Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.2001, Blaðsíða 23
23
LAUGARDAGUR 14. JÚLÍ 2001
H>V__________________________________________________________________________________________________Helgarblað
Kelirí og slagsmál - rigning og ástarsorgir:
Jörfagleði samtímans
Hátíðin í Atlavík, árió sem Bítillinn mætti á svæöið,
var einhver fjölsóttasta útihátíð sem haldin hefur verið
hér á landi. Enda var talsvert að sjá og upplifa.
Ekki mættu nema fáein hundruð á Viðeyjarhátíðina
árið 1984. Bæði setti afleitt veður strik í reikninginn
en einnig voru bitastæðari atriði í boði fyrir austan.
Löggan grípur í taumana
Á útihátíð endur fyrir löngu. Unglingadrykkja hefur löngum verið einn af fylgi-
fiskum útihátíða, en oftar en ekki hefur löggann sett kíkinn fyrir blinda augað
hvað þetta varöar. En þó ekki ailtaf.
A Akureyri
Þessi mynd var tekin á Halló Akureyri árið 1996. Framkvæmd þeirrar há-
tiðar var umdeild og margt þótti hafa farið úr böndunum. En menn lærðu
af'reynslunni og betur tókst árin á eftir, en svo fór að hátíðin var blásin
af eftir Halló-ið 1999.
Fyllirí, kelirí og slagsmál. Rigning,
ástarsorgir og lerkað fólk bæði á lík-
ama og sál. Jörfagleði samtimans. ís-
lensk útihátíð í hnotskurn? „Það fylgir
kúltúrnum á íslandi að fólk þarf að
láta eins og skepnur við og við til þess
að fá útrás,“ segir læknir sem var á
vakt í Þórsmörk um sl. helgi i viðtali
við DV sl. mánudag. Þessi lýsing gæti
allt eins átt við um fjölmargar aörar
útihátíðir sem haldnar hafa verið á ís-
landi um langt árabil. Sumar að vísu
næsta fásóttar, en alténd hafa þær ein-
kennst af ölvun og því sem á íslandi er
kallað að æskan skemmti sér.
Töðugjöld í Húsafelli
Ofarlega í minnum margra af bítla-
kynslóðinni eru útihátíðir sem í nokk-
ur skipti voru haldnar í Húsafellsskógi
á sjöunda áratugnum. Keflavíkurbítl-
arnir í Hljómum voru helstu og
stærstu númerin þar og drógu þúsund-
ir að. „Það voru eins konar töðugjöld
ungs fólk sem var í sveit i Borgarfirði
að fara á Húsafelishátíð um verslunar-
mannahelgina," segir Stuðmaðurinn
Jakob Frímann Magnússon sem sjálfur
hefur staðið að ótalmörgum útihátíð-
um vítt og breitt um landið. Hann
kveður sér enn í fersku minni þegar
Rúnar Júlíusson lék listir sínar á - og
jafnvel ofan á - sviðinu með ögrandi
hætti, ber að ofan - svo sumir töldu að
honum myndi fatast flugið, sem þó
aldrei varð.
Jakob kveðst hafa staðið hugfanginn
við sviðið, 11 vetra gamall, og fylgst
með Hljómum - en eftirminnilegast sé
sér kannski þegar Erlingur Björnsson,
rytmagítarleikari Hljómanna, vatt sér
að honum í pásu og bað hann um að
kaupa fyrir sig Egils-appelsín og prins
póló.
„Ekki leyft mínum börnum ..."
„Ég hefði ekki leyft mínum börnum
að fara á þessa hátíð hefði ég vitað
hvernig hún yrði,“ segir Ólafur Þórar-
insson - Labbi í Mánum - sem var
meðal þeirra tónlistarmanna sem fram
komu á Saltvíkurhátíðinni um hvíta-
sunnana 1971. Um tíu þúsund manns
sóttu hátíðina en þarna komu fram
þær hljómsveitir sem vinsælastar voru
á þessum tíma, svo sem Trúbrot, Trix,
Tilvera, Ævintýri. Náttúra og Roof
Tops - auk Mána. „Þetta var gaman, en
líka drulla, rigning og skítur," segir
Ólafur Þórarinsson þegar hann rifjar
þessa hátíð upp, sem aðstandendur
sögðu að væri „prófsteinn á það hvort
ungt fólk á íslandi gæti skemmt sér á
heilbrigðan og sómasamlegan hátt,“
eins og komist var að orði.
