu fyrir mat. Bretland og Bandaríkin börðust fyr- ir breyttu fyrirkomulagi. Saddam segir að „hinir ósanngjömu vald- hafar sem treysta á glæpsamlegt vald munu luma á íleiri óþverra- brögðum gegn írak.“ Eins og áður, verða þeir þó sigraðir. Króatíuforseti styður framsal Stipe Mesic, forseti Króatíu, styð- ur ákvörðun forsætisráðherra landsins um að framselja tvo meinta stríðsglæpamenn til alþjóð- lega stríðsglæpadómstólsins í Haag. Hugmyndir um framsal Króata, sem tóku þátt i Balkanskagastríð- inu, eru mjög viðkvæmar í landinu. Jafnan er litið á hermennina, sem börðust í sjálfstæðisstríði Króata gegn Júgóslavíuher á árunum 1991 til 1995, sem hetjur landsins. Til- kynning stjórnvalda í Króatíu um framsal stríðsglæpamannanna meintu kom í kjölfar heimsóknar Cörlu del Ponte, aðalsækjanda stríðsglæpadómstólsins, til höfuð- borgarinnar Zagreb á föstudag. Hún krafðist þess að orð yrðu ekki látin nægja heldur þyrfti raunverulegar aðgerðir af háífu stjórnvalda til að ná stríðsglæpamönnunum fyrir dómstól. Samkvæmt íjölmiðlum í Króatiu er um tvo hershöfðingja að ræða. Ákvörðunin hefur komið miklu Stipe Mesic Forseti Króatíu tekur undir meö for- sætisráöherranum aö landiö eigi einskis annars úrkosti en aö fram- selja þá sem Haag biður um. róti á ríkisstjórn Króatíu, sem horf- ir framan í sína verstu kreppu síð- an hún tók við völdum fyrir 18 mán- uðum. 4 ráðherrar hafa lagt fram af- sögn sína vegna málsins og helsti samstarfsflokkur forsætisráðherr- ans styður ekki framsalstillögurnar. Racan forsætisráðherra og Mesic forseti lýsa því báðir yfir að Króat- ar eigi einskis annars úrkosti en að vera stríðsglæpadómstólnum sam- vinnuþýðir. Fyrrverandi ríkjum gömlu Júgóslavíu virðist vera mik- ið í mun að vera í náðinni hjá Vest- urveldunum. Króatar óttast ein- angrun, ekki síst eftir að svarti sauðurinn á Balkanskaga, Júgóslav- ía, hreinsaði mannorð sitt með framsali Milosevics og fékk yfir hundrað milljarða króna í styrki fyrir vikið. Auk þess gætu Vestur- lönd beitt viðskiptaþvingunum til að ná sínu fram. Reiknað er með að framsal hers- höfðingjanna taki 1 til 2 mánuði. Nakin list Sjálfboöaliöar rööuöu sér naktir á stræti Friborgar í Sviss í gær. Uppstillingin er þáttur í Ijósmyndalistaverki banda- ríska listamannsins Spencers Tunicks. Ætlunin er aö skapa nakiö landslag. Hópnektin í Sviss í gær var fyrsti þáttur- inn afsjö í röö hópnektarmynda sem listamaöurinn nefnir „ferö um sjö heimsálfur. “ Skyndileg óveður skóku Frakkland Mannfall varð þegar skyndileg óveður gengu yfir austurhluta Frakklands um helgina. Nærri Strassborg létust 11 manns á útitón- leikum á fóstudagskvöld þegar stórt tré féll á tjald. 