Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 155. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						MÁNUDAGUR 9. JÚLÍ 2001
13
J3V
Menning
Foldarskart
Umsjón: Sigtryggur Rðagnason
Málverk Eggerts Péturs-
sonar eru ekki öll þar sem
þau eru séð. Eöa réttara
sagt: 1 þeim er svo mikið að
sjá að venjulegur áhorfandi
fær seint gaumgæft þau til
fullnustu. Úr fjarlægð koma
þau manni fyrir sjónir sem
óhlutbundin tilbrigði í anda
afstrakt-impressjónista,
skilmerkilegar áréttingar á
yfirborðseiginleikum
myndflatarins með kvikum
pensildráttum og alþöktum
striga. í návígi breytist
þessi myndvíðátta, makró-
kosmos, í míkrókosmos,
smáheim íslensks foldar-
skarts, þar sem hverjum
stilk, krónu og laufblaði er
haldið til haga með undra-
verðri nákvæmnisvinnu.
Þessi nákvæmni verður til
þess að árétta áðurnefnda
flatneskju myndflatarins og
opna auganu ótal skoðunar-
leiðir í allar áttir nema inn
á við; raunar svo margar og
misvísandi leiðir að þær
vekja með áhorfandanum
bæði óþreyju og innilokun-
arkennd.
Um leið hlýtur áhorfand-
inn að velta fyrir sér hvað
listamanninum gangi til með því að vinna
mánuðum saman að því að flytja blómstrandi
grastodda og fífureiti yfir á striga.
Ef Eggert tílheyrði aldamótakynslóðinni
væri sennilega hægt að flokka málaralist hans
undir fegurðarleit, jafnvel undir „leitina að
Paradís", eins og segir í aðfaraorðum Jirki
Siukonen að sýningu hans i Galleríi 18. Berum
málverk hans til dæmis saman við nákvæmn-
Skrásetning tímans
„En fyrst og fremst virka þessi málverk á þann sem þetta skrifar eins og skrásetning
tímans, jafnvel eins og örvæntingarfullar tilraunir til að stöðva hann og þar með hnign
un jarðargróðurs og þeirrar skapandi vitundar sem ber honum vitni."
ismyndir Kjarvals af melum, móum og kjarri
- ein þeirra, Bláberjagrein (í eigu Karitasar
Bjargmundsdóttur), er raunar sláandi lik mál-
verkum Eggerts.
Síbylja tímans
Þó er kannski nær að sjá málverk Eggerts í
samhengi þeirrar lýðræðistilhneigingar sem
gert hefur vart við sig í vest-
rænni málaralist hin síðari ár.
Nú er ekkert til sem heitir „verð-
ugt" viðfangsefni - hámenning og
lágmenning eru eitt - og því er
listmálaranum frjálst að leita
fanga þar sem honum þóknast.
Jafnvel að mála sömu þúfuna allt
sitt lif. Rétt er að hafa í huga að
þessar náttúrumyndir Eggerts
eiga upptök sín í myndskreyting-
um sem hann gerði fyrir uppslátt-
arrit um Flóru íslands.
En fyrst og fremst virka þessi
málverk á þann sem þetta skrifar
eins og skrásetning tímans, jafn-
vel eins og örvæntingarfullar til-
raunir til að stöðva hann og þar
með hnignun jarðargróðurs og
þeirrar skapandi vitundar sem
ber honum vitni. Það er því eng-
in goðgá að nefna málaðar dag-
setningar pólska listamannsins
Roman Opalka, hvers verk voru
til sýnis að Kjarvalsstöðum á síð-
asta ári, í tengslum við þessi mál-
verk Eggerts. Það er einmitt sí-
byljan í þeim sem vekur með
manni meðvitund um tímans rás;
sérstök útlistun einstakra blóma
eða stilka hefur hins vegar á sér
yfirbragð tálsýnar.
Loks má velta fyrir sér hvort
þessi síbylja hafi ekki enn aðra
merkingu fyrir listamanninn; hvort hún sé
ekki árétting þess að við séum ekki stjórnend-
ur náttúrunnar. Að hún muni fara sinu fram
og endurnýja sig hvernig sem veröldin veltist.
Aðalsteinn Ingólfsson
Sýningin stendur til 28. júlí og er I i8 á Klapparstíg 33.
Leitin ao Paradís
„EfEggert tilheyrði aldamótakynslóðinni væri sennilega hægt að flokka mál-
aralist hans undir fegurðarleit, jafnvel undir „leitina að Paradís", eins og
segir í aðfaraorðum Jirki Siukonen að sýningu hans í Galleríi 18."
DV-MYNDIR E.ÖL
Undraverð nákvæmnisvinna
„/' návígi breytist þessi myndvíðátta, makrókosmos, í míkrókosmos, smá-
heim íslensks foldarskarts, þar sem hverjum stilk, krónu og laufblaði er
haldið til haga með undraverðri nákvæmnisvinnu."
... mannsgaman
/
£\>
Bókaveggfóður
Merkilegt hvað bókahillur skipta miklu máli í
lífi íslendinga. Á venjulegu heimili liggja þær i
tugum metra eftir veggjum i stofum og herbergj-
um, misjafnlega sveigðar af þunga bókanna. A
sumum heimilum er að finna sérstök húsbónda-
herbergi þar sem hillur fylla alla veggi, frá gólfi
og upp í loft. Það þykja góð heimili. Á enn öðr-
um heimilum eru sérstakar bókastofur, þar sem
hillumetrarnir nálgast kilómetra. Það þykja
menningarheimili.
