Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 180. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						FIMMTUDAGUR 9. AGUST 2001
11
I>V
Hagsýni
Sveppatínsla:
Skemmtilegt
tómstundagaman
- segir Guðríöur Gyða Eyjólfsdóttir sveppafræðingur
Nú er sá tími sem áhugafólk um
sveppatínslu er á ferð en hægt er aö
stunda þessa iðju frá miðju sumri
og fram á haust. Sveppir út úr búð
eru dýrir og því ágæt búbót að næla
sér í villta sveppi, frysta þá og eiga
í súpur og sósur í vetur. Veðurfar
skiptir miklu máli þegar sveppir
eru tíndir. Best er að vera á ferð í
þurru veðri, og þá helst nokkrum
dögum eftir rigningu því þá er
sprettan góð. í rigningu verða
sveppirnir blautir og erfltt að
hreinsa þá og ef of hlýtt er í veðri
skemmast þeir fyrr.
Um 6-800 tegundir af stærri
sveppum hafa verið skráðar hér-
lendis þannig að þær tegundir sem
fólk borðar hér á landi og auðvelt er
að ná sér í eru aðeins litið brot af
flórunni. Sveppatinsla er mjög gott
tómstundagaman, fjölskyldan getur
öll farið saman út í náttúruna og
dundað sér við að tína. Þó er tölu-
verð vinna fólgin í hreinsuninni,
bæði þegar sveppirnir eru tíndir og
eftir að heim er komið.
Eitursveppir nokkuð algengir
Guðríður Gyða Eyjólfsdóttir er
sveppafræðingur á Náttúrufræði-
stofhun íslands og hefur hún gert
töluvert að þvl að tína sveppi til
notkunar í matargerð. Hún segir að
fjöldi þeirra sem stunda sveppa-
tínslu fari sifellt vaxandi og sú þró-
un hafi hafist upp úr 1980. Fyrr en
þá hafi ekki verið siður eða hefð fyr-
ir sveppatínslu hér á landi. „Birki-
skógarnir hér eru þó fullir af alls
kyns sveppum, eins og t.d. kúalubb-
anum sem vex með birki út um allt.
Hann er ágætur ætisveppur ef mað-
ur nær honum á undan flugunum
og lirfunum."
Aðspurð segir Guðríður að þeir
sem séu að byrja í sveppatínslu
ættu að reyna að finna reyndan að-
ila og fá að fylgja honum. Ekki sé
skynsamlegt að rjúka af stað og tina
alla sveppi sem maður finnur og
undrast svo ef maður verður veikur
eftir að hafa borðað þá. Sumir virð-
ast halda að ekki séu til eitursvepp-
ir á íslandi en það sé hin mesta
firra því þá sé víða að finna.
Lítill útbúnaður
Þó að búnaður til sveppatínslu sé
ekki flókinn er að mörgu að hyggja.
„Þeir sem ætla að tina sveppi þurfa
að fá sér víðbotna körfu því ekki má
tína þykkt lag í hvert ilát, þá kremj-
ast þeir sem liggja neðst. Ef tína á
margar tegundir er gott að setja ein-
hvers konar laust skilrúm í körfuna
eða vera með fleiri en eina. Körfur
eru hentugar því ílátið þarf að vera
hart og loftandi. Annað sem nauð-
synlegt er að hafa meðferðis þegar
farið er af stað er lítill beittur hníf-
ur. Bestir eru svokallaðir skræli-
hnífar því sveppirnir eru gróf-
hreinsaðir úti i náttúrunni og allt
ruslið af þeim skilið eftir. Guðrlður
segir að þó sveppatínslan verði sein-
legri fyrir vikið sé í raun mikill
tímasparnaður fólginn í þessari
hreinsun. „Ef sveppirnir eru settir
skítugir í körfuna þá smitast
óhreinindin af þeim á alla hina og
vinnan verður töluvert meiri eftir
að heim er komið og lokahreinsun
fer fram."
Ungir sveppir bestlr
Sveppirnir eru teknir heilir upp,
þ.e. ekki er skorið á stilkinn. í sum-
um tilfellum, eins og þegar um er að
ræða lerkisvepp og furusvepp, er
einfaldlega tekið um stilkinn og
honum snúið aðeins þannig að hann
losni. Aðrar tegundir eru teknar
Furusveppur
Furusveppurinn er oft meö slímhúð á hattinum og best er ab hreinsa hana af
um leib og sveppurínn hefur veríö tíndur.
Lerkisveppur
Hann er ágætur ætisveppur en best
er aö tína einungis unga sveppi.
upp þannig að hnífhum er stungið
ofan í jörðina, undir stilkinn og
sveppinum lyft upp. Eftir það er
hann snyrtur, öll laus óhreinindi
burstuð af og skorið neðan af stilkn-
um ef hann er illa farinn. Eins þarf
að hreinsa slímlag af hatti furu-
sveppsins, en það getur veriö 1-2
mm þykkt. Slímlag þetta finnst
einnig á öðrum sveppum, sérstak-
lega ef þeir eru í röku umhverfi. Til
að hreinsa slímið er brúna laginu á
hattinum svipt af þannig að eftir
stendur hvitur hattur.
Guðríður segir að einungis ætti
að safna ungum og ferskum svepp-
um því að þeir séu besta hráefnið.
„Ef þeir ná að verða of stórir byrja
þeir að skemmast. Þá verða þeir lin-
ir og oft má fmna merki um lirfur í
þeim. Sé grunur um slíkt er svepp-
urinn klofinn í herðar niður og þá
ætti að sjást hvort lirfur hafi verið
á ferð. Ég vil brýna fyrir fólki að
ganga vel um náttúruna, skilja
gamla sveppi eftir og láta þá allra
yngstu vera svo aðrir geti tínt þá.
