Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 155. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						14
MÁNUDAGUR 9. JULI 2001
MANUDAGUR 9. JULI 2001
27
Útgáfufélag: Útgáfufélagiö DV ehf.
Útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson
Framkvamdastjóri: Hjalti Jónsson
Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason
Aöstoðarritstjórar: Jónas Haraldsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson
Fréttastjóri: Birgir Guömundsson
Auglýsingastjóri: Páli Þorsteinsson
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift:
Þvcrliolti 11,105 Hvík, simi: 550 5000
Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999
Græn númcr: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777
Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/
Fréttaþjónusta á Netinu: http://www.visir.is
Ritstjórn: dvritst@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dvdreif@dv.is
Akureyri: Strandgata 31, simi: 460 6100, fax: 460 6171
Setning og umbrot: Útgáfufélagiö DV ehf.
Plötugerft: Isafoldarprensmiöja hf. Prentun: Árvakur hf.
Áskriftarverö á mánuði 2050 kr. m. vsk. Lausasöluverð 190 kr. m. vsk., Helgarblað 280 kr. m. vsk.
DV áskilur sér rétt til að birta aösent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim.
Mjög tnikil mengun
Ný umsögn Náttúrvemdar ríkisins um mat á umhverf-
isáhrifum fyrirhugaös álvers í Reyðarfirði er áfall fyrir
virkjanaáform stjórnvalda. Umsögnin er skýr og skorin-
orð og skrifuð á þekkilegu mannamáli. Niðurstaðan er af-
dráttarlaus. Álverið myndi menga langt umfram viðun-
andi mörk. Þessi umsögn er gott dæmi um nauðsynlegt
sjálfstæði ríkisstofnunar sem fer fram af fagmennsku og
lætur ekki segja sér fyrir verkum. Umsögnin eykur tiltrú
almennings á kerfinu - og var tími til kominn.
Þegar umsögn Náttúruverndar er skoðuð grannt setur
hroll að lesendum. Stofnunin er beinlínis að segja að álver
i Reyðarfirði, í þeirri mynd sem menn hafa hugsað sér,
yrði umhverfisslys. Starfsmenn hennar segja að í ljósi
framlagðra gagna verði ekki annað séð en að álverið
myndi ógna umhverfi staðarins, jafnt fólki, dýralífi og
náttúru svæðisins. Ekki er að efa að þessi umsögn veldur
þáttaskilum í umræðunni um álver á Austurlandi. Þrauta-
ganga álverssinna hefur verið ærin og lengist nú enn.
Náttúruvernd ríkisins segir að staðarval álversins sé
byggt á afar hæpnum forsendum. Ekkert sé að finna í fyr-
irliggjandi gögnum frá Skipulagsstofnun ríkisins og fleiri
stofnunum sem sýni að Reyðarfjórður sé heppilegur fyrir
stórt álver, hvað þá risaálver eins og bjartsýnustu álvers-
sinnar eru með í plönum sínum. í umsögninni segir að 280
þúsund tonna ársframleiðsla sé of stórt álver; rekstur þess
fæli i sér að ekki yrði um sjálfbæra nýtingu á vatnsorku
landsmanna að ræða heldur ágang á umhverfið.
í umsögninni er ekki verið að tala neina tæpitungu:
„Gróðurfar mun breytast, dýr verða í hættu, t.d. staðbund-
inn stofn hreindýra." Stofnunin segir að við vissar að-
stæður muni styrkur mengunar í lofti verða afar hár og
langt fyrir ofan þau viðmiðunarmörk sem mönnum og
skepnum sé ætluð. Stofnunin segir að í reynd verði að
huga að þvi hvort leyfa eigi íbúabyggð og dýrahald innan
þess svæðis sem mesta mengunin mun greinast. Stórt ál-
ver í þröngum firði ógni hreinlega íbúðabyggð þar.
Þetta eru þung orð og eftirtektarvert að í umsögninni er
í reynd verið að spyrja ráðamenn hvort eigi að njóta
vafans í firðinum eystra; heilsa fólks eða hagkerfið. Um-
sögn Náttúruverndar svarar mörgum spurningum en vek-
ur að líkindum upp enn fleiri og flestar þeirra beinast
beint að ráðamönnum landsins. Þetta eru óþægilegar
spurningar en þeim verður að svara, ekki aðeins vegna
fólks á fjörðum eystra heldur vegna allra íslendinga sem
telja sig búa á landinu fremur en landshlutum.
