Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 155. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						12
MÁNUDAGUR 9. JÚLÍ 2001
Skoðun
JL>V
Spurning dagsins
Hvað langar þig að verða
þegar þú verður stór?
Sigriöur Brynja Jónsdóttir, 9 ára:
Ég veit það ekki.
Lilja Rúriksdóttir, 9 ára:
Lögfræöingur, ég held að það sé
skemmtilegt starf.
Bryndís Eva Erlingsdóttir, 9 ára:
Ég veit það ekki.
Atli Freyr Magnússon, 6 ára:
Eg veit það ekki.
Helgi Gunnarsson, 6 ára:
Skipstjóri.
Ari Brynjarsson, 8 ára:
Fimleikamaður.
Helst að öllum háska hlæ
Geir R.
Andersen
blm. skrifar:
Nýjasti Og
jafnfram síðasti
þátturinn í ís-
lenska gengis-
og verðbólgu-
spilinu hófst í
sl. viku með
því að Alþýðu-
samband ís-
lands bauð upp
á fordrykk og
léttar veitingar.
%
Allir voru boðnir velkomnir,
jafnt sérfræðingar í efnahags-
málum sem leikmenn þjóð-
arsálarinnar, oft nefndir
„kverólantar" sem sífellt fara á
kreik þegar umræðan beinist
að fyrstu hjálp fyrir þjóðarbú-
ið. - Þeim er þetta ritar dettur
ekki eina mínútu i hug að firra
sig þeim eðaltitli enda búinn
að vera á flakki sem framleið-
andi pistla hér í DV og forvera
þess, Vísi og Dagblaðinu frá
miðjum sjóunda áratugnum.
En aftur að kræsingum ASÍ.
Það bauð upp á þá „skynsam- _
legu" tillögu að til að draga úr
verðbólgunni og hækka gengi
krónunnar. Ríkið skyldi taka
stórt erlent lán til að geiða nið-
ur innlendar skuldir sínar (svo sem
lífeyrssjóðsskuldir, ríkisverðbréf
o.fl.). Ekki var ASÍ fyrr búið að
flagga þessum tillögum sínum en
Morgunblaðið birti leiðara um frétt-
ina, „Skynsamlegar tillögur Alþýðu-
sambandsins". - „Forystumenn laun-
þega átta sig greinilega á því að það
myndi ekki hjálpa til við núverandi
aðstæður að gera kröfu um að taka
upp kjarasamninga eftir næstu ára-
mót," sagði þar m.a. - Klausan sú er
þó margfalt nær sannleikanum held-
ur en fyrirsógn leiðarans sjálfs því
engin skynsemi er í því að rjúka í
lántöku erlends fjár til að sprauta
yfir þjóðlífið.
En eftir móttöku boðskorts ASÍ
hefur ekki linnt á yfirlýsingum sér-
fræðinga sem áhugamanna þar sem
Seölabankinn greip inn
| í á gjaldeyrismarkaði
Krónanstyrkistum 3,3°/
Undirtektir við efnahagstillSgur ASÍ    VÍöVÖrilH
Skammtímaáhrif
erlendrar lán-
tökuóumdeild _w-gjg;
Krónan stenst efc|J«J"
Efnahagsmál
Eínahagstillðgupakki
ASIi .niheldureinatil-
lögu, sem Tryggvi l'ór
Her b ertsson telur að
ejalda beri varhuea »**
• segja forkólfar í atvinnulífinu
Mikiö skrafað, mikiö skrifað.
„Hvort vill þjóðin frekar
búa við fastbindingu launa
og verðlags og við stöðug-
leika um nokkurra ára
skeið a.m.k. - eða sífellt
versnandi ástand þar til
efnahagskerfið hrynur?
þeir yfirbjóða veitingar ASÍ. Að öllu
samanlögðu telja þó flestir að áhrif
erlendrar lántökur nú séu vægast
sagt umdeild. Hér verður einfaldlega
að reikna með þröngri stöðu íslensks
efnahagslífs um ófyrirsjáanlega
framtið úr því ekki má hlusta á eða
a.m.k. láta kanna hvort efnahagsað-
gerðin frá 1980, þegar tvö núll voru
tekin af krónunni, gæti komið ró á
efnahagslifið. - Eða var sú aðgerð
ásamt myntbreytingunni bara frum-
hlaup til einskis?
Allir voru sammála um það þá að
sú aðgerð væri nauðsynleg. En það
vantaði hliðarráðstafanirnar. Að
binda kaupgjald og verðlag til ákveð-
ins tima. Nokkrum árum síðar var
efnt til svokallaðrar „þjóðarsáttar"
sem dugði á meðan hún varði. En
hvort vill þjóðin frekar búa við fast-
bindingu launa og verðlags og stöð-
ugleika um nokkurra ára skeið
a.m.k. - eða sifellt versnandi ástand
þar til efnahagskerfið hér hrynur?
Og það verður mikið fall. - Hagfræð-
ingur Seðlabankans orðaði það lika
svo í útvarpsviðtali: „Það er úr
háum söðli að detta nú".