Á Reykjavíkurárum sínum hefur sá sem þetta
skrifar flutt fjörlega oft á milli húsa. Líklega hef-
ur hann skipt tólf sinnum um íbúð á tuttugu
árum. í hvert sinn.hefur hann raðað öllum bók-
um sínum í pappakassa og burðast með þá á
milli húsa og eUíflega orðljótur, því fátt reynir
meira á mannanna bak en fullur kassi af bókum.
Bækur eru enda þungavara, saman komnar í
kassa.
Fyrir örfáum árum fann þessi skrifari fint hús
í uppsveitum Reykjavíkur. Og enn fylgdu bæk-
urnar með, mikill fjöldi af margteipuðum pappa-
kössum. Þegar honum var litið yfir gluggalausa
veggina í niðurgröfnum kjallara hússins sá hann
að þarna ættu bækur hans heima, nú loks
kæmust þær á leiðarenda og kassar væru liðin
tíð. Hafist var handa og hamarshóggin dundu
dag og nótt.
Núna er erfiðið að baki og sælusvipur skrifar-
ans er enn eins og helgimynd. Hann stendur fyr-
ir framan hillurnar á kvöldin og getur verið þar
tímunum saman og dáðst að því hvernig ein bók-
in tekur við af annarri í fagurlega skornum hiU-
unum sem fyUa út í öll horn. Honum finnst fátt
fylla hugann meir en návist við bækur. Hann er
á því að ekkert fóðri veggi eins vel og bækur.
Ekkert klæði hús og hug jafn ríkulega.
Æði margar, ef ekki fiestar bókanna, eru
ólesnar. En það er aukaatriði.
Hinn danski Svavar
Nú stendur yfir í Carl-Henning Ped-
ersen og Else Alfelt-safninu í Herning í
Danmörku sýningin Fimm danskir
Cobra-málarar. Það er Per Hovdenakk
sem er sýningarstjóri og meðal þessara
fimm „dönsku" málara er Svavar
Guðnason. í Jyllands-Posten er það
einmitt mynd án titils eftir Svavar sem
er birt meö jákvæðri gagnrýni þar sem
segir meðal annars að þau bestu hafi
öðlast.eigiðlíf.
Minnisvarði
um Björgu C.
Þorláksdóttur
Þann sautjánda
júni var afhjúpuö
brjóstmynd af Björgu
C. Þprláksdóttur en
hún var fyrst ís-
lenskra kvenna til að
ljúka doktorsprófi.
Því lauk hún í Sor-
bonne 17. júní árið 1926. Doktorsritgerð
hennar er á sviði lífeðlisfræðinnar með
sterk tengsl við heimspeki og sálar-
fræði. Áður en hún hóf nám við Sor-
bonne hafði hún unnið við hina miklu
íslensk-dönsku orðabók sem er vana-
lega kennd við Sigfús Blöndal, eigin-
mann hennar.
Eftir Björgu liggja mörk rit og meðal
þeirra má nefna bækur og þýðingar um
mataræði, þjóðþrif, svefn og drauma og
menntamál kvenna. Auk þess skrifaði
hún leikrit og ljóð og þýddi erlend
skáldverk. Bjórg lést af völdum krabba-
meins árið 1934, þá sextug að aldri.
Brjóstmyndin af Björgu er gerð eftir
afsteypu Asmundar Sveinssonar. Stöp-
ullinn undir brjóstmyndinni er hannað-
ur af listakonunni Soffiu Árnadóttur og
unninn af Steinsmiðjunni Rein og Þór
Sigmundssyni steinsmið. Styttan er
reist fyrir tUstuðlan áhugahóps um að
halda á lofti minningu Bjargar.
Ungir menn
enn á uppleið
Sýning Stúdenta-
leikhússins, Ungir
menn á uppleið, verð-
ur frumsýnd í fjórða
sinn á miðvikudags-
kvöld og nú í Kaffi-
leikhúsinu. Sýningin
hlaut góða dóma þeg-
ar hún var sett upp
fyrst síðari hluta vetr-
ar og var auk þess valin Áhugaleiksýn-
ing ársins af Þjóðleikhúsinu og sett upp
þar í maí. Þá var sýningunni boðið á
leiklistarhátíð í Vilnius þar sem hún
sópaði að sér verðlaunum. Til dæmis
var hún valin besta erlenda sýningin og
leikhópurinn sá besti.
Leikritið gerist á galakvöldi herra-
klúbbsins Ungir menn á uppleið en all-
ir meðlimir klúbbsins eru uppar, fjár-
glæframenn og vitleysingar að atvinnu.
Hægt er að borða mat frá Tapas-bar
og fá sér drykk á meðan á sýningu
stendur.
í nærveru - nokkrir
sálgæsluþættir
Skálholtsútgáfan, út-
gáfufélag Þjóðkirkjunn-
ar, hefur gefið út bók-
ina í nærveru - nokkr-
ir sálgæsluþættir eftir
Sigfinn Þorleifsson,
sjúkrahúsprest           á
Landspítala háskóla-
sjúkrahúsi. í bókinni
er meðal annars lýsing
á því hvernig maður á að nálgast annan
mann, einkum í sálarneyð, og reynir að
leggja lið, styrkja og leiða. Bókin er góð
hjálp öllum þeim sem hlúa vUja að and-
legri velferð annarra, hún vekur upp
meðvitundina um hvað felst í því að
hlusta á aðra og skUja hvað þeim liggur
á hjarta. Hún leiðbeinir og hvetur til
skilnings og hluttekningar til að skynja
dýpstu tilfinningar fólks og andlegt
ástand þess. Kápumynd er eftir Krist-
ínu Gunnlaugsdóttur.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
14-15
14-15
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40