Umsögn Náttúruverndar sýnir að undirbúningur ál-
versframkvæmdanna hefur ekki verið sem skyldi. Nokk-
ur grundvallaratriði eru óljós, ef ekki beinlínis ókönnuð.
Þannig bendir Náttúruverndin á að mjög mikið magn ker-
brota muni koma frá álverinu og í þeim séu mjög meng-
andi efni, s.s. þungmálmar. Ekkert sé hins vegar farið að
huga að endurvinnslu á kerbrotunum og hvernig eiturefn-
um verði eytt. Svo virðist sem „kynslóðir framtíðarinnar
eigi að taka við þessum vanda," segir stofnunin.
Álver er að verða að skammaryrði í umræðunni um ís-
lenskt atvinnulíf. Það er miður. Ráðamenn bera þar
nokkra ábyrgð enda hefur undirbúningur álversfram-
kvæmdanna einkennst nokkuð af pólitískri taugaveiklun.
Álver geta hæglega verið eðlilegur partur af atvinnulífi
landsmanna. Þegar rétt er á málum haldið menga þau
ekki meira en annar atvinnurekstur. Líklega mengar
fiskiskipaflotinn allra greina mest. Staðarval álvers skipt-
ir hins vegar sköpum. Og Reyðarfjörður hentar þar ekki.
Sigmundur Ernir
X>V
Skoðun
Opið bréf til hjóna
Kæru hjón.
Skólaslitaræða mín á dög-
unum hefur farið fyrir
brjóstið á ykkur báðum,
einkum þar sem ég leyfði
mér að tala um landsbyggð-
armenn sem olnbogabörn
samfélagsins og gagnrýndi
einsýni Reykjavíkurvaldsins,
hvar í flokki sem það er að
finna. Ljóst er að hvorugt
ykkar hefur lesið ræðuna, en
þið hefðuð ekkert illt af því,
að ég held. Hana er að finna
1 heilu líki á vefsíðu Mennta-
skólans á Akureyri. - Veffangið
www.ma.is.
lagsins, sem víða er mjóg til
umræðu, þarf að efla lýðræð-
islega hugsun og styrkja lýð-
ræðislega umræðu og tryggja
frelsi og óttaleysi manna með
því að skapa skilyrði til þess
að allir geti notið efnahags-
legra, menningarlegra og
stjórnmálalegra réttinda. Um
þetta erum við væntanlega
sammála.
urflugvallar sé skipu-
lagsmál sem varðar
alla landsmenn, ekki
síst okkur - olboga-
börn samfélagsins -
landsbyggðarfólkið,
sem verðum að sækja
allt suður.
'  1
Tryggvi
Gísiason
skólameistari
er
Aukinn mannskilningur
og lýöræöi
í ræðunni er margt, sem ég held við
séum sammála um, s.s. að auka beri
mannskilning, mannvirðingu og um-
burðarlyndi, m.a. af því að á nýrri öld
muni umræðan um lýðræði og jafn-
rétti yfirgnæfa aðra þjóðfélagsum-
ræðu, enda mannvirðing og umburð-
arlyndi undirstaða að siðfræði samfé-
lagsins.
Til þess að styrkja siðfræði samfé-
Stjórnmálakarp
En ekki get ég verið sam-
mála þér, Steinunn, í grein
þinni í DV 27. f.m. að „baráttan um
staðsetningu Reykjavíkurflugvallar
hafi verið barátta um lýðræði og
aukna þátttöku almennings í mótun
borgar og samfélags." Flugvallarmálið
varð að mínum dómi bitbein í hrá-
skinnaleik R-listans og sjálfstæðis-
manna, dæmigert íslenskt karp þar
sem enginn hlustar á annan og ekkert
er rétt af því sem andstæðingurinn
segir.
Að lokum varð umræðan um þetta
mikilsverða mál „dauð síld" sem eng-
inn hafði áhuga á. Hins vegar er það
skoðun mín að staðsetning Reykjavík-
„Skólaslitarœða mín á dög-
unum hefur farið fyrir
brjóstið á ykkur báðum ...
