Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 155. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						MÁNUDAGUR 9. JÚLÍ 2001
11
r>v
Utlönd
Norður-England:
120 logreglumenn
slösuðust í óeirðum
120 lögreglumenn slösuðust í kyn-
þáttaóeirðum í borginni Bradford í
Norður-Englandi á laugardags-
kvöld. Óeirðirnar blossuðu upp eftir
að andrasistar mótmæltu áætlunum
hins nasíska Þjóðarflokks um að
halda fjöldafund i borginni. Upptök
átakanna má rekja til þess að hópur
hvítra manna sem kom út úr öldur-
húsi í borginni hreytti niðrandi
kynþáttatengdum ummælum í mót-
mælendurna.
Um þúsund ungmenni, flest af
pakistönsku og indversku bergi
brotin, köstuðu flöskum, múrstein-
um og bensínsprengjum í lögreglu-
menn og byggingar. Meðal annarra
vopna sem voru notuð má nefna lás-
boga, sleggjur og neyðarblys. Múg-
urinn kveikti í bifreiðum og húsum,
auk þess sem bílar voru ítrekað not-
aðir til að keyra inn í varnarlínu
lögreglunnar. Fyrir utan 120 slasaða
lögregluþjóna voru tveir lögreglu-
Vígvöllur í Bradford
Múgur fór um Bradford og skemmdi bíla og byggingar og særöi 120 lögreglu-
bjóna. Auk þess var einn lögregluhestur stunginn meö hnífi.
Bolahlaup í Pamplona
Hin árlega San Fermin hátíö í Pamplona á Spáni hófst um helgina meö bolahlaupi. Hundruö manna hlupu á undan
eöa meö fram sex mannýgum nautum á laugardag og sunnudag. Níu manns eru slasaöir eftir hlaupin, einn var stang-
aöur í brjóstiö og bandarísk kona fékk horn í læriö. Mannfall hefur ekki oröiö í bolahlaupinu í Pamplona síðan 1995.
Hamas hótar tíu
sjálfsmorðsárásu m
11 ára palestínskur drengur var
skotinn til bana á Gaza-svæðinu á
laugardag. Hann var ásamt fleiri
drengjum að kasta grjóti i ísraelska
hermenn þegar þeir hófu skyndi-
lega skothríð. Talsmenn ísraelshers
segja hermennina hafa verið að
svara handsprengjuárás palest-
ínskra byssumanna en segjast að
öðru leyti ekki hafa upplýsingar um
málið.
Palestínsku baráttusamtökin
Hamas hótuðu því að senda út af
örkinni tiu sjálfsmorðsárásir í
hefndarskyni fyrir morðið drengn-
um. „Við höfum tlu píslarvætti í
biðstöðu innan ísraels. Þeir eru til-
búnir til að koma fram hefndum á
ísraelsku morðingjunum."
Palestínskir embættismenn til-
kynntu i fyrradag að ísraelskir her-
11 ára drengur skotinn
ísraelsher skaut 11 ára Palestínu-
mann á laugardag.
menn í dulargervi hafl numið á
brott einn framvígismann Hamas-
samtakanna í Hebron á Vesturbakk-
anum. Handtakan var framkvæmd
á svæði sem á að vera undir fullri
stjórn Palestínumanna. 400 ísraelsk-
ir landnemar búa undir verndar-
væng hersins í Hebron, á meðal 120
þúsunda Palestínumanna.
ísraelskir landnemar sækja í
auknum mæli í aðferðir til að verj-
ast ágengni palestínskra íbúa í
grennd við landnemabyggðirnar. 20
brynvarðar Merzedes Benz-bifreiðar
ísraelshers verða eftirlátnar land-
nemum á næstunni. Flestir þeirra
ganga um vopnaðir og í skotheldu
vesti.
Margt bendir til þess að vopnahlé
síðustu vikna sé í raun runnið út í
sandinn.
hestar særðir, annar stunginn með
hnífi.
Einnig sló í brýnu milli asískra
mótmælenda og hópa hvítra and-
stæðinga þeirra og voru tveir menn
stungnir með hnífum. Lögreglan
handtók 36 manns, 13 hvíta og 23
asíska.
David Blunkett, innanríkisráð-
herra Bretlands, kallaði í gær óeirð-
irnar hugsunarlaust ofbeldi. Hann
sagði ibúa Bradford hafa skemmt
sitt eigið samfélag og framtið.
Óeirðirnar í Bradford koma i
kjölfar kynþáttaóeirða í Burnley og
Oldham í Norður-Englandi fyrr i
sumar. Óvenju heitt hefur verið í
veðri í Englandi í sumar og er það
talið ýta undir samsöfnuð ofbeldis-
fulls múgs á götum úti.
Bradford leit út eins og vígvöllur
á sunnudaginn, brennd bílhræ og
rúðubrot þöktu göturnar. Mikil
reiði kraumaði í íbúum borgarinn-
ar yfir eyðileggingunni. Margir
vildu meina að óeirðirnar hafi lítið
haft með kynþáttaátök að gera,
þarna hafi verið að verki hópur
fólks í leit að slagsmálum.
Staðsetning átakanna kemur
nokkuð á óvart. Bradford er þekkt
fyrir góðar samvistir mismunandi
kynþátta. Af tæplega 500 þúsund
ibúum á borgarsvæðinu er fólk af
asísku bergi brotið um 100 þúsund.
Sólog
öryggisfilma.
Sandbíástursfilmur
r
• Stórminnkar sólarhita
• Gerir sólabirtuna mildari og þægilegri
• Útilokar nánast úttjólubláa geisia og upplirun
•  Eykur öryggi I fárviðrum og jarðskjálftum
¦ Eykur öryggi gegn innbrotum
• Brunavainarstuðuil er F15
• Einangrar gegn kuida, hita og hávaða
• Glerið verður 300% sterkara
• Minnkar hsttu á glerfiísum í andlit
• Gerir bílinn/húsið glæsilegra
GLÓIHF
Dalbrekku 22 • Kópavogi
sími 544 5770
Toyota
Nissan
Range Rover Ford
Chevrolet
Suzuki
Cherokee
JeepWillys
Land Rover
Musso
Isuzu
IwknuMa:
www.slmiMt.li/aplait
ALLT PLAST
Kænuvogi 17 • Sími 588 6740
Framíeiðum breriakanta, sóbkyggni og bodtfiiluti á ftestar gerðir jeppa,
eirtnig rjoddihlutí í vðrubíla og vanbila. Sérsmíoi og viðgerosr.
Vikuferð til
Benidorm
20. júlí
frá kr. 29.985
Heimsferðir bjóða nú ótrúlegt tækifæri á síðustu
sætunum til Benidorm 20. júlí í vikuferð. Miðað
við heimflug þann 27.júlí.Þú bókar núna og 2
dögum fyrir brottför segjum við þér hvar þú gistir
og að sjálfsögðu nýtur þú traustrar þjónustu
fararstjóra Heimsferða allan tímann.
Kr. 29.985
Kr 39.985
Verð á mann miðað við hjón
með 2 börn, 2--11 ára, flug,
gisting, skattar.
Kr.39.985Verðámann
miðað við 2 í íbúð/stúdíó
Heimsferðir
Skógarhlíð 18 sími 595 1000. www.heimsferdir.is
h
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
14-15
14-15
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40