Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 180. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						FIMMTUDAGUR 9. AGUST 2001
Fréttir
I>V
Skattrannsóknarstjóri vill ekki greina frá nýjum skattsvikaaðferðum:
Grófari og kerfis-
bundnari skattsvik
- hugmyndaríkir skattsvikarar finna alltaf nýjar leiðir
Skúli Eggert
Þóröarson skatt-
rannsóknarstjóri
Embætti hans
fær hól hjá Ríkis-
endurskoöun.
„Það hefur
verið tekin sú
ákvörðun að
segja ekki frá því
í hverju svikin
eru fólgin til að
menn fari nú
ekki að apa þetta
eftir. En eflaust
kemur þetta
fram í einhverj-
um dómum eftir
tvö ár eða svo.
Annars er það
svo að ef menn
vilja svíkja und-
an fmna þeir æv-
inlega nýjar leiðir. Það skiptir ekki
máli hvaða skattheimtukerfi er not-
að, menn finna sér alltaf nýjar leið-
ir," sagði Skúli Eggert Þórðarson
skattrannsóknarstjóri í samtali við
DV.
Skúli Eggert greindi skattstjórum
landsins nýlega frá áður óþekktum
leiðum til skattsvika sem skattayfir-
völd hafa orðið vör við á undanförn-
um misserum. Brotin eru grófari og
kerfishundnari en áður og flóknari
aðferðum er beitt. Hann sagði að
leynd væri ríkari þáttur í brotum
en fyrr og svo virðist sem framtelj-
endur séu meðvitaðri en áður um
áhættuna af brotunum.
„Menn eru að dylja slóðina með
flóknum bókhaldslegum aðferðum
og ætlast til að geta talið skattayfir-
]?orlákshöfn 50 ára:
Ibúum boðið til
morgunverðar
Um þessar mundir fagna íbúar
sveitarfélagsins Ölfuss því að 50 ár
eru liðin frá þvi að þéttbýli tók að
myndast í Þorlákshöfn. Af þvi tilefni
verður mikið um dýrðir og hápunktur
hátíðahaldanna verða hafnardagar
sem haldnir verða helgina 9. til 11.
ágúst nk. með opnun sögusýningar
sem heitir „Úr verstöð í bæ".
Á föstudeginum verða í tjaldi á
Skarfanesbryggju m.a. tónleikar KK
og Magnúsar Eiríkssonar og hljóm-
sveitin Clírótes og Tríó Ró frá áttunda
áratugnum. Á laugardeginum er svo
öllum bæjarbúum, sem og gestum,
boðið til morgunverðar undir ljúfri
harmoníkutónlist. Síðan tekur við
dorgveiðikeppni, hátíðarstund i Þor-
lákshafnarkirkju aö viðstöddum for-
seta íslands og við ráðhúsið verður af-
hjúpað listaverk. Eftir hádegið tekur
svo við dagskrá á Skarfanesbryggju.
Um kvöldið verður svo söngur og
brenna á Óseyrarbraut, flugeldasýn-
ing og dansleikur í tjaldi á Skarfanes-
bryggju fram á nótt.          -GG
Hættur viö hunda
„Mér heyrist Guðni Ágústsson ráð-
herra vera búinn að flauta þetta af,"
segir Fylkir Þ. Sævarsson rafvirki
þegar hann er spurður hvernig áform
hans um hundaeldi gangi.
Fyrir skömmu var greint frá því í
DV að Fylkir hygðist sækja um leyfi
til landbúnaðarráðuneytisins til að
rækta hunda til manneldis.
„Guðni veit ekki af hverju hann er
að missa, þetta er einstakt tækifæri.
Mér flnnst hann lika gera lítið úr Kín-
verjum þegar hann segir að þeir séu
fátæk þjóð sem neyðist til að borða
gæludýrin sín. Ég held að hann geri
sér ekki grein fyrir því sem hann er
aö segja. Kínverjar eiga miklu eldri
menningu en við og svo eru hundar
sem þeir borða ekki gæludýr, þeir eru
séraldir til manneldis."        -Kip
völdum trú um að í aðalatriðum sé
þetta í lagi. Þessar einföldu aðgerð-
ir til að sannreyna að veltan skili
sér duga ekki þegar menn eru með
flóknar bókhaldsæfingar," sagði
Skúli Eggert. Hann segir að jafnvel
þótt grunsemdir vöknuðu myndi
það verða erfitt fyrir skattayfirvöld
að staðreyna gruninn. Þetta þýði að
rannsóknir á undandrætti þurfa að
vera talsvert ítarlegri en verið hef-
ur. í þessu sambandi segir Skúli
Eggert að endurskoða þurfi starfs-
aðferðir og forgang verkefna í
skattaeftirliti.
Skattrannsóknarstjóri segir að
hugmyndaflug skattsvikara sé mik-
ið og greinilega setji menn sig afar
vel inn í skattareglur og lög. En
reynsla skattrannsóknarstjóra víð-
ast hvar um lönd er hins vegar sú
að yfirleitt hafi menn dulda starf-
semi skráða einhvers staðar í sín-
um gögnum og með einhverjum
hætti.