Ljóst er að hvorugt ykkar
hefur lesið rceðuna, en þið
hefðuð ekkert illt af því, að
ég held." - Steinunn
hafi reynt að „verjast Jóhannesdóttir rithöfundur
ofurvaldi landsbyggð-  og Einar Karl Haraldsson
ritstjóri.
arfjórðung hafa 95%
af nýjum störfum á
vegum ríkisins orðið
til í Reykjavík, enda
eru það allt önnur öfl
en landsbyggðarmeiri-
hlutinn á Alþingi sem
ráða ferðinni.
Of urvald lands-
byggðar-
meirlhlutans
Frásögn þín, Stein-
unn, af því að „Sam-
tök um betri byggð á
höfuðborgarsvæðinu"
armeirihlutans á
þingi  með  því
Al-
að
kæra framkvæmdaleyfi fyrir nýbygg-
ingu Reykjavíkurflugvallar með tilvís-
un í lög um umhverfismat frá 1993,"
eins og þú segir, er ekki aðeins vill-
andi heldur beinlinis röng því að það
var borgarstjórnin í Reykjavik sem
heimilaði þegar árið 1993 endurbætur
Reykjavíkurflugvallar. „Ofurvald
landsbyggðarmeirihlutans á Alþingi
er heldur ekki meira en svo, að í ald-
Peníngar og völd
Hins vegar þarf ég
ekki að vera nema
daglangt í Reykjavík
til þess að sjá hvar
peningarnir og völdin
eru í þessu kalda
landi, og nú, þegar
95% eigna þjóðarinn-
ar eru í höndum 5%
landsmanna - sem all-
ir búa á höfuðborgarsvæðinu - er bar-
áttan fyrir landsbyggðinni ekki auð-
veld. Þið hjón, gamalt landsbyggðar-
fólk, sjáið þetta ekki lengur, enda búin
að vera annars staðar aldarþriðjung.
Að liðnum öðrum aldarþriðjungi
benda líkur til að 90% íslensku þjóðar-
innar búi á höfuðborgarsvæðinu, sem
við endurskoðun aðalskipulags höfuð-
borgarsvæðisins  er  skilgreint  sem
Menningarmálaráðuneyti
Fyrir fjórum árum lagði Ágúst Ein-
arsson fram á Alþingi frumvarp til
breytinga á lögum um Stjórnarráð ís-
lands þess efnis að stofnað yrði sér-
stakt menningarmálaráðuneyti sem
hefði á sinni könnu öll menningarmál
landsmanna, sem frá öndverðu hafa
heyrt undir menntamálaráðuneytið.
Taldi flutningsmaður brýnt að ís-
lenskri menningu yrði gert það hátt
undir höfði, að sérstakur ráðherra
færi með málefni hennar. Af einhverj-
um ástæðum náði frumvarpið ekki
fram að ganga, og má furðu gegna með
tilliti til þess að á síðustu tveimur ára-
tugum hefur menningarframtak lands-
manna margfaldast og er orðið ein-
hver gildasti þáttur þjóðlifsins.
Það hefur staðið ýmsum menning-
arstofnunum fyrir þrifum að þeim
hefur verið of lítill gaumur geflnn og
fyrir bragðið ekki notið þeirrar at-
hygli og virðingar sem þær óneitan-
lega verðskulda. Á það einkum við
um söfnin, og er Þjóðminjasafn nötur-
legt dæmi um þvilíka vanrækslu.
Margvísleg verkefni
Samkvæmt frumvarpinu yrðu verk-
efni hins nýja ráðuneytis ærin: um-
„Fyrir fjórum árum lagði Ágúst Einarsson fram á Alþingi
frumvarp til breytinga á lögum um Stjórnarráð íslands þess
efnis að stofnað yrði sérstákt menningarmálaráðuneyti sem
hefði á sinni könnu öll menningarmál landsmanna sem frá
öndverðu hafa heyrt undir menntamálaráðuneytið."
sjón með listum, svosem leik-
list, hljómlist, kvikmynda-
list, sönglist, danslist, mynd-
list og bókmenntum; hljóð-
varpi og sjónvarpi; bókasöfh-
um, náttúrugripasöfnum og
listasöfnum í umsýslu ríkis-
valdsins; minjavörslu, íþrótt-
um, æskulýðsmálum, félags-
heimilum, höfundalögum og
ýmsu öðru sem að menning-
arstarfsemi lýtur.