Ástæða lækkunar orkugjalda á Akranesi
I nokkrum lesenda-
bréfum í DV að und-
anförnu hefur borið á
Íþeim misskilningi að
» Reykvíkingar  væru
I  að greiða niður orku-
" ¦ gjöld á Akranesi. -
Svo er ekki.
í sameiningarvið-
ræöum milli Orku-
veitu Reykjavíkur og
veitufyrirtækjanna á
Akranesi lögðu bæj-
aryfirvöld á Akranesi
af     skiljanlegum
ástæðum mikla áherslu á að orku-
gjöld yrðu þau sömu á báðum stöð-
um. Tvær leiðir komu til greina í því
sambandi. Annars vegar að orku-
Alfreð Þor-
steinsson,
formaóur stjórn-
ar Orkuveitu
Reykjavíkur,
skrifar: '
„Orkuveita Reykjavíkur
verður öflugra fyrirtœki
með ákveðin sóknarfœri á
Vesturlandi og hagkvœmni
stærðarinnar mun tryggja
lág orkuverð til framtíðar."
gjöld á Akranesi yrðu lækkuð í
áföngum á fimm árum og hlutur
Akraness í hinu nýja sameinaða fyr-
irtæki yrði 6,3%. Hins vegar að orku-
gjöldin yrðu lækkuð i einum áfanga
strax, um næstu áramót, en hlutur
Akraness í Orkuveitunni yrði 0,8%
lægri eða 5,5%.
Bæjaryfirvöld á Akranesi kusu að
fara síðari leiðina og lækka orku-
gjöld Akurnesinga strax. Þar með
minnkar eignarhlutur þeirra í Orku-
veitunni um samsvarandi upphæð og
lækkun orkugjaldanna nemur.
Um sameiningu orkufyrirtækj-
anna að öðru leyti er það að segja að
hún kemur bæði Akurnesingum og
Reykvíkingum til góða. Orkuveita
Reykjavíkur verður öflugra fyrirtæki
með ákveðin sóknarfæri á Vestur-
landi og hagkvæmni stærðarinnar
mun tryggja lág orkuverð til framtíð-
ar.
Þess má að lokum geta að full sam-
staða er um þetta mál milli meiri-
hluta og minnihluta í bæjarstjórn
Akraness og borgarstjórnar Reykja-
víkur.
Allir eru ógiftir í verinu
Ein af mögnuðustu bókum Snjólaugar
Bragadóttur frá Skáldalæk heitir Allir eru
ógiftir í verinu, og fjallar eins og titillinn gef-
ur vísbendingu um, einkum um ástir og örlóg
í verinu. Það gerir hins vegar ekki önnur
fræg bók, í verum, en það er nú ónnur saga
og i annarri bók. En það hafa ýmsir fleiri
listamenn en Snjólaug samið sögur um samlíf
fólks í verstöðvum og verbúðum, m.a. Bubbi
Morthens og er hann þar með úr sögunni eða
a.m.k. úr þessum pistli. Þessa dagana er
reyndar verið að skrifa á Netinu og birta um-
fjöllun sem gæti sem best verið undir samheit-
inu „Allir eru ógiftir á Bessastöðum". Það
mun reyndar vera staðreynd en sumir eru
hins vegar trúlofaðir á Bessastöðum og sú trú-
lofun fór ekki beinlínis leynt og miklu heldur
beint, á sínum tíma eins og flestir muna.
Svigrúmiö
Ýmsir telja sem sé að forseti íslands herra
Ólafur og heitmey hans Dorrit eigi að drífa sig
í heilagt hjónaband sem fyrst. Þetta langa til-
dragelsi þeirra eftir trúlofun sé bara ekki
nógu gott og þjóðin eigi heimtingu á að vita
hver sé þróun mála í hinu margumrædda til-
finningalega svigrúmi á Bessastöðum.
Aðrir hafa bent á að mætustu menn íslend-
inga hafi áður gefið sér góðan tíma í trúlofun-
arstandi og m.a. hafi sjálfur Jón forseti Sig-
urðsson látið sína tilvonandi ektafrú sitja i
festum svo árum skipti. Þannig að fordæmi
fyrir langri trúlofun forseta eru fyrir hendi.
Brullaup í Sandavágl?
Hinn eitursnjalli EIR upplýsti það í DV að
ein helsta spákona þjóðarinnar hefði spáð því
að Ólafur og Dorrit mundu gifta sig í Faereyj-
um. Og þegar spákonur og miðlar tala þá
sperra íslendingar jafnan eyrun, því „annar
eins maður og Oliver Lodge/fer ekki með
neina lygi."