Embætti skattrannsóknarstjóra
var nýlega tekið út af Rikisendur-
skoðun og var niðurstaðan sú að
mikill árangur hefði náðst í meðferð
mála og málafjöldi sem færi fyrir
dóm vaxandi. Um leið var bent á að
mál þyrftu að ganga hraðar fyrir
sig. Skúli Eggert sagði að verið væri
að flýta ferlinu og það hefði í raun
hafist áður en niðurstaða Ríkisend-
urskoðunar birtist.         -JBP
Fer að hlýna
Bjartsýni ríkir í Veöurklúbbnum á Dalvík.
Veðurklúbburinn á Dalvík:
Hitamet verður slegið
Þeir bjartsýnustu í hópi félaga í
Veðurklúbbnum á Dalbæ á Dalvík
sögðu að það færi að hlýna eitthvað
meira og yrði jafnara og betra veður
upp úr 4. ágúst, á fullu tungli, og að
þá kæmu suðlægar áttir. Annars
verður veðrið frekar köflótt en með
mjög góðum dögum inn á milli og bú-
ist er við þvi að það komi tveggja tU
fjögurra daga kafli þar sem jafnvel
verða slegin hitamet, alla vega verði
mjög hlýtt og gott. Aftur á móti koma
líka dagar í mánuðinum þar sem
hann veröur mjög kaldur. Veðrið
þann 11. ágúst á „fiskidaginn mikla"
verður gott.
Nýtt tungl kviknar í norðnorð-
austri þann 19. ágúst og voru menn
hugsi yfir því tungli á fundinum en
vonandi tekur hann þvi vel og svík-
ur ekki, við trúum því ekki að kall-
inn í tunglinu svíki tvisvar í röð og
búumst við góðum seinni parti i
ágúst. Bjart veður á Lárentíusar-
messu, 10. ágúst, boðar oft hvass-
viðri og veit á kaldan eða votan vet-
ur, sólskin á Maríumessu fyrri, 15.
ágúst, boðar sólskin fram undan.
Höfuðdagur, 29. ágúst, ræður mjög
miklu í trú margra á veður, bregður
þá vanalega veðráttu og helst það
við í 20 daga.              -GG
ísfirskir sauðfjárbændur hyggjast slátra á Sauðárkróki:
5 þúsund fjár ekið 500 km
Hartnær 30 sauðfjárbændur í
ísafjarðarsýslum komu saman í
síðustu viku til fundar á Hótel ísa-
firöi þar sem þeir hlýddu á tals-
menn Kaupfélags Skagfirðinga
gera grein fyrir boði Kaupfélagsins
um að taka að sér sauöfjárslátrun
á svæðinu. Sauðfjárslátrun er í
miklu uppnámi eftir að Goði til-
kynnti að ekki yrði slátrað í 7 slát-
urhúsum félagsins. En reikna má
með að um það bil 5 þúsund lömb-
um verði slátrað af þessu svæði í
haust. Forsvarsmenn KS lofuðu
bændum því að verð til þeirra yrði
ekki lakara en hjá öðrum slátur-
leyfishöfum en Goða. Flutnings-
kostnaði yrði jafnað niður og verð-
ið yrði að fullu greitt í lok slátur-
tíðar. Milli ísafjarðarbæjar og
Sauðárkróks eru 498 km og óx það
vestfirsku bændunum nokkuð í
augum, auk þess sem það er spurn-
ing hvernig það fer með sláturfé að
aka því um svo langan veg. Það
kann að varða við dýraverndunar-
lög. Nokkrir bændur hafa sótt um
slátrun hjá Sölufélagi Austur-Hún-
vetninga á Blönduósi og enn halda
nokkrir í þá von að slátrað veröi
hjá Goða á Hvammstanga. Slátrun
hjá KS kann því að vera eini kost-
urinn í stöðunni, ekki sist þar sem
ekki er fyrirhuguð nein slátrun hjá
Goða í Búðardal.
Snævar Guðmundsson, bóndi á
Melgraseyri við ísafjarðardjúp,
gerir ráö fyrir að senda sitt slátur-
fé, um 500 lömb, á bíl til Sauðár-
króks. Hann segir að bíllinn sem
flyti lómbin taki um 150 í hverri
ferð og svo rúmt sé um féð á langri
leið að alls ekki fari illa um það,
það geti legið og því ekki ástæða til
að óttast að það gangi í berhögg við
dýraverndunarlög. Ekki fari verr
um það en þegar það standi inni i
fjárhúsum.
„Ég heyri ekki annað en flestir
bændur hér í nágrenninu ætli að
þiggja boð Skagfirðinga en þeir
lofa góðu verði. Nokkrir senda fé
til Blönduóss og eitthvað fer vænt-
anlega til Ferskra afurða á
Hvammstanga. Svo hefur einhver
reytingur farið í Króksfjarðarnes.