Menntamálaráðuneytið
hefði eftir sem áður kappnóg
verkefni, enda þarfnast
menntamál á framhaldsskólastigi
verulegra umbóta. Það yrði þriðja
stærsta ráðuneytið að fjárhagslegu
umfangi, þó menningarmálin væru
flutt í nýtt ráöuneyti. Hinsvegar yrði
mennningarmálaráðuneytið stærra en
utanríkisráðuneytið, sjávarútvegs-
ráðuneytið, iðnaðar- og viðskiptaráðu-
neytið og umhverfisráðuneytið. Að því
hníga sterk rök að stofna sérstakt
ráðuneyti um menningarmál með
hliðsjón af fjárhagslegum umsvifum
menningar á vegum ríkisins. Þegar
umhverfisráðuneytið var stofnað voru
umhverfísmál sem heyrðu undir önn-
ur ráðuneyti færð í hið nýja ráðuneyti
og var til vitnis um aukna áherslu
stjórnvalda á umhverfismál. Við þá til-
færslu breyttust viðhorf og vinna í
sambandi við umhverfismál, þó vissu-
lega sé ýmislegt við athafnir núver-
andi umhverfisráðherra að athuga.
Brýnt verkefní
Ágúst lagði áherslu á að meginá-
stæðan fyrir frumvarpinu væri ekki
fjárhagslegs eðlis, heldur væri til-
gangurinn sá að marka skýrari stefhu
í menningarmálum, mynda farveg
Sígurður A.
tyiagnússon
ríthöfundur
fyrir hverskyns menningar-
legt framtak landsmanna.
Brýnt væri að efla stuðning
ríkisvaldsins við alla þætti
menningarinnar með því að
mynda sérstaka stjórnsýslu-
lega umgjörð um hana. Mik-
il og vaxandi gróska væri í
menningarlífinu og stjórn-
völdum bæri skylda til að
hlúa að því með bættu
skipulagi og aukinni
áherslu á mikilvægi inn-
lends frumkvæðis á þessu
sviði. Menningarstarfsemi
gegndi mikilvægu hlutverki í að bæta
mannlíf og samskipti einstaklinga, en
hún skilaði líka verulegum og sívax-
andi skerfi til landsframleiðslunnar.
Flutningsmaður kvað ástæðulaust
að hafa áhyggjur af, að fjólgun ráðu-
neyta mundi kalla á útþenslu stjórn-
sýslunnar, meðþvi hér yrði um að
ræða markvissari stjórn menningar-
og menntamála. Á hinn bóginn kæmi
sameining annarra ráðuneyta vel til
greina, til dæmis sjávarútvegs-, iðnað-
ar-, viðskipta- og landbúnaðarráðu-
neytis í eitt atvinnuvegaráðuneyti.
Uppstokkun ráðuneyta og verksviða
þeirra væri orðið brýnt verkefni hér-
lendis.
Sú skipan að hafa sérstakt menning-
armálaráðuneyti er við lýði víða í ná-
lægum Evxópulöndum og hefur hvar-
vetna reynst ótvíræður aflvaki. Á
tyllidögum tala landsfeðurnir gjarna
um mikilvægan þátt menningarinnar
í því kraftaverki að þjóðin lifði af
hórmungar liðinna alda. Er ekki kom-
inn tími til að sýna í verki, að hugur
fylgi máli, og láta menninguna njóta
þess veglætis sem hún hefur unnið til?
Sigurður A. Magnússon
Spurt og svarað
A að þyngja domafyrirítkamsarasirog nauöganir?
Hjálmar Árnason
alþingismaður
Herða refsiá-
kvœði
„Mér finnst í ljósi þessa og
ýmissa dóma sem hafa verið að
ganga núna, eins og t.d. nauðg-
unarmálið í Helgafellssveit og hörðum fíkni-
efnainnflutningi og sölum, aö Alþingi muni taka
til endurskoðunar að skoða refsiákvæði með
það í huga að herða þau. Með því eru þau skila-
boð send út í samfélagið að það verði ekki tekið
neinum silkimjúkum hönskum á alvarlegum
brotum eins og fíkniefnasölu, nauðgunum og
miklum barsmíðum. Ég á von á því að allsherj-
arnefnd Alþingis muni taka málið upp í haust
en ég mun fylgjast náið með þvi."