Ef þetta reynist rétt, þá eru þarna auðvitað
hrapalleg mistök á ferðinni. Ef íslenski forset-
inn giftir sig í Sandavági í Færeyjum en ekki
á Þingvöllum eða Bessastöðun þá er það bara
móðgun við íslensku þjóðina. Og það er engin
afsökun að segjast vera að flýja undan ágangi
ágengra fjölmiðla á íslandi með þvi að gifta
sig í fámenninu í Færeyjum. Þó snarpir frétta-
haukar séu vissulega til staðar á DV og Stöð
tvö þá eru líka harðvítugir naglar á Dimm-
lætting og Socialnum sem myndu ekki síður
elta Óla og Dorrit á röndum.
Annars er Garra hjartanlega sama hvort fólk-
ið á Bessastöðum eða í verinu er gift eða ógift.
Það er þeirra mál og gæsanna leyndarmál.
Garri
Birgir Isleifur
Gunnarsson
Stendur upp
úr moldviðr-
inu.
Lægri vexti!
Carl J. Eiríksson skrifar:
Hagfræðingar, oft
sjálfskipaðir og fram-
kvæmdaglaðir stjórn-
málamenn sem ekkert
virðast þekkja til hag-
fræði, hamast nú í
fjölmiðlum, hver í
kapp við annan, og
heimta vaxtalækkan-
ir „til að draga úr
verðbólgunni" eins og
þeir orða það. - Jafn-
vel ASl tekur þátt í þessum fiflakór og
vill lækka vexti og auðvelda mönnum
þannig að taka meiri lán. Þessir menn
hugsa bara um óverulegar skamm-
timalausnir eins og alþýðubandalags-
menn gerðu forðum, en virðast ekki
skilja, að vaxtalækkun er sem olía á
eld verðbólgunnar í þensluástandi,
því að þá aukast lántökur og seðla-
prentun. - Einn maður stendur sem
klettur upp úr þessu moldviðri. Það er
Birgir ísleifur seðlabankastjóri. Hann
vill a.m.k. ekki lækka vexti. Ráðið
gegn verðbólgu er að hækka vexti á
nýjum lánum, svo að eitthvað dragi
úr lántókum og skuldir heimilanna
hætti að vaxa.
Jafnréttisstofa vett-
vangur valdastreitu
J.M.G. skrifar:
Jamréttisstofa virðist ekki sinna
mikið þeim lægst launuðu. Helst virð-
ist hún berjast fyrir því að fjölga kon-
um í þeim embættum sem eru eftir-
sóttust vegna valda og góðra launa.
Aftur á móti minnist ég þess ekki, að
Jafnréttisráð hafi barist fyrir jafnri
kynjaskiptingu á frystitogurunum eða
á öðrum afiaskipum. Heldur ekki fyrir
jafnri kynjaskiptingu við skúringar á
sjúkrahúsunum eða í afgreiðslusölum
bankanna. Jafnréttisráð virðist mér
vera vettvangur fyrir valdastreitu og
yfirgang. Seta í nefndum eins og i jafn-
réttisnefndum virðist vera afar eftir-
sótt og vinsæl. Fróðlegt væri að vita
hversu margar verkakonur sitja i
þessum nefndum, eða fólk af erlendum
uppruna. - Jafnréttisnefnd hefur ekki
skapað jafnrétti, svo mikið er víst.
Fossinn Dynjandi.
Ekki fyrir alla að aka helðarnar.
Ferðalög á Vestfirði
Friörik Sigurösson skrifar:
Víkverji Mbl. hugleiddi nýlega
Vestfirði og ferðalög þangað. Fólk
segði að þangað væri erfitt að komast
sakir slæmra vega og þar væri lítið að
sjá. Víkverji er ekki sama sinnis. Ég
er sammála honum að því er snertir
landslag og markverða staði. Þeim
sem á Vestfirði fara í fyrsta sinn vérð-
ur ferðin ógleymanleg. Svo var t.d.
um mig í fyrstu ferð þangað fyrir
u.þ.b. fimm árum, landleiðina. Ég
hafði hins vegar komið ótal sinnum á
alla firðina sem skipsmaður á Esjunni
gömlu. Akstursleiöin vestur, allt frá
Brjánslæk, yfir Dynjandisheiði og
Hrafnseyrarheiði, er auðvitað ekki
mönnum bjóðandi. Næstum ófær aö
sumarlagi, hvað þá er kemur fram á
haustið. Þarna þarf mikið átak að
gera ef ferðamannastraumur á að
vaxa. - Hin leiðin, um Hólmavík, er
litið skárri, hún er hrikaleg og ekki á
allra færi að aka ef lofthræðsla angr-
ar fólk. Og það á líka við um áður-
nefndar heiðar. Þar þarf einfaldlega
jarðgöng, og þá er Vestfjörðum líka
borgið í flestu tilliti.
DVI Lesendur
Lesendur geta hringt allan sólarhring-
inn í síma: 550 5035.
Eða sent tölvupóst á netfangiö:
gra@ff.is
Eða sent bréf til: Lesendasifta DV,
Þverholti 11, 105 Rcykjavík
Lesendur eru hvattir til aö senda mynd
af sér til birtingar með bréfunum á
sama póstfang.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
14-15
14-15
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40