Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 155. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						34
MANUDAGUR 9. JULI 2001
Islendingaþættir
IOV
Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson
Storafmæli II Fólk í fréttum
i  85ára
Hallfríöur Jónsdóttir.
Kleppsvegi Hrafnistu, Reykjavík.
80 ára
Friörik Guöjónsson,
Barmahlíö 37, Reykjavík.
Daníel Guðm Einarsson,
Sundlaugavegi 18, Reykjavík.
75 ára
Garöar Sigfússon,
Laugarásvegi 57, Reykjavík.
Jónína Halldórsdóttir,
Lálandi 2, Reykjavík.
Þorgeröur Guömundsdóttir,
Höskuldarvöllum 17, Grindavík.
70ára
Sigurjón Magnússon,
Kleppsvegi Hrafnistu, Reykjavík.
Eggert Guomundsson,
Stórahjalla 37, Kópavogi.
Gunnlaugur Briem Vilhjálmsson,
Hrísholti 12, Selfossi.
60ára
Gunnar Jónas Jónsson,
Sæviöarsundi 33, Reykjavík.
Elínborg Kristinsdóttir,
Rauöageröi 28, Reykjavík. Elínborg verð-
ur að heiman á afmælisdaginn.
Sigrún Eyjólfsdóttir,
¦j,   Fífurima 7, Reykjavík.
Ásgeir Leifsson,
Bæjarholti 7a, Hafnarftrði.
Valgerour Sigurbergsdóttir,
Ytri-Brekkum 2, Varmahlíð.
50ára
Guðlaugur A. Stefánsson,
Irabakka 34, Reykjavík.
María Markúsdóttir,
Fífurima 4, Reykjavík.
Ólafur Haraldsson,
Kjarrhólma 12, Kópavogi.
Rúnar Gils Hauksson,
Arnarsmára 18, Kópavogi.
Birgir Hrafnsson,
Leirutanga 22, Mosfellsbæ.
Auður Skaftadóttir,
Hraungeröi 2, Akureyri.
40ára
Erna Bjarnadóttir,
Hraunbæ 30, Reykjavík.
Snjólaug Guðrún Sigurjónsdóttir,
Flétturima 22, Reykjavík.
Hinrik Helgi Hinriksson,
Vallarflöt 7, Stykkishólmi.
Anna Maria Ragnarsdóttlr,
Skaftafelli 2 Freysn., Fagurhólsmýri.
ingibjörg Finnbogadóttir,
Foldahrauni 41b, Vestmannaeyjum.
Persónuleg,
alhllöa útfararþjónusta.
• Áralðng reynsla.
Svwrtr Einanuon          Bryndis
útfararstjiri          Volbjarnardóttir
írtfararatjóri
Útfararstofa íslands
Su6urhlið35- Sfmi 581 3300
allan sölarhringinn.   www.utforin.JS
Gísli H. Guðjónsson
Dr. Gísli Hannes Guðjónsson, yf-
irréttarsálfræðingur við Lundúna-
háskóla, hefur mikið verið í fréttum
að undanförnu vegna dómsins fyrir
morðið á sjónvarpskonunni Jill
Dando í Bretlandi en Gisli var feng-
inn til að starfa að málinu
Starfsferlll
Gísli fæddist í Reykjavík 26.10.
1947 og ólst þar upp. Hann stundaði
nám við Iðnskólann í Reykjavík,
lærði húsgagnasmíði, lauk sveins-
prófi í þeirri grein 1967 og vann síð-
an við húsgagnasmíði í eitt ár.
Gísli fiutti siðan til Englands í því
skyni að læra ensku, stundaði síðan
nám við verslunarskóla í Englandi,
lauk stúdentsprófi þar 1970, stund-
aði nám í meðferðarsálfræði við
Burnel-háskólann í Vestur-London,
lauk þar BS-prófi með hæstu eink-
unn 1975, lauk MS-prófi í meðferð-
arsálfræði við Surrey-háskóla og
síðan doktorsprófi þaðan 1981. Með
námi starfaði Gísli á geðdeildum
sjúkrahúsa, vann á stofnun fyrir
unga afbrotamenn, starfaði eitt
sumar við Félagsmálastofnun
Reykjavíkurborgar og nokkrum
sinnum hjá Lögreglunni í Reykjavík
og RLR. Gísli hóf störf í meðferð-
arsálfræði við Institute of Psychi-
atry 1980 og var í framhaldi af því
ráðinn í fyrstu rannsóknar- og
kennslustöðuna í réttarsálfræði við
Lundúnaháskóla. Hann hefur því
jöfnum höndum unnið sálfræðistörf
við meðferðarstofnun og sinnt
kennslu og rannsóknum sem yfir-
sálfræðingur við Lundúnaháskóla.