Hátíð fauk út á Viðeyjarsund
Samkeppnin milli útihátiða landsins
var væntanlega mest árið 1984. Þá bit-
ust samkomuhaldarar í Vestmannaeyj-
um, Viðey og Atlavik um hylli væntan-
iegs fólks. „Það var stemning fyrir Við-
eyjarhátið og vætanlega hefði hún orð-
ið fjölsótt hefði veður ekki sett strik í
reikninginn," segir Magnús Kjartans-
son sem stóð að þeirri hátíð. Búist var
við þúsundum á svæðið, en þær vænt-
ingar runnu úti í sandinn að morgni
fóstudagsins fyrir verslunarmanna-
helgi þegar rigndi og fór að hvessa.
„Hátíðin beinlíns fauk út á Viðeyjar-
sund,“ segir Magnús og segir að um
500 manns hafi mætt á svæðið.
Aðspurður um grundvöllinn fyrir
því að halda útihátíð innan borgar-
markanna segir Magnús að hann sé
umdeilanlegur. „Ég gæti trúað því að
krökkum þyki heppilegra að fara eitt-
hvað út fyrir bæinn, en vera endilega
þar sem mamma og pabbi gætu allt i
einu dúkkað upp á tjaldskörinni, boðið
góðan daginn og verið komin í heim-
sókn.“
Þegar Ringo kom í Atlavík
En Atlavík sló í gegn þetta árið. Þá
hátíð sóttu alls um tíu þúsund manns,
en helstu númerin voru Stuðmenn og
Bítillinn Ringo Starr. Stuðmaðurinn
Jakob Frímann Magnússon segir að
þegar fregnir hafi borist af Viðeyjarhá-
tíðinni hafi þeir Stuðmenn sest á rök-
Bítill á baki
Bítillinn Ringo Starr sótti hátíðina í
Atlavík árið 1984 - og brá sér meira
að segja á hestbak.
stóla og leitað að einhverju því trompi
sem gæti slegið Viðeyinga út af laginu.
Skömmu áður hafi þau Ragnhildur
Gísladóttir og Tómas Tómasson verið
við upptökur í einkahljóðveri Bítilsins
í SV-Englandi og því hafi fólki þótt grá-
upplagt að bjóða Ringo og Barböru
konu hans á svæðið. Jakob hafði sam-
band við umboðsskrifstofu Ringos, þar
sem hann sjálfur var staddur fyrir til-
viljun. Erindið var borið upp og Bítla-
hjónin svöruðu um leið að þau væru til
í tuskið. Þar með var Atlavíkurhátíð
borgið og straumurinn lá þangað.
Þegar til Islands var komið tóku hin-
ir svonefndu Bítlagæslumenn á móti
Ringo Starr. Vel var gert við Bítilinn
bæði í mat og drykk sem meðal annars
var boðið dýrindis koníak en spurt
hverrar tegundar og hve gamalt hann
vildi. Af stakri hógværð svaraði Ringo
því til að slíkt skipti ekki máli, bara
það væri blandað i kók og ísmolar
væru í glasinu. Og þegar súperkokkur
bauð hinum heimsfræga manni dýr-
indis humar afþakkaði hann, sagðist
ekki borða skriðdýr. Þannig sýndi
Ringo Star í aila staði af sér alþýðlegt
yfirbragð og þegar austur í Atlavik
kom spókaði hann sig um í lopapeysu
áður en hann steig á svið með Stuð-
mönnum og var þannig eins og hver
annars Austfirðingur á útihátíð. Var
hann af einum góðglöðum „sveitunga"
sinum spurður hvort hann hefði ekki
örugglega kennt smíði við Eiðaskóla
veturinn áður. Svo var ekki.
