Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.2001, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.2001, Blaðsíða 5
FÖSTUDAGUR 20. JÚLÍ 2001 DV 5 Fréttir Umsjón: Birgír Guömundsson Veöurfréttir og Ijóö Hinn geðþekki veðurfréttamaður og jarðfræð- ingur, Ari Trausti Guðmunds- son, er mað- ur ekki ein- hamur um þessar mund- ir. Ekki ein asta situr hann þessa dagana og skrifar bók um islensk eldfjöll, sem væntanleg er á næstunni, heldur hafa borist spurnir af því í heita pottinn að hann sé einnig að vinna að gerð smásagnasafns. Það er spútnikforlagið JPV sem mun gefa smásögur Ara Trausta út eins og margt fteira kræsilegt. Má raunar nefna að þetta er ekki fyrsta tillegg Ara til fagurbókmenntanna því hann er í hópi þeirra Grafarvogs- skálda sem fyrir síðustu jól sendu frá sér ljóða- og sagnasafnið Brúin út í Viðey sem sent var i hvert hús í hverfinu... Grátt gaman Gamansemi getur verið vand- , meðfarin á þeim myrku músíkdög- um sem þjóðin upp- [ lifir þessa dagana. Hér á þessum stað í blað- inu í gær var þess freistað, af nokkrum vanefnum, að henda grín að húsbyggingu Guðna Ágústs- sonar ráðherra á Selfossi en gár- ungarnir þar í bæ segja fjölda fólks leggja leið sína að heimili ráðherr- ans og héraðshöfðingjans til að skoða, enda forvitni landans við brugðið. Var látið að því liggja að Guðna væri ekki svefnsamt þar eð flestallar verklegar framkvæmdir alþingismanna veki nú tortryggni fólks. Hér var farið of geyst í gamninu og biður blaðið Guðna af- sökunar á því að bendla hann við umtöluð málefni líðandi sem hann er alls ótengdur... Vegavísa í pottinum eru menn orðnir leið- ir á rigning- unni og kuld- anum sem dunið hefur á mönnum víða um land síð- ustu daga. Það mim eiga við um fleiri því Hákon Aðal- steinsson, hagyrðingur og skógarbóndi, var á ferð í bil sínum fyrr í vikunni þeg- ar norðanáttinn datt niður og blessuð sólin lét sjá sig. Þá var til þessi dýrt kveðna vísa sem hann mun kalla Vegavísu: Yljar mér Drottinn á sinn hátt eins og í potti hér um bil. Niður er dottin norðanátt, nú finnst mér gott að vera til. Lokaleikurinn Skáld og hagyrðingar landsins spreyta sig nú flestir á ; Ámavísum þessa dagana og hér kem- ur ein sem eignuð er Þórarni Eld- járn og fjall- ar um afsögn hans sem for- manns bygg- ingarnefndar Þjóðleikhússins. Ámi lokaleikinn vann á lífsins peyjamóti: Úr formennskunni fer nú hann með fulla vasa af grjóti. Skilorðsbimdinn dómur héraðsdóms í Bláhvammsmálinu sá sami og í september 2000: nögurra mánaöa fangelsi Dómur féll í gær í Héraðsdómi Norð- urlands eystra í máli ríkissaksóknara gegn Þórði Braga Jónssyni, Bláhvammi í Reykjahreppi. Þórður Bragi var ákærður fyrir að hafa aðfaranótt 18. mars 2000 banað foður sínum, Jóni Frí- manni Jónssyni, í svefnherbergi hans að heimili þeirra feðga i Bláhvammi með því að skjóta þremur riflilskotum í höfúð hans sem leiddu til dauða. í Hér- aðsdómi Noröurlands eystra 29. septem- ber 2000 var Þórður Bragi dæmdur i fjögurra mánaða fangelsi, skilorðsbund- ið í þrjú ár. Ákærði krafist staðfesting- ar héraðsdóms i Hæstarétti. í dómi Hæstiréttar 22. febrúar sl. sagði m.a. að rökstuddur grunur væri fyrir hendi um að ákærði væri sekur en nauðsynlegt væri að þau gögn sem skiptu máli kæmu fram áður en máliö yrði til lykta leitt. Einnig þótti Hæsta- rétti nauðsynlegt að héraðsdómur kvæði skýrt á um mat sitt á sönnunar- gildi og trúverðugleika framburðar ákærða. Því ómerkti Hæstiréttur hér- aðsdóm og vísaði málinu aftur heim í hérað til frekari gagnaöflunar. Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra féll á sömu lund í gær. Þórði Braga er gert að sæta fangelsi í fjóra mánuði en fresta skal fullnustu refsing- ar og hún faila niður að þremur árum liðnum frá uppkvaðningu dómsins, haldi ákærði almennt skilorð. Ákærði hefur þegar afplánað gæsluvarðhalds- vistina með því að sitja i gæsluvarð- haldi í 6 mánuði. Örlygur Hnefill Jónsson, verjandi Þórðar Braga, segir að frá því að fyrri dómur var kveðinn upp hafi dómarar verið að afla ýmissa gagna, m.a. að ósk Hæstaréttar, og að þau gögn hafi styrkt framburð skjólstæðings hans. M.a. hafi legið fyrir gögn frá læknaráði og mats- skýrsia frá matsmönnum. „Auðvitað er ég sáttur við þennan dóm. Þetta mál er mikill flölskyldu- harmleikur og hefur reynt mikið á skjólstæðing minn og Qölskyldu hans sem hefur staðið þétt við bakið á hon- um. Ég á von á því að málið'fari til Hæstaréttar en best hefði verið að nið- urstaðan hefði fengist hér og nú. Þórður Bragi hefur nú þrisvar hlýtt á dóm í þessu erfiða máli og það tekur á,“ segir Örlygur Hnefiil. Ákæruvaldið hefur 8 vikna frest til að áfrýja málinu til Hæstaréttar en sá ákærði 4 vikur. -GG

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.