Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 176. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						28
FIMMTUDAGUR 2. AGUST 2001
Tilvera
I>V
Kirkjuaríur í
Hallgrímskirkju
Jóhann Friðgeir Valdimarsson
stórtenór og Guðmundur Sigurðs-
son organisti halda hádegistón-
leika í Hallgrímskirkju i iiinnt u-
daginn 2. ágúst kl. 12.00-12.30. Á
efnisskránni eru nokkrar af fræg-
ustu kirkjuaríum tónbókmennt-
anna, m.a. Ave Maria eftir
Bach/Gounod, Pietá, Signore eftir
Stradella og Agnus Dei eftir Bizet.
Opnantr     _________
MAX COLE I i8
Myndlistarkonan Max Cole opnar í
dag sýningu á verkum sínum í 18
gallerí. Max Cole (fædd 1937)
stundaöi nám viö háskólann í
Arizona og viö Ft.-Hays State-háskól-
ann í Bandaríkjunum. Hún er löngu
oröin heimsþekkt fyrir verk sín sem
byggjast á láréttum línum sem
myndaöar eru meö smágeröum lóð-
réttum hreyfingum. Samspil láréttra
forma of einsleitra litaflata mynda
taktfastan samhljóm sem er ein-
kennandi fyrir verk hennar í gegnum
tíöina, að því er fram kemur í frétta-
tilkynningu. Sýningin stendur til 15.
september.
THOMAS RUPPEL í  18
I dag opnar Thomas Ruppel
sýningu á verkum sínum I Neðra
rymi I8gallerí. Thomas er fæddur í
Ebingen, Baden-Wurttemberg áriö
1960. Hann stundaði nám í málun
og grafík við Staatliche Akademie
der Bildende Kunste. Thomas hlaut
Felix Hollenberg verðlaunin áriö
1997. Hann hefur haldiö
einksýningar og tekið þátt í
samsýningum í Þýskalandi sem
öðrum löndum frá árinu 1999. Auk
þess hefur hann unnið við kennslu
og rekið grafíkverkstæði þar sem
hann býr og vinnur í Stuttgart.
Djass
TUBORGDJASS  I  DEIGLUNNI
Píanódúó sem skipaður er þeim
Gunnari Gunnarssynl á píanó og
Tómasl R. Elnarssyni á kontrabassa
leikur á sjötta Tuborgdjassi í
Deiglunni á Akureyri í kvöld klukkan
21.30. Efnisskráin er óvenju
fjölbreytt af djassprógrammi að
vera; þar er lóg klassískra
djasshöfunda, latlndansar, norrænar
vísur í djassbúningi og íslensk
tónlist, m.a. lög eftir þá Magnús
Eiríksson og Magnús Blöndal
Jóhannsson.
Sýningar
ISLAND 1951 A efri hæö
Hafnarborgar stendur nú yfir sýning
á Ijósmyndum sem teknar voru af
Hans Malmberg í kringum 1950.
Sýningin nefnist ísland 1951 og er
hún í samvinnu við Þjóöminjasafn
íslands. Sýningin er opin alla virka
daga nema þriðjudaga og lýkur þann
27. ágúst næstkomandi.
SKOTSKÍFUR í SVERRISAL
HAFNARBORGAR
I Sverrlsal Hafnarborgar er sýning á
skotskífum frá Det Kongellge
Kjebenhavnske Skydeselskab og
Danske Broderskab. Alls eru sýndar
um 15 skotskífur frá árunum 1787
til 1928 með íslensku myndefni
eöa frá íslenskum félögum
skotfélagsins. Sýningin er í
samvinnu við Þjóöminjasafn íslands
og er opin alla daga nema
þriöjudaga. Henni lýkur 6. ágúst.
UÓSMYNDASÝNING GRUNNSKÓLA-
NEMA sem í vetur hafa unniö undir
handleiöslu Marteins Sigurgelrs-
sonar í Geröubergi, er opin virka
daga frá 12 til 17. og lýkur 17.8.