Guðrún Ögmundsdóttir
þingmaður
Án nokkurrar
ábyrgðar
„Ef það er einhver málaflokk-
ur sem fólk vill nú að tekið
verði á þá er það refsing við
svona ofsafengnum og hrottalegum brotum.
Þessi dómur er allt of vægur enda þetta mál allt
svo hræðilegt. Það er eins og dómararnir kom-
ist ekki yfir ákveðinn þröskuld og Alþingi þarf
að beita sér fyrir því að þeir geti þyngt dómana
en þeir hafa heimild til að dæma þessa árásar-
menn i 16 ára fangelsi. Það er eins og brota-
mennirnir geti gert svona hluti sí svona án þess
að bera nokkra ábyrgð, jafnvel þótt fórnarlömb-
in séu „hálfdauð". Þetta særir alvarlega réttlæt-
iskennd fólks."
Ásgeir Logi Ásgeirsson,
bœjarstjóri Ólafsfjarðarbœjar
Lengri dómur
ekki réttur
„Spurningin hlýtur einnig að
vera, hvað er að hjá svona ein-
staklingi sem fremur svona
glæp? Hvernig ætlum við að gera hann að betri
manni til að takast á við það samfélag sem við
erum búin að skapa okkur, sem er markmiðið,
eða hvað? Gerum við það með því að refsa hon-
um harðar eða grípa til einhverra annarra ráða.
Nauðgun er eitt af þeim ógeðslegustu brotum
sem hægt er að fremja en við þurfum frekar að
reyna að koma í veg fyrir þessi brot og kosta
einhverju til þess. Við skulum hafa í huga að
lengri fangelsisdómur er ekki endilega rétta
svarið við öllum þessum ofbeldisglæpum."
svæðið austan frá Þjórsá vestur að
Hvítá í Borgarfirði. Þetta eru liðlega
10% af landinu. Á hinum 90% landsins
búa eftir aldarþriðjung um 30 þúsund
manns. Vel kann að vera að þessi
byggðaþróun sé bæði fjárhagslega hag-
kvæm og eðlileg að margra dómi, en
þetta veldur menningarlegri fátækt
sem er ekki betri en hin efnahagslega
fátækt að sínu leyti, þótt báðar séu
vondar.
Máttur Reykjavíkurvaldsins
En þú, Einar Karl, talar um í Frétta-
blaðinu að við Þorsteinn Gunnarsson,
rektor Háskólans á Akureyri, séum
orðnir einir um að halda fram lands-
byggðinni og kenningunni um tvær
þjóðir í landinu. Þetta er hugsanlega
rétt. Svo mikill er máttur Reykjavíkur-
valdsins, að enginn vogar sér lengur
að nefna þetta.
Þið flokksbræðurnir Ólafur Ragnar
Grímsson nefnduð þetta að vísu fyrr-
um, en þið eruð báðir komnir annað.
En auðvelt væri að sýna fram á tilveru
þjóðanna tveggfa sem í landinu búa.
Það bíður betri tíma. - Með bestu
kveðjum að norðan.
Tryggvi Gíslason
i Umniæli
Hagtölur gærdagsins
„Alþýðusambandið hef-
ur sett fram hugmyndir
um það hvernig væri að
ná niður verðbólgu,
styrkja krónuna og þar
með kaupmáttinn. Hluti þeirra hug-
mynda sem aðilar vinnumarkaðarins
setja fram er lækkun vaxta. Þeir vita að
niöursveiflan er skörp að engin hætta er
á þenslu þó vextir lækkuðu, þvert á
móti væri vaxtalækkun rétt mótvægisað-
gerð við hinum hraða samdrætti sem
þeir merkja. Þeir sem byggja niðurstöð-
ur sínar á hagtölum gærdagsins, svo
sem Háskólinn og Seðlabankinn, eru á
öndverðri skoðun. Ekki má lækka vexti,
ekki taka erlend lán til að greiða niður
innlend lán, þenslan lifir enn góðu lífi á
pappírunum. Það er alvarlegt þegar
heimar fræða og eldri hagtalna og hins
vegar veruleiki dagsins í dag rekast
svona harkalega á."
Svanfríður Jónasdóttir þingmaöur,
á heimasíöu sinni.
