Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 180. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						FIMMTUDAGUR 9. ÁGÚST 2001
Fréttir
I>V
Niðurstöður skoðanakannana DV
- til samanburöar eru niöurstööur fyrri kannana DV og úrslit þingkosninga -
SKODANAKÖNNUN
Samfylkingin
i-
-*-i
18/03'99
" Kosnlngar 8/5 '99
07/08 '01
18/03'99
-*-l
07/08 'Ol   18/03'99
07/08'01
I-----------
18/03'99
--------? !
07/08 "01
I-----------
18/03'99
07/08 '01
Sigríöur A.
Þóröardóttir.
Viöbrögð
„Þessi niður-
staða sýnir styrk
Sjálfstæðisflokks-
ins og að kjósend-
ur kunna að meta
verk hans og láta
það ekki á sig fá þó
á móti blási," segir
Sigríður Anna
Þórðardóttir, for-
maður þingflokks
Sjálfstæðisflokks-
ins, um niðurstööur könnunar DV.
Sigríður segir að það komi ekki á
óvart að mál Árna Johnsens komi
ekki niður á flokknum enda hafi
verið um mál einstaklings að
ræða.
Virkjun hefur áhrlf
Kristinn     H.
Gunnarsson, for-
maður þingflokks
framsóknarmanna,
segir könnunina
sýna marktækar
breytingar á fylgi
sem séu umhugs-
unarverðar. Hvað
Framsóknarflokk- Krlstinu H
inn varðar telur Gunnarsson.
hann að flokkur-
inn hafi náð sér á strik í vor vegna
frumkvæðis í sjávarútvegsumræð-
unni en það kunni nú að vera að
fjara út. Einnig telur hann að
virkjanamál kunni að hafa ein-
hver áhrif á minnkandi fylgi.
Hann segir einnig að dalandi
gegni Vg sé trúlega upphafið að
varanlegu fylgishruni sem muni
koma betur í ljós í vetur.
Festa sig í sessl
ögmundur Jón-
asson, formaður
þingflokks Vg,
fagnar því að í enn
einni könnun skuli
það koma í ljós að
Vinstrihreyfingin
grænt framboð sé
að festa sig í sessi
sem næststærsta
stjórnmálaaflið í
landinu. Ögmund-
ur segir það ekki koma á óvart að
Framsóknarflokkurinn sé að
missa fylgi en segir flóknara að
skýra aukið fylgi Sjálfstæðis-
flokksins.
Fagnaðarefnl
Bryndís
Hlöðversdóttir,
formaður þing-
flokks Samfylking-
arinnar, segir það
fagnaðarefni að
Samfylkingin sé að
sækja í sig veðrið í
könnunum og að
hún telji að fram-
hald muni verða á
þvi. Hún segir það
merkileg tíðindi að Sjálfstæðis-
flokkurinn skuli vera að sækja sig
með þessum hætti og greinilegt sé
að kjósendur tengi mál ÁRna
Johnsen ekki við flokkinn - ekki
enn þá í það minnsta.
-BG
Ogmundur
Jonasson.
Bryndís
Hlö&versdóttir.
Skoðanakönnun DV um fylgi stjórnmálaflokkanna:
Vinstri grænir niður
- Sjálfstæöisflokkur réttir úr kútnum en Framsókn tapar
Vinstrihreyfingin - grænt framboð
heldur áfram að missa fylgi, er í fríu
falli eftir stöðuga sókn frá kosningun-
um 1999 og fram til janúar á þessu
ári. Sjálfstæðisflokkurinn réttir veru-
lega úr kútnum eftir hrap síðustu 12
mánaða meðan Framsókn tekur
djúpa dýfu eftir timabil hægfara
sóknar.
Samfylkingin er heldur að hressast
eftir dapurt gengi á þessu ári. Frjáls-
lyndir eru á svipuðu róli og frá kosn-
ingum og sem fyrr mælast aðrir
fiokkar vart með fylgi.
Þetta eru helstu niðurstöður skoð-
anakönnunar DV sem gerð var á
þriðjudagskvóld. Spurt var: Hvaða
lista mundir þú kjósa ef þingkosning-
ar færu fram núna? Úrtakið var 600
manns, jafnt skipt milli höfuðborgar-
svæðis og landsbyggðar sem og kynja.
Þegar litiö er til alls úrtaksins mæld-
ist fylgi Framsóknarflokks 8,8 pró-
sent, Sjálfstæðisflokks 29,2, Frjáls-
lyndra 3,3, Húmanista 0,5, Kristilegra
0,2, Samfylkingar 12,5, Vinstri
grænna 14,5 og Anarkista 0,3 prósent.