Á níunda áratugnum hélt Héraðs-
sambandið Skarphéðinn nokkrum
sinnum útihátíðir í Þjórsárdal um
verslunarmannahelgi. Gaukurinn var
hátíðin nefnd og var fjölsótt framan af.
Allt til ársins 1987 þegar hátíðahöldin
brotlentu algjörlega. I stað þess að þrjú
þúsund gestir mættu á svæðið eins og
reiknað hafði verið með urðu gestirnir
aðeins sjö. Skarphéðinsmenn sáu sér
þvi þann kost vænstan að viðurkenna
staðreyndir og blása hátíðina af, strax
á fóstudagskvöldinu.
„Við látum hverjum degi nægja sína
þjáningu. Þetta er ný lífsreynsla,"
sagði Guðmundur Kr. Jónsson, for-
maður Skarphéðins, eftir hátíðina.
Fjárhagur sambandsins var í rúst eftir
þetta en var þó bjargað skömmu síðar
með eftirminnilegum tónleikum i Ker-
inu í Grímsnesinu sem þúsundir sóttu.
Almennilegt þjóðhátíðarfólk
„Síðasta þjóðhátíð er alltaf best,“
segir Árni Johnsen, alþingismaður,
brekkusöngvari og persónugervingur
þjóðhátíðar í Eyjum, sem hefúr verið
haldin í Herjólfsdal allt frá árinu 1874.
Hann segir að þjóðhátíðin í fyrra hafi
Á þjóðhátíö
Það er eitt af einkennum hópa
sem sækja þjóðhátíð í Eyjum að
klæða sig í skrautlega búninga,
eins og sjá má á þessari mynd.
raunar tekist mjög vel og prúðmannleg
framkoma gesta hafi verið einkenn-
andi.
„Um kvöldmatarleytið á sunnudeg-
inum hringdu til okkar í Eyjum krakk-
ar frá Patreksfirði og spurðu hvort
brekkusöngurinn yrði ekki örugglega
þá um kvöldið. Því var svarað játandi
og þá kváðust krakkarnir myndu
koma á svæðið með einkaflugvél gagn-
gert til þess að syngja í brekkunni. Það
gerðu þau líka - og á meðan beið ílug-
vélin uppi á velli, sem flutti þau síðan
til baka vestur um nóttina. Þetta kall-
ar maður almennilegt þjóðhátíðar-
fólk,“ segir Árni.
Fimm þúsund smokka hátíö
í þrígang, á árunum 1989 til 1991,
voru haldnar útihátíðir um verslunar-
mannahelgina í Húnaveri. Eða öllu
heldur tónleikar. Um hvorum megin
hryggjar í lagalegri túlkan samkomu-
hald í Húnaveri var var lengi deilt um
en veraldlegt yfirvald Húnvetninga,
Jón ísberg, þáverandi sýslumaður á
Blönduósi, tók þann pól í hæðina að í
Húnaveri væru tónleikar - og'ekkert
annað. Jakob Frímann Magnússon og
hans menn kunna yfirvaldinu fyrrver-
andi ævinlega heila þökk fyrir hvemig
hann tók á málum og segir Jakob Frí-
mann raunar að af öllum þeim embætt-
ismönnum sem hann hafi kynnst hafi
Jón ísberg tvímælalaust reynst besti
vinur hinnar nýgildu tónlistar á ís-
landi. í hittiðfyrra afhjúpuðu Stuð-
menn við hátíðlega athöfn á Blönduósi
bautasteininn ÍSBERG eftir Hrafnkel
Sigurðsson myndlistarmann, Jóni ís-
berg til ævarandi heiðurs.
Tónleikarnir í Húnaveri voru um
margt með yfirbragði íslenskrar útihá-
tíðar. 8000 manns á 5000 smokka hátíð
sagði Tíminn í frásögn sinni. „Á
Hróarskelduhátíð í Danmörku reykja
menn hass en á islenskri útihátíð er
drukkið brennivín," segir Jakob Frí-
mann Magnússon sem segir að eftir
Húnavershátíð hafi sér þótt tímabært
að hætta. Útihátíð á hverjum stað eigi
sér í fæstum tilvikum nema fárra ára
líftíma.