Auk þess hefur hann verið ritstjóri
tímaritsins Personality Individual
Differences. Síðast en ekki síst hef-
ur Gísli verið ráðgjafi og dómkvadd-
ur umsagnaraðili um mikinn fjölda
afbrotamála, einkum morðmála.
Út hafa komið eftir Gísla ritin
The Psychology of Interrogations,
Confessions and Testimony og The
Causes and Cures of Criminality,
auk kennslubókar í réttarsálfræði.
lotug
Fjölskylda
Eiginkona Gísla er Julía Guðjóns-
son, f. 1945, húsmóðir. Stjúpdætur
Gisla eru Rowena Guðjónsson og
Rhiamon Guðjónsson.
Tvíburabróðir Gísla er Guð-
mundur Guðjónsson, f. 26.10. 1947,
yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglu-
stjóra, kvæntur Tove Bech húsmóð-
ur og eiga þau tvö börn auk þess
sem hann á tvo stjupsyni.
Foreldrar Gísla eru Guðjón Aðal-
steinn Guðmundsson, f. 6.1. 1921,
fyrrv. kaupmaður í Reykjavík, og
k.h., Þóra Hannesdóttir, f. 2.6. 1919,
d. 6. febrúar 2000, húsmóðir.
Ætt
Guðjón er bróðir Karitasar, móð-
ur Jóhönnu Sigurðardóttur alþm.
Guðjón er sonur Guðmundar, kaup-
manns í Reykjavík, Guðjónssonar,
sjómanns í Reykjavík, Björnssonar,
bróður Guðrúnar, ömmu Alberts
Guðmundssonar ráðherra. Móðir
Guðmundar var Steinunn Þor-
steinsdóttir, b. í Breiðamýrarholti,
bróður Steinunnar, móður Magnús-
ar Jónssonar dósents og Þóris
Bergssonar rithófundar. Þorsteinn
var sonur Þorsteins, garðyrkjub. í
Úthlíð í Biskupstungum, Þorsteins-
sonar, b. á Hvoli í Mýrdal, hálfbróð-
ur Bjarna Thorsteinssonar amt-
manns, föður Steingríms, rektors og
skálds, föður Axels blaðamanns.
Þorsteinn var sonur Þorsteins, b. í
Kerlingardal, Steingrímssonar,
bróður Jóns „eldprests". Móðir Þor-
steins í Úthlíð var Þórunn Þor-
steinsdóttir, b. á Vatnsskarðshólum
í Mýrdal, Eyjólfssonar. Móðir Stein-
unnar var Guðlaug Stefánsdóttir, b.
á Brekku í Biskupstungum, Gunn-
arssonar, af Víkingslækjarættinni,
bróður Helgu, langömmu Ingigerð-
ar, móður Guðrúnar Helgadóttur
fyrrv. alþm.
Móðir Guðjóns var Anna María
Gísladóttir, sjómanns í Reykjavík,
Jónssonar, frá írafelli í Kjós. Móðir
Sigríður Theódóra Sæmundsdóttir
húsmóðir
Sigriður Theódóra Sæmundsdóttir
húsmóðir, Skarði í Holta- og Land-
sveit verður sjötug á morgun.
Starfsferill
Sigríður Theódóra fæddist í
Reykjavík og ólst þar upp. Hún tók
gagnfræðapróf frá Gagnfræðaskóla
Vesturbæjar. Sigríður Theódóra
Qutti að Skarði 1950 og tók við búi
þar ásamt eiginmanni sínum 1959.
Sigriður Theódóra hefur starfað
heima í Skarði og fylgst með velferð
sveitarinnar og verið valin til for-
ystu við ýmis mál. Einkum hafa
kvenfélagsmál verið henni kær og
hefur hún verið formaður Kvenfé-
lagsins Lóu í Landsveit í 40 ár.
