Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 155. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						FRETTASKOTIÐ
SÍMINN SEM ALDREI SEFUR
Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt,
hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert
fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV,
greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö
í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar
er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan
sólarhringinn.
550 5555
MANUDAGUR 9. JULI 2001
Víkingur á lelð í land.
Halamiö:
Loðnunni
mokað upp
Mokloðnuveiði var um helgina í
grennd við Halamið, út af Vestfjörð-
um, að sögn Sigurðar Daníels Hall-
dórssonar, stýrimanns á Vikingi
AK 100. Víkingur landaði í gær 1400
tonnum af fallegri loðnu til bræðslu
hjá Síldar- og fiskimjölsverksmiðju
HB á Akranesi.
Elliði AK, skip HB, fyllti sig
'einnig í fyrrinótt og kom á svipuð-
um tíma til löndunar á Akranes.
Sigurður segir að þetta sé falleg og
góð loðna og menn séu að tala um
að svo mikið af loðnu hafi ekki sést
síðan 1993, það sé mikið af torfum
og mikið af loðnu að sjá. Útlitið fyr-
ir sumarloðnuveiðina er því þokka-
legt.                    -DVÓ
Ekiö yfir tjald
. Stúlka sem var stödd í Úthlíð
óskaði eftir aðstoð lögreglu
aðfaranótt sunnudags þegar bíll ók
yfir tjald vinar hennar sem hún
taldi hann sofandi í. Nokkrir menn
höfðu beðið um að tjaldið yrði fært
úr stað og þegar þeim var svarað
neitandi óku þeir tvívegis yfir tjald-
ið. Til allrar lukku reyndist tjaldið
mannlaust. í hamaganginum tókst
ökuníðingunum að festa bílinn í
drullu en þegar stúlkan hugðist til-
kynna brotið símleiðis flúðu þeir af
vettvangi. Lögreglan kom skömmu
síðar en tókst ekki að hafa uppi á
ódæðismönnunum. Að sögn stúlk-
unnar var rjaldið skilið eftir og ekki
aðhafst frekar i málinu.      -sör
Jói útherji
Knattspyrnuverslun
Ármúla 36 • sími 588 1560
TJALDA0 TIL   )
EINNAR HÆTUR?!
¦ E,
DV-MYND JAK
Fólksbíll velti Jeppa
Haröur árekstur lítils fólksbíls ogjeppa varð á Suðurlandsvegi, við Hveradali, í gærkvðldi. Fólksbílnum virðist hafa verið ekið ógætilega fram úr langri röð bíla,
svo hann lenti á afturdekki jeppans og hvolfdi honum. Ökumaður fólksbílsins er grunaður um ölvun við akstur. Alls var brennt í bílunum, tvennt íjeppanum og
einn í fólksbílnum og voru bau öll flutt með sjúkrabílum til aðhlynningar á Landspítalann í Fossvogi. Ekkert þeirra taldist alvarlega slasað og bykir mikil mildi
að ekki skuli hafa farið verr. Mikil umferð var á Suðurlandsvegi þegar áreksturinn varð um níuleytið í gærkvöldi.
Forstjóri Lyf javerslunar íslands vill ekki Frumafl:
Forstjórastóli að veði
- bréf forstjóra rýrir traust á fyrirtækinu, segir Grímur Sæmundsen
Sturla Geirsson, forstjóri Lyfja-
verslunarinnar, skrifaði stjórnar-
mönnum opið bréf í Morgunblaðinu í
gær, sunnudag. Þar skoraði hann á
srjórnina að ná samkomulagi um það
að falla frá kaupum á Frumafli og öll-
um málaferlum þar að lútandi. Áskor-
unin er afar skorinorð. Lýsir Sturla
því afdráttarlaust yflr og styður dæm-
um að gangi kaupin eftir muni það
valda stórtjóni á báðum fyrirtækjum
og jafnvel eyðileggja þau.
Með áskoruninni hefur Sturla tekið
af skarið og sýnt hvom málstaðinn
hann styður í málinu og þar með
hvorn hópinn: Minnihlutann. í kjöl-
farið vakna spurningar um samband
hans við stjórnarmeirihlutann og
Grím Sæmundsen, stjórnarformann,
og hvort ekki hljóti að hitna undir for-
stjóra sem greini alvarlega á við
meirihluta stjórnar?
„Þegar ég skrifaði þetta bréf gerði
ég mér fyllilega grein fyrir því að það
gæti haft afleiðingar. Hins vegar var
það mitt mat að ef ég reyndi ekki að
koma þessum sjónarmiðum á fram-
færi, sem ég tel vera þau réttu, þá
Sturla
Geirsson.
Grimur
Sæmundsen.
væri ég ekki að vinna aö hag félags-
ins. Og mér ber að vinna að hag þess
en ekki einstakra hluthafa. Ef það er
svo að menn meta það þannig að ég sé
ekki æskilegur hjá félaginu eftir það
þá verður þara svo að vera," sagði
Sturla. Geirsson í gærkvöldi.
Sturla vill ekki orða þetta svo að
um trúnaðarbrest milli stjórnarmeiri-
hluta og forstjóra sé að ræða, þetta sé
sjónarmið sem hann hafi viðrað áður
og menn viti af. Hann nefnir auk þess
þá starfsmenn sem skrifa undir áskor-
unina með honum, 8 háttsetta yfir-
menn í dótturfyrirtækjum Lyfjaversl-
unarinnar. „Það ér alveg ljóst að fólk
er að hætta starfl sínu, ekki bara ég.