Útúrsnúningur
„Ingibjörg Sólrún Gísladóttir skapar
sér sérstöðu meðal forráðamanna sveitar-
félaga meö yfirlýsingum sínum í garð
ríkisins vegna uppbyggingar á framhalds-
skólum. Á sinum tíma var ráðist í ný-
byggingu við Menntaskðlann á Akureyri
í samstarfi rikisins og sveitarfélaganna
fyrir norðan. Vafalaust hefðu heimamenn
getað skotið sér bak við lögfræðilegar
álitsgerðir um að þeir hefðu engar skyld-
ur í þessu efni en úr lögfræðilegum
ágreiningi af þessum toga verður ekki
skorið að lokum nema honum sé skotið
til dómstólanna. Það hefur Reykjavíkur-
borg ekki gert. Ingibjörg Sólrún telur
málstað sínum til stuðnings að ríkið hafi
ekki mótmælt lögfræðilegum álitsgerðum
og við það sitji. Þetta er í besta falli eins
og hver annar útúrsnúningur."
Björn Bjarnason menntamálaráðherra,
á heimasíðu sinni.
Úlfar Steindórsson,
hjá Nýsköpunarsjóði
Ekki nógu
þung refsing
„Ég þekki nákvæmlega ekki
neitt til refsilöggjafar en ég held
að við svona viðbjóðslegum
glæp séu jafnvel ekki til nógu þungar refsingar.
Ég held að það sé hæpið að segja að refsingar
við ákveðnum glæpum eigi að vera svona og
svona. Það hlýtur að fara eftir eðli brotanna.
Þetta tiltekna brot er alveg hræðilegt og lýsing-
arnar alveg ótrúlegar svo ég er fullur efa um að
refsingin fyrir þetta brot sé nægjanleg. Átta mig
raunar ekki alveg á því."
Vc-=>t——7i——J >
OF=7vfo SEZTrlSrr
Wéc? ÆTUH F?6? ÍHO<3£7
1S NfIÍ_Tí=fR6?R NEVÉ^RCU^NHP
SEVt F?SI VXL.L. F?fc>J?lKLE?
.~TRr<I
jfTis
Ersi WWKirNj ETR
MC=7^r3ScliX(MN FTG>
SE<37(=7 F?€> H£?U=7 FWTOS^
Ffrsll€? L.ETlTSX'Sr iSRRpq
FrV -&TFVL.FO sé-í? ^yö-
T<
M<§
\>^L
INQOR, c3ré>Ui=ZI r^Nj,
KL^R ©v^F7f<«ey=7-
s^.
"¦í o
?
TcJTRjGO
OCórV^IMM J=^jSOK1C7
HIL.u3•d>^^lJ^<, sp^Pn^f?,
•5ETOOCJ N/Ó TTL SX^4,
U-F73ÍM/
*s
L^M
1
.1
Óþörf bann-
helgi rofin
Háaioftið
Oddur Olafsson
skrifar:
Agúst Einarsson er
hugrakkur stjórnmála-
maður. Hann þorir að
hafa skoðun á því sem
aðrir pólitíkusar pískra
um sín á milli en hafa
ekki manndóm í sér til
að ræða frjálslega á opin-
berum vettvangi. Þegar
varaþingmaðurinn lýsti
því yfir að sér fyndist
trúlofunarstand forseta
íslands dragast fulllangt
á langinn braut hann
hefð sem satt best að "
segja er heldur leið í lýðræðisríki.
Til þessa hefur ekki þótt kurteisi að
ræða um forsetaembættið öðruvisi
en í upphöfnum mærðartóni eins og
þegnum einvalda af guðs náð var
skylt þegar þeir úreltu gripir voru og
hétu.
Þegar Ágúst skellti þeirri skoðun
á heimasíðu sína að timabært væri
að forsetinn og unnusta hans inn-
sigluðu samband sitt með hjöna-
vígslu, gripu fjölmiðlar hana á lofti
og endurtóku boðskapinn
án þess að hafa þor til að
taka neins konar afstöðu
til málsins. Helgislepjan
sem umlykur forsetaemb-
ættið er meiri en svo að
nokkur sála hafi einurð
til að hafa opinbera skoð-
un á málinu eða vera
sammála eða ósammála
Ágústi. Aðeins er tuggið
upp hvað hann hefur um
málið að segja.