Guðjon Arnar Kristjánsson alþingismaöur rær fyrir vestan:
Tekur skakið
fram yfir laxveiðar
„Við vorum út af Kögrinu og Hæla-
víkurbjarginu og það var bongóblíða
um allan sjó. Það er ekkert sem er fall-
egra en að vera á sjó i svona veðri,
þegar himinn og haf renna saman í
eitt og björgin standa á haus í spegil-
sléttum sjónum," sagði Guðjón Arnar
Kristjánsson alþingismaður klukkan
fimm i morgun þar sem hann var að
koma úr róðri á handfærabátnum
Pétri halta ÍS frá ísafirði. Guðjón rær
með Kristjáni Andra syni sínum á
bátnum sem þeir gera saman út.
„Það er mjög gott fyrir þingmenn að
taka þátt í hinum raunverulegu störf-
um sem fólk er að sýsla við í landinu
qg finna hvernig þjóðarpúlsinn slær.
Án þess eru þingmenn fljótir að tapa
tengslum við raunveruleikann," segir
hann.
Guðjón Arnar, eða Addi Kitta Gau
eins og hann er einatt kallaður vestra,
var um árabil einn af fengsælustu tog-
araskipstjórum á Islandsmiðum og
hefur stundað sjó frá barnsaldri og
getur ekki slitið sig frá honum þrátt
fyrir að hafa reynt ýmislegt í vondum
veðrum á Vestfjarðamiðum á löngum
ferli.
„Sumir hafa áhuga á laxveiðum og
stunda þær stíft en mér fmnst miklu
skemmtilegra að eltast við þorsk auk
þess sem það gefur tekjur í þjóðarbúið
og svo er líka nauðsynlegt fyrir alla
sem hafa áhuga á lífríki sjávar að vera
í tengslum við sjóinn með beinum
hætti. Það væri ekki verra fyrir þá
sem starfa við það að fara stöku sinn-
um á sjó. Það er til dæmis ekkert æti
í þessum fiski utan stöku sandsíli.
Þessi fiskur er að éta sjálfan sig," seg-
ir Guðjón kátur á bryggjunni í gamla
sjógallanum þar sem þeir feðgar eru
að landa liðlega þremur tonnum af
þorski.
Þrátt fyrir langan skipstjórnarferil
á stærstu skipum og mikla aflasæld er
Guðjón nú háseti með Kristjáni Andra
á trillunni þeirra. „Nú er ég bara há-
seti og þarf ekkert að spá í veður eða
hvenær er farið og þetta hefur gengið
mjög vel."
Óvenjulegt nafn bátsins Péturs
halta vekur athygli en þeir feðgar
segja nafnið hafa fylgt bátnum þegar
hann var keyptur frá Súðavík en til
standi að breyta þvi og eru þeir sam-
mála um að finna verði virðulegt nafh
á bátinn. „Allir bátar verða að heita
sterkum og virðulegum nöfhum. Við
erum að velta fyrir okkur að skira
hann Kristján Ragnarsson eftir LÍÚ-
foringjanum," segja þeir feðgar og
hafa gaman af.
Feðgar á fiskibát
Guöjón Arnar Kristinsson og Kristján Andri sonur hans landa liðlega
þremur tonnum af þorski klukkan fimm í morgun.
Bíógagnrýní
Þingmaðurinn
Guðjón Arnar Kristinsson alþingismaöur um borö í Pétri
halta í ísafjarðarhöfn í morgunsárið.
Sambíóin - Brother    -fr -fc-
Blóðbaö í Los Angeles
Sjá nánar: Lífiö eftir vlnnu á Vísi.is
Sjálfsagt eru mestu stríðsmenn
glæpafokka þeir sem vita að þeir
munu einhvern tímann verða
drepnir og lengja lífið með því að
drepa aðra. Þannig maður er
Yakamoto (Beat Takeshi), japansk-
ur atvinnumorðingi og meðlimur í
stórum glæpasamtökum í Tokyo
sem dag einn gengur of langt og er
eftir það ekki líft í heimalandi sínu.