Allir þessir starfsmenn sem skrifa
undir með mér gera það með því
markmiði að koma því til skila að við
séum ekki að gera að gamni okkar.
Við lítum málið það alvarlegum aug-
um, hagsmunirnir eru svo rikir að við
erum tilneydd til að gera þetta. Kom-
ið er fram að Lyfjaverslun Islands er
gríðarlega sterkt félag með bjarta
framtíð og því tel ég óráðlegt að hætta
þeirri björtu framtíð með þessum
kaupum. Við erum að hætta djobbun-
um okkar fyrir félagið. Það er svo ein-
falt."
Hef ekkl safnað liöi
Grímur Sæmundsen, stjórnarfor-
maður Lyfjaverslunar íslands, segist
ekki hafa nokkra tilfmningu fyrir því
hvort minnihluti stjórnar sé búinn að
ná meirihluta atkvæða fyrir hluthafa-
fundinn á þriðjudag, og þvi síður
hvort einstaka stjórnarmenn séu
orðnir tvístíga i málinu, eins og Ósk-
ar Magnússon og Bolli Kristinsson.
„Ég hef ekki verið í því að safna
einhverju liði heldur reynt að vinna
faglega að málefnum félagsins," segir
Grímur Sæmundsen.
„Það olli mér vonbrigðum að bréfl
Sturlu Geirssonar skyldi með skipu-
lögðum hætti vera komíð til fjölmiðla
og ekki vera jákvætt fyrir fyrirtækið,
raunar til þess fallið að rýra traust á
félaginu að ósekju. Ég er ósammála
því að félagið sé komið að fótum fram
því þetta er öflugt félag með bjarta
framtíð. Þessi mál leysast á hluthafa-
fundinum á þriðjudag. Ég skil vel að
Sturla sé uggandi og undir miklu
álagi en mér finnst að hann hafi tekið
of djúpt í árina. Það er leiðinlegt að fé-
lagið verður fyrir þyngsta högginu.
Það verður engin stjórnarfundur fyrir
hluthafafundinn, og þar er vantraust-
stillaga á stjórn og nýtt stjórnarkjör.
Sama stjórn eða ný stjórn mun vænt-
anlega ræða þetta mál."
Grímur segir það mjög bagalegt ef
dómur Hæstaréttar vegna áfrýjunar á
lögbannskröfunni liggi ekki fyrir
hluthafafundinum. Þar sem búið sé að
skila inn öllum greinargerðum geri
hann sér vonir um það, það sé öllum
málsaðilum til bóta.       -fin/GG
Á heimleið af kvöldvakt á elliheimilinu Grund:
n/liðaldra konu rænt úr strætóskýli
Fimmtugri starfskonu á elliheim-
ilinu Grund við Hringbraut í Reykja-
vík var rænt úr strætisvagnaskýli
gegnt elliheimilinu þar sem hún beið
eftir vagni að lokinni kvöldvakt.
Kvöldvakt lýkur klukkan 23.30 en at-
burðurinn átti sér stað í síðustu
viku.
„Það er náttúrlega skelfilegt til
þess að hugsa að fólk geti ekki beðið
eftir strætisvagni án þess að eiga
von á svona ósköpum," sagði Ágústa
Ólafsdóttir, yflrmaður starfskonunn-
ar á deild V2A á elliheimilinu
Grund. „Mér skilst að þetta hafi ver-
iö þrír strákar sem renndu upp aö
Strætlsvagnaskýlið gegnt Grund
Starfskonan stób og beið eftir vagni
I lok kvöldvaktar. Sú bið endaði á
annan hátt en hún hugði.
strætisvagnaskýlinu og þóttust vera
að spyrja til vegar. Fyrr en varði
kipptu þeir konunni upp í bílinn og
helltu einhverri ólyfjan upp í hana á
meðan brunað var niður í miðbæ.
Þeir hentu henni síðan út úr bílnum
við Herkastalann í Aðalstræti,"
sagði Ágústa.
Starfskonan fékk taugaáfall þar
sem hún stóð fyrir framan Hjálpræð-
isherinn og vissi vart í þennan heim
né annan. Fékk hún aðstoð til að kom-
ast á slysadeild þar sem hún fékk við-
eigandi meðferð auk þess sem reynt
var að dæla ólyfjaninni upp úr henni.
„Það var að sjálfsögðu ómögulegt að
segja til um hvað það var sem piltarn-
ir helltu ofan í hana," sagði Ágústa.
Starfskonan sjálf vildi sem minnst
tjá sig um'lífsreynslu sína í gærkvöldi
en sagði þó: „Ég er ekki búin að ná
mér enn en geri það vonandi síðar.
Þessir piltar voru allir drukknir og
bílstjórinn líka."
Starfskonan gaf lögreglu skýrslu
um atburðinn en kærði hann ekki.
Sagði að það þýddi ekkert: „Þegar ég
sagði lögreglunni að bílstjórinn hefði
líka verið drukkinn var mér svarað
því til að það gæti ekki staðist. Þá
fannst mér fokið í flest skjól," sagði
starfskonan.               -EIR
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
14-15
14-15
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40