Hitt vantar síst að mik-
ið er um trúlofunina rætt
manna á milli og Gróa
gamla á Leiti ber fréttirn-
ar með meiri hraða en
hátæknivæddir fjölmiðl-
ar megna. Fer það svo eft-
ir innræti hvers og eins
hvernig þær eru túlkaðar
og bornar til næsta við-
takanda. - Fer hér sem
oftar þegar opinská um-
ræða er nánast bönnuð,
að ýkjur og missagnir
bera trúverðugar frásagn-
ir ofurliði.
ræða. Hins vegar lauk kjör-
tímabili og annað hófst án
þess að til frekari tíðinda
drægi. Að sjálfsögðu á forset-
inn rétt á sínu einkalífi og er
óþarfi að aðrir séu að hnýsast
í það. En sjálfur opinberaði
hann trúlofunina og heitkona
hans kemur fram fyrir hönd
þjóðarinnar heima og erlend-
is. Samband þeirra er því ekki
einkamál í strangasta skiln-
ingi.
Á sínum tíma var fyllilega
" gefið i skyn að hjónavígsla
stæði fyrir dyrum á Bessastöðum og
það er sá gjörningur sem Ágúst Ein-
arsson er að reka á eftir. En þar sem
nútíminn gerir ekki kröfu til að sam-
búðarfólk gangi í hjónaband og láti
vígja samband sitt eöa skrá það hjá
löggildu embætti er óþarfi að gera þá
kröfu til forseta og hans ástkæru
fremur en annarra. Löggjafinn heim-
ilar að hjónaband og sambúð njóti að
flestu leyti sömu lagaverndar. Það
hlýtur að gilda á Bessastöðum eins
Opinberun
Þegar  Ólafur  Ragnar
Karlmaður var dæmdur í þriggja ára fangelsl fyrir hrottalega líkamsárás og nauðgun í Helgafellssveit áriö 1999.
Hitt vantar síst að mikið er rætt um trúlofun-
ina manna á milli og Gróa gamla á Leiti ber þjóðnöfðingja
kynnti þjóðinni heitkonu fréttirnar með meiri hraða en hátœknivœddir ekki ! öörum lýðfrjáis-
sma for ekki a milh mala            .            ,  .                        um ríkjum og er mál að
að þar var um trúlofun að         fjOlmiðlar nutimans megna.         linni.
og i öðrum plássum.
Hins vegar eru ákvæði um upphaf
sambúðar heldur laus 1 reipunum og
byggjast fremur á praktískum ástæð-
um en lögformlegum. Slit sambúðar
eru aftur á móti flóknari og oft á tíð-
um dramatísk.
En eins og er fæst engin vitneskja
um hvort þau Dorrit og Ólafur Ragn-
ar eru enn trúlofuö eða í sambúð. Nú
er ekki eins og þetta hvíli þungt á
herðum þjóðarinnar eða skipti hana
miklu máli í lífsbaráttunni. En til
eru þeir sem finnst viðkunnanlegra
að vita það. Kannski langar þjóð-
kirkjuna að frétta á hvaða stigi til-
hugalíf æðsta manns hennar og
verndara er?
Vond hefð rofln
Standið sem nú varir á Bessastöð-
um kallaði Þórbergur tildragelsi.
Samkvæmt orðanna hljóðan dregur
það til einhvers. En til hvers, er það
sem Ágúst Einarsson vill forvitnast
um og er svo frakkur að hafa orð á.
Þar með dregur hann forsetaembætt-
ið upp á mannlega til-
veru sem leyfilegt er að
ræða opinskátt um. Að
því leyti er brotið blað í
samskiptum forseta ís-
lands og annarra íslend-
inga. - Hnútur og ill-
mælgi ótíndra stráka er
ekki talin vera alvöru
umræða og er því mark-
laus.
Ef Dorrit og Ólafur
Ragnar kjósa að búa í
óvígðri sambúð, eins og
fbldi fólks gerir hér á
landi, er það þeirra mál.
En þá fer best á þvi að
tilkynna það hreinskiln-
islega, eins og trúlofun-
ina á sínum tíma.
Mest er samt um vert
að marktækur stjórn-
málamaður opnar um-
ræðuna um embætti for- '
seta íslands og rýfur þá
bannhelgi sem hvilt hef-
ur yfir Bessastaðahöfð-
ingjum sem ekki hefur
mátt ræða um nema af
mærðarfullri undir-
gefni. Slík afstaða til
þekkist


					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
14-15
14-15
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40