Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 176. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						10
FIMMTUDAGUR 2. ÁGÚST 2001
Utlönd
I>V
Ken Livingstone
Hefur ávallt haft horn í síöu Tony
Blairs og vina hans.
Rauði Ken
pirrar Blair
Ráðgjafi borgarstjóra London,
Ken Livingstone, hefur gagnrýnt
einkavæöingaráform ríkisstjórnar
Tony Blairs á neðanjarðarlestakerfi
borgarinnar. Ráðgjafinn Robert
Kiley er virtur á sínu sviði og hefur
m.a. endurbætt lestakerfin í
Chicago og New York. Hann segir
að áform stjórnarinnar komi til með
að enda í sömu ósköpunum og
einkavæðing bresku járnbrautanna,
sem taldar eru þær dýrustu, hættu-
legustu og ótraustustu i Evrópu.
Kiley var ráðinn sem ráðgjafi Bla-
irs fyrir kosningar en rekinn aftur
eftir þær. Hann er þó enn í vinnu
hjá Livingstone. Þeir berjast nú fyr-
ir dómstólum fyrir að mega birta
efni skýrslu Kiley um galla einka-
væðingar og hugmyndir sinar um
endurbætur á þeim.
Vilja bora eftir
olíu í Alaska
Fulltrúadeild Bandaríkjaþings
samþykkti í gær lagafrumvarp rík-
isstjórnar George W. Bush forseta
um orkuáætlun fyrir landið. í frum-
varpinu er gert ráð fyrir að borað
verði eftir olíu á vernduðum svæð-
um innan heimskautsbaugs, við
Alaska.
Viðauki við lagafrumvarpið frá
demókrötum og nokkrum hófsöm-
um repúblikönum um að ekki yrði
borað á verndarsvæðunum var
felldur, enda fulltrúadeildin á valdi
repúblikana. Samkvæmt ríkissrjórn
Bush koma olíuboranir ekki til með
að menga á verndarsvæðunum.
Frumvarpið á enn eftir að fara í
gegnum öldungadeildina þar sem
demókratar eru í meirihluta.
Kofi Annan
Er oröinn langeygur eftir aö
Bandaríkin geri upp skuldir sínar.
Bandaríkin borgi
Kofi Annan, aðalritari Samein-
uðu þjóðanna, hvatti bandarísk
stjórnvöld til að borga skuldir sínar
við samtökin. Bandaríkin skulda
Sameinuðu þjóðunum tæpa 60 millj-
arða króna. Bandaríkin hafa verið
treg til að borga vegna þess að þar-
lendum stjórnvöldum þykir landið
axla of mikið af fjárhagslegri
ábyrgð. Samkomulag náðist um
greiðslur í vetur en bandaríska
þingið hefur ekki samþykkt greiösl-
una enn. Annan segir að tregða til
að borga grafi undan leiðtogahlut-
verki landsins innan samtakanna.
Yasser Arafat:
Kallar á erlenda
eftirlitsmenn
Einn Palestínumaður féll í
klukkutímalöngum skotbardaga
milli palestínskra byssumanna og
ísraelskra landnema við borgina
Hebron. Auk þess særðist einn land-
nemi lítillega sem og þrír Palestínu-
menn, þ.a. einn krakki sem fékk
skot i hendina. Bardaginn hófst eft-
ir mikil mótmæli syrgjenda þeirra
átta sem létust í þyrluárás ísraels-
manna á þriðjudaginn.
Yasser Arafat, leiðtogi Palestinu-
manna, er nú staddur í opinberri
heimsókn á ítalíu. Hann kallaði á
aðstoð frá alþjóðaheiminum og
ítrekaði ósk sína um að erlendir eft-
irlitsmenn verði sendir á átaka-
svæðin fyrir botni Miðjarðarhafs.
Fordæming erlendra ríkja á
þyrluárásina virðist engin áhrif
hafa á stefnu ísraelsmanna. Á með-
an á mótmælum tugþúsunda Palest-
ínumanna stóð, þar sem kallað var
á hefnd og dauða ísraels, réttlættu
ísraelsk   stjórnvöld   þyrluárásina.
Utför fórnarlamba
Lík þeirra er féllu í þyrluárás ísraels-
hers viö upphaf útfarar.
Ariel Sharon, forsætisráðherra ísra-
els, kallaði árásina eina best heppn-
uðu árás sem ísraelsher hefur gert.
Varnarmálaráðherra ísraels, Binya-
min Ben, sagði að árásin hefði lík-
lega bjargað hundruðum mannslífa.
ísraelska ríkisstjórnin ætlar að
halda árásum á valin skotmörk á
svæði Palestínumanna áfram.
Raana Gissin, einn helsti aðstoð-
armaður Ariels Sharons, gagnrýndi
vestrænt fólk sem kemur til að vera
„mannlegir skildir" fyrir Palestínu-
menn. Nokkur friðarsamtök senda
félaga sína til að gista hjá palest-
ínskum fjölskyldum á átakasvæðum
til að draga úr hættunni á að ísra-
elskir hermenn skjóti á húsin. Giss-
in sagði þetta fólk vera notað af
palestínskum hermdarverkamönn-
um til að skýla sér í skotbardögum.
Hann sagði einnig aö það væri á
ábyrgð þeirra sem hleyptu fólkinu
inn á átakasvæðin ef eitthvert
þeirra særðist eða félli.
Umhverfisverndarsinnar á járnbraut
Frönskum umhverfisverndarsinnum tókst aö tefja lestarferö frá Þýskalandi meö kjarnorkuúrgang um hálfíma í gær,
með því aö hlekkja sig viö járnbrautarteinana. Lögreglan sagaöi þá lausa og handtók þá svo. Fylgismenn mótmæl-
endanna voru meö uppsteyt fyrir framan lögreglustöðina í kjölfarið og heimtuðu lausn þeirra.