FJölskylda
Eiginmaður Sigríðar Theódóru
var Guðni Kristinsson, bóndi og
hreppistjóri, f. 6. júlí 1926, en hann
lést 25. desember 1998. Þau giftust
þann 25. apríl 1954. Foreldrar Guðna
voru Kristinn Guðnason, bóndi og
hreppstjóri, og Sigríður Einarsdóttir
ljósmóðir. Þau bjuggu í Skarði í
Landsveit.
Börn Sigríðar Theódóru og Guöna
eru 1) Kristinn, bóndi í Skarði, f. 6.
desember 1950, börn hans eru Borg-
hildur, Guðni, Sigríður Theódóra,
Laufey Guðný, Hekla Katharina og
Rakel Natalie; 2) Helga Fjóla, búsett
á Hvolsvelli, f. 7. nóvember 1957, gift
Ingvari Ingólfssyni vélvirkja og eru
börn þeirra Erlendur og Guðni.
Barnabarnabörn Sigríðar Theódóru
eru Fjóla Kristín og Karen.
Systkini Sigríðar Theódóru eru
Margrét Sæmundsdóttír hjúkrunar-
framkvæmdastjóri og Sæmundur
Sæmundsson vélstjóri.
Foreldrar Sigríðar Theódóru voru
Sæmundur Sæmundsson kaupmað-
ur, f. 26. nóvember 1908, d. 5. júní
1995, og Helga Fjóla Pálsdóttir hús-
móðir, f. 11. nóvember 1909, d. 3. nóv-
Gísli Guöjónsson
Gísli Guðjónsson réttarsálfræðingur hefur verið í fréttum að undanförnu
vegna starfa sinna að morðmáli í Bretlandi sem dómur er nýfallinn i.
Önnu Maríu var Vilborg, systir Sal-
varar, langömmu Sigurðar Sigur-
jónssonar leikara. Vilborg var dótt-
ir Frímanns, b. að Kirkjuvogi í
Höfnum, Gíslasonar. Móðir Vilborg-
ar var Magnea Þórðardóttir, b. á
Bakka í Höfnum, Þorkelssonar,
bróður Ögmundar, afa Tómasar
Guðmundssonar skálds. Þórá er
dóttir Hannesar, útvegsb. í Vest-
mannaeyjum, Sigurðssonar, b. á
Seljalandi undir Vestur-Eyjafjöll-
um, bróður Tómasar, afa Grétars
Haraldssonar lögmanns. Sigurður
var sonur Sigurðar, hreppstjóra á
Barkarstöðum í Fljótshlíð, ísleifs-
sonar, Gissurarsonar. Móðir Sigurð-
ar á Seljalandi var Ingibjörg, systir
ember 1990. Þau voru lengst af búsett
í Reykjavík.
Ætt
Sæmundur var sonur Sæmundar,
b. á Lækjarbotnum á Landi, Sæ-
mundssonar, b. og hreppstjóra á
Lækjarbotnum, Guðbrandssonar, b.
á Lækjarbotnum, Sæmundssonar, b.
á Hellum á Landi, Ólafssonar, b. á
Hellum, Ólafssonar, b. á Víkingslæk
Tómasar Fjölnismanns, langafa
Helga læknis, föður Ragnhildar,
fyrrv. ráðherra. Systir Ingibjargar
var Jórunn, amma Árna Þórarins-
sonar, pr. á Stóra-Hrauni. Ingibjörg
var dóttir Sæmundar, b. í Eyvindar-
holti, Ögmundssonar, pr. á Krossi,
bróður Böðvars, langafa Þorvalds,
pr. í Sauðlauksdal, afa Vigdísar,
fyrrv. forseta. Ögmundur var sonur
Presta-Högna Sigurðssonar. Móðir
Sæmundar var Salvör Sigurðardött-
ir, systir Jóns, afa Jóns forseta.
Móðir Þóru var Guðrún Jónsdótt-
ir, b. á Seljalandi, Jónssonar, frá
Bakka í Landeyjum, Einarssonar.
Móðir Guðrúnar var Guðný Þor-
bjornsdóttir.
á Rangárvöllum, Þorsteinssonar, b. á
Minni-Völlum á Landi, Ásmundsson-
ar, b. og smiðs á Minni-Völlum,
Brynjólfssonar, lögréttumanns í
Skarði á Landi, Jónssonar, lögréttu-
manns í Skarði, Eiríkssonar, b. í
Klofa, Torfasonar ríka sýslumanns í
Klofa, Jónssonar.