Yakamoto flýr til Los Angeles þar
sem hann á hálfbróður sem selur
eiturlyf á götuhornum. Yakamoto
þekkir ekkert annað en vald
byssunnar og byrjar að hreinsa til í
kringum bróður sinn og félaga hans
þegar þeim er ógnað. Athafnasemi
hans gerir það að verkum að áður
en langt um líður er hann í forsvari
fyrir glæpagengi sem með aðgerð-
um sínum ógnar tilveru annarra
glæpagengja og Yamamoto er ekkert
á þeim buxunum að semja við aðra.
En þegar hann ætlar að takast á við
mafíuna gerir hann sér grein fyrir
þvi að hann hefur gengið of langt.
Japanski leikstjórinn Takeshi
Kitano, sem einnig skrifar handrit-
ið og leikur aðalhlutverkið (kallar
sig að Beat Takeshi þegar hann er i
hlutverki leikarans), kemur sjálf-
sagt mörgum á óvart í sinni fyrstu
kvikmynd sem hann gerir utan Jap-
ans. Þekktustu kvikmyndir hans
utan  heimalandsins  eru  Hana-bi
Japanskur Yakuzl í Los Angeles
(Beat) Takeshi Kitano /' hlutverki stríðsmannsins Yamamoto sem neyðist til
aö yfirgefa föðurlandið.
(GulUjónið í Feneyjum) og Kikujiro
sem lítið eiga sameiginlegt með
Brother. Þær eru þó aðeins tvær af
níu kvikmyndum sem Kituno hefur
leikstýrt og eiga fyrri kvikmyndir
hans, sem ekki hafa náð sömu hylli
á Vesturlöndum, meira sameigin-
legt með Brother sem er í anda
Hong Kong-mynda John Woos.
Brother nær þó aldrei vestrænu
yfirbragði, hún á meira sameigin-
legt með japanskri kvikmyndahefð.
Fyrst og fremst vegna þess að áber-
andi er að í myndinni eru ýmsar
hefðir sem aðeins þekkjast í Austur-
löndum fjær þó svo að myndin ger-
ist í Los Angeles. Svo er að megninu
til töluð japanska. Látið er að því
liggja að hinn kaldrifjaði Yakamoto
tali aðeins japönsku. Hann lætur þó
út úr sér eina setningu á ensku og
eina á spænsku þannig að hann er
Hiimar
Karlsson
skrifar gagnrýni
um kvikmyndir.
aðeins að styrkja stöðu sína með þvi
að þykjast ekki skilja neitt.
Söguþráðurinn sjálfur er ekki
ýkja merkilegur. Upprisa og fall
glæpagengja er býsna algengt við-
fangsefni og Brother bætir ekki
neinu við á þeim vettvangi og satt
best að segja hafa mun betri mynd-
ir verið gerðar i þessum flokki. Það
sem Brother hefur við sig er að vel
er haldið á spöðunum í því flókna
kerfi sem myndast þegar jafn ólíkir
glæpamenn og japanskir Yakuzar
með sínar ströngu hefðir og svartir
götusalar fara að starfa saman. Tor-
tryggnin er mikil sem byggist fyrst
og fremst á skilningsleysi og þá er
stutt í þráðinn af beggja hálfu. Þá
eru hin mörgu ofbeldisatriði það
hröð að áður en maður veit af ligg-
ur fjöldi manns í blóði sinu og dreg-
ur það nokkuð úr neikvæðum áhrif-
um.
Eftir stendur að Takeshi Kitanu
er meiri kvikmyndagerðarmaður en
svo að hann eigi að eyða kröftum
sínum í blóðugar ofbeldismyndir,
nóg er af slíkum myndum gerðum
af minni spámönnum.
Leikstjóri og handritshöfundur: Takeshi
Kituno. Kvikmyndtaka: Katsumi Yanakis-
hima. Tónlist: Jo Hisaishi. Aöalhlutverk:
Beat Takeshi, Omar Epps, Kouruto Maki,
Masaya Kato og Susumu Terajlma.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
14-15
14-15
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32