Friöartillögur fyrir Norður-írland:
Sprengja aftengd á
flugvellinum í Belfast
Sérfræðingar breska hersins af-
tengdu stóra bílasprengju á alþjóða-
flugvellinum í Belfast í gær.
Sprengjan var viðbrögð kaþólska
hryðjuverkahópsins „Hins sanna
IRA" við nýjum friðartillögum á
Norður-írlandi frá Tony Blair, for-
sætisráðherra Breta, og Bertie
Ahern, forseta írlands. Tvær síma-
viðvaranir voru gerðar við sprengj-
unni. Sú fyrri var óskýr og reyndist
sprengjusérfræðingum erfitt að hafa
uppi á sprengjunni. Leit var gerð í
þúsundum bifreiða en það var ekki
fyrr en frekari upplýsingar bárust
að í ljós kom að silfurgrár Volvo
innihélt sprengjuna. Ekki er efast
um að fjöldi fólks hefði getað fallið
eða slasast ef sprenging hefði orðið.
Nú beinast augu allra að hryðju-
verkahópum á Norður-írlandi. Það
Belfast
Sérfræðingar breska hersins af-
stýrðu hörmungum í gær þegar þeir
aftengdu sþrengju á flugvellinum.
skiptir sköpum fyrir viðhald friðar-
samkomulags á svæðinu að þeir
haldi ekki. einungis að sér höndum
heldur afhendi vopn sín. Tregða
írska lýðveldishersins til að fram-
fylgja þeim skuldbindingum sínum
varð til þess, fyrir nokkrum vikum,
að stefna friðarferlinu í uppnám.
David Trimble, leiðtogi mótmæl-
enda, sagði þá skilið við friðarvið-
ræðurnar. Blair og Ahem hafa gefið
deiluaðilum frest þar til á mánudag
til að bregðast við tillögunum. Þeir
setja kaþólikkum og mótmælendum
úrslitakosti. Tillögurnar fela meðal
annars í sér að endurbætur verði
gerðar á her- og lögreglusveitum á
Norður-írlandi sem samanstanda
mestmegnis af mótmælendum. Líf
heimastjórnarinnar veltur á því að
þeim verði tekið fyrir 12. ágúst.
Stuttar fréttir
Fékk blóðgjöf
Elísabet drottn-
ingarmóðir í Bret-
landi var lögð inn á
sjúkrahús í gær.
Fjöldi hvítra blóð-
korna var of lítill
hjá henni og fékk
hún því blóðgjöf.
Hún verður 101 árs
á laugardag og þykir kjarnakona.
Smokkar á Suðurskautið
Tveir smokkasjálfsalar hafa verið
sendir á nýsjálenska bækistöð á
Suðurskautslandinu. Um 400 manns
fara í gegnum stöðina á ári hverju
og þar dveljast vísindamenn og
verkamenn langdvölum.
Ráðgáta með flugnema
Yfirvöld í Kúbu og Bandaríkjun-
um velta nú vöngum yfir þvi hvað
fékk 55 ára gamlan flugnema og
pitsusendil til að nýta fyrsta sóló-
flug sitt í að stinga af og brotlenda á
strönd Kúbu. Talið er að hann eigi
við geðvandamál að striða.
Samkynhneigðar giftast
Frá því í gær mega hommar og
lesbíur gifta sig í Þýskalandi.
Kampavínið freyddi í gær og fjöldi
samkynhneigðra notaði tækifærið
til að opinbera ást sina.
Toppar í 9 milljöröum
Nýir útreikningar vísindamanna
benda til þess að mannkynið muni
mest ná 9 milljörðum árið 2070 en
fækka svo. Um 40 prósent fólks
verður yfir 60 ára gamalt árið 2100.
Sýnir ráðherra hörku
Talsmaður Jun-
ichiro Koizumis, for-
sætisráðherra Jap-
ans, segir líklegt að
utanríkisráðherrann
Makiko Tanaka
muni gefa eftir í
deilu ráðherranna,
ellegar   verði   hún
rekin. Ráðherrarnir eiga í deilu um
mannaráðningar.
Meira ofbeldi í sjónvarpi
Bandarísk börn upplifa meira of-
beldi og ljótara tal i sjónvarpi á
virkasta áhorfstímanum en áður.
Minna var um kynlíf en það er gróf-
ara. Algengasta blótsyrðið var orðið
„rass" og heyrðist það einu sinni á
hverjum klukkutíma.
Vill loka herstöðvum
George W. Bush
Bandaríkjaforseti
mun í dag biðja
þingið um að loka
fleiri herstöðvum
heima fyrir. Hann
vill beina auknu
m t?r^M fjármagni í að nú-
™—¦=»—^B" tímavæða vopna-
búr Bandaríkjahers.
Fiskveiðideilur við Japan
Japanar hafa kallað heim sendi-
herra sína í Rússlandi og Suður-
Kóreu eftir að síðarnefnda þjóðin
hóf fiskveiðar við eyjar sem Rússar
halda eftir seinni heimsstyrjöld.
Þeir gerðu samning við Suður-
Kóreumenn og leyfa 26 skipum að
veiða við eyjarnar.
Kim Jong-il fór úr lestinni
Kim Jong-il, leiðtogi Norður-
Kóreumanna, gerði 24 tíma stopp á
lestarferð sinni í Omsk í gær. Hann
kemur til Moskvu á morgun.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
14-15
14-15
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32