Margar þekktir komu saman á úti-
hátiðinni Úxanum sem haldin var á
Kirkjubæjarklaustri um verslunar-
mannahelgina. Má þar meðal annars
nefna Bubba Morthens og Prodigy -
svo eitthvað sé nefnt. Um fimm þúsund
manns sóttu hátíðina sem kemst á
spjöld sögunnar hvorki fyrir tónlist né
mannfiölda heldur fyrst og síðast dóp.
Allt flóði í fíkniefnum á Uxanum og á
milli 20 og 30 fikniefnamál komu upp.
Margir sem starfa að meðferðarmálum
telja að með Uxanum hafi flóðgáttin
opnast. Eftir þessa hátíð hafi fíkniefn-
ið flætt inn í landið - og sú þróun hafi
ekki snúist við eftir Uxann. Um sann-
leiksgildi þessara frásagna skal ósagt
látið hér en lögreglan var sátt við sitt.
„Þetta varð ekki fikniefnahátíð og við
höfum áreiðanlegar heimildir fyrir þvi
að það voru fikniefnasalar sem flúðu af
svæðinu - þeir gáfust hreinlega upp,“
sagði Guðmundur Baldursson lög-
reglumaður í viðtali við DV eftir hátíð-
ina.
Á Akureyri var sjö verslunarmanna-
helgar í röð haldin hátiðin Halló Akur-
eyri og varð hún fjölsóttari með hverju
árinu sem leið. Byrjaði árið 1994 í 5000
til 6000 gestum, en þeir urðu um 15.000
þúsund 1999. „En þá höfðu gagnrýnis-
raddirnar, sem voru reyndar fámenn-
ari hópur en þeirra sem voru hátíðinni
fylgjandi, sigur og Halló Akureyri var
ekki haldin oftar," segir Magnús Már
Þorvaldsson sem stýrði hátíðinni öll
árin. Var fýrir vikið í fjölmiðlum
nefndur Halló Akureyri sjálfur.
Það sem gagnrýnendur Halló Akur-
eyri settu helst út á var mikil drykkja
unglinga í bænum og ýmis ólæti. Há-
værust varð þessi gagnrýni 1996 og
margt sem þar kom fram kveðst Magn-
ús geta tekið undir, sérstaklega hvað
varðar ónóg tjaldsvæði. Mun betur
hafi hins vegar verið staðið að skipu-
lagningu hátíðarinnar árin á eftir og
og betra skikk hafi verið á öllum hlut-
um. Það hafi því verið sér mikil von-
brigði að Halló Akureyri var blásin af
eftir hátíðina 1999.
Magnús Már segir það vera stað-
fasta skoðun sína að hvergi sé heppi-
legra og betra að halda útihátíð en
einmitt á þéttbýlisstöðum eins og Ak-
ureyri, þar sem aðgengi að allri þjón-
ustu sé gott, en slíkt sé ávísun á að
hlutimir gangi vel upp eins og megi
segja um Halló Akureyri í heildina.
Bláedrú í bíltúr
Frægasta útihátíð allra tíma á Is-
landi var svo haldin árið 1994. Sú hátíð
einkenndist að vísu ekki af drykkju,
slagsmálum eða brotnum hjörtum eins
og aðrar þær útihátíðir sem hér að
framan er lýst, heldur kannski allt
öðru. Prúðbúið og bláedrú fólk í
sunnudagsbíltúr á hreint ekki von á
því að Þingvallarúnturinn snúist upp í
martröð. Þúsundir bíla stopp í einni
bendu sem nær frá Þingvöllum í Ár-
túnsbrekku. Súrrealiskt klúður er ef til
vill sú lýsing sem best hæfir hátíðinni
þegar fimmtíu ára afmæli lýðveldisins
var fagnað, þjóðvegahátíðinni sem svo
hefur verið nefnd. En allar þær tíu há-
tíðir sem hér hafa verið gerðar að um-
talsefni lýsa þó trufluðum veruleika -
eða kannski fyrst og síöast undrum ís-
lenskrar þjóðarsálar.
-sbs