Óákveðnir reyndust 25,5 prósent og
5,2 prósent neituðu að svara. 30,7 pró-
sent tóku því ekki afstöðu sem er
minna en í könnun DV í júní síðast-
liðnum þegar 32,7 prósent tóku ekki
afstöðu.
Sjálf stæðisf lokkur upp
Af þeim sem tóku afstöðu sögðust
12,7 prósent kjósa Framsókn sem
missir 4,4 prósentustiga fylgi frá
síðustu könnun og sér á eftir jafnri
stígandi í fylgi siðustu 12 mánuði.
Dæmiö snýst hins vegar við hjá
Sjálfstæðisflokknum sem mælist
með 42,1 prósents fylgi og tekur
mikið stökk, 6,5 prósentustig,
eftir stöðugt hrap síðustu 12 mán-
uði. Frjálslyndi flokkurinn mælist
með 4,8 prósenta fylgi, hefur verið á
hægu ölduróli frá kosningunum
1999. Samfylkingin nær að rétta úr
kútnum eftir dapurt gengi í könn-
unum á þessu ári en á langt i að
vinna upp griðarlegt fylgishrap sem
varð í janúar siðastliðnum. Fylgi
Samfylkingarinnar mælist nú 18
prósent. Vinstri grænir eru í fríu
falli, mælast með 20,9 prósenta fylgi.
Hrapa þeir um 4,1 prósentustig frá
síðustu könnun DV en þá hrapaði
fylgi þeirra um 4,3 prósentustig frá
könnun DV í janúar.
Framsóknarflokkur sækir einn
flokkanna meirihluta síns fylgis út
á landsbyggðina en þar eru tæp 74
prósent fylgismanna hans. Hjá hin-
um flokkunum er meirihluti fylgis-
manna í höfuðborginni þó hlutfallið
sé tiltölulega jafnt. Ekki er mark-
tækur munur á skiptingu eftir
landshlutum hjá þeim sem taka
ekki afstöðu í kónnuninni.
Skipting þingsæta
Ef þingsætum er útdeilt miðað
við núverandi kerfi og þá sem tóku
afstöðu í könnun DV reynist Fram-
sókn fá 8 menn kjörna, tapa 3 frá
siðustu könnun og Sjálfstæðisflokk-
ur 28 menn, bæta við sig 5. Saman-
lagt fá stjórnarflokkarnir þvi 36
þingmenn, bæta við sig 2 frá síðustu
könnun.
Frjálslyndir fá 2 þingmenn, tapa
einum. Samfylkingin fær 12 menn á
þing samkvæmt þessari könnun
DV, bætir við sig 2 frá fyrri könnun.
Loks fá Vinstri grænir 13 menn
kjörna, tapa 3. Vinstri grænir hafa
samtals tapað 6 þingmönnum frá
því í könnun DV í janúar 2001. Það
er þó huggun harmi gegn
að Vinstri grænir eru næstir með
mann inn í þessari könnun. Sam-
kvæmt tölum um skiptingu þing-
Fylgi flokka
50
40
30
20 *>*?
<t»
Sj)5tf.
miðað viö þá sem tðku afstöðu m t
y
Tí m
10
0
u
«5
H2
J*.

w
I
DV 07/08 01
WV 07/06'01
DV 28/01 '01
.DV12/01 '01
DV 23/10 '00
.DV29/09 '00
ÍDV 21-22/03 '00
\DV 28-29/12 '99
DV 20/10 '99
DV13/09'99
Kosningar
SKODANAKÖNNUN
nssi
Samfylkingin
56  n
My    .^M
«V    „My    ,
iHTiiiwi
ní"P
65
V
V J
50
n
nsw
w
H5
1M
w,u
94W
!

2W
Skipan þingsæta
SKODANAKÖNNUN
samkvæmt atkvæðafjölda —
35
30
25
20
15
10
"f ^ 1    11 a 1    i
1 m r    1  -r
DV 07/OB 01
I }DV 07/06'Ol
1 iDV 28/01 -01
t. IDVlí/Ol -01
í SDV 23/10 'OO
, ,DV29/09 OO
I ÍDV 21-22/03 'OO
1 ÍDV28-29/12 '99
. ,DV 20/10 '99
I ÍDV13/09 -99
1 iKosnlngar
0
Samfytkingin
jík'ti'i.íli'
WNÍTBIHttYFINOW
¦rartfranfaoa lí
I
I sókn og vörn
- breyting á fylgi fiokka í prósentustigum frá 7. jiin. 2001
6,5
U
&.£.