En það er ljóst að það er allt of
langt á Sauðárkrók til þess að
bændur fylgi sínu fé. Ég sendi
mestallt mitt fé til Norövestur-
bandalagsins á Hvammstanga í
fyrra, sem nú heitir Goði, en að-
eins einn bíll fór á Hólmavík. Það
gekk svo illa aö manna sláturhúsið
á Hólmavík að þetta varð þá niður-
staðan," segir Snævar Guðmunds-
son.
Sauðfé hefur fyrr verið ekið um
langan veg frá Vestfjörðum til
slátrunar. Þannig hafa ábúendur í
Hattardal við Súðavík sent fé til
Ferskra afurða á Hvammstanga og
fé hefur veriö flutt alla leið úr
Dýrafirði vestur á Hvammstanga,
um 420 km leið.            -GG
Helti potturínrt
Umsjón: Birgir Gudmund&son
Þjóðhátíðarbolir
Engum blandast hugur um að
Árni Johnsen kom, sá og sigraði á
þjóðhátíðinni í Vestmannaeyjum um
síðustu helgi. Það er þó ekki þar
með sagt að þjóð-.
hátíðargestir hafi
verið búnir að I
gleyma Ámamál-
um alveg og mátti I
sjá þess stað víða.
Þannig voru fjöl-
margar ungar I
stúlkur í bolum
þar sem á hafði'
verið letrað: „Mamma heldur að ég
sé í Eyjum að leggja hellur!" Sömu-
leiðis mátti sjá marga i bolum sem
merktir voru ístaki og var nokkuð
ljóst að sá fríði flokkur tengdist
þessu verktakafyrirtæki ekki
nokkurn skapaðan hlut!!...
Markmannsraunir
Það verður nokkurt áfall fyrir
stuðningsmenn KA ef Hörður Flóki
Ólafsson hverfur af landi brott til að
leika með Virum sem Lars Walter,
fyrrum KA-maður,
þjálfar en fiest
bendir nú til að
svo verði. Hörður
hefur, sem kunn-
ugt er, verið aðal-
markmaður liðsins
en Hans Hreins-
son varamarkmað-
ur mun þó áfram
verða kyrr. Óljós orðrómur hefur
verið um að Litháinn Egedius Pet-
kevicius, sem m.a. hefur verið hjá
Val, sé inni i myndinni fyrir KA en
slíkt er ekki selt dýrar en það var
keypt. í pottinum heyrist þó að þegar
neyðin sé stærst þá sé hjálpin næst
hjá KA því ef Hans standi sig ekki
geti KA eins og svo oft áður náð í
bráðefnilega menn í yngri flokkana...
Slefberar í Samfylkingu
Það er þungt í stuðningsmönnum
VG þessa dagana vegna frétta á
Pressu Hrafns Jökulssonar úr
samningaviðræðum þeirra flokka
sem standa,
að Reykja-
víkurlistan-
um. Þetta má I
m.a. sja a
skrifum
Steinþórs
Hreiðarsson-
ar á Múrnum
en þar telur hann víst að forustu-
maður í Samfylkingunni sé að
„leka" upplýsingum sem henti Sam-
fylkingunni pólitískt. „Þannig virð-
ist nafnlausi slefberinn hafa komið
því afar vel til skila að einkavæð-
ing eða hlutafélagsvæðing Orku-
veitunnar sé ekkert ágreiningsefni.
Með öðrum orðum: Áhrifamaður-
inn úr Samfylkingunni vill að kjós-
endur hafi það á hreinu að kosn-
ingabandalagið snúist ekki um póli-
tík heldur bara völd. Má þá spyrja
til hvers sé af stað farið í að bjóða
fram; bara að halda Sjálfstæðis-
flokknum frá vóldum?" í pottinum
töldu menn að viðræðurnar hlytu
að ganga vel miðað við orðbragðið
sem aðilar nota um hvern annan!...
Nína Björk og Nína Björk
í pottinum var verið að segja frá
því að í Deiglunni á Akureyri stæði
til að halda á fóstudag sérstaka bók-
menntahátíð í minningu Nlnu
Bjarkar Árna-
dóttur sem hefði
orðið sextug í
sumar. Eftir því
sem næst verður
komist á að flytja
úrval ljóða Ninu
Bjarkar og munu
ýmsir listamenn
flytja verk hennar.
Það sem mesta athygli vakti þó í
pottinum var að þarna mun nafna
Nínu, hin tiltölulega lítt þekkta
söngkona, Nína Björk Elíasson frá
Kaupmannahöm, syngja lög sín við
ljóð nöfnu sinnar Árnadóttur. Aðrir
flytjendur dagskrárinnar eru Karl
Guðmundsson leikari og Hildur
Inga Rúnarsdóttir og Kristín
Bjarnadóttir, báðar Húnvetningar
eins og Nína Björk Árnadóttir...

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
14-15
14-15
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32