Helga Fjóla var dóttir Páls Frið-
rikssonar, verkamanns i Reykjavík,
og Margrétar Árnadóttur. Friðrik
var sonur Helgu Bergsdóttur, f. i
Syðra-Seli, húsfrú í Pálshúsum, og
Páls sjómanns Magnússonar, b. og
hreppstjóra á Lambastöðum á Sel-
tjarnarnesi og Seli við Reykjavík.
Helga var dóttir Bergs Jónssonar, b.
í Hæringsstaðahjáleigu, og Gróu
Tómasdóttur, b. á Litla-Hrauni, Jóns-
sonar, b. í Grimsfjósum. Móðir Gróu
var Ingveldur Hafliðadóttir, b. á
Flóagafli og síðar á Syðra-Velli.
Margrét var dóttir Árna Þorvalds-
sonar, b. og hreppstjóra á Meiðastöð-
um í Garði, siðar á Innra-Hólmi.
Sigriður Theódóra verður heima á
afmæliskvöldið þriðjudaginn 10. júlí
með kaffi á könnunni og þætti gam-
an að fá að sjá ættingja og vini.
Andlát
Ólöf Vernhar&sdóttir, fyrrv. hússtjórnar-
kennari, Eskihltð 20, lést á hjúkrunar-
heimilinu Skjóli miðvikudaginn 4. júlí sl.
Elínborg Guomundsdóttir, Hringbraut
115, Reykjavík, lést miðvikudaginn 4.
júlí.
Ingi Rafn Lúthersson, Hverfisgötu 32,
Reykjavík, áður Bíldudal, lést sunnudag-
inn 17. júní sl. Útförin hefur fariö fram í
kyrrþey.
Olgeir Gíslason, dvalarheimilinu Jaöri,
Ólafsvík, lést á Landspítalanum Foss-
vogi að kvöldi miðvikudagsins 4. júlí sl.
Merkir Islendingar
Kristján Albertsson rithöfundur fæddist 9.
júlí 1897 á Akranesi. Foreldrar Kristjáns voru
Albert Þórðarson, síðast aðalbókari Lands
banka íslands, og kona hans, Steinunn
Kristjánsdóttir.
Kristján lauk stúdentsprófi frá MR
1917. Hann var í námi í bókmenntasögu
í Hafnarháskóla 1917-1921 og í Þýska-
landi og Frakklandi 1921-1924. Kristján
var ritstjóri Varðar 1924-1927, leik-
stjóri hjá Leikfélagi Reykjavíkur
1924-1927 og formaður Leikfélagsins
1925-1926.
Hann var einn af ritstjórum Vöku
1927-1929, dvaldist í Frakklandi 1928-1931
og í Rvík 1931-1935. Kristján var lektor í ís-
lensku í Berlínarháskóla 1935—1943 og bjó i
Kristján Albertsson
Kaupmannahöfn 1943-1945, Gautaborg 1945 og í
Stokkhólmi 1945-1946. Hann var sendiráðsrit-
ari í islenska sendiráðinu i París 1946-1950
og sendiráðunautur 1950-1967. Kristján var
í menntamálaráði  1933-1936, formaður
1933-1934 og í þingkosinni lánamálanefnd
1933-1934. Hann var í sendinefnd íslands
á  allsherjarþingi  SÞ  1951-1955  og
1959-1962, í nefnd SÞ til rannsókna á
skilyrðum fyrir frjálsum kosningum um
allt  Þýskaland  og  endursameiningu
landsins i Genf og í Þýskalandi 1952 og í
nefnd íslands á alþjóðaráðstefnu um hag-
nýtingu kjarnorku til friðarþarfa í Genf
1955.
Kristján samdi mörg rit en hann lést þann
31. janúar árið 1989.
Gústaf H.
Ingvarsson
Gústaf H. Ingv-
arsson,     frá
Stykkishólmi, nú
til heimilis að
Háaleitisbraut 15
í Reykjavík, er
fimmtugur í dag.
Afþvítilemibýð-
ur hann upp á
kaffi í félags-
heimili Karla-
kórsins Þrestir
að Flatahrauni 21 i Hafnarfirði eftir
klukkan 20 í kvöld.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
14-15
14-15
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40