Farið með gát
Þegar sveppirnir eru greindir
þarf að skoða umhverfi þeirra því
margar tegundir má þekkja af vaxt-
arstað þeirra. Til dæmis vaxa lerki-
sveppir við lerki og furusveppir við
furu. Kúalubbinn fmnst helst við
birkitré. „En þess ber að gæta að
fjöldi annarra sveppa vex t.d. með
birki og eru sumir þeirra eitraðir og
geta valdið mikilli magapínu, auk
annarra slæmra eiturverkana. Því
tínir maður og borðar bara þær teg-
undir sem maður þekkir og veit að
eru góðar." Guðríður Gyða segir
jafnframt að þegar fólk er að prófa
nýjar tegundir ætti það einungis að
neyta einnar tegundar og þá í litlu
magni. „Stundum kemur það fyrir
að einstakar tegundir sveppa vekja
Kúalubbi
Hann á þaö til ab mabka fljótt og því
er hann bestur ungur og óskemmdur.
ofnæmisviðbrögð og því er best að
fara með gát og ekki blanda mörg-
um tegundum saman fyrr en maður
veit að maður þolir þær allar.
Sveppirnir þurfa jafnframt að vera
ferskir og best er að hreinsa þá og
ganga frá þeim sama dag og þeir eru
tíndir. Sveppir sem búið er að
geyma í meira en sólarhring geta
verið varasamir því þeir eru við-
kvæm ferskvara."
Guðríður Gyða vill vekja athygli
fólks á svokölluðum lummusveppi
sem vex víða á höfuðborgarsvæð-
inu. í eldri bókum er hann talinn
meðal matsveppa ef hann er soðinn
en nú er berlega að koma í ljós að
hann er eitraður. Því ætti enginn að
leggja hann sér til munns. Lummu-
sveppurinn er stór, brúnn og með
innundið hattbarð.
Skrapað og skorið
Þegar heim er komið eftir vel
heppnaða tínslu eru sveppirnir
hreinsaðir vel, skemmdir skornar
úr og gáð að möðkum. „Yfirleitt eru
þeir ekki þvegnir þar sem þeir
draga svo mikið vatn í sig heldur
skrapar maður og sker," segir Guð-
ríður Gyða. „Ég hef sjálf vanið mig
á að taka himnurnar af furusveppn-
um og lerkisveppnum en það eru
ekki allir sem nenna því. Ef himnan
er hins vegar látin vera á er notaö-
ur rakur klútur til að þurrka
óhreinindi af hattinum. Síðan er
skrapað utan af stafnum og skorið
neðan af honum. Þegar þessu er lok-
ið eru sveppirnir grófsaxaðir.
Ef geyma á sveppina til vetrarins
eru þeir skornir gróft niður, settir á
steikarpönnu og hitaðir við vægan
hita. Gæta þarf þess að hræra vel í
þeim svo þeir festist ekki við botn-
inn. Eftir nokkrar minútur eiga
þeir að vera orðnir nokkuð þurrir
og þá eru þeir kældir og frystir í
mátulegum pakkningum. Einnig er
mögulegt að smjörsteikja sveppina
áður en þeir eru frystir en það stytt-
ir geymsluþol þeirra töluvert mikið.
En eigi að kæta bragðlaukana í ná-
inni framtíð hentar smjörið vel þar
sem það dregur fram sveppabragð-
ið.                   -ÓSB
Glöö kartafla
Eins og sjá má er „Eyjólfur" hinn
hressasti náungi en hann var ekki
sérstaklega glabur, maburinn sem
ætlabi ab gæba sér á kartöflunni
sem var svona skreytt.
Óvæntur glaðningur:
„Eyjólfur" á
kartöflunni
undir
álpappírnum
Um helgina fóru nokkrir félagar í
ferðalag eins og svo margir aðrir.
Var ákveðið að grilla í ferðinni og á
leiðinni út úr bænum komu þeir við
í verslun í Mosfellsbæ og keyptu í
matinn. Meðal þess sem keypt var
voru bókunarkartóflur frá Ágæti
sem þegar var búið að pakka í álp-
appír. Á laugardeginum var síðan
grillað og þegar kartöflurnar voru
tilbúnar og álpappírinn tekinn af
þeim kom listaverkið, sem sjá má á
myndinni, í ljós. Einhver hefur
greinilega gert það að leik sínum að
teikna andlit og lima lítinn bút af
heftiplástri á kartöfluna, áður en
henni var pakkað. Á hina hlið kart-
öflunnar var síðan skrifað nafnið
„Eyjólfur". Það er skemmst frá þvi
að segja að ekki var þessi kartafla
étin en aðrar sem keyptar voru á
sama tima reyndust í lagi.   -ÓSB
flYfo/Cóí<»TOW
Seljum síðustu sýningarvagna sumarsins með góðum afslætti
bæði á Akureyri og í Reykjavík.
Coleman vagnar af öllum stærðum og gerðum,
hlaðnir lúxusbúnaði!
20%
afsláttur af
sérmerktum aukahtutum
Co/eman §
by FLmerwooD.
Athugið aðeins 10 vagnar í boði
BILASALA
AKUREYRAR HF
Sfmi 461 2533
OSiRO
Grensásvegi 3 (Skeifumegin)  * s: 533 1414  • www.evro.is

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
14-15
14-15
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32