120 manns voru á jiddískum tónleikum þegar óveður skall skyndilega á. Þeim var ráðlagt að færa sig yfir í tjald sem reist hafði verið á milli stórra trjáa. Ekki vildi betur til en að tréð rifnaði upp með rótum og brotnaði ofan á tjald- ið. 85 slösuðust. Yfirvöld hafa sett á laggirnar rannsókn á slysinu. Borgaryfirvöld i Strassborg hafa verið gagnrýnd fyrir að leyfa tónleikana þar sem veðurstofan hafði klukkustundum áður en þeir hófust varað við yfir- vofandi óveðri. Meðal annars hafði Hamfarir Gríöarstórt tré varð 11 manns aö bana á jiddískum tónleikum. fólki verið ráðlagt að standa ekki undir trjám ef það lenti i stormin- um. Árið 1999 rifnuðu hundruð trjáa á sama stað upp með rótum. Heilbrigðisráðherra Frakklands sagði yfirvöld i Strassborg ekki geta borið ábyrgð á slysinu. „Hvorki hvirfilbyljir né slæmt veður eru á ábyrgð bæjarins eða ríkisstjórnar- innar,“ sagði hann. Óveðrið tók einnig sinn toll í Ölp- unum. Um helgina létust 5 fjall- göngumenn, þrír vegna ofkælingar og eftir ofþreytu þegar þeir reyndu að klífa Mont Blanc, hæsta fjall Vestur-Evrópu og í norðurhluta Alpanna lést franskt par eftir að hafa fallið 250 metra, úr 3200 metra hæð. Auk þess lést Þjóðverji á sjö- tugsaldri þegar trjágrein féll á bíl. Neitar svindli á börnum Fujimori, fyrr- verandi Perúfor- seti, sem nú er i út- legð í Japan, neitar ásökunum fyrrver- andi eiginkonu sinnar um að hann hafi dregið sér fé úr söfnunarsjóði til handa perúskum börnum. Endurheimti hönd 8 ára gamall drengur sem missti hægri hönd sína í gin hákarls er nú á batavegi eftir að hafa fengið hönd- ina grædda á sig aftur. Hann var að leika sér i hnédjúpu vatni þegar há- karl réðst á hann á föstudag. Liðhlaupar drápu sex Tveir rússneskir hermenn skutu 6 samstarfsmenn sína til dauða í Rostov-héraði í gær. Þeir vildu losna úr hernum. Skömmu eftir morðin voru þeir handteknir. 187 þúsund nýliðar eru teknir í rúss- neska herinn ár hvert. Ljónshjarta sýnir klærnar Junichiro „Ijónshjarta" Koizumi, forsætisráðherra Japans, hótaði því i gær að boða til kosninga ef and- stæðingar hans innan stjórnarinnar reyndu að standa í vegi fyrir um- bótatillögum hans. Kannanir sýna sívaxandi vinsældir forsætisráð- herrans og flokks hans. Milosevic í góðum gír Lögfræðingur Slobodans Milos- evics, fyrrverandi Júgóslaviuforseta, segir kappann vera í frábæru ásig- komulagi í fangels- inu í Haag. Mirjana Markovic, eigin- kona hans, hefur sótt um vegabréfs- áritun til Hollands, svo hún geti verið hjá Milosevic, sem hún kallar hetjuna sina. Hassið vinsælla Nýleg könnun meðal almennings í Bretlandi sýnir fram á vaxandi stuðning við lögleiðingu kannabis- efna. Enn er meirihluti á móti lög- leiðingu, eða 51 prósent á móti og 37 með. Fyrir 5 árum voru 66 prósent á móti. Gefur Wahid langt nef Varaforseti Indónesíu, Mega- wati Sukarnoputri, ætlar að sleppa fundi flokksleiðtoga í dag sem ætlað er að leysa stjórn- málakreppuna í landinu. Með þessu er Megawati að gefa Wahid forseta, sem er afar óstöðugur á valdastóli, langt nef. 6 börn látast í raflosti Sex rússnesk börn létust í fyrra- dag þegar þau böðuðu sig í litlu stöðuvatni. Rafmagnsleiðsla á botni vatnsins gaf frá sér rafstraum og dóu börnin samstundis. Maóistar drepa í Nepal Maóískir skæruliðar drápu 39 lögreglumenn og óbreytta borgara i Nepal á laugardag. Þetta er mesta mannfall af völdum skæruliðana síðan kommúnistarnir hófu upp- reisn sína fyrir fimm árum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.