W':-tJl!f--@|-
'¦4,4
SamfyUdngin
•4,1
sæta geta sjálfstæðismenn myndað
stjórn með Framsókn, Samfylkingu
eða Vinstri grænum, allt eftir því
hvernig pólitískir vindar blása.
„Vinstri stjórn" Framsóknar, Sam-
fylkingar og Vinstri grænna
fengi 2 þingsæta meirihluta með
33 þingmenn.               -rt
Stuttar fréttir
Bílvelta á Kaldadal
Þrír þjóðverjar sluppu
með skrekkinn
þegar bíll þeirra
valt á veginum um
Kaldadal í gær-
kvöldi.
í fyrstu var talið
að um alvarlegt slys væri
að ræða og var þyrla Landhelgis-
gæslunnar sett i viðbragðsstóðu
vegna málsins. Síðar kom í ljós að
um alvarleg meiðsl var ekki að
ræða og var málinu sinnt af lög-
reglu í Borgarnesi.
Ósammála þingmenn
Alþingismenn Vestfjarða hittust
á fundi í gær en Karl V. Matthías-
son, þingmaður Samfylkingarinnar,
tók til máls á fundinum og ræddi
málefni smábátasjómanna og kvóta-
mál. Helsta niðurstaða fundarins
var að þingmennirnir voru sam-
mála um alvarleika málsins en
ósammála um leiðir til lausnar eða
hvort kalla eigi Alþingi saman
vegna málsins.
Siv boðar þjónustugjöld
Siv Friðleifsdótt-
ir umhverfisráð-
herra var á ferö i
þjóðgarðinum í
Jökulsárgljúfrum í
gær þar sem hún
kynnti sér stað-
hætti og ræddi við
landverði. Við þetta
tækifæri lýsti ráðherrann þvi yfir
að ekki væri vafamál að tekin yrðu
upp þjónustugjöld í þjóðgörðum
landsins í framtíðinni. Morgunblað-
ið skýrði frá.
Kári stöðvaður
Úskurðarnefnd skipulags- og
byggingamála í Reykjavík hefur
stöðvað tímabundið framkvæmdir
við byggingu Kára Stefánssonar við
Skeljatanga í Skerjafirði. Væntan-
legir nágrannar Kára hafa lagt fram
kærur vegna framkvæmdanna og
liggja þær niðri þar til niðurstöður
þeirra mála liggja fyrir.
Bónus í Kringluna
Ákveðið hefur verið að Bónus
opni verslun í Kringlunni um miðj-
an næsta mánuð. Verslunin verður
um 1000 fermetrar aö flatarmáli og
því ein stærsta Bónusverslunin.
Fyrir er í Krmglunni verslun Ný-
kaups.
Engar breytingar
Halldór Ásgríms-
son utanrikisráð-
herra og Colin
Powell, utanríkis-
ráöherra Banda-
ríkjanna, funduðu í
Washington í gær
um ýmis sam-
skiptamál þjóð-
anna. Þeir ræddu m.a. málefni
NATO og voru ráðherrarnir sam-
mála um mikilvægi varnarsam-
starfsins. Fram kom á fundinum að
af hálfu Bandaríkjanna eru engar
áherslubreytingar á samskiptum
þjóðanna fyrirhugaðar.
Áfall á Hellu
Reykjagarður hefur ákveðið að
hætta slátrun kjúklinga í sláturhúsi
sínu á Hellu en kaupa þess í stað
kjúklinga af Ferskum kjúklingum í
Mosfellsbæ sem verða svo fullunnir
í neytendaumbúðir á Hellu. Við
þetta fækkar störfum á Hellu um-
talsvert og er þetta áfall fyrir at-
vinnulífið þar.
Starfshópur um útihátíðir
Sólveig Péturs-
dóttir dómsmála-
ráðherra hefur
ákveðið að koma á
fót faglegum starfs-
hópi sem ætlað er
að fara yfir gildandi
lög og reglur er
snerta skemmtana-
hald á útihátíðum. Viðmiðunarregl-
ur sem í gildi eru um þessi mál eru
orðnar 11 ára gamlar og liggur fyrir
að þeim tilmælum sem þar er að
flnna hefur ekki verið framfylgt
undanfarin ár.              -gk

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
14